Morgunblaðið - 01.11.2018, Side 8

Morgunblaðið - 01.11.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 Vilhjálmur Birgisson, nýkjör-inn varaforseti ASÍ, er ein málglaðasta persóna á sviði þjóðmálanna. Fjöl- miðlamenn kvarta ekki. Viðbrögðin eru jafnan eins og opnaður sé krani. Spádómskraftinn vantar aldrei. Vil- hjálmur segir þá sem vakta eiga stöðugleika fara offari núna og semur um þá leik- þátt sem endar svona:    Niðurstaða þessa fundar íhöfuðstöðvum almanna- varna var að önnur eins „vá“ hefði ekki steðjað að íslensku þjóðinni frá því að þjóðin ótt- aðist að Þjóðverjar myndu her- nema landið í seinni heimsstyrj- öldinni.    Vildu sumir fundarmennmeina að þessi kröfugerð væri meiri vá heldur en þegar svarti dauði herjaði á þjóðina á 14. öld.“    Menn glöddust mjög er sástað herskipin sem ösluðu inn Faxaflóa voru bresk en ekki þýsk. Það seinna var mikil vá. Það geta almenningur og sagn- fræðingar í Póllandi, Hollandi, Belgíu, Frakklandi og frændur í Danmörku og Noregi vitnað um. Svartidauði var þó sýnu verri.    En munurinn á þessum ósköp-um, innrás Þjóðverja og svarta dauða og því sem Vil- hjálmur hefur í flimtingum, er að hvorugt var heimatilbúið. Það hefði engu breytt þótt „ráða- menn“, eða amtmenn, hefðu var- að við þýskum eða svarta dauða.    Kollsteypan sem nú er efnt íer heimatilbúin. Vilhjálmur Birgisson Skotið framhjá STAKSTEINAR „Það er með ólíkindum hvað þessi maður hefur gefið mikið af sér til samfélagsins,“ segir Hannes Friðriksson, formaður stjórnar Krabbameinsfélags Suðurnesja, í samtali við Morgunblaðið. Vísar hann í máli sínu til þess að í fyrradag tók fé- lagið á móti tveggja milljóna króna fjárstyrk frá Sig- urði Wium Árnasyni, fyrrverandi bílstjóra og Suð- urnesjamanni. Hefur hann undanfarin ár styrkt bæði Krabbameinsfélag Suðurnesja og Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja með fjárveitingum og tækja- búnaði ýmiss konar, en andvirði þessa er metið á bilinu 10 til 12 milljónir króna. „Sigurður hefur sagt mér að hann telji það skyldu sína að gefa eins lengi og hann getur. Á meðan sleppir hann utanlandsferðum og öðrum munaði,“ segir Hannes og bætir við: „Þessi peningur á eftir að nýtast okkur mjög vel og auðvitað einnig þeim ein- staklingum sem greinast með krabbamein á Suð- urnesjum.“ Sjálfur segist Sigurður aldrei hafa verið hálaunamaður. „Ég lifi bara eins og ég var alinn upp við og er ekki að eltast við einhver tæki – enda kann ég ekkert á þau,“ segir hann, spurður út í gjafirnar og hvernig gengið hafi að safna fyrir þeim. Sigurður er fæddur í Reykjavík en hefur búið í Keflavík í hátt í 50 ár. Síðast starfaði hann sem bílstjóri en hætti að vinna þegar hann komst á aldur. „Ég varð að læra að lifa upp á nýtt og spara,“ sagði hann í viðtali við Morgunblaðið 2008. Hefur gefið milljónir til samfélagsins Styrkur Sigurður og Hannes stilltu sér upp.  Sigurður Wium Árnason styrkir Krabbameinsfélag Suðurnesja um tvær milljónir Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Nettoline fær 5 stjörnur frá dönskum gagnrýnendum styrkur - ending - gæði Eldhúsinnréttingar hÁgÆÐa dansKar OpiÐ: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 11 til 15 úrVal innréttingaViÐ hönnum Og tEiKnum VönduÐ gÆÐaVaragOtt sKipulag Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Meðalhiti í októbermánuði var 3,4 stig á Celsíus, sem er neðan með- allags síðustu tíu ár alls staðar á landinu. Var mánuðurinn því frekar kaldur miðað við aðra októbermán- uði frá aldamótum. Þegar litið er til lengri tíma kemur hins vegar í ljós að nýliðinn október var nokkuð nærri meðallagi. Þetta kemur fram í pistli Trausta Jónssonar veðurfræð- ings sem hann birti á heimasíðu sinni í gær, en hann segir einnig að úrkoma hafi verið vel yfir meðallagi í mánuðinum en sólskinsstundir nærri því hér suðvestanlands. Í pistli Trausta segir meðal ann- ars að kaldasti októbermánuður sem mældur hafi verið hafi verið árið 1917, en þá var meðalhiti mánaðar- ins -0,7 stig. Til samanburðar nefnir Trausti að hlýjasti októbermánuður- inn af þeim 144 sem eru á listanum hafi verið árið 2016, en þá var með- alhitinn tæp 7,5 stig. Hitinn nú er því nákvæmlega mitt á milli þessara tveggja útgilda samkvæmt Trausta. 16. kaldasti á Suðvesturlandi Trausti birtir einnig tölur sem sýna að af þeim 18 októbermánuðum sem liðið hafa frá aldamótum hafi október 2018 verið sá 16. kaldasti á Suðurlandi, Faxaflóa og í Breiða- firði. Hins vegar var nokkuð hlýrra á Norðaustur- og Austurlandi, og var hann þar 11. kaldasti októbermán- uðurinn frá aldamótum. Segir Trausti að október í ár hafi verið kaldur miðað við síðustu þrjú ár þar á undan. Hins vegar hafi hit- inn verið svipaður 2013 og 2014, ör- lítið kaldara 2012 og talsvert kaldara árin 2005 til 2008. Er niðurstaða Trausta því sú að lengst af hafi farið vel með veður í október í ár og að telja verði mán- uðinn hagstæðan til flestra verka. Október kaldur miðað við 21. öld  Var hagstæður til flestra verka Morgunblaðið/Hari Haust Hitastig í október var í með- allagi ef horft er til lengri tíma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.