Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 36
SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við vitum ekki til þess að svona skjálftar hafi verið að finnast áður og það segir okkur að þetta ástand er mjög óvenjulegt,“ segir Kristín Jóns- dóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Eitt stærsta eldfjall landsins, Öræfajökull, hefur frá áramótum 2016-2017 þanist út og eru engin merki um að hægi á þenslunni. Þess í stað eru vísbendingar um að hraði þenslunnar, sem endurspeglar að lík- indum hraða innflæðis kviku í eld- stöðina, hafi aukist nokkuð frá því í sumar. Jarðskjálftavirkni í ár hefur, samkvæmt upplýsingum frá Veður- stofu Íslands, aldrei verið meiri síðan mælingar hófust og hefur hún heldur aukist frá því í sumar. Þeir skjálftar sem mælst hafa í haust eru stærri og orkumeiri, á bilinu um 1,5 til 3 af stærð, og raða þeir sér helst á öskj- urimann. Það þykir benda til hreyf- inga á hringsprungum á jaðri öskj- unnar. Samtúlkun mælinga á stöðunni í dag bendir til að kviku- söfnun sé á um 3-8 kílómetra dýpi, en hún byggir upp þrýsting inni í fjall- inu og veldur þenslu og jarðskjálfta- virkni á hringlaga öskjusprungum. Er virkni Öræfajökuls sögð dæmi- gerð fyrir eldfjöll sem búa sig undir eldgos. Eldgosin árin 1362 og 1727 Kristín segir ómögulegt nú að spá fyrir um þróun mála með vissu. „Við sjáum meiri virkni núna, en hvernig þetta mun þróast veit enginn. Það þarf hins vegar að taka þau merki sem eldstöðin sýnir núna mjög alvar- lega,“ segir hún og bætir við að virknin geti vissulega hætt áður en til goss kemur í Öræfajökli. Eldstöðin gýs að meðaltali á 500 til 1.000 ára fresti og er gosefna- framleiðsla lítil í samanburði við mikilvirkustu eldstöðvakerfi Íslands. Tvö stór gos hafa orðið í Öræfajökli á sögulegum tíma, árið 1362 og 1727. Gosið 1362 er sagt öflugasta sprengi- gos á Íslandi síðan land byggðist. „Þetta gos eyddi Litlahéraði, en svo nefndist sveitin sem þá náði yfir lág- lendið vestan og suðvestan Öræfa- jökuls með a.m.k. 40 bæjum. Talið er að 250-400 manns kunni að hafa farist í þessu gosi, þ.e. flestir eða allir íbúar Litlahéraðs. Ekki er vitað með vissu, en sennilegast er að jökulhlaup, firna- mikið og öflugt gjóskufall og heit gjóskuflóð hafi í sameiningu orðið fólki að fjörtjóni,“ segir í skýrslunni Jökulhlaup í Öræfum og Markarfljóti vegna eldgosa undir jökli sem kom út árið 2016 og var samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands, Jarðvísinda- stofnunar Háskóla Íslands og Al- mannavarnadeildar ríkislögreglu- stjóra. Seinna gosið hófst að morgni 4. ágúst 1727. „Miðað við stærð og út- breiðslu gjóskulagsins var þetta meðalstórt gos og því miklu minna en stórgosið 1362,“ segir í skýrslunni, en hlaupin sem fylgdu gosinu 1362 eru talin hafa náð rennsli af stærðargráð- unni 100.000 rúmmetrar á sekúndu. Hlaupin sem komu 1727 voru að lík- indum ekki meira en um helmingur af því í hámarki. Sterkir skjálftar fyrir gos Vísindamenn telja líklegast að bú- ast megi við sterkum jarðskjálftum skömmu áður en eldgos hefst í Öræfajökli. „Skömmu áður en eld- stöðvar fara af stað hefjast yfirleitt mikil læti. Við erum með mjög næmt mælikerfi á þessu svæði og því munu svona hreyfingar ekki fara framhjá okkur,“ segir Kristín, en í fyrr- greindri skýrslu er greint frá forboða gossins 1727. „Gosið hófst að morgni 4. ágúst en verulegir jarðskjálftar voru daginn áður, 3. ágúst, sem var sunnudagur. Við messu á Sandfelli skalf kirkjan og hræðsla greip um sig meðal kirkju- gesta. Vatn kom fram sem nokkur hlaup, það fyrsta skömmu eftir kl. 9 um morguninn. Mikill hávaði, engu minni en þrumur, var áður en hlaupið kom fram. Sennilega stafaði þessi há- vaði af boðaföllum vatnsins og upp- broti íssins þar sem hlaupið æddi nið- ur jökulinn,“ segir þar, en gera má ráð fyrir að framrásartími hlaupa verði í öllum tilvikum stuttur, eða að lágmarki 20 til 30 mínútur frá upphafi goss þar til hlaup nær að Þjóðvegi 1. Morgunblaðið/RAX Eldstöð Búast má við miklum jökulhlaupum vegna eldgosa í öskju Öræfajökuls, sem hér sést á miðri mynd. Má meðal annars vænta hlaupa niður Kvíárjökul sem sjá má í fjarska. Skjálftavirkni aldrei mælst meiri  Eitt stærsta eldfjall landsins hefur þanist út frá áramótum 2016-2017  Bæði jarðskjálftavirkni og þensla hefur aukist frá því í sumar  Taka þarf merki eldstöðvarinnar alvarlega, segir sérfræðingur Öræfajökull Kvíá Kvíárjökull Skilgreint áhrifasvæði jökulhlaupa úr Öræfajökli Heimild: GOSVÁ og kort Sigurðar Þórarinssonar Öskjurimi Öræfajökuls Skilgreint flóðasvæði Farvegur hlaups 1362 og 1727 Farvegur hlaups frá Kvíárjökli Öryggispunktur á þjóðvegi 1 36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 Jarðhræringar í Öræfajökli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.