Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 37
Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson Jökullinn Það er tilkomumikil sýn sem blasir við þegar flogið er yfir Öræfajökul, eitt stærsta eldfjall landsins. Á þessari mynd sem tekin var nýlega má meðal annars sjá öskju og gíg fjallsins. „Það þekkir í raun enginn þessa eldstöð, eins og afi minn sagði alltaf – það var ekki einu sinni til tommustokkur þegar gaus hér seinast,“ segir Aron Einarsson frá Hofsnesi í Öræfum við Morgunblaðsmenn, en hús Arons og fjölskyldu stendur á svæði sem skilgreint er sem „ótryggur staður“ komi til hlaupa frá Öræfajökli vegna eldgoss þar. Er bærinn í um sex kílómetra fjarlægð frá öskju eldstöðvarinnar. Aðrir staðir sem sagðir eru ótryggir eru Freysnes og Fagurhólsmýrartorfan. „Veðurstofan hefur gefið út nokkuð ítarlegar lýsingar á því ástandi sem skapast getur í flóði, hversu langan tíma menn hafa til þess að forða sér og hversu djúpt vatnið kann að verða á ákveðnum svæðum. Allir elstu bæirnir, þ.e. Hnappavellir, Hof og Svínafell, eru rétt utan flóðasvæðisins. Það er hins vegar ekki pláss fyrir alla uppi í hlíðunum og því er ég til að mynda ekki á mjög góðum stað hér ef það kemur flóð,“ segir Aron og heldur áfram: „Það fer eftir því hvernig gos verður í jöklinum og þá hvaða leið vatnið kemur niður, en hér gæti vatnið náð allt að 11 metra dýpi.“ Spurður hvort fólk í sveitinni sé mikið að ræða stöðu Öræfa- jökuls sín á milli svarar Aron: „Það er auðvitað talað um þá hluti sem menn telja sig þurfa að vita, eins og áætlanir um neyðarrýmingu og mikilvægi þess að mæta á íbúafundina.“ Hann bætir við að vísindamenn fylgist grannt með og að þeir hafi sagt að búast megi við sterkum skjálftum fyrir gos. Morgunblaðið/RAX Á flóðasvæði Aron Einarsson frá Hofsnesi í Öræfum segir vatnshæð geta náð 11 metrum þar sem íbúðarhús hans er. Ekki pláss fyrir alla í hlíðunum Hvað segja Öræfingar um þær jarðhræringar sem nú eiga sér stað í jöklinum? 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 „Ég held að flestir séu nú frekar rólegir hér í sveitinni. Það er engin yfirvofandi hætta í gangi eins og er, en auðvitað þurfa menn að hugsa um þessa stöðu,“ segir Sigurður Gunnarsson, bóndi á Hnappavöllum í Öræfum, við Morgunblaðið. Hann segir þá íbúafundi sem haldnir hafa verið undanfarið vegna Öræfajökuls mjög gagnlega. Hafa þar fulltrúar frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglunni á Suður- landi og vísindamenn farið yfir stöðu mála, hugsanlega þróun í jöklinum og áætlanir um rýmingar komi til eldsumbrota. „Við eigum að flýja austur og ættum að vera orðin nokkuð örugg austan við Kvíá. Fyrirvarinn gæti þó orðið stuttur,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi orðið var við einhverja af þeim fjöl- mörgu jarðskjálftum sem orðið hafa í jöklinum nýverið kveður Sigurður nei við. „Ég get ekki sagt að ég hafi beinlínis fundið fyrir skjálftum, en ég fann hins vegar mikla vindhviðu eða ein- hvers konar þyt eitt kvöldið sem stór skjálfti átti sér stað.“ Er íbúi á Hofi í Öræfum sagður hafa fundið fyrir þeim skjálfta. Sigurður segir vísindamenn vera með svæðið undir ströngu eftirliti og að búið sé að koma fyrir fjölmörgum mælum. Fylgj- ast tæki þessi einkum með hreyfingum á landi. „Þeir eru búnir að koma fyrir mörgum mælitækjum og létu meðal annars mæla hér rétt hjá okkur í fyrrahaust og enn fleiri nú í sumar. Svo er búið að fylgjast með Kvískerjum árum saman, það má því segja að það séu mælar úti um allt,“ segir Sigurður. Morgunblaðið/RAX Ofar flóði Sigurður Gunnarsson á Hnappavöllum í Öræfum segist hafa fundið mikinn þyt kvöld eitt þegar skjálfti reið yfir. Fyrirvari gæti orðið stuttur „Ég reyni nú bara að hugsa sem minnst um þetta,“ segir Anna María Ragnarsdóttir frá Freysnesi í Öræfum í samtali við Morgunblaðið, en hún rekur Hótel Skaftafell. „Heimamenn eru nú flestir ósköp rólegir yfir þessu og lífið gengur sinn vanagang. Það er ef til vill erlenda starfsfólkið sem spyr mest og þá ræðum við það bara á rólegum nótum. Við höfum sett upp öfluga rým- ingaráætlun,“ bætir Anna María við. Hún segir íbúafundina hafa skipt miklu máli og að á þeim hafi komið fram gagnlegar og góðar upplýsingar. „Það er mjög gott að fá upplýsingar um stöðuna og að þær séu á hreinu. Það skipt- ir í raun mestu máli. Reyndar finnst mér líka ótrúlega spenn- andi að fylgjast með vísindamönnunum og hversu mikið þeir vita, en á sama tíma er áhugavert að fylgjast með þeim uppgötva nýja hluti í rannsóknum sínum. Við erum á lifandi landi.“ Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan Svína- fellsjökuls, í norðanverðri hlíðinni milli Skarðatinds og Svart- hamra á ofanverðri Svínafellsleið. Síðan þá hefur sprungan gliðnað og vorið 2018 uppgötvaðist önnur sprunga sem liggur skáhallt niður vesturhlíð Svínafellsheiðar. Gæti þetta leitt til stórs berghlaups niður á jökulinn. „Þeir segja að þetta sé áttfalt magn Keilis sem gæti hrunið hér fyrir ofan,“ segir Anna María en gróft mat gefur til kynna að rúmmál efnisins gæti verið yfir 60 milljónir rúmmetra. „Vís- indamenn segjast geta séð það fyrir fram ef eitthvað fer af stað.“ Morgunblaðið/RAX Við Skaftafell Anna María Ragnarsdóttir frá Freysnesi í Öræfum segist lítið hugsa um jarðhræringarnar í Öræfajökli. Lífið gengur sinn vanagang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.