Morgunblaðið - 01.11.2018, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 01.11.2018, Qupperneq 39
Romney 2012, ákvað óvænt að sækj- ast ekki eftir endurkjöri. Repúblik- aninn Bryan Steil, fyrrverandi að- stoðarmaður Ryan í þinginu, og demókratinn og stálverkamaðurinn Randy Bryce berjast um þingsætið. Bryce náði athygli Bandaríkjamanna og undirritaðs sumarið 2017 þegar fyrsta kosningaauglýsingin hans fór víða á samfélagsmiðlum. Í auglýsing- unni sést hann vera að sjóða járn og býður m.a. Paul Ryan að skipta á störfum við sig. Í kjölfarið rigndi inn stuðningsyfirlýsingum og fjár- munum til Bryce, m.a. frá Bernie Sanders sem er afar vinsæll í Wis- consin. Bryce hefur hins vegar geng- ið brösuglega í fjölmiðlaviðtölum og sætt mikilli gagnrýni fyrir gömul lagabrot en hann hefur verið hand- tekinn níu sinnum, m.a. fyrir kanna- bisnotkun, akstur undir áhrifum og ógreiddar meðlagsgreiðslur. Þrýsti- öfl hafa minnt kjósendur á þessa for- tíð Bryce með daglegum neikvæðum auglýsingum. Bryce hlaut hins vegar 36.397 atkvæði í prófkjöri sínu en Steil hlaut 30.853. Hér þarf að hafa í huga að í Wisconsin eins og flestum ríkjum Bandaríkjanna eru prófkjör beggja flokka haldin saman en kjós- endur velja flokk og frambjóðanda á kjörstað. Samkvæmt skoðanakönn- unum leiðir Steil hins vegar með 4 til 7 prósentustigum. 6. kjördæmi Kentucky Fjölmiðlar vestanhafs tala mikið um að árið 2018 verði ár konunnar en 256 konur eru á kjörseðlinum á þriðjudaginn, 234 sækjast eftir þingsæti í fulltrúadeildinni og 22 eftir sæti í öldunga- deildinni. Árið 1992 var einnig nefnt ár konunnar í Bandaríkjunum, þegar fjöldi kvenna fór í fram- boð í kjölfar framburðar Anitu Hill um kynferðis- lega áreitni fyrir framan dómaranefnd öld- ungadeildarinnar. Í sjötta kjör- dæmi Kentucky, sem Trump vann með 15% árið 2016, er að finna frambjóðanda sem endurspeglar þessa sókn kvenna í ár, Amy McGrath. Hún var fyrsta konan til að fljúga til orrustu á F-18 orrustu- flugvél Bandaríkjahers. Flaug hún í alls 89 orrustur í Írak og Afganistan á 20 ára ferli sínum sem orrustu- flugmaður. Líkt og Bryce vakti hún athygli á landsvísu með kosninga- auglýsingunni „Told me“ þar sem hún fór yfir baráttu sína til þess að fá leyfi til að fá að fljúga í orrustur á stríðstímum. Repúblikaninn og lög- maðurinn Andy Barr er sitjandi þingmaður kjördæmisins. Hann vann endurkjörið sitt árið 2016 með 20% en samkvæmt könnun sem Repúblikanaflokkurinn framkvæmdi leiðir Barr einungis með 2% og hefur könnun 4% skekkjumörk. Sam- kvæmt könnun Demókrataflokksins leiðir McGrath með 7%, með 4.5% skekkjumörkum. Það eru því líkur á að því að demókrati gæti náð þing- sæti í þessu afar íhaldssama kjör- dæmi Kentucky. 39. kjördæmi Kaliforníu Kalifornía er mikilvægasta vígi demókrata í þingkosningunum í ár. Þetta fjölmennasta ríki Bandaríkj- anna er skipt niður í 53 kjördæmi og hvert kjördæmi hefur einn þing- mann í fulltrúadeildinni. Sjö sitjandi þingmenn repúblikana eru í kjör- dæmum sem Clinton vann árið 2016. 39. kjördæmið tekur til Orange County og fæðingarstað Nixons, Yorba Linda. Repúblikaninn Ed Royce sækist ekki eftir endurkjöri. Demókratinn Gil Cisneros, sem vann um 300 milljón dali í lottóinu, og þingkona kjördæmisins fyrir ríkisþingið, repúblikaninn Young Kim, berjast um þing- sætið. Kjördæmið gæti gefið tóninn fyrir því hvort demókrat- ar ná völdum í fulltrúadeildinni aftur. Kosningahegðun kjördæm- isins er repúblikönum í vil en óvinsældir Donald Trump Bandaríkjaforseta í kjör- dæminu gætu haft áhrif. 3. kjördæmi Kansas Kevin Yoder er sitj- andi þingmaður repú- blikana í 3. kjördæmi Kansas. Hann náði kjöri í byltingu teboðshreyfing- arinnar árið 2010 og sækist eftir endurkjöri í ár. Obama tapaði kjör- dæminu árið 2012 fyrir Mitt Rom- ney með miklum mun en Hillary Clinton hafði betur gegn Trump með naumindum árið 2016. Yoder er yfir- maður fjárveitingarnefndar fyrir ör- yggismál í fulltrúadeildinni. Hann hefur þannig fjárveitingarvald til að hafna eða setja fé í hinn heimsfræga vegg við landamæra Mexikó. Hann er því augljóslega í miklum metum hjá Trump sem hefur gefið fram- boðinu hans fullan stuðning. Demó- kratinn Sharice Davids, 38 ára lög- maður og fyrrverandi MMA-bardagakona, sækist hins vegar eftir þingsætinu. Hún er sam- kynhneigður frumbyggi og vann sterkan sigur á móti öflugum fram- bjóðendum í prófkjöri demókrata. The Washington Post telur líklegt að hún muni hafa betur í kjördæm- inu á meðan skoðanakönnun The New York Times og Siena- háskólans segir Davids vegar með 48% stuðning á móti 39% stuðningi Yoder og þá eru 11% svarenda óá- kveðnir. Svarendur voru hins vegar afar fáir og því ber ekki að lesa of mikið í niðurstöðurnar. Repúblikanar: 235 sæti7Demókratar: 193 sæti Auð sæti 183 örugg sæti demókrata 140 örugg sæti repúblikana2829291511 Kjördæmi sem óvissa ríkir um í fulltrúadeildinni 218 sæti þarf til að ná meirihluta Núverandi skipting þingsæta í fulltrúadeildinni: Sitjandi fulltrúadeildarþingmenn Demókrati: Áfram í framboði Ekki í framboði (nafn í sviga) Repúblikani: Áfram í framboði Ekki í framboði (nafn í sviga) Heimild: The Cook Political Report og The New York Times Washington 3. Nevada 4. Kóloradó 6. Kansas 2. Kansas 3. Illinois 13. Missouri 2. Illinois 12. Kentucky 6. Flórída 26. Flórída 27. Flórída 15. Flórída 16. Flórída 18. Flórída 6. Georgia 7. Georgia 6. Suður-Karólína 1. Norður-Karólína 9. Norður-Karólína 13. Norður-Karólína 2. Minnesota 8. Minnesota 1. Iowa 4. Nebraska 2. Iowa 1. Ohio 12. Ohio 1. Iowa 3. Minnesota 3. Minnesota 2. Wisconsin 1. Michigan 8. Maine 2. New York 19. New York 11. New Jersey 11. New Jersey 7. New Jersey 3. New York 22. New York 24. New York 27. Michigan 11. Illinois 6. Illinois 14. Pennsylvanía 1. Pennsylvanía 7. Pennsylvanía 10. Vestur-Virginía 3. Virginía 5. Virginía 2. Virginía 7. Virginía 10. Nýja-Mexíkó 2. Texas 23. Texas 22. Texas 7. Texas 32. Arisóna 2. Utah 4. Kalifornía 10. Kalifornía 25. Kalifornía 39. Kalifornía 50. Kalifornía 45. Kalifornía 48. Kalifornía 49. Nevada 3. Washington 5. Washington 8. Montana Pennsylvanía 16. Líkur á sigri demókrata (15 kjördæmi): AZ-02 (McSally), CA-49 (Issa), CO- 06 Coffman, FL-27 (Ros-Leht- inen), IL-06 Roskam, IA-01 Blum, KS-03 Yoder, MI-11 (Trott), MN-02 Lewis, MN-03 Paulsen, NV-03 (Rosen), NV- 04 (Kihuen), NJ-11 (Frelinghu- ysen), PA-07 (Dent), VA-10 Comstock. Jafnar líkur (29 kjördæmi): CA-10 Denham, CA-25 Knight, CA-39 (Royce), CA-45 Walt- ers, CA-48 Rohrabacher, FL-15 (Ross), FL-26 Curbelo, IL-14 Hultgren, IA-03 Young, KS-02 (Jenkins), KY-06 Barr, ME-02 Poliquin, MI-08 Bishop, MN-01 (Walz), NJ-03 MacArthur, NJ-07 Lance, NM- 02 (Pearce), NY-19 Faso, NY-22 Tenney, NC-09 (Pittenger), NC-13 Budd, OH-12 Balderson, PA-01 Fitzpatrick, TX- 07 Culberson, TX-32 Sessions, UT-04 Love, VA-02 Taylor, VA-07 Brat, WA-08 (Reichert). Líkur á sigri repúblikana (29 kjördæmi): AK-AL Young, CA- 50 Hunter, FL-06 (DeSantis), FL-16 Buchanan, FL-18 Mast, GA-06 Handel, GA-07 Woodall, IL-12 Bost, IL-13 Davis, IA-04 King, MN-08 (Nolan), MO-02 Wagner, MT-AL Gianforte, NE-02 Bacon, NY-11 Donovan, NY-24 Katko, NY-27 Collins, NC-02 Holding, OH-01 Chabot, PA-16 Kelly, PA-10 Perry, SC-01 (Sanford), TX-22 Olson, TX-23 Hurd, VA-05 (Garrett), WA-03 Herrera Beutler, WA-05 McMorr- is Rodgers, WV-03 (Jenkins), WI-01 (Ryan) Ríki og nr. kjördæma Líkur á sigri demókrata Jafnar líkur Líkur á sigri repúblikana Spá um skiptingu sæta í fulltrúadeildinni Líkur á sigri repúblikanaJafnar líkurLíkur á sigri demókrata Alaska Young Kim FRÉTTIR 39Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.