Morgunblaðið - 01.11.2018, Page 47

Morgunblaðið - 01.11.2018, Page 47
UMRÆÐAN 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 Síðustu fimm árin hafa mörg vandamál komið upp í Vaðla- heiðargöngum sem stytta vegalengdina milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals um 14 km. Þau eru nú orðin ennþá dýrari en allir útreikn- ingar gerðu ráð fyrir í upphafi. Mörgum spurningum eiga skoð- anabræður Steingríms J. ósvarað, þegar fréttir berast af því að þjóðhagslegt tap ganganna stefni fljótlega í meira en 20 millj- arða króna. Tafir á verkinu og auk- inn stofnkostnaður leiða til þess ásamt öðru að tapið er þrefalt meira en spáð var í ársbyrjun 2013. Í júní 2012 fór fram á Alþingi vitlaus um- ræða um Vaðlaheiðargöng. Þar sagðist þáverandi yfirmaður sam- göngumála, Ögmundur Jónasson, hafa verið gagnrýninn á þessa fram- kvæmd þegar hann tilkynnti öllum landsbyggðarþingmönnum að efa- semdir væru um að forsendur henn- ar stæðust. Stuðningsmenn gang- anna gegnt Akureyri sem beittu öllum brögðum til að koma sam- göngumálum Vestfjarða og Mið- Austurlands á kaldan klaka láta sig engu varða að áætlaður stofnkostn- aður við þessa framkvæmd hefur aukist um 22 milljarða króna. Ekki þarf jarðfræðingurinn úr Þistilfirði að taka afleiðingunum þegar tapið af vatnslekanum verður skrifað á reikning skattgreiðendanna. Fjármálafyrirtækið Gamma hefur unnið nýtt mat á þjóðhagslegum áhrifum Vaðlaheiðarganga. Eldra mat sem unnið var með sömu aðferð sýndi tap upp á 5-7 milljarða króna. Þessu andmælir Steingrímur J. með tómum falsrökum til að sýna fram á að meðalumferð í Vaðlaheiðar- göngum verði jafnmikil og í Hval- fjarðargöngum. Nú kemur í ljós að niðurstöður hagfræðinganna við Há- skóla Íslands sýna að þessi fram- kvæmd getur aldrei staðist kröfuna um þjóðhagslega arðsemi. Þessi að- ferðarfræði er byggð á arðsemis- líkaninu Teresu sem danska sam- gönguráðuneytið þróaði og notar til að forgangsraða fjárfestingum í bættum samgöngum eftir þjóðhags- legri arðsemi. Fullvíst þykir að Vaðlaheiðargöng kosti aldrei undir 25 milljörðum króna, eftir að áætl- aður kostnaður við þessa fram- kvæmd hefur aukist um 70%. Allt stefnir í að þessi tala geti farið yfir 80% þegar göngin verða opnuð fyrir almenna umferð undir heiðina. Til allra þingmanna Norðaustur- kjördæmis eru þetta skýr skilaboð um að forsendurnar sem notaðar eru til að sýna fram á vel heppnaða fjár- mögnun ganganna með innheimtu veggjalds næstu 30 ár- in standast aldrei. Ekki brást Stein- grími J., Þuríði Bach- mann og Svandísi Svavarsdóttur holl- ustan við yfirboðara sinn þegar fyrrverandi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, þáver- andi forsætisráðherra, andmælti þeirri stað- reynd að Alþingi hefði vorið 2009 samþykkt Norðfjarðargöng, sem voru kláruð haustið 2017. Andúð sína á samgöngumálum Seyðfirðinga, opinberuðu þessir sömu stjórnarliðar þegar Alþingi samþykkti sumarið 2012 tillögu Arn- bjargar Sveinsdóttur um tilrauna- boranir á 13-14 km löngum veggöng- um undir Fjarðarheiði. Ekki er sjálfgefið að framkvæmdir við þessa gangagerð geti hafist þegar Dýra- fjarðargöng verða tilbúinn eftir 1-2 ár, á meðan enginn veit hvort of margar vatnsæðar geti leynst undir Fjarðarheiði. Ég spyr. Hafa íslenskir skatt- greiðendur efni á því ef Fjarðar- heiðargöng lenda á enn fleiri vatns- æðum en Vaðlaheiðargöng sem standa aldrei undir sér með inn- heimtu veggjalds á jafnlöngum tíma og Hvalfjarðargöng? Í fámennu landi með 350 þúsund íbúa eru það engar gleðifréttir að þjóðhagslegt tap af Vaðlaheiðar- göngum skuli nú, að öllu óbreyttu, stefna í meira en 15 milljarða króna. Alltaf forðast þingmenn Norð- austurkjördæmis spurninguna um hvort það verði meira en 20 millj- arðar króna eftir að síðasta haftið í göngunum var sprengt. Engum ætti að koma á óvart að umferð verður ekki hleypt í gegnum Vaðlaheiðar- göng fyrr en í janúar 2019 eftir að boranir gegnt Akureyri gengu erfið- lega. Aldrei svaraði Steingrímur J. spurningum fréttamanna um hvort þar gætu leynst enn fleiri og stærri vatnsæðar. Öllum aðvörunum Pálma Kristinssonar og fleiri verkfræð- inga, um að þetta vandamál myndi hleypa upp kostnaðinum við þessa gangagerð, svöruðu fyrrverandi stjórnarliðar með hroka, útúrsnún- ingi og tilefnislausum árásum, á samgöngumál Austfirðinga og Vest- firðinga sem eiga margt betra skilið. Forsendur Vaðla- heiðarganga standast aldrei Eftir Guðmund Karl Jónsson »Ekki þarf jarðfræð- ingurinn úr Þistil- firði að taka afleiðing- unum þegar tapið af vatnslekanum verður skrifað á reikning skatt- greiðendanna. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Hver vill skipta á góðu atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og 550m2 glæsihúsi (villu) á einni hæð með sundlaug og öllu tilheyrandi á besta stað í Tailandi? Áhugasamir vinsamlega sendið helstu upplýsingar á netfangið: josakco@gmail.com VANTAR ATVINNUHÚSNÆÐI HIN FAGRA OG FORNA ALBANÍA 8. – 19. apríl ALBANÍA WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðar fallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. VERÐ 299.950.- per mann í 2ja manna herbergi. Innifalið: Flug, hótel í London, hótel með hálfu fæði í Albaníu, öll keyrsla í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á. PÁSKA- FERÐ Mig langar að skrifa lítið, stutt, opið bréf. Það er stílað á framleið- endur og eins og þeir eru margir, þá eru þeir mismunandi. Auðvitað er gríðarlega mikið af vörum innflutt til lands- ins frá erlendum fram- leiðendum og ég myndi gjarnan vilja deila pæl- ingum mínum með þeim. En einhvers stað- ar þarf ég að byrja og íslenskir fram- leiðendur urðu fyrir valinu. Þannig að ef að þú skilur íslensku og kemur með einhverjum hætti við sögu á fram- leiðslu, þá myndi ég vera afar þakklát ef þú gæfir þér stutta stund til að lesa þetta opna bréf. Ég geri mér grein fyrir því að það þarf að huga að mörgu þegar fram- leiða á vöru. Í fyrsta lagi þarf að hanna vöruna og helst þannig að gæði sé í hámarki og kostnaður í lágmarki. Svo þarf að framleiða hana og þá þarf að flytja efnivið í verksmiðjuna þar sem hún er framleidd. Þegar varan er tilbúin þarf síðan oftar en ekki að flytja hana langar vegalengdir þar sem hún er síðan seld. Það koma því margir aðilar við sögu frá því að hug- mynd að vöru fæðist og þar til hún er kominn í búðarglugga. Við sem neyt- endur mættum alveg vera meðvitaðri um þetta þegar við för- um í verslun og kaupum stuttermabol eða mjólk- urfernu. Enda ríkir ákveðið samband milli framleiðenda og neyt- enda: ef við kaupum mikið þá erum við að hvetja ykkur til að framleiða meira, og öf- ugt. Við þurfum því að vera vakandi í inn- kaupum okkar og versla aðeins það sem við þurf- um og munum nota. Enginn vill að við klár- um allar auðlindir jarðarinnar og sitj- um uppi með þúsundir tonna af gagnslausum hlutum. Sem betur fer hefur verið mikil vakning í umhverfismálum síðustu ár. Endurvinnsla hefur aukist, áhersla á minni plastnotkun, um- hverfisvænni samgöngumátar og margir hafa minnkað kjötneyslu. Það er margt sem við neytendur getum gert og þurfum að gera. En öll ábyrgðin er ekki hjá okkur. Hún er líka hjá ykkur framleiðendunum. Af því að við fáum þau skilaboð um að kaupa umhverfisvænt, forðast plast- umbúðir og óþarfa umbúðir. En það getur bara verið gríðarlega erfitt að fara til dæmis í matvöruverslun. Líf- rænu ávextirnir eru í plastkörfum umvafðir plastpoka. Hakkið er í frauðplasti með plasti utan um sig. Snakkið er í stórum pokum sem eru hins vegar einungis fylltir til hálfs. Og sumt sælgæti er í plastpokum ofan í litlum pappakassa. Og þetta gildir ekki einungis um mat heldur líka um leikföng, snyrtivörur, húsgögn, tæknidót og lengi mætti telja. Er virkilega ekki hægt að gera eitthvað í öllum þessum umbúðum? Ég er meðvituð um að það kann að fylgja því ákveðinn kostnaður þegar framleiðslufyrirtæki ákveður að sinna umhverfismálum. Flest þeirra vilja til dæmis framleiða sem mest til að græða mestan pening í staðinn fyrir að framleiða bara það sem er nauðsynlegt. Þegar kemur að umbúð- um, þá veit ég ekki hvort það sé dýr- ara að minnka þær og hafa minna plast en allar breytingar krefjast tíma og orku. En þrátt fyrir þennan kostnað þá er hann gjöf en ekki gjald miðað við að þá getum við mögulega búið áfram hér á jörðinni okkar. Því ef við höldum áfram á sömu leið þá munu næstu kynslóðir ekki eiga neitt heimili. Viljum við það nokkuð fyrir afkomendur okkar? Kæru framleiðendur Eftir Elínu Ósk Arnarsdóttur »Er virkilega ekki hægt að gera eitt- hvað í öllum þessum umbúðum? Elín Ósk Arnarsdóttir Höfundur er umhverfissinni og jóga- kennari. elinoskarnars@gmail.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.