Morgunblaðið - 01.11.2018, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 01.11.2018, Qupperneq 49
til bóta af einhverju tagi. Í þessari skrá ætti þá að koma fram hvers konar bætur eða ölmusu viðkom- andi hefur fengið, t.d. örorkubæt- ur, atvinnuleysisbætur o.s.frv. Staðreyndin er sú að meira en 10 prósent fólks á vinnumarkaðsaldri eru að fá greiddar örorkubætur þó aðeins brot af þeim fjölda þurfi í raun á aðstoð frá samfélaginu að halda. Stærsti hópurinn eru svo- kallaðir laumufarþegar sem hafa hreinlega svikið sig inn á bætur með dyggri aðstoð lækna sem gefa í raun út ávísanir á samfélagið vit- andi að þeir þurfa ekki sjálfir að borga þann tékka persónulega. Langflestir geta unnið eitthvað og eru mörg dæmi um hálfútlimalaust fólk sem sinnir fullum störfum. Í ljósi þess hve samtök þessara bóta- þega beita sér gegn því að þessi hópur minnki svo hjálpa megi bet- ur hinum sem raunverulega þurfa aðstoð þá verður ekki annað séð en þessi samtök hafi í raun verið tekin í gíslingu af laumufarþegunum. Þá eru ótaldir meira en 4.000 einstaklingar sem fá í dag þegar skortur er á vinnuafli greiddar at- vinnuleysisbætur, 1.000 þeirra eru erlendir ríkisborgarar. Til saman- burðar þá var mannafli á vinnu- markaði í september 2018 tæplega 180.000. Upphæð atvinnuleysisbóta nam samtals tæpum milljarði bara fyrir september í ár. Í því atvinnu- ástandi sem nú er ættu þær bætur með réttu að kallast letingjabætur en hér er um að ræða annars konar laumufarþega sem komast upp með þetta háttalag í skjóli algjörs mátt- leysis embættismanna hins opin- bera. Laun þessara embættis- manna eru einnig borin uppi af þeim sem greiða til samfélags- sjóða. Það hlýtur að vera sann- gjarnt að upplýsingar um greiðslur til þessara aðila séu öllum aðgengi- legar svo hver sem er geti verið með nefið ofan í fjárhagsupplýs- ingum þessara nágranna sinna einnig. Einn bótaflokkur er þó nú þegar aðgengilegur opinberlega sem eru listamannabætur. Þær eru greidd- ar til útvalins hóps fólks sem dund- ar í sínum áhugamálum í skjóli list- sköpunar sem talið er að ekki geti staðið undir sér. Þá ætti kannski að skoða það einnig að opna sérstaka skrá yfir opinbera starfsmenn þar sem fram koma laun og allar sporslur þeirra og hvaða mikil- vægu störfum þeir sinna með skýr- ingum á með hvaða hætti þau störf gagnast almenningi. En það er al- veg á tandurhreinu að teljist það réttmætt að upplýsingar um tekjur almennings séu aðgengilegar öllum þá verður það að teljast réttmætt að upplýsingar um bætur til al- mennings séu á sama hátt aðgengi- legar öllum, hverju nafni sem þær nefnast. »Réttmæt krafa þeirra sem greiða inn og opið er á upplýs- ingar fyrir nú hlýtur því að vera að opnað sé á sambærilega skrá yfir þá sem þiggja ölm- usuna. Höfundur er fv. atvinnurekandi. orng05@simnet.is UMRÆÐAN 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 Rétt er að byrja á að taka skýrt fram að um- ræðan um starfsfærni- mat og starfsgetumat kemur umræðunni um krónu á móti krónu- skerðingunni alls ekk- ert við. Vel er hægt að keyra það í gegnum Alþingi án þess að blanda þessu tvennu saman, sem virðist vera tilhneiging ríkis- stjórnarflokkanna. Hugsanlega nýta þeir krónu á móti krónu-umræðuna til að þrýsta starfsgetumati í gegn? Starfsgetumati mætti lýsa sem hugmynd sem í upphafi hafði já- kvæðan tilgang, þess efnis að ýta undir tækifæri öryrkja til að komast út á vinnumarkaðinn. Þróun hug- myndarinnar hefur aftur á móti öll verið á þann veg að hún snýst orðið um prósentur, þ.e. að einstakling sem til dæmis kæmi út úr slíku mati með metna starfsgetu upp á 40% ætti þá að skilgreina með 60% ör- orku. Erum við bættari með þessum að- ferðum? Vitum við eitthvað meira um það hvar styrkleikar viðkomandi liggja? Vitum við eitthvað meira um tækifæri viðkomandi? Er prósenta stöðugt ástand eða breytilegt? Er vinnumarkaðurinn tilbúinn fyrir hundruð eða þúsundir hlutastarfa? Ég hygg að svarið við þessum spurningum sé því miður nei. Hins vegar getum við frekar notað hug- takið starfsfærnimat. Þar yrði leitast við að greina hvaða tækifæri hver og einn sem undirgengst slíkt mat hefði til að auka möguleika sína á vinnumarkaði. Hvað á ég við með þessu? Jú, nefnilega að í stað einhverrar kerfis- lægrar prósentu- leikfimi þá skoðum við hvaða langanir og hvaða styrkleika hver og einn hefur. Dæmi: Verkamaður með grunnskólapróf sem starfað hefur í byggingar- vinnu getur vegna breytinga á heilsufari ekki sinnt þess háttar störfum lengur. Í stað þess að reikna færni hans í prósentum færi fram mat sem greindi færni við- komandi. Niðurstaðan gæti til dæmis verið sú að viðkomandi væri með bílpróf og gæti þar með vel sinnt aksturstengdum störfum. Tækifærin væru m.a. fólgin í nám- skeiði til aukinna ökuréttinda sem og þungavinnuvélanámskeiði. Í framhaldi gæti svo tekið við greiðsluþátttökukerfi sem gerði við- komandi kleift að nýta þessi tæki- færi til að bæta stöðu sína á vinnu- markaði. Þessi nálgun skiptir að mínu mati öllu máli. Mannleg reisn verður að vera leiðarstef í því hvernig við nálgumst kerfisbreytingar á þessu sviði sem og öðrum. Starfsfærnimat framar starfsgetumati Eftir Þorgrím Sigmundsson » Starfsgetumati mætti lýsa sem hug- mynd sem í upphafi hafði jákvæðan tilgang, þess efnis að ýta undir tækifæri öryrkja til að komast út á vinnumark- aðinn. Þorgrímur Sigmundsson Höfundur er varaþingmaður Mið- flokksins í Norðausturkjördæmi. Atvinna Nýlegir bílar, yfirfarnir og með eins árs viðbótarábyrgð frá seljanda Seltdur Nissan XTRAIL 4x4 - 7 sæta 2017 - Ek. 73 þ. km. - Sjálfskiptur Suzuki GRAND VITARA 2012 - Ek. 188 þ. km. - Beinskiptur FORD KUGA TITANIUM 2015 - Ek. 137 þ. km. - Sjálfskiptur NISSAN QASHQAI 2008 - Ek. 142 þ. km. - Sjálfskiptur 3.680 þ.kr. 1.290 þ.kr.1.990 þ.kr. Subaru FORESTER 2017 - Ek. 88 þ. km. - Sjálfskiptur Kia Sportage EX 4x4 2017 - Ek. 102 þ. km. - Beinskiptur Renault MEGANE Station 2012 - Ek. 198 þ. km. - Sjálfskiptur Renault Clio 2017 - Ek. 71 þ. km. - Beinskiptur 3.090 þ.kr. 2.890 þ.kr. 680 þ.kr. 1.590 þ.kr. Nissan XTRAIL 4x4 - 7 sæta 2017 - Ek. 61 þ. km. - Sjálfskiptur Subaru Forester 2017 - Ek. 89 þ. km. - Sjálfskiptur Subaru Forester 2017 - Ek. 111 þ. km. - Sjálfskiptur Kia SPORTAGE EX 4x4 2017 - Ek. 91 þ. km. - Sjálfskiptur 3.680 þ.kr. 3.090 þ.kr.2.890 þ.kr. 3.190 þ.kr. 580 þ.kr. Seldur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.