Morgunblaðið - 01.11.2018, Page 52

Morgunblaðið - 01.11.2018, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 Hágæða kristalglös frá Þýskalandi Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin! Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550 progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17. Allir velkomnir einstaklingar og fyrirtæki Ekki bara glas heldur upplifun Allt fyrir eldhúsið Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Uppskrift fyrir fjóra Lambaskankar 4 lambaskankar 2 l lambasoð Meðlæti 5 stórar kartöflur 150 g af reyktu beikoni 3 laukar 2 tsk. ferskt timjan 150 g andafita salt og pipar Sósa: 8 hvítlauksrif 50 g fersk steinselja 50 g maizena vatn lambasoð Fyrst skal undirbúa lamba- skankana. Hitið ofninn í 200° C. Þegar ofn- inn hefur náð þeim hita skal setja lambaskankana í bökunarform og baka þar til þeir ná brúnum lit. Þegar því er náð skal bæta lamba- soðinu við og elda í eina klukku- stund. Meðlætið: Skerið kartöflurnar, laukinn og beik- onið í 2 cm bita. Bætið andafitunni, timjan, salti og pipar saman við. Blandið vel saman með höndunum. Eldið í 45 mínútur í ofninum á 200° C. Eldið sósuna: Þegar lambaskankarnir eru eldaðir, takið þá upp úr soðinu. Hellið lamba- soðinu í pönnu og sjóðið, bætið hvít- lauknum og ferskri steinselju saman við og blandið saman. Undirbúið mai- zena með vatni og hellið því út á pönnuna með soðinu til þess að þykkja sósuna. Framsetning: Setjið meðlætið á diskinn og lamba- skankana ofan á, hellið sósunni vel yfir og dreifið smá ferskri steinselju yfir. Et voilà! Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Lambaskankar á Le Bistro Meistarakokkarnir á Le Bistro á Laugaveginum kunna að reiða fram kræsingar eftir kúnstarinnar reglum. Við fengum þá til að deila með okkur einni af sínum vinsælustustu uppskriftum, sem ætti eflaust að gleðja marga. Hin fullkomna haustmáltíð myndu margir segja og það má taka heilshugar undir það. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kunnáttumaður Arnór Bohic er annar eigenda Le Bistró. Arnór er hálf- franskur og veit meira en margur um franska matargerðarlist og menningu. Vinsælir Lambaskankarnir á Le Bistro þykja afskaplega góðir enda einn vinsælasti réttur staðarins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.