Morgunblaðið - 01.11.2018, Side 58
58 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018
✝ Magnús ÞórSteindórsson
frá Haugi fæddist
24. apríl 1937 í
Hólshúsum í Gaul-
verjabæjarhreppi,
Árnessýslu. Hann
lést á Vífilsstöðum
22. október 2018.
Foreldrar hans
voru Steindór
Gíslason, f. 22. júní
1912, d. 22. desem-
ber 1971, og Margrét Ingibjörg
Elíasdóttir, f. 25. maí 1914, d.
14. september 2003. Systkini
Magnúsar eru átta: Hafsteinn,
Kristín Ester, Guðrún, Guð-
mundur, Sigurður Þráinn,
Steindór, Gréta og Gyða. Guð-
mundur og Steindór eru látnir.
Magnús ólst að mestu upp hjá
ömmu sinni og afa, Guðrúnu
Þórðardóttur og Elíasi Árna-
syni.
Eftirlifandi eiginkona Magn-
Gauti Knútsbörn, Hákon Már,
Lilian Havana Montéus og
Alexandra Kristín Montéus.
Haukur á þrjú börn. Þau eru
Hugo Tim, Samúel Anton og
Calista Freyja, eiginkona
Hauks er Kathelouise Björns-
son. Dætur Magnúsar og Þóru
eru: Áslaug Fjóla, fædd 1971,
og Sunna Dís fædd 1979. Börn
Áslaugar Fjólu: Andri Karel
Júlíusson, unnusta hans er
Helga Björg Jóhannsdóttir, Ax-
el Máni, Ísak Snær og Aníta
Katrín Ægisbörn. Eiginmaður
Áslaugar Fjólu er Ægir Þor-
leifsson. Börn Sunnu Dísar:
Dagur Óli Davíðsson, kærasta
hans er Nína Rún Gunnars-
dóttir, Kara Lind Óskarsdóttir,
Natalie Nótt Nielsen og Patrik
Þór Nielsen. Eiginmaður Sunnu
Dísar er Tommy Fredsgaard
Nielsen.
Magnús vann við hin ýmsu
störf á sinni ævi, bæði á sjó og
landi, en lengst af vann hann
við vélsmíði. Hann var mikill
söngmaður og starfaði í hinum
ýmsu kórum.
Útför Magnúsar fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag,
1. nóvember 2018, klukkan 13.
úsar er Þóra Jó-
hanna Ragnars-
dóttir frá Hlíð í
Álftafirði. For-
eldrar hennar voru
Ragnar Steindór
Helgason, f. 26.
september 1900, d.
22. júlí 1979, og
Pálína Valgerður
Þorsteinsdóttir, f.
2. júní 1914, d. 14.
janúar 1999. Magn-
ús og Þóra giftust 20.11. 1971.
Börn Magnúsar eru fjögur,
barnabörnin 15 og barna-
barnabörnin tvö. Börn Magn-
úsar eru Guðmundur, fæddur
1965, og Haukur, fæddur 1967,
sem hann átti með fyrrverandi
eiginkonu sinni, Maríu Guð-
mundu Hauksdóttur. Börn Guð-
mundar eru þau Halla María,
unnusti hennar er Almar Enok
Ólafsson, og börn Höllu Maríu
eru Sigurrós Blær og Jökull
Elsku pabbi. Það er svo skrít-
ið að sitja hér og skrifa þessi orð
til þín. Þó svo að ég hafi vitað í
nokkurn tíma að kertið þitt væri
að brenna út vonaði ég svo heitt
í hjartanu að það fengi að loga
og lýsa áfram. Mér fannst þú
alltaf vera ósigrandi, stóri og
sterki pabbi minn og sýndir þú
það nú svo sannarlega undanfar-
in ár í veikindum þínum að þú
gafst ekki auðveldlega upp. Tár-
in hafa mörg fallið undanfarna
daga, oftast vegna gleðilegra
minninga sem maður minnist á
svona tíma en líka vegna sorgar.
Sorgar yfir því að fá ekki hlýja
og stóra faðmlagið þitt, heyra
ekki flautið þitt og fá ekki fleiri
símtöl frá þér. Þér var svo um-
hugað um okkur öll og næstum
daglegu símtölin snerust oftast
um hvernig við hefðum það og
börnin mín og þú baðst okkur
um að fara varlega. Ég lofa,
elsku pabbi, að fara varlega alla
daga og passa upp á að verða
ekki kalt, því alltaf hafðir þú
miklar áhyggjur af því að okkur
væri kalt, enda varstu undir það
síðasta að biðja mig nú um að
hafa skinnhanska í bílnum svo
mér væri nú ekki svona kalt á
höndunum.
Þegar maður skoðar sorgina
sér maður að hún er vegna ást-
ar. Og ástin er sterkasta aflið og
hefur mér hreinlega verið illt í
hjartanu undanfarna daga vegna
þeirra ástar sem ég ber til þín.
Svo er sorgin líka kvíði, kvíði yf-
ir að það gleymist og hverfi
hversu mikilvægur þú varst í
þessu lífi. Þú varst mér mjög
mikilvægur og mun ég alltaf
minnast þín í hjarta mínu og
mun ég halda minningu þinni á
lofti svo lengi sem ég lifi og í
hjarta minna barna.
Man hvað ég elskaði að fá að
skríða upp í pabbaholu og fá að
hlýja mér á tánum, hann að gefa
mér kaffi og mola, sem hann
gerði svo síðar með mínum
börnum. Minning um að fara að
veiða með honum á bryggjunni í
Súðavík og hann að kenna mér
að þræða orma upp á öngul og
sýna mér og kenna mér svo
hvernig maður hreinsaði fiskinn
sem maður veiddi. Minningar
um að syngja með honum og
dansa. Spila Kana og Olsen Ol-
sen og tala nú ekki um þegar
hann var að segja sögur og gera
grín hvað maður gat velst um að
hlátri af honum, því hann hafði
mjög gaman af því að gera grín
og var góð eftirherma.
Pabbi var alltaf duglegur að
vinna og man ég varla eftir hon-
um öðruvísi úr æsku en skít-
ugum upp fyrir haus eftir lang-
an vinnudag. Minningarnar eru
kærleikurinn sem ég ber til þín
og þakklætið fyrir allt sem þú
gafst mér og kenndir mér og
mínum börnum. Síðastliðin ár
hafa oft verið erfið og var erfitt
að horfa upp á þann toll sem
veikindi þín tóku af þér, þó er
ég samt svo þakklát að hafa
fengið að hafa þig eins lengi og
þú þoldir við. Síðustu vikurnar í
lífi þínu voru mér svo dýrmætar
og fannst mér svo gott og róandi
að koma til þín á Vífilsstaði dag-
lega og eiga með þér stund,
hvort sem það var spjall, að
hlusta á tónlist og syngja eða
bara sitja hjá þér meðan þú
svafst.
Elsku pabbi, takk fyrir allt.
Það sem ég hvíslaði í eyrað þitt
um daginn mun ég lofa og
standa við. Það er erfitt að
kveðja þig, elsku pabbi, og þó að
þú hafir kennt mér margt þá
kenndir þú mér aldrei hvernig
ég á að lifa án þín. Elska þig.
Þín dóttir
Sunna.
Ást er að eiga. Ást er að fá.
Ást er að gefa til baka af öllu
sem maður á.
Elsku pabbi, þannig var okk-
ar ást.
Ást er að eiga þína ást, sem
var sönn og skilyrðislaus og
þannig var líka mín ást til þín.
Það er svo mikið þakklæti og
ást í hjartanu sem ég ber til þín,
þú varst alltaf til staðar fyrir
mig og börnin mín. Alltaf gat ég
leitað til þín og alltaf studdir þú
mig, þú varst kletturinn minn.
Ást er að fá að koma í hlýjan
faðminn þinn, fá pabbaknús, fá
að kúra hjá þér í hlýrri pabba-
holunni og talaðir þú um það
þína síðustu daga hversu ljúft
var að fá köldu tærnar mínar
milli fótanna á nóttunni þegar
ég var að skriða upp í til þín
fram eftir öllum aldri.
Mér er minnisstæður morgun
á Akranesi, ég um fjögurra ára,
þú á leið í vinnuna og ég í pöss-
un til Ölmu. Við vöknuðum sam-
an á morgnana og þú lagðir af
stað með mig á reiðhjólinu þínu
í pössun. Ég er með þessa fal-
legu stund okkar á leiðinni svo
skýra í hjartanu, þú bjóst til
sæti fyrir mig á hjólastönginni
svo ég gæti haldið utan um þig
og hjúfrað mig upp að þér svo
mér yrði ekki kalt. Snjókorn
féllu af himninum og allt var
kyrrt og hljótt þegar við hjól-
uðum rólega í morgunmyrkrinu
til Ölmu á Skagabrautinni sem
tók á móti mér opnum örmum.
Ást er að gefa til baka af öllu
sem maður á.
Ég á dýrmætar og fallegar
minningar um okkur, elsku
pabbi, það var ljúft að leiða þig í
lífinu og syngja lífssönginn með
þér í gegnum lífið, en þú varst
búin að vera mismikið veikur í
um 10 ár og gekkst í gegnum
ýmislegt í lífshlaupi þínu. Margt
var þér mjög þungbært og
reyndi ég af bestu getu að
styðja þig, þau voru ófá símtölin
á kvöldin þar sem þú hafðir
áhyggjur og reyndi ég að hug-
hreysta þig og minna þig á að
þú áttir mig að, þannig að ég
var vissulega kletturinn þinn
núna síðustu árin í þínu lífi eins
og þú varst kletturinn minn.
Síðustu vikur eru búnar að
vera ljúfsárar og svo dýrmætt
að hafa átt með þér síðustu vik-
urnar þínar inni á Vífilsstöðum,
þar sem við sungum daglega og
við knúsuðumst, tókum sjálfu,
alltaf var stutt í grínið hjá þér
og aldrei kvartaðir þú. Ég söng
í eyra þitt þegar þú varst sem
veikastur, alltaf heyrðir þú í
mér og tónaðir eða söngst með
mér sama hvernig þér leið. Þú
lést súrefnisgrímuna ekki
stoppa þig frá því að syngja
frekar en annað í lífinu. Þú
varst flottasti tenórinn, það
sýndir þú mér þegar þú radd-
aðir með mér lagið þitt „Upp á
himins bláum boga“ rétt áður
en þú lést. Þar sannaðist fyrir
mér að söngurinn er eitt sterk-
asta aflið því alltaf heyrðir þú í
mér og opnaðir augun og
hresstist aðeins og söngst með
mér þar til kallið kom. Ó elsku
pabbi, hversu sárt það er að
horfa á eftir þér og mikið verð-
ur skrítið að fá ekki pabbaknús,
heyra ekki flautið þitt, ekki í
þér í símanum og syngja með
þér, ég elska þig svo heitt pabbi
og græt ég gleðitárum núna yfir
öllum stundunum okkar sem ég
varðveiti í hjarta mér að eilífu
þar til við syngjum saman að
nýju.
Hafðu þökk fyrir allt, elsku
pabbi, þú munt alltaf lifa í
hjarta mínu.
Ég á eftir að sakna þín svo
sárt. Góða ferð, pabbi minn, ég
elska þig.
Þín
Áslaug Fjóla.
Elsku afi, kletturinn minn og
besti vinur. Ég sakna þess að
geta ekki tekið upp símann og
hringt í þig og heyrt í þér hljóð-
ið. Við vorum vön að spjalla
saman alla daga. Þú varst mikill
fjölskyldumaður og vildir alltaf
vita hvernig öllum leið og hvað
var að frétta þann daginn. Þú
varst mikill húmoristi og hafðir
gaman af því að gera grín og
herma eftir hinum ýmsu per-
sónum. Þú varst líka stríðinn og
ég man eftir því þegar þú náðir
að plata Hákon bróður upp úr
skónum með freknukremið! Há-
kon var ósáttur við það að hafa
freknur þegar hann var yngri en
þú varst nú fljótur að redda
þeim málum. Þú sagðir honum
að það væri til töfrakrem sem
tæki freknur. Það eina sem
hann þyrfti að gera væri að
biðja mömmu um að kaupa það
og bera það á freknurnar og
þær myndu hverfa og aldrei
koma aftur. Hákon bað mömmu
í langan tíma að kaupa þetta
krem því hann ætlaði sko að
losna við þær allar.
Þú varst snillingur í öllu sem
þú tókst þér fyrir hendur, hvort
sem það var að syngja, teikna
eða spila á hin ýmsu hljóðfæri.
Þú varst líka meistari í að baka
pönnukökur og það var eitt af
því sem að þú kenndir mér mjög
ungri. Það var dásamlegt að
fylgjast með þér baka þær því
að þú varst vanur að nota smjör-
hníf í stað pönnukökuspaða og
varst svo snöggur að þú hefðir
getað bakað heilu staflana blind-
andi, Lína Langsokkur hafði
ekki roð við þér!
Við vorum alltaf miklir vinir
og vorum vön að passa vel hvort
upp á annað, ég gat alltaf leitað
til þín með hvað sem er og þú
leitaðir líka til mín. Samband
okkar var einstakt og náið.
Ég sakna þín svo sárt, elsku
afi, og er heppin með að eiga
margar góðar minningar til að
ylja mér við.
Stundin líður, tíminn tekur,
toll af öllu hér,
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig,
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
Þú varst ljós á villuvegi,
viti á minni leið,
þú varst skin á dökkum degi,
dagleið þín var greið.
Þú barst tryggð í traustri hendi,
tárin straukst af kinn.
Þér ég mínar þakkir sendi,
þú varst afi minn.
(Hákon Aðalsteinsson)
Ég elska þig, hjartagull.
Halla María.
Magnús Þór
Steindórsson
HINSTA KVEÐJA
Ást er að eiga. Ást er að fá.
Ást er að gefa til baka af öllu sem
maður á.
Elsku faðir minn kæri, nú þú ferð
mér frá.
En þó að hafið og himinn okkur á
milli er
mun ég sakna þín daglega og
hvert sem ég fer.
Bless, elsku pabbi.
Þinn
Haukur.
✝ ÞórheiðurGuðbjörg
Kristjánsdóttir,
ætíð kölluð Heiða,
fæddist 1. nóvem-
ber 1936 að
Einarslóni í Nes-
hreppi utan Ennis
á Snæfellsnesi.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Ísa-
fold í Garðabæ 5.
október 2018.
Foreldrar hennar voru
Kristján A. Jónsson, bóndi og
síðar skósmiður, og Jóney Mar-
grét Jónsdóttir húsmóðir. Syst-
ur hennar voru Ingileif Aðal-
heiður, f. 8. júlí 1926, d. 1.
mars 1984, og Friðbjörg Ólína,
f. 8. júní 1928, d. 30. mars
2003. Hún giftist Kristjáni
Guðleifssyni og þau byggðu
einbýlishús við Greniteig. Þau
eignuðust þrjá
syni: Guðleif Svein,
f. 20. ágúst 1955,
Tryggva Bjarna, f.
7. október 1959,
og Kristján Grét-
ar, f. 1. september
1962. Áður en
Heiða kynntist
Kristjáni eignaðist
hún Jón Ólafsson,
f. 6. ágúst 1954,
með Friðgeiri Ol-
geirssyni, sem lést 1996.
Barnabörnin eru fjórtán og
langömmubörnin níu og von á
því tíunda.
Heiða og Kristján skildu eft-
ir sjö ára hjónaband og nokkru
seinna flutti hún með Jerry
Hemminger til Flórída. Þar
dvöldu þau í tæplega þrjú ár
en fluttu aftur til Keflavíkur.
Þegar sambandi þeirra lauk
kynntist Heiða Curtis Daggett
og flutti til Orlando ásamt
þremur sonum sínum, en sá
elsti varð eftir í Keflavík. Þar
starfaði Curtis sem fasteigna-
sali, en þegar þau Heiða skildu
bjó hún áfram í Bandaríkj-
unum. Heiða lærði snyrtifræði
og opnaði snyrtistofu á heimili
sínu í Keflavík. Hún starfrækti
eftir það snyrtivöruverslunina
Ásu í Keflavík og seldi m.a.
tískufatnað sem hún keypti í
Skotlandi. Hún tók að sér að
bóka hljómsveitir sem spiluðu
á klúbbunum á Keflavíkur-
flugvelli og kunni því starfi
vel.
Þegar hún bjó í Bandaríkj-
unum hélt hún heimili fyrstu
árin. Eftir skilnaðinn vann hún
í verslun, seldi tískufatnað og
leigði út herbergi á heimili
sínu. Heiða flutti heim til Ís-
lands fyrir rúmum áratug og
eignaðist góða vini hér á landi.
Hún bjó á Vesturgötu í nokkur
ár en eftir að heilsunni hrakaði
dvaldi hún á hjúkrunarheim-
ilinu Ísafold í Garðabæ, þar
sem hún andaðist eftir harða
baráttu við krabbamein.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey
9. október 2018.
Það var ekki mulið undir móð-
ur mína og tvær eldri systur
hennar, sem fæddust á bænum
Einarslóni á Snæfellsnesi, milli
Djúpalónssands og Malarrifs.
Fjölskyldan bjó í torfbæ og bú-
skaparhættir voru með gamla
laginu. Allir tóku þátt í bústörf-
unum og sinntu sínum skyldu-
störfum af samviskusemi. Eldri
systur móður minnar voru henni
góðar og þarna bjuggu einnig afi
þeirra og amma. Lífið var einfalt
og oft þröngt í búi en hjartahlýjan
og kristilegur kærleikur voru í
hávegum höfð. Jóhannes Kjarval
gisti oft á bænum þegar hann kom
vestur til að mála sín stórkostlegu
málverk. Hann vildi hjálpa fólk-
inu á Einarslóni og keypti hálfa
jörðina svo að afi og amma gætu
keypt hús á Akranesi.
Móðir mín var 14 ára þegar þau
fluttu á Skagann, en tveimur ár-
um seinna flutti fjölskyldan í litla
íbúð að Hringbraut í Keflavík.
Móðir mín undi hag sínum vel í
Keflavík og kynntist myndarleg-
um ungum manni. Hún var ekki
nema 18 ára þegar hún eignaðist
mig heima hjá afa og ömmu.
Faðir minn vildi sem minnst af
mér vita og ólst ég upp í skjóli afa
og ömmu við gott atlæti. Þau voru
mér sem bestu foreldrar en móðir
mín var frekar eins og stóra systir
því hún bjó í öðru húsi með Krist-
jáni manni sínum og þremur
yngri bræðrum mínum. Lengi
blundaði sá draumur í hugskoti
mínu að flytjast til þeirra á Greni-
teig en af því varð ekki. Móðir mín
og Kristján skildu og hún flutti
vestur um haf. Þá hófst biðin eftir
því að flytja til mömmu í Banda-
ríkjunum, sem ekki varð. Hún
flutti aftur til Keflavíkur og bjó
um tíma á Faxabraut áður en hún
flutti aftur til Bandaríkjanna með
nýjum manni og bræður mínir
fóru með þeim.
Afi og amma voru mér góð en
að alast upp hjá eldra fólki þýddi
að tungutak mitt var öðruvísi en
hjá jafnöldrunum. Þess var ætíð
gætt að ég væri snyrtilegur til
fara en fyrirferðin var talsverð.
Snemma byrjaði ég að láta til mín
taka, eins og móðir mín hafði gert.
Ég fetaði á vissan hátt í fótspor
hennar, fór að bóka hljómsveitir,
stofnaði verslun og útgáfufyrir-
tæki og stóð í allskonar viðskipt-
um, eins hún hafði gert. Leynt og
ljóst var hún fyrirmyndin og hafði
meiri áhrif á mig en ég gerði mér
grein fyrir. Móðir mín var óvenju
kjarkmikil og úrræðagóð, kunni
að bjarga sér og tók stundum
áhættu sem skilaði góðum ár-
angri. Þetta var það veganesti
sem hún veitti mér.
Ég heimsótti hana árlega til
Bandaríkjanna og dvaldi stund-
um hjá henni í nokkrar vikur og
kynntist henni betur. Eftir að hún
flutti aftur til Íslands fengu börn-
in mín tækifæri til að kynnast
henni. Síðustu mánuði höfum við
náð að ræða málin, gera upp
gamla tímann og sættast við það
liðna. Þegar sjúkdómurinn sem
varð henni að aldurtila uppgötv-
aðist sagði ég við hana: „Við finn-
um út úr þessu og látum þetta
ganga.“ Og hún svaraði: „Þetta
segir þú alltaf.“ Í þetta skipti
gekk þetta ekki eins og við hefð-
um óskað, en núna er hún komin á
betri stað, farin í ferðina sem bíð-
ur okkar allra. Það er sárt að sjá á
eftir móður sinni en ég kveð hana
með þakklæti fyrir allt sem hún
gaf mér og mínum. Far í friði.
Jón Ólafsson.
Þórheiður
Guðbjörg
Kristjánsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RAGNHILDUR HAFLIÐADÓTTIR
frá Ögri
og húsfreyja á Hörðubóli
í Dalabyggð,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
laugardaginn 27. október. Útför hennar fer fram frá
Kópavogskirkju mánudaginn 5. nóvember klukkan 13.
Ragnhildur B. Erlingsdóttir Sigurjón Hannesson
Kristrún Erna Erlingsdóttir Baldur Kjartansson
Guðríður Erlingsdóttir
Lineik Dóra Erlingsdóttir Guðmundur Erlingsson
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar