Morgunblaðið - 01.11.2018, Síða 59

Morgunblaðið - 01.11.2018, Síða 59
MINNINGAR 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 ✝ Ásgeir Ás-geirsson fædd- ist 24. mars 1934 í Reykjavík. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 23. október 2018. Ásgeir fæddist á heimili foreldra sinna að Sölvhóls- götu 14 í Reykja- vík. Foreldrar hans voru Ásgeir Sig- urðsson, véltæknifræðingur og forstjóri Landsmiðjunnar, f. 25. júní 1904 í Reykjavík, d. 2. nóv- ember 1964. Kona hans var Sól- rún Erna Christensen, f. 3. febr- úar 1911 í Struer í Danmörku, d. 2. ágúst 1998. Föðurforeldrar Ásgeirs voru Sigurður Jónsson verkamaður og Guðrún Einars- dóttir. Móðurforeldrar hans voru Christen Christensen skip- stjóri og kona hans Sigurbjörg Einarsdóttir Christensen. Eldri 1963. Börn hennar eru Andri Viðar Haraldsson, f. 2. júlí 1992, og Erna Sólrún Haraldsdóttir, f. 2. júlí 1992. 2) Ásgeir Viðar, f. 20. janúar 1971. Eiginkona hans er Úlf- hildur Hilmarsdóttir. Börn hennar eru Andrea Pálmadótt- ir, f. 9. júní 1985, og Eyþór Pálmason, f. 10. nóvember 1988. Ásgeir lauk námi í rennismíði frá Iðnskólanum í Reykjavík ár- ið 1953. Hann vann og lærði einnig í Landsmiðjunni frá 1954. Seinna meir lauk Ásgeir vélstjóraprófi frá Vélskólanum í Reykjavík árið 1957 ásamt námi í rafmagnsdeild árið 1958. Ásgeir tók snemma ökukenn- araréttindi og sinnti þeim störf- um ásamt annarri vinnu. Hann var birgðastjóri hjá olíufélaginu Skeljungi hf. til 1983. Árið 1984 stofnaði hann verslunina Hesta- maðurinn og rak hana ásamt fjölskyldu sinni þar til hann lét af störfum. Útför Ásgeirs fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 1. nóv- ember 2018, klukkan 13. bróðir Ásgeirs var Rúdolf Ásgeirsson, f. 28. júlí 1931, d. 10. febrúar 2016. Hann var kvæntur Sólborgu Marinós- dóttur, f. 11. júní 1935, d. 23. febrúar 2009. Samfeðra systkini Ásgeirs eru Sigurður, f. 1942, Guðrún, f. 1946, og Anna Edda, f. 1948. Þann 31. október 1959 kvænt- ist Ásgeir eftirlifandi eiginkonu sinni Hjördísi Bergþórsdóttur, f. 21. desember 1935. Foreldrar hennar voru Bergþór Pálsson, f. 10. ágúst 1901, d. 7. janúar 1968, og Þórdís Jóhannesdóttir, f. 1. október 1904, d. 23. júní 1998. Börn Ásgeirs og Hjördísar eru: 1) Ásdís, f. 14. september Margs er að minnast og margs er að sakna. Pabbi var alltaf kletturinn í lífi okkar systkinanna. Það var alveg sama hvað á dundi í okkar lífi, pabbi var alltaf til staðar með góð ráð og umhyggjusemi sem á engan sinn líka. Því er það með söknuði sem við kveðjum þig í dag, elsku pabbi. En minningin um þig mun lifa með okkur alla ævi. Fyrir 23 árum veiktist þú alvarlega og var þér vart hugað líf, en þú varst ekki tilbúinn og við svo sannarlega ekki heldur. Við erum þakklát fyrir þessi aukaár sem við fengum að vera með þér. Barnabörnin þín kunnu að meta það, það er leitun að hjartahlýrri afa. Þú varst þeim allt og kenndir þeim mikið, léttur og með húmorinn í lagi. Þú hafðir alla tíð mikinn áhuga á bílum, það voru ófáir laugardagsrúntarnir sem við fór- um með þér á bílasölur bæjarins og þótti okkur það hin besta skemmtun og var mikið rætt og spekúlerað. Það voru ófáar gleði- stundirnar sem við áttum með þér í sumarbústaðnum í Skorradal. Þar varst þú alltaf tilbúinn að fara með okkur út á bát að veiða og varst manna fyrstur að koma með höfuðfat úr plastfötum þegar krí- an gerði árás. Að sjálfsögðu kenndir þú okkur báðum að keyra, sjálfur ökukennarinn. Síðan tóku hestarnir við og áttum við saman mörg góð ár í leik og starfi. Þú fórst allaf alla leið í því sem þú gerðir, stofnaðir hestavöruverslun þar sem við fjölskyldan störfuðum með þér og eigum við margar ynd- islegar minningar þaðan. Að ógleymdum hundunum þínum sem voru þér svo hjartfólgnir. Og núna sjáum við þig fyrir okkur á gangi með hestana þína og Snotrurnar að ógleymdri Tinnu okkar. Það ylj- ar okkur um hjartaræturnar. Síðasta árið var þér erfitt vegna veikinda en þú kvartaðir aldrei. Þú fékkst bestu umönnun sem völ var á bæði á hjartadeild Landspít- alans og hjá heimahjúkruninni, sem gerði þér kleift að vera eins lengi heima hjá okkur og hægt var enda varst þú ekki mikið gef- inn fyrir sjúkrahúslegur. Elsku pabbi, hvíl í friði, þú ert ljósið í lífi okkar. Takk fyrir allt. Þín börn, Ásdís og Ásgeir Viðar. Elsku afi okkar, hvar eigum við að byrja? Það er erfitt að lýsa í texta hvaða áhrif þú hefur haft á líf okkar systkinanna. Þakklæti er það fyrsta sem kemur í huga, þú hefur alltaf verið til staðar og á staðnum fyrir okkur frá fyrsta degi og í þínum augum gerðum við ekkert rangt. Þakklætið birt- ist aftur þegar við hugsum til þess að það hafi aldrei verið tilviljun þegar þú komst aftur til baka eftir að hafa fengið hjartalokuna fyrir 23 árum því að við áttum að fá þennan tíma saman. Dásamlegur tími sem við fengum saman; frá því að synda saman daglega í Ár- bæjarlauginni góðu yfir í að hjóla saman eða leika okkur. Það sem stendur alltaf upp úr mun vera skopskynið þitt og léttur andi yfir öllu sem þú gerðir, alltaf brosandi og jákvæður, en umfram allt lífs- glaður. Þú fórst þínar eigin leiðir í öllu og varst óhræddur við álit annarra þegar þú varst að kenna okkur eitthvað eða sýna væntum- þykju þína í gjörðum. Efst þar í huga er þegar við gáfum þér sundhettu í spaugi sem við höfð- um ákaflega gaman af, en hún var í öllum regnbogans litum með eðlu sitjandi ofan á kletti. Þér fannst þetta fallegasta sundhetta sem þú hafðir séð af því hún var frá okkur og syntir stoltur með hana þrátt fyrir augnagotur frá öðrum. Þú varst fyrirmynd í einu og öllu og kenndir okkur að láta ekki skoðanir annarra hafa áhrif á okkur heldur fylgja eigin sann- færingu, hvort sem það var að nota ballistol þó svo enginn annar gerði það eða reka fyrirtæki af ástríðu eins og þér einum var lag- ið. Þegar horft er yfir farinn veg er ekki annað hægt en að bera virðingu fyrir viðhorfi þínu til lífs- ins. Að minnast þíns er að minn- ast góðhjartaðs manns sem sýndi auðmýkt, hlýju og jákvæðni í öllu sem hann snerti enda gekk allt eftir sem umkringdi þig. Lífið er lotterí og þú tekur þátt í því eins og þú sagðir svo gjarnan. Erfitt er að lýsa því í orðum hversu mikla væntumþykju við berum til þín og elskum þig mikið. Erfitt er að hugsa til þess að það sé ekki hægt að hringja í þig og heyra fallegu röddina þína eins og þú gerðir svo oft sjálfur, bara til að heyra raddirnar okkar. Hvíldu í friði, elsku afi okkar, það er huggun að vita til þess að þú ert loksins með elsku Rúdda að sprella saman, hundunum þínum, Fríðu litlu og langömmu Sólrúnu. Takk fyrir allt, elsku afi, við mun- um hittast aftur. Þín barnabörn, Erna Sólrún og Andri Viðar. Mig langar með þessum orðum að minnast föðurbróður míns Ás- geirs. Hann hefur nú fengið hvíld eftir erfið veikindi en eftir sitja margar minningar um góðan mann. Mikið og kærleiksríkt sam- band var milli þeirra bræðra, pabba og Ásgeirs. Þeir voru sam- rýndir og góðir vinir. Þeir voru meira að segja svo samrýndir að þeir náðu sér báðir í kvonfang hinum megin við lóðamörkin, bara sína hvora girðinguna. Ás- geir og pabbi voru svo lánsamir að eiga í vinahópi sínum sálufélaga og lífsförunauta alla ævi þeirra. Ásgeir og ástin hans Hjördís voru mikið saman með mömmu og pabba, og ég fann það svo greini- lega hvað vinskapur þeirra var góður og kærleiksríkur. Þegar Ásgeir og Hjördís byggðu einbýlishús sitt í Kvista- landi fannst mér alltaf svo spenn- andi að koma þangað. Pabbi hafði alltaf mikla þörf á að fara út og rúnta um bílasölur eða kíkja til bróður síns. Ég litla stelpuskottið bað iðulega um að koma með í þessa kvöldbíltúra því að oftar en ekki var kíkt í Kvistalandið. Í minningunni eru þau skipti um 3-4 í hverri viku. Alla vega sat ég í bílnum þögul, því ég vildi ekki vera að suða, en reyndi í staðinn að senda pabba hugskeyti og ein- beitti mér stíft og hugsaði: „Pabbi, farðu í Kvistaland, pabbi, þig langar að fara í heimsókn til bróður þíns,“ og oftast rættist þessi ósk mín, eða hugskeytin virkuðu. Ég átti nefnilega góðan félaga í Ásgeiri Viðari og þótti alltaf ofboðslega gaman að leika við hann. Ásdís systir hans var orðin unglingur sem var ekki allt- af heima við til að sinna litlu frænku sinni en alltaf var svo gott að kúra sig í stóra herberginu hennar sem mér þótti alltaf svo flott og spennandi. En það var ekki bara félagsskapurinn sem ég sótti í því að það andrúmsloft sem var á heimilinu var svo notalegt og gott að það var bara alveg frá- bært að vera þarna. Ég var í pössun hjá Ásgeiri og Hjördísi þegar foreldrar mínir fóru til útlanda og það var svo gaman að vera þar. Farið var dag- lega í sund því að Ásgeir og Hjör- dís voru ávallt dugleg við að stunda morgunsundferðir. En í eitt skipti vorum við Ásgeir Viðar úti að hjóla og ég flaug á hausinn og fékk djúpa skurði á handlegg og höfuð, og fannst það versta í heimi að geta ekki farið með þeim í sund það sem eftir var af þeirri pössun. Minningarnar eru óteljandi og ég gæti skrifað endalaust en það er ekki í boði núna. Í huganum ómar glaðlegur hlátur Ásgeirs frænda þegar ég er að skrifa þessar línur. Hann var einstak- lega glaðvær maður og alltaf stutt í hláturinn. Í veikindum pabba var Ásgeir frændi mikil stoð og stytta fyrir mig, og ómetanlegt hve hann sinnti bróður sínum vel og eins eftir fráfall mömmu. Eftir andlát pabba var alltaf gott og mikið samband milli okkar sem mér þykir svo vænt um. Með þessum orðum kveð ég kæran frænda og þakka fyrir allar okkar góðu stundir. Elsku Hjördís, Ás- dís, Ásgeir og Úlla, Andri og Erna, ég sendi ykkur mínar inni- legustu samúðarkveðjur og bið al- máttugan Guð um að styrkja ykk- ur í sorginni. Minning um góðan mann lifir í hjarta mínu. Anna Rudolfsdóttir. Ásgeir Ásgeirsson Lilja vílaði ekki fyrir sér að mæta úr þarnæsta hreppi á æfingar hjá Lúðra- sveitinni Svani. Akstur úr Mela- sveit niður í bæ var ekkert mál – hvort sem um var að ræða æfing- ar eða spilamennsku. Þetta lýsir henni vel; Þegar hún tók ákvörð- un um að gera hlutina fór hún alla leið. Ég kynntist Lilju fyrst á ní- unda áratugnum þegar við vorum bæði við nám hjá Kjartani Ósk- arssyni klarínettuleikara. Við Lilja Grétarsdóttir ✝ GuðmundaLilja Grétars- dóttir fæddist 5. maí 1970. Hún lést 19. október 2018. Útför Lilju fór fram 30. október 2018. fylgdumst að á námsárunum og á þeim tíma byrjuðum við bæði að spila með Svaninum. Þetta voru fjörug ár í lúðrasveit, einna hæst bar ferð sem var farin til Austur- Þýskalands á lúðra- sveitamót. Þar var ýmislegt brallað sem best er geymt í minningum en ekki á prenti. Stuttu síðar féll múrinn og vilja flestir þeir sem í þessari ferð voru rekja það til hegðunar, at- ferlis og framkomu ónefndrar lúðrasveitar frá Íslandi þessar hlýju sumarnætur í Rostock. Bestu vinina eignast maður í lúðrasveitum sagði góður maður í annarri minningargrein. Það er margt til í því og brást ég glaður við þegar ég fór að stunda æfing- ar á ný eftir langt hlé fyrir fjórum árum, þegar ég sá að sessunautur minn var mín gamla góða vin- kona, Lilja. Hún hafði líka farið að stunda æfingar á ný eftir ára- langt hlé. Við vorum sammála um að við hefðum hvorugt neinu gleymt í hljóðfæraleik – en alls ekkert lært nýtt heldur. Þessi ár sem við endurnýjuðum kynnin við hljóðfæraleik voru skemmti- leg. Lilja var ávallt til taks, til í að leggja á sig auka snúning ef þess þurfti – líka til í að sleppa snún- ingnum ef hann var óþarfi. Þessi kynni voru enn sterkari en þegar við vorum unglingar í tónlistar- námi. Lilja var skemmtileg mann- eskja sem dreifði gleði í kringum sig, viðræðugóð og úrræðasnjöll þegar á þurfti að halda. Hún kunni þann góða sið að tvínóna ekki við hlutina, heldur hjó á Gordionshnútinn þegar hann var farinn að flækjast fyrir og hélt svo áfram sína leið. Þegar þær fréttir bárust okkur félögum hennar í Svaninum í fyrra að krabbameinið hefði tekið sig upp á ný, var okkur brugðið. Þetta kom óvænt, hún hafði verið hörð í að mæta á allar æfingar fyrir tón- leika sem voru eftir viku. En Lilja komst ekki framar á æfing- ar með okkur. Ég var að skoða pósta frá henni áðan og sá þá að hún var að herða sig upp í að spila aftur með okkur í vor. Allt kom fyrir ekki, hún hafði ekki þrek í að koma aftur. Síðasta verk Lilju á Facebook var að hvetja fólk til að mæta á komandi tónleika sveitarinnar – hún var sannur fé- lagi fram á síðustu stund. Við spilum í hennar minningu eftir nokkrar vikur í Hörpu. Félagar hennar í Svaninum sakna Lilju og votta fjölskyldu hennar virðingu sína og samúð. Góður félagi er genginn. Orðstír Lilju lifir. Fyrir hönd Lúðrasveitarinnar Svans, Þorkell Harðarson. Þegar dags er þrotið stjá, þróttur burtu flúinn. Fátt er sælla en sofna þá syfjaður og lúinn. (Rögnvaldur Björnsson) Nú þögn er yfir þinni önd og þrotinn lífsins kraftur, í samvistum á sæluströnd við sjáumst bráðum aftur. (Ingvar N. Pálsson) Geir Kristjánsson, maðurinn hennar Doddu föðursystur minnar, er látinn á 95. aldurs- ári. Yndislegri maður er vand- fundinn, einstakt ljúfmenni sem aldrei skipti skapi. Ég hef þekkt Geir alla mína ævi en best kynntist ég honum er ég 15 ára kom til dvalar hjá þeim hjónum og hóf skólagöngu í höfuðborginni. Þar átti ég mjög góða vist og var ýmislegt gert sér til dundurs, bíóferðir, bíl- túrar um bæinn á sunnudögum og oftast endað á ís vestur í bæ. Um tíma man ég að við spiluðum borðtennis í stofunni. Enski boltinn var nokkuð sem Geir missti aldrei af og er hann sá fyrsti sem ég þekkti sem fylgdist með boltanum í árdaga ríkissjónvarpsins, en þá þekktust reyndar ekki beinar útsendingar. Sem ungur maður vann Geir við skógerð þar til sú iðn lagð- ist af hérlendis. Hann hafði af- skaplega næmt auga fyrir fal- legum hlutum, hagleiksmaður Geir Kristjánsson ✝ Geir Krist-jánsson fædd- ist 12. janúar 1924. Hann lést 12. októ- ber 2018. Jarð- arförin fór fram 22. október 2018. af guðsnáð og snyrtimenni hið mesta. Hann átti alltaf flotta bíla. Lengst af vann Geir hjá Brauð hf. fyrirrennara Myll- unnar. Hann mætti ávallt mjög snemma til vinnu, sá um pökkun og af- greiðslu til við- skiptavina. Stöku sinnum fórum við með honum um helgar að gera klárt eða pakka einhverju sem lá á. Geir var svolítill kökukarl og kom hann oft heim með dýrindis bakkelsi svo sem möndlukökur, massarínukökur, jólakökur og hunangskökur með súkkulaði og skrautsykri. Maður fær vatn í munninn að minnast „drekku- tímanna“ í denn. Ævinlega átti ég innskot hjá Geir og Doddu ef næturskjól vantaði í höfuðborginni hér á árum áður og ber að þakka alla gæsku mér og mínum til handa um árabil. Dodda lést fyrir tveim árum og nokkur undanfarin ár hefur Geir dvalið á Hrafnistu í Hafn- arfirði eftir að sjón hans dapr- aðist og hann gat ekki lengur búið einn. Mér auðnaðist að heimsækja hann fyrir nokkru ásamt föður mínum en nú eru þeir báðir horfnir á vit feðr- anna með örfárra daga millibili. Vísast hefur þeim verið vel fagnað af eiginkonum sínum. Að leiðarlokum er margs að minnast og margt að þakka. Hvíl í friði, kæri Geir. Við stórfjölskyldan á Hellu sendum frændsystkinum okkar Sólrúnu og Róbert og fjölskyld- um þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Erna og fjölskylda. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELSA GUÐSTEINSDÓTTIR, Maltakri 7, Garðabæ, lést í faðmi fjölskyldunnar föstudaginn 26. október. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Margeir Ingólfsson Ingólfur Margeirsson Linda Hafsteinsdóttir Gyða Margeirsdóttir Páll Árnason Erla Margeirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR AXEL JÓNSSON, Fornósi 13, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks föstudaginn 26. október. Útför hans fer fram frá Sauðárkrókskirkju 3. nóvember klukkan 14. Bára Þ. Svavarsdóttir Hafdís Ólafsdóttir Jón Stefán Karlsson Guðbjörg Ólafsdóttir Finnur Kristinsson Ragnheiður H. Ólafsdóttir Birgir Þórðarson barnabörn og fjölskyldur þeirra Elskulegur pabbi minn og afi okkar, GEIR ÞÓRÐARSON, Sólvöllum, Eyrarbakka, lést á heimili sínu sunnudaginn 28. október. Útförin fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 6. nóvember klukkan 13:30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á að styrkja Sólvelli. Rut Sigurgrímsdóttir og barnabörn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.