Morgunblaðið - 01.11.2018, Side 60
60 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018
✝ Ásta KristjanaJónsdóttir
fæddist 1. október
1936. Hún lést á
Landspítalanum 11.
október 2018.
Ásta var dóttir
hjónanna Petrún-
ellu A. Kristjáns-
dóttur og Jóns G.
Guðmundssonar.
Bræður Ástu eru
Guðmundur og
Kristján. Hún ólst upp á Berg-
staðastræti 32b.
Ásta giftist Guðmundi Þ. Agn-
arssyni 1959 og eignuðust þau
tvær dætur, Önnu Petu og Ragn-
heiði. Ragnheiður er gift Karli
Jónasi Gíslasyni og eiga þau tvö
börn: Ásta María, unnusti Brynj-
ar Halldórsson, og Gísli Davíð,
giftur Veru Dögg Guðmunds-
dóttur og eiga þau
tvö börn.
Ásta starfaði
lengst sem sjúkra-
liði, fyrst á Borgar-
spítalanum og síðar
á Læknastöðinni
Glæsibæ. Hún var
virk í kristilegu
starfi. Hún ólst upp í
KFUK á Amtmanns-
stíg og í sunnudags-
skólanum í Betaníu,
við Laufásveg. Ásta tók þátt í
starfi KFUK og var þar sveitar-
stjóri í fjöldamörg ár. Sat hún í
stjórn KFUK og Kvennadeildar
Gídeon, til nokkurra ára. Einnig
var hún virk í kristniboðsflokki
KFUK og í Kristniboðssamband-
inu.
Útför Ástu fór fram 17. októ-
ber 2018.
Besta vinkona mín, Ásta Jóns-
dóttir, lést 11. október sl. eftir
skammvinn veikindi.
Við höfðum verið tengdar
sterkum vináttuböndum í sextíu
ár, svo sterkum að oftast nær
gátum við ekki annað en byrjað
daginn með uppbyggjandi síma-
spjalli sem eiginmenn okkar köll-
uðu messur. Í símaspjalli nú í
byrjun september ákváðum við
að hittast sem fyrst yfir hádeg-
isverði með körlunum okkar.
Ákvörðun um stund og stað var
frestað þar sem Ásta sagðist hafa
verið ekki alveg heil heilsu í
nokkra daga.
Fljótlega kom þó í ljós að þessi
veikindi voru illskeyttari en
nokkurn hafði grunað og nú
verða morgunmessurnar ekki
fleiri og samfundir frestast um
óákveðinn tíma.
Í huga mínum er djúpur sökn-
uður og hafsjór minninga um
samverustundir og mannkosti
vinkonu minnar. Hún var gegn-
umheil, dugleg, samviskusöm og
hlý. Auðvitað stríddum við hvor
annarri oft og sögðum hvor ann-
arri til syndanna þegar það átti
við. En aldrei bar nokkurn
minnsta skugga á vináttuna.
Eftirlifandi eiginmaður Ástu
er Guðmundur Agnarsson. Þau
bjuggu í nærri sextíu ár í farsælu
hjónabandi og eignuðust tvær
dætur. Ásta lauk sjúkraliðanámi
og vann lengi utan heimilis.
Umönnunarstörf féllu mjög vel
að skapgerð hennar. Kristin trú
mótaði líf hennar og gaf henni
æðruleysi á erfiðum veikinda-
dögum.
Það gladdi okkur Ástu mikið
að eiginmenn okkar urðu góðir
vinir. Saman áttum við ótal
ánægjustundir hér heima og á
ferðalögum erlendis. Golfíþróttin
kom þar töluvert við sögu.
Elsku Guðmundur, Anna Peta,
Ragnheiður og fjölskylda, við
Sveinn sendum ykkur innilegar
samúðarkveðjur og biðjum Guð
að vaka yfir ykkur.
Ingibjörg.
Ásta Kristjana Jónsdóttir var
ein af stofnendum kvennadeildar
Gídeonfélagsins 1977. Gídeon-
félagið var henni mjög kært og
var hún virkur þátttakandi í
starfsemi þess. Markmið Gídeon-
félagsins er að dreifa Nýja testa-
mentinu m.a. til skóla- og ferm-
ingarbarna, á hótel og gistirými
auk stofnana í heilbrigðisgeiran-
um.
Kvennadeildir Gídeonfélags-
ins sjá um dreifingu NT til nýút-
skrifaðra sjúkraliða og hjúkrun-
arfræðinga. Ásta var ávallt
reiðubúin að leggja sitt af mörk-
um á þeim vettvangi. Hún var
sjálf sjúkraliði og vissi af eigin
reynslu hversu dýrmætt er að
hafa NT við höndina í hinum
ýmsu aðstæðum er upp koma við
sjúkrabeð.
Kvennadeildir Gídeon starfa á
Akureyri og á höfuðborgarsvæð-
inu. Er fjölgað hafði í kvenna-
deildinni nokkrum árum eftir
stofnun, var félaginu deildaskipt
og gekk Ásta til liðs við deildina
R-3 þar sem hún sat í stjórn í
mörg ár auk þess að starfa um
tíma sem formaður. Ásta var
mikill burðarstólpi í félaginu
enda ákaflega vel máli farin og
því vel til þess fallin að miðla til
okkar félagssystra sinna ýmsum
hugrenningum sínum og þekk-
ingu á kristinni trú. Það gerði
hún svo sannarlega af einlægni
og kærleika.
Ég undirrituð átti því láni að
fagna að tengjast Ástu vináttu-
böndum. Lét hún sér ávallt annt
um mitt fólk og hafði í huga í
bænum sínum.
Gídeonfélagið hefur misst
traustan félagsmann og fyrirbiðj-
anda við fráfall Ástu. Það eru for-
réttindi að hafa notið starfskrafta
hennar í rúm 40 ár. Söknuður
okkar í deild R-3 er þó sérstak-
lega mikill.
Skarð hennar verður vand-
fyllt, en við minnumst hennar
með þakklæti og gleði. Mestur er
þó missir Guðmundar eigin-
manns hennar, dætranna Önnu
Petu og Ragnheiðar og fjölskyldu
þeirra. Sendum við þeim okkar
einlægustu samúðarkveðjur.
Góður Guð huggi þau, umvefji
með kærleika sínum og veiti þeim
styrk í sorginni.
F.h. Kvennadeilda Gídeon-
félagsins á Íslandi,
Anna Jóhanna
Guðmundsdóttir.
Við kynntumst Ástu og Guð-
mundi á Suður-Spáni fyrir
nokkrum árum. Þau höfðu, eins
og fjölmargir Íslendingar sem
komnir eru á efri ár, hætt að
ganga til starfa á almennum
vinnumarkaði, ákveðið að koma
sér upp aðstöðu hér á Costa
Blanca-ströndinni. Þau komu sér
upp fallegu heimili hér og undu
sér vel á vetrum á suður-
ströndum.
Þau hjónin gengu til liðs við þá
nýstofnaðan golfklúbb sem við
nokkrir félagar höfðum komið á
fót til að stytta okkur stundir og
bæta heilsuna. Þar myndaðist
félagsleg samstaða sem er svo
mikils virði fyrir okkur öll á efri
árum.
Vikulega, og stundum oftar,
hittumst við á golfvellinum, tvisv-
ar á ári förum við saman í ferða-
lög til Almeria þar sem klúbb-
félagar dvelja saman í þrjá daga,
spila golf og höfum síðan mikil-
vægar samverustundir eftir
golfið.
Ásta var mjög virk í okkar
starfi og hafði skoðanir bæði á
mönnum og málefnum. Hún lét
ekkert kyrrt liggja og talaði
hreint út hvort sem mönnum lík-
aði betur eða verr. Það var henn-
ar einkenni og má hún vera stolt
af því að hafa verið ákveðin og
hreinskilin.
Hún sagði alltaf að þátttakan í
félagsskapnum væri sér mikil-
væg þrátt fyrir að árangur á golf-
vellinum væri misjafn, en hún var
alltaf með.
Guðmundur, eiginmaður Ástu,
var einnig mjög virkur í okkar
starfi og gegndi stjórnarstörfum
í nokkur ár af mikilli elju og
dugnaði.
Hann hafði ekki hátt en Ásta
kom því til skila sem þurfti. Það
er lífsnauðsynlegt að upplifa það
að kynnast fólki eins og Ástu og
Guðmundi þó ólík væru, en þau
bættu hvort annað upp og fóru á
farsælan hátt í gegnum lífið.
Félagarnir í Golfklúbbnum
Teigi á Suður-Spáni senda Guð-
mundi og fjölskyldu innilegar
samúðarkveðjur.
Við Jóhanna þökkum fyrir all-
ar samverustundirnar á liðnum
árum um leið og við vottum þér
Guðmundur og fjölskyldu þinni
dýpstu samúð. Okkar von er að
þú komir sem fyrst aftur til þátt-
töku í okkar starfi.
Jóhanna og Eyjólfur
Sigurðsson.
Í virðingu og þökk kveður
KFUK og KFUM kæra fé-
lagssystur, Ástu Kr. Jónsdóttur,
sem lést eftir stutt en erfið veik-
indi.
Í huga okkar ríkir sorg og
söknuður en jafnframt þakklæti
til Guðs fyrir allt sem Ásta var
okkur og félaginu.
Ásta kynntist ung starfi fé-
lagsins og varði stórum hluta ævi
sinnar þar og var virk í fjöl-
breyttu starfi þess.
Hún bar hag þess fyrir brjósti,
hafði ákveðnar skoðanir á verk-
efnum og átti gott með að koma
hugsunum sínum í orð. Hún
spurði oft þessarar góðu spurn-
ingar: „Hvað hefði Jesús gert í
þessum aðstæðum?“
Hún var sveitarstjóri í mörg ár
í unglingadeild KFUK í Langa-
gerði 1 ásamt hópi frábærra
kvenna.
Hún tók þátt í ýmsum nýjung-
um á þeim tíma, eins og til dæmis
unglingavikum sem haldnar voru
í Langagerði og leikjakvöldum
fyrir unglinga á sumrin á Holta-
vegi. Hún sat lengi í stjórn
KFUK og gegndi meðal annars
starfi ritara. Oft var hún í
kvennaflokki í Vindáshlíð í ágúst
og naut þess að dvelja þar í hópi
kvenna.
Þegar félagið seldi félagshúsið
við Amtmannsstíg 2b og ákvað að
flytja starfsemi sína á Holtaveg
þá var Ásta beðin að vera í bygg-
ingarnefndinni og vann þar mjög
óeigingjarnt starf.
AD KFUK, sem er með fundi á
þriðjudögum, var trúarsamfélag
hennar gegnum árin og naut hún
sín vel og var fús að leggja hönd á
plóg eins og víðar.
Áhugi hennar var ekki ein-
göngu bundinn við kristilegt
starf á Íslandi því hún var einnig í
Kristniboðsflokki KFUK og átti
þar dýrmætt samfélag.
Ég minnist trúmennsku Ástu
við basar KFUK. Mörg undan-
farin ár var hún við afgreiðslu við
kökuborðið sem mikið mæddi á.
Basarinn skipti hana máli því eft-
ir að þau hjónin fluttu til Spánar
reyndi hún að vera komin til
landsins áður en hann var.
Ég fékk að njóta leiðsagnar
hennar og aðstoðar með ýmislegt
sem tilheyrði félagsstarfinu og
alltaf tók hún mér vel og greiddi
götu mína eftir því sem við átti. Í
desember undanfarin ár tók hún
að sér að heimsækja félagssyst-
kini sem dvöldu á hjúkrunar-
heimilum með kveðju frá kær-
leikssjóði félagsins.
Það var gott að biðja hana og
þau hjónin um að sinna þessu því
það var gert með svo mikilli gleði
og kærleika.
Einkunnarorð Vindáshlíðar
eiga vel við um lífshlaup Ástu.
„Vertu trú allt til dauða og ég
mun gefa þér kórónu lífsins“ (Op.
Jóh. 2.10b).
KFUK og KFUM votta Guð-
mundi, Ragnheiði og Önnu Petu
og fjölskyldum þeirra samúð sína
og biðja góðan Guð að hugga og
styrkja í sorg þeirra.
Blessuð sé minning Ástu Kr.
Jónsdóttur.
F.h. KFUK og KFUM,
Kristín Sverrisdóttir.
Ásta Kr. Jónsdóttir
✝ HermínaBenjamíns-
dóttir fæddist á
Bíldudal 23.
september 1946.
Hún lést á líknar-
deild Landspítalans
17. október 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Benjamín
Jónsson, f. 22.5.
1909, d. 10.3. 1995,
fisksali í Reykjavík,
og Klara Gísladóttir, f. 25.7.
1907, d. 11.7. 1983, bæði fædd á
Bíldudal. Systkini Hermínu eru
Gísli Guðmundur, f. 20.11. 1929,
d. 29.5. 1995, Sigríður, f. 10.2.
13.10. 2013, og Ari Emil Peder-
sen, f. 13.2. 2016.
Hermína var mörg ár heima-
vinnandi en starfaði einnig við
verslunarafgreiðslu, stíliser-
ingu, gluggaútstillingar og inn-
réttingu verslana, auk þess sem
hún vann á sviði auglýsinga- og
kvikmyndagerðar. Hún var einn
af forsprökkum tískuverslunar-
innar Karnabæjar og stjórnaði
skemmtiþættinum Ugla sat á
kvisti ásamt Jónasi R. Jónssyni.
Hún rak og átti gjafavöruversl-
unina Tínu Mínu ásamt Helgu
Mattínu Björnsdóttur og sinnti
skrifstofustörfum hjá Baldurs-
son hf., fyrirtæki Jóns Bald-
urssonar heitins. Hermína bjó
lengst af í Reykjavík, en eitt ár í
Tucson í Arizona, auk þess sem
hún dvaldi að miklu leyti á
Spáni árin 1998 til 2012.
Útför Hermínu hefur farið
fram í kyrrþey að hennar ósk.
1934, d. 16.1. 2001,
Inda Dan, f. 13.8.
1944, og Eva, f.
23.9. 1946, d. 24.12.
2011. Maður Herm-
ínu var Jón Bald-
ursson, f. 13.2.
1938, d. 25.11.
2001, en þau slitu
samvistum 1996.
Dóttir þeirra er
Sara Jónsdóttir, f.
16.1. 1976. Sam-
býlismaður Söru er Hálfdan
Lárus Pedersen, f. 19.7. 1972.
Dótturbörn Hermínu eru Jón
Eldar Brynjólfsson, f. 10.2.
2001, Benjamín Nói Pedersen, f.
Fyrir rétt rúmum tveimur
árum bauð ég elsku mömmu í
óvænta afmælisferð til Parísar,
þar sem við fögnuðum hennar
sjötugasta afmælisdegi 23.
september og áttum yndislegar
stundir.
Fyrir ferðina hafði hún farið
í rannsókn vegna verkja og
þegar heim var komið biðu
hennar tíðindin. Hún var með
krabbamein. Hún þurfti upp-
skurð og var boðin lyfjameð-
ferð. En horfurnar voru ekki
góðar og lyfin buðu upp á 30%
líkur til bata. Með þessar líkur
á vogarskálunum tók hún þá
yfirveguðu og æðrulausu
ákvörðun að hafna meðferð.
Árin tvö sem tóku við buðu
upp á góðar stundir í bland við
mjög erfiðar.
Hún náði töfraferð til Spánar
í sumar á sínar gömlu heima-
slóðir – var verkjalaus,
skemmti sér vel og hitti alla
sem hún þurfti að hitta og
kveðja. Þegar heim kom beið
hennar lokadans við þennan
skelfilega sjúkdóm. Mamma
var týpa sem gat dramatíserað
smáhluti, að mér fannst, en
þessu erfiða verkefni tók hún
öðruvísi. Hún mætti því af full-
komnu æðruleysi og sátt og
hún mun í mínum bókum ætíð
verða mesta hetja sem ég hef
þekkt.
Mamma var stórkostleg
mannvera. Hún var fædd
stjarna, alltaf glæsileg og hafði
sterka útgeislun og nærveru.
Það fór ekki fram hjá neinum
þegar hún mætti á svæðið. Hún
var sterkur karakter og skapið
spannaði allan regnbogann.
Hún brosti breitt, hló hátt,
elskaði mikið, reiddist skarpt
og grét stórum tárum. Hún var
hlýleg, talaði hátt og kallaði
alla elskan – sem mér fannst
stundum einum of – en þannig
var mamma.
Hún gerði sitt og var ekki
hrædd við að vera aðeins til
hliðar við normlínuna.
Mamma var góður hlustandi
og alltaf hægt að treysta á
hana á ögurstundum lífsins.
Hún var til staðar fyrir mig og
pabba þegar hann gekk í gegn-
um krabbameinsferlið, þótt þau
hefðu þá verið skilin.
Hún var yndisleg amma með
hlýjan faðm, sagði spennandi
sögur, föndraði og var bæði til í
smá stríðni, gott grín og gott
trúnó. Hún var mikið hjá okkur
síðustu árin og stökk í pössun
þegar við Dáni þurftum á að
halda. Þegar við snérum heim
var heimilið alltaf óaðfinnanlegt
og hreinna en við mundum
nokkurn tíma ná að græja tvö
saman.
Mamma var að mestu leyti
heimavinnandi mín uppvaxtar-
ár, en í gegnum tíðina tók hún
að sér verkefni við stíliseringu,
gluggaútstillingar og innrétt-
ingu verslana, auk þess sem
hún vann við auglýsingar og
kvikmyndagerð.
Hún og pabbi, ásamt Gulla
Bergmann og fleirum, opnuðu á
sínum tíma verslunina Karna-
bæ sem markaði tímamót í
tískusögu landsins. Svo rak hún
og átti verslunina Tínu Mínu
með Helgu vinkonu sinni og
stjórnaði skemmtiþættinum
Ugla sat á kvisti með Jónasi R.
í den.
Hún var mikill fagurkeri,
listræn og handlagin. Hún var
líka sérlega hagsýn og gat ein-
hvern veginn alltaf gert allt úr
engu. Með hennar viðkomu
varð umhverfið alltaf fallegra.
Ég er þakklát fyrir að þessi
stórbrotna kona hafi verið
mamma mín.
Ég mun ætíð sakna hennar.
Hlýjunnar, hlustunarinnar,
góðra ráða til heimilis og hjart-
ans. Nú er mamma frjáls og
glöð og fer í ljósið sitt, þar sem
hún skálar nú við pabba, Evu
tvíburasystur og alla hina sem
eru farnir og hún elskaði.
Sara Jónsdóttir.
Ég á ótal litríkar æskuminn-
ingar tengdar Hermínu og góð-
um stundum á heimili þeirra
Jóns í Heiðargerði. Við Sara
vorum svo heppnar að finna
hvor aðra snemma á lífsleiðinni
og fljótar að átta okkur á að
best væri að bralla mikið,
bralla oft og bralla það saman.
Heimili þeirra Jóns, Hermínu
og Söru var fallegt, listrænt og
glæsilegt og bar sköpunargleði
og listrænu auga Hermínu ein-
stakt vitni.
Þar var stundum til súkku-
laðismjör og þar lærði ég að
borða ristað brauð með hnetu-
smjöri og sultu og í ísskápnum
var sérstök klakavél, sem mér
þótti mögnuð.
Hermína og Jón voru bæði
sérstaklega hlý og góð við
okkur, litla vini Söru. Þau gáfu
sér alltaf tíma til þess að
spjalla, spyrja frétta, taka stöð-
una, horfa í augu og klappa á
kinn. Eftir því sem árin liðu,
breyttust samtölin og sam-
skiptin urðu öðruvísi og dýpri,
um leið og lífið varð líka dálítið
flóknara.
Hermína sýndi hugðarefnum
unglingsáranna einlægan
áhuga, hún vildi fylgjast náið
með okkur og hún fékk að
fylgjast með, af því að þannig
var hún.
Og það lýsir Hermínu ein-
mitt svo vel; einlægur áhuginn
sem hún sýndi mér, fólkinu í
kringum Söru sína og fólkinu í
kringum fólkið þess, var
fallegur og til eftirbreytni.
Hermína vildi mun frekar tala
um persónuleg málefni, hvernig
mér liði og hvernig börnin
hefðu það og hvað væri nú að
frétta af ástinni og hvað tilfinn-
ingarnar segðu, en að röfla um
vinnu eða praktíska hluti.
Líklega vissi hún að þau mál
hefðu bara sinn gang hvort sem
væri. Hún var hlýr knúsari og
tilfinningavera, hló hátt, brosti
breitt og tjáði sig stórt. Og allt-
af var hún glæsileg og geislandi
og jafnvel glitrandi.
Ég er óumræðilega þakklát
fyrir okkar síðustu stund sam-
an, sem lýsir Hermínu svo sér-
staklega vel. Við hlógum og
grétum og ég tók eftir því að
hún þurrkaði tárin mín, en ekki
sín eigin.
Hún gerði góðlátlegt grín að
stuttermabolnum sem ég var í,
fannst hann greinilega frekar
hallærislegur og sennilega hef-
ur það verið nokkuð rétt metið.
Hún var mjög veik en hún var
líka svo gríðarsterk, svo sterk
að það er næstum ólýsanlegt.
Frá henni stafaði svo mikilli
hlýju – hugrekki, kærleikur og
ást hennar til dóttur sinnar og
barnabarnanna svo augljós.
Ég er óendanlega þakklát
fyrir þessa stund og svo fyrir
allar hinar stundirnar, faðm-
lögin og hlýjuna.
Silja Hauksdóttir.
Hermína
Benjamínsdóttir
Að kveðja er að
deyja agnarögn,
sagði franska skáld-
ið J. Prevert og það
var auðvitað rétt hjá
honum. Þegar manneskja fer þá
fer með henni brot af manni sjálf-
um. En þessi manneskja verður
eftir í hugum og hjörtum okkar
Kenneth Páll Price
✝ Kenneth PállPrice fæddist
29. janúar 1956.
Hann lést 11.
september 2018.
Útförin fór fram
í kyrrþey.
sem eftir stöndum.
Palli minn, ég
kveð þig með ljóði
Hjálmars Frey-
steinssonar:
Gull á ég ekki að gefa
þér
og gimsteina ekki
neina.
En viltu muna að vin-
áttan er
verðmætust eðal-
steina.
Friður Guðs þig blessi.
Jón Kr. Ólafsson,
söngvari, Bíldudal.