Morgunblaðið - 01.11.2018, Side 61

Morgunblaðið - 01.11.2018, Side 61
MINNINGAR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 ✝ Ingvar Bald-ursson fæddist í Borgarnesi 21. mars 1943. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 15. október 2018. Foreldrar hans voru hjónin Jó- hanna Lárusdóttir húsfreyja, f. 11. nóvember 1923, d. 25. júní 2009, og Baldur Halldórsson, f. 15. jan- úar 1924, d. 10. júlí 2014, bú- fræðingur og skipasmiður. Þau bjuggu á Hlíðarenda við Akur- eyri. Systkini Ingvars eru: Ólafur Lárus, f. 1946, Baldur Örn, f. 1951, Halldór Guðmundur, f. 1954, Sigurður Hólmgeir, f. 1960, og Ingunn Kristín, f. 1962. Fyrri kona Ingvars var Ragn- hildur Bragadóttir, f. 1944, d. 2010. Börn þeirra: 1) Helga, f. 1967, d. 2016. Sonur hennar og Sigurgeirs Einarssonar, f. 1962, d. 2004, er Elvar, f. 1988. 2) Baldur, f. 1971, maki Sigríður Hrund Pétursdóttir, og eru þeirra börn, Kolbeinn Sturla, f. 2004, Starkaður Snorri, f. 2004, Styrmir Snær, f. 2010, og Snæ- deildar til ársloka 1983. Árið 1984 tók Ingvar við starfi hita- veitustjóra hjá Hitaveitu Rang- æinga og flutti þá til Hellu á Rangárvöllum. Þar starfaði hann næstu 20 árin og áfram eftir að fyrirtækið varð hluti af Orkuveitu Reykjavíkur. Síðustu sjö starfsár sín vann Ingvar hjá OR í Reykjavík. Ingvar og Jón- ína fluttu frá Hellu í Kópavog árið 2006. Á Hellu var Ingvar mjög virk- ur í félagsstörfum. Hann var í Lionsklúbbnum Skyggni, og starfaði með Frímúrara- stúkunni Röðli á Selfossi í ára- tugi. Hann stundaði golfíþrótt- ina um langt skeið og var virkur í golfklúbbnum GHR á Hellu. Ingvar tók virkan þátt í starfi Framsóknarflokksins þegar hann bjó á Akureyri en eftir að hann flutti á Hellu var hann virkur í starfi Sjálfstæðis- flokksins þar. Ingvar tók einka- flugmannspróf og átti hlut í flugvél á móti vinum sínum á Hellu. Hann gegndi líka starfi flugvallarstjóra á Hellu í nokkur ár. Einnig var hann í stjórn Samorku um tíma. Þau Jónína áttu sér mörg sameiginleg áhugamál og höfðu mikið yndi af ferðalögum til framandi landa. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. fríður Ísold, f. 2014. Ingvar og Ragn- hildur skildu. Ingvar kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Jónínu Valdemarsdóttur frá Akranesi, hinn 12. október 1985. Foreldrar hennar voru Guðrún B. Jónsdóttir, f. 1923, d. 2011, og Valde- mar Ágústsson, f. 1923, d. 1989. Dóttir: Guðrún Elín, f. 1978. Börn Guðrúnar Elínar og fyrr- verandi sambýlismanns hennar, Antons Traustasonar, eru Berg- lind Nína, f. 2004, og Ingvar, f. 2008. Ingvar ólst upp á Hlíðarenda og sótti skóla til Akureyrar. Eftir skyldunám nam hann ket- il- og plötusmíði við Iðnskólann á Akureyri, jafnframt sem hann vann við þá iðn hjá Slippstöðinni hf. Hann tók sveinspróf í ketil- og plötusmíði árið 1971 og öðl- aðist meistararéttindi árið 1974. Frá árinu 1971 starfaði hann hjá Vélsmiðjunni Odda hf. Árið 1977 réði Ingvar sig til Hita- veitu Akureyrar og starfaði þar sem verkstjóri dreifikerfis- Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. (Páll Jónsson) Við þökkum þér, elsku afi, fyr- ir stundirnar sem við áttum sam- an og kveðjum þig með söknuði. Kveðja frá barnabörnunum, Berglindi Nínu og Ingvari. Góður engill Guðs oss leiðir gegnum jarðneskt böl og stríð, léttir byrðar, angist eyðir, engill sá er vonin blíð. Blessuð von, í brjósti mínu bú þú meðan hér ég dvel, lát mig sjá í ljósi þínu ljómann dýrðar bak við hel. (Helgi Hálfdánarson) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Við þökkum þér, elsku Ingvar, allar þær góðu stundir sem við áttum saman og kveðjum þig með söknuði. Guðrún Valdís Jónsdóttir og Halla Margrét Jónsdóttir. En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. (Fyrra Korintubréf 13:13) Elsku afi, við þökkum og varð- veitum yndisstundir í gegnum árin og biðjum fyrir nýjum kafla í þínu ferðalagi. Ástarkveðjur, Kolbeinn Sturla, Starkaður Snorri, Styrmir Snær og Snæfríður Ísold Baldursbörn. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Mig langar að minnast ást- kærs mágs míns, Ingvars Bald- urssonar, og þakka honum sam- fylgd og vináttu um árabil. Ingvar og Jónína systir mín gengu í hjónaband árið 1985. Við systurnar erum afar nánar þó svo 16 ár séu milli okkar í aldri og hafa fjölskylduböndin ætíð verið sterk. Þegar Ingvar kom inn í fjölskylduna skynjaði ég að þarna var sterkur persónuleiki. Það var alltaf gleðiríkt og gef- andi að vera kringum Ingvar. Hann var glaðvær og hafði góða nærveru en það var samt engin lognmolla kringum hann. Hann gekk í verkin sem þurfti að vinna af festu og fylgdi þeim vel eftir til árangurs. Árið 1984 tók Ingv- ar við starfi hitaveitustjóra Hita- veitu Rangæinga. Hann var vak- inn og sofinn yfir starfi sínu og átti stóran þátt í uppbyggingu hitaveitunnar. Starfsmenn Hita- veitu Rangæinga unnu líka þrek- virki eftir jarðskjálftann á Suð- urlandi 17. júní árið 2000 en þá varð gríðarlegt tjón á heitavatns- kerfi hitaveitunnar. Nokkra sól- arhringa tók að gera við skemmdirnar og var þá lítið sof- ið. Þau hjónin áttu mörg sameig- inleg áhugamál, má þar nefna golfíþróttina og ferðalög, en þau höfðu yndi af að ferðast saman og fóru margar ferðir til fram- andi landa. Ingvar var traustur, áreiðanlegur og klettur fjöl- skyldunnar. Hann var félags- lyndur og ósérhlífinn og var því oft valinn í forystusveit í þeim fé- lögum sem hann lagði lið. Gaman var að heimsækja þau Nínu og Ingvar. Alltaf var tekið vel á móti manni þegar maður heim- sótti þau hjónin og slegið var á létta strengi. Þau hjónin voru mjög dugleg og samhent, miklir fagurkerar og snyrtimenni og bar heimili þeirra þess vitni. Bet- ur bónaða bíla hef ég sjaldan séð en bílinn þeirra. Ingvar og Nína ræktuðu gott samband við foreldra okkar Nínu og fyrir það er ég afar þakklát. Guðrún, móðir okkar Nínu, var ekkja í 22 ár og er ég óendanlega þakklát fyrir hvað mamma átti góða tengdasyni og þeir góða tengdamóður. Bæði Ingvar og Jón, eiginmaður minn, voru einstaklega góðir vinir mömmu. Það var mikil upplifun fyrir mömmu að fara í flugferð með Nínu og Ingvari í flugvél sem hann átti í félagi við vini sína. Einu sinni flaug hún með Ingvari og Nínu yfir Rangárvelli og Suðurland. Fyrir flugferðina sagði mamma: „Ingvar, fyrst þú þorir að fljúga, þá þori ég með ykkur Nínu“. Í einni utanlansferð þeirra hjóna fyrir fimm árum veiktist Ingvar alvarlega og gekkst undir stóra hjartaaðgerð. Hann náði sér aldrei eftir þá aðgerð. Síðast- liðið ár var Ingvar mjög veikur en var heima og hugsaði Nína einstaklega vel um hann. Bana- leguna lá hann á Landspítalnum í Fossvogi og stóð hún samfleytt í tvo mánuði en þar lést hann 15. þessa mánaðar, 75 ára að aldri. Haf þú bestu þakkir fyrir samfylgdina, elsku Ingvar, og megi góður Guð leiða þig í ljósið þar sem ég veit að þú átt góða heimkomu. Þá bið ég líka góðan Guð að styrkja Nínu, börn þeirra og alla aðra ástvini hans. Þín mágkona, Sigríður K. Valdimarsdóttir. Okkar kæri vinur, Ingvar Baldursson, er látinn. Við fjölskyldan kynntumst Ingvari, Jónínu og Guðrúnu dóttur þeirra fyrir rúmlega 30 árum þegar við fluttum á Hellu. Það er ekki hægt að segja annað en að við fjölskyldan séum afar þakklát fyrir að hafa kynnst Ingvari og Jónínu því þau voru alltaf til staðar fyrir okkur og börnin okkar. Ef við vorum ekki heima við þá nutu börnin góðs af gestrisni hjónanna, en þau voru einstaklega samrýmd. Það má með sanni segja að traustari vini höfum við varla átt. Gleðin var alltaf við völd hjá Ingvari en ófáar skemmtiferðir og skemmtanir voru sóttar, t.a.m. jólahlaðborð, árshátíðir og grillveislur. Minnisstæðust er London-ferð okkar vinahjónanna þar sem skorað var á Ingvar að borða froskalappir. Að sjálf- sögðu varð Ingvar við þeirri áskorun og borðaði froskalappir eins og honum einum var lagið. Við hin horfðum á og fannst heldur ógirnilegt en Ingvar stóðst áskorunina með prýði. Bestu vinirnir Ingvar, Bjössi og Fannar áttu margar góðar stundir saman. Mikið hefur verið hlegið að því sem þeir tóku sér fyrir hendur en flest af því er nú varla prenthæft. Bjössi og Ingv- ar áttu margar gæðastundir á golfvellinum. Ingvar var mikill golfari og meðlimur í golfklúbbn- um á Hellu í fjöldamörg ár. Bjössi og Ingvar áttu það til að hlaupa níu holur, eins og þeir kölluðu það, annaðhvort klukkan sjö á morgnana eða eftir vinnu. Mikið var hlegið að þessu orða- tiltæki þeirra „að hlaupa níu“ en þeir notuðu það til að gefa til kynna að þeir yrðu eldsnöggir og golfið myndi sko sannarlega ekki trufla fjölskyldulífið. Í seinni tíð fóru eiginkonurnar að stunda golfið með eiginmönnunum og fóru í ógleymanlega golfferð á Akureyri þar sem keypt var á Jónsmessumóti. Ferðin var sér- staklega skemmtileg í ljósi þess að Ingvar var Akureyringur í húð og hár. Ingvar sá um flugvöllinn á Hellu til margra ára. Jafnframt átti hann litla eins hreyfils flug- vél og flaug víða um á henni. Sér- lega er minnisstæð dagsferð sem hann bauð Bjössa með sér í til Vestmannaeyja, einn góðviðris- daginn. Ingvar flaug kringum eyjarnar og sýndi Bjössa allt það merkilega sem fyrir augu bar. Þeir félagar borðuðu svo hádeg- ismat í Eyjum og flugu svo yfir alla Rangárvallasýsluna á heim- leiðinni. Þessi tími var sannkall- aður gæðatími þeirra félaganna. Í seinni tíð urðu sólarlanda- ferðirnar fyrir valinu hjá vina- hjónunum. Ein af skemmtilegri ferðunum var þegar Bjössi var 60 ára en hann ákvað að eyða af- mælisdeginum á Gran Canaria. Ingvar tók ekki annað í mál en að vera með besta vini sínum á svona stórum degi og mætti hann ásamt Jónínu til Gran Can- aria til að fagna með okkur. Síð- ustu ár höfum við helst hist á Tenerife yfir vetrartímann en Ingvar elskaði sólina og góða veðrið. Það voru góðar ferðir með sönnum vinum. Takk fyrir yndislega vináttu, góðvild og greiðasemi öll þessi 30 ár, kæri Ingvar okkar. Minning þín mun lifa með okkur um ókomna tíð. Samúðarkveðjur til ykkar Jónínu, Guðrúnar, Bald- urs og barnabarna. Vinakveðja, Björn, Vilborg og fjölskylda. Ingvar Baldursson Bróðir minn og frændi okkar, Jón Þórarinn, er fallinn frá hátt á níræðis- aldri. Foreldrar Jóns hófu búskap á Háeyri í Vík í Mýrdal en leigðu síðan Hjörleifshöfða og fluttu þangað vorið 1931 þegar Jón var eins árs. Búseta fjölskyldunnar í Höfð- anum varði í fimm ár, leiðin lá aft- ur til Víkur þar sem Jón hóf skólagöngu. Foreldrar Jóns tóku á leigu Höfðabrekkuháls þar sem fjárbúskapur var stundaður og heyjað var fyrir kýrnar og hest- ana sem voru í Vík á veturna. Síðar keypti Jón Hálsinn, stundaði búskap þar með foreldr- um sínum ásamt annarri launa- vinnu. Aðalstarf Jóns um tíma var á Lóranstöðinni á Reynisfjalli eða til ársins 1950. Áður en Jón seldi Hálsinn voru þeir feðgar búnir að rækta upp á sandinum til heyskapar. Í kring- um 1960 keypti Jón ásamt for- eldrum sínum Traðarholt í Stokkseyrarhreppi og stunduðu þau þar búskap í nokkur ár. Eftir að Jón og foreldrar hans brugðu búi flutti hann heim til okkar á Borgarholtsbrautina ásamt ömmu og afa og vann til dæmis á Keflavíkurvelli, í síld á Seyðisfirði ásamt því að keyra vörubíl. Jonni var góður ræktunar- maður og voru kartöflur í sér- stöku uppáhaldi og deildi hann því áhugamáli með mömmu sinni. Fuglinn fýll var dýrmæti sem Jonni sótti austur á sand og móð- ir hans lét sig ekki muna um að reyta úti á svölum. Jón Þórarinn Bárðarson ✝ Jón Þórarinnfæddist 10. maí 1930. Hann lést 2. október 2018. Útför Jóns Þór- arins fór fram 18. október 2018. Vorið góða, grænt og hlýtt, græðir fjör um dalinn, allt er nú sem orðið nýtt, ærnar, kýr og smalinn. Kveður í runni, kvakar í mó kvikur þrastasöngur; eins mig fýsir alltaf þó: aftur að fara’ í göngur. (Jónas Hallgrímsson) Samfélagið á Kársnesinu var um margt einstakt, Jonni og móðir hans bjuggu hvort í sínum stigaganginum á Ásbrautinni og stutt var út á Borgarholtsbraut. Á þessum tíma flutti einnig föð- urfólkið okkar í Kópavog úr sveitinni norðan úr Ófeigsfirði. Þeir urðu góðir vinir frændur okkar, Jonni og Rögnvaldur, fóru út á lífið saman og kynntust Sillu og Margréti. Silla bjó á Álfaskeiði í Hafnar- firði í upphafi þeirra búskapar og veitti hún okkur ábyrgðarhlut- verk við að hugsa um blómin á meðan þau ferðuðust. Bárður fæddist síðla árs 1970, mikil eftirvænting og sérstaklega vegna þess að rúmu ári áður höfðu þau eignast son sem dó rétt eftir fæðingu. Jonni og Silla bjuggu í starfs- mannaíbúð á Vífilsstöðum þegar Bárður fæddist, okkur fannst svo spennandi að hugsa um hann. Við lékum okkur við vatnið og nutum þess að eiga frændfjölskyldu í þessu yndislega umhverfi. Jonni gat verið mjög viðræðu- góður og hafði gaman af því að spjalla. Það var eitthvað svo gott og gaman í kringum Jonna og okkur fannst hann vera svo kátur og líða vel. Jonni ferðaðist og átti alltaf góða bíla sem við nutum góðs af og munum eftir okkur í bílnum hans á ferð um landið. Sigrún Sesselja og dætur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, REGÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hrafnistu, Nesvöllum í Reykjanesbæ, lést á heimili sínu mánudaginn 29. október. Útförin fer fram frá Njarðvíkurkirkju í Innri-Njarðvík, þriðjudaginn 6. nóvember, klukkan 13. Sigurborg Pétursdóttir Einar Már Jóhannesson Guðmundur Pétursson Rattanawadee Roopkhom Karen Pétursdóttir Ingvar Jón Óskarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLMI PÁLMASON, Höfðagrund 3, Akranesi, lést á Sjúkrahúsinu Akranesi, fimmtudaginn 25. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 7. nóvember klukkan 13. Helga Ólöf Oliversdóttir Oliver Pálmason Nanna Guðbergsdóttir Pálmi Sveinn Pálmason Ana Chacon-Palmason Matthildur Vala Pálmadóttir Ingólfur Bjarni Sveinsson og barnabörn. Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Lára Árnadóttir, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.