Morgunblaðið - 01.11.2018, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 01.11.2018, Qupperneq 63
MINNINGAR 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 ✝ Þorsteinn Guð-bergsson fædd- ist í Reykjavík 22. september 1938. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Vestfjarða á Pat- reksfirði 4. október 2018. Foreldrar hans voru Guðbergur Jónas Jónsson, f. 22.5. 1914, d. 24.11. 1951, og Áslaug Þorsteins- dóttir, f. 12.2. 1919, d. 28.11. 1995. Albróðir Þorsteins var Sigurjón Gunnar, f. 10.4. 1940, d. 24.1. 2017. Systkin Þorsteins sammæðra eru Kristín, f. 12.2. 1948, d. 2.9. 1998, Haukur, f. 26.9. 1950, d. 23.12. 2010, Klem- enz, f. 12.4. 1953, d. 3.3. 2006, Guðrún, f. 5.11. 1955, d. 20.5. fluttist síðar ásamt móður og bróður sínum að Dýrastöðum í Norðurárdal. Þorsteinn útskrif- aðist frá Samvinnuskólanum á Bifröst 1958 og flutti í kjölfarið til Patreksfjarðar til að starfa í Vatneyrarbúð. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur og starfaði Þor- steinn sem skrifstofumaður hjá Sindrasmiðjunni en síðar flutt- ist hann ásamt Þuríði til Hafnarfjarðar og rak verslun- ina Hraunver. Þorsteinn fékk starf hjá Hamri í Reykjavík og vann þar í 14 ár. Eftir það festi hann kaup á Versluninni Drífu í Kópavogi en rekstri hennar var hætt árið 1990. Þorsteinn flutt- ist til Patreksfjarðar 1992 og tók við starfi umsjónarmanns orlofsbyggðarinnar í Flóka- lundi sama ár og starfaði við það til ársins 2008 eða þar til hann komst á eftirlaun. Þor- steinn starfaði að auki við ýmis önnur störf á Patreksfirði, að- allega í fiskvinnslu, m.a. hjá Út- gerð Leifs Halldórssonar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. 1956, og Guðrún, f. 19.7. 1958. Systkin Þorsteins samfeðra eru Inga, f. 3.11. 1946, Skapti, f. 9.7. 1948, og Guðbjörg, f. 17.7. 1951. Þorsteinn kvæntist Þuríði Gunnhildi Ingi- mundardóttur, hjúkrunarfræðingi, f. 29.9. 1940, og eignuðust þau einn son, Brynjar Þór, lektor við Háskólann á Bif- röst, f. 20.5. 1970, maki Guð- ríður Leifsdóttir þjónustustjóri hjá VÍS, f. 9.7. 1975. Börn þeirra eru Patrekur Bergmann, f. 18.5. 1999, og Filippía, f. 30.6. 2010. Þorsteinn eyddi fyrstu árum sínum að mestu í Reykjavík en Elsku afi minn, ég sakna þín mjög mikið og vona að þér líði vel núna. Þín afastelpa Filippía. Aldrei mun ég gleyma Steina afa mínum, alltaf var hann var góður við mig og vildi allt fyrir mig gera. Með honum átti ég margar gleðistundir sem hafa skapað ógleymanlegar minning- ar og þær eru dýrmætar núna þegar hann hefur kvatt okkur og ferðast inn í draumalandið sitt. Ég man hvað ég hlakkaði mikið til þegar ég vissi að ég ætti að fara í heimsókn til Steina afa. Á sumrin vann hann í Flókalundi og þangað var sko gaman að koma. Sundlaugin og umhverfið allt var ein paradís fyrir lítinn gutta, frábær staður til að vera með afa og hjálpa honum í vinnunni og eyða tíma með honum. Reka kindurnar í burtu, mála og gera við hitt og þetta eða bara vera inni og hlusta á rigninguna. Hann afi var alltaf svo jákvæður og glað- ur og var yndislegur maður sem sýndi mér ekkert nema ást og kærleik. Afi kenndi mér að það er tilgangslaust að skipta skapi yfir einhverju smávægi- legu, það hefur bara neikvæð áhrif á sálina, betra er að brosa og vera jákvæður, eins og Steini afi, þegar eitthvað bját- aði á. Elsku afi minn, ég sakna þín mikið og þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum, ég veit að þér líður betur núna. Þinn afastrákur. Patrekur Bergmann. Ástkær mágur og öðlingur hefur kvatt, Þorsteinn Guð- bergsson á Patreksfirði. Örlagavefur Steina og Þurýj- ar hefur verið samofinn ást og umhyggju frá fyrstu tíð: Hún kom 17 ára frá Patreksfirði í eldhús Samvinnuskólans á Bif- röst. Hann sveitastrákur frá Dýrastöðum í Norðurárdal, tveimur árum eldri og sestur á skólabekk. Í ægifögru umhverfi stigu þau sín fyrstu gæfuspor og sextíu og einu ári síðar voru þau ennþá ástfangin upp fyrir haus. Ennþá er auðvelt að kalla fram tilhlökkunina þegar beðið var eftir stóru systur með unn- ustann. Í Aðalstræti 88 var mik- ill viðbúnaður, hnallþórur móð- ur okkar biðu í búrinu, herbergi stóru systur var nánast dauð- hreinsað, allir biðu með eftir- væntingu. Steini brást okkur ekki þá sem endranær, hann bræddi hjörtu allra við fyrstu sýn; varð stóri og góði bróð- irinn, þreyttist aldrei á spur- ulum stelpuhnokkum og lék við þá. Og foreldrar okkar litu á hann sem son sinn frá fyrstu stundu. Á öllum þessum árum hefur lítið breyst, ljúflingurinn Steini hefur haldið áfram að leika við systrabörnin og barnabörnin hafa líka fengið að njóta þess. Systir okkar og mágur hafa verið samhent á lífsgöngu sinni, málfarið ber þess vitni: Þau eru í daglegu tali Steini Þurýjar og Þurý Steina! Gestrisni þeirra var eðlislæg, fallegt heimili þeirra hefur alla tíð staðið okk- ur systrum opið. Sjálfsagt þótti að ein systirin hefði vetursetu hjá þeim með yngsta barn sitt þegar aðstæður höguðu þannig til. Mágur okkar var hógvær maður, tranaði sér ekki fram að óþörfu en sérhvert orð hans vó þungt þegar hann tók til máls. Hann var réttsýnn, sá jafnan fleiri en eina hlið á mönnum og málefnum og aldrei heyrðist hnjóðsyrði hrjóta af vörum hans um samferðarmenn. Lundin hans var einstaklega ljúf, broshrukkur kringum augu hans báru þess vel vitni hvað stutt var í glens og gaman. Allt lék í höndum hans, hvort sem var hellulögn, múrverk, smíðar og málning, og hann var með eindæmum hjálpfús. Hann munaði til að mynda ekkert um að koma að vestan og dvelja helgi hjá einni systurinni og skilja íbúð hennar eftir nýmál- aða þegar hann hélt til baka. Fjölskyldan var Steina okkar allt og afahlutverkið átti sér- deilis vel við hann. Patrekur og Filippía hafa misst mikið þegar afi er ekki til staðar. Elsku stóra systir, óendan- lega fallegar minningar hrann- ast upp þegar hjartans Steini er kvaddur.Við endum kveðju- orð okkar úr ljóði Rósu ömmu þegar hún kvaddi afa, Þórarin K. Ólafsson, hinstu kveðju: Þú baðst um það að mega fyrri fara, fengin er þessi kæra óskin þín, og ráðgjafinn telur mig hæfari að hjara, hérna um tíma, fremur en þig án mín. Þig kveðja og þakka ástvinirnir allir, umhyggjan þín hún var svo dásam- leg, nú er þín leið um himins dýrðar hallir, hjartkærir vinir fara um sama veg. Vertu nú sæll, já, sæll um eilífð alla, ávallt þig leiði Jesú kærleiks mund. Ég veit að bráðum klukkurnar mig kalla, kemst ég þá aftur, vinur, þinn á fund. (Sigurrós Guðmundsdóttir frá Sauð- eyjum) Sigþrúður, Hallfríður og Björg Jóhönnu- og Ingimundardætur. Elsku Steini, Heimili ykkar Þurýjar á Pat- reksfirði stóð mér alltaf opið, fullt af ást og kærleika (og góð- um mat). Ég man eftir þér sem hlýjum og góðum manni, þú varst alltaf greiðvikinn og skemmtilegur. Þegar ég skrifa þessi orð til þín þá reikar hugurinn fljótt til Flókalundar. Þolinmæði þín fyrir ungum strák sem var mik- ið niðri fyrir var aðdáunarverð, svona eftir á að hyggja. Ég man eftir að hafa elt þig um alla orlofsbyggð og skellt mér til sunds í lauginni þinni. En minnisstæðast af öllu er þegar við gengum um allt og — vopn- aðir sleifum og pottum – gerð- um heiðarlega tilraun til að reka burt kindur sem létu sér fátt um finnast. Við Heiða hugsum til þín með söknuði og reynum – ásamt fleirum – að hugsa jafn vel um hana Þurý þína og þú gerðir. Takk fyrir allar góðu stund- irnar. Þinn, Brynjar Örnu- og Guðnason. Þorsteinn Guðbergsson ✝ Jóhanna Kol-brún Jóhannes- dóttir var fædd í Reykjavík 7. júlí 1949. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 15. október 2018. Foreldrar henn- ar voru Jóhannes Jónsson, f. á Litlu- Þverá í Fljótum í Skagafirði 14. júlí 1911, d. 23. ágúst 1991, og Sigurbjörg Þor- leifsdóttir, f. á Hofi í Norðfirði 17. desember 1912, d. 20. júlí 2003. Systkini Jóhönnu eru Sigmar Norðfjörð Jóhannesson, f. 1935, d. 2015, Þorleifur Guðmundur Jóhannesson, f. 1937, Jón Þórir Jóhannesson, f. 1940, Sigrún Hildur Jóhannesdóttir, f. 1941, Anna Björk Jóhannesdóttir, f. Einarsson, f. 1993. 3) Helena Dröfn Jónsdóttir, f. 1973. Maki Árni Bragason, f. 1967. Börn þeirra eru a) Hlynur Þór Árna- son, f. 1992. Maki Saga Ýr Kjart- ansdóttir, f. 1991. Dóttir þeirra er Lea Karin, f. 2015 b) Karen Mjöll Árnadóttir, f. 1995. Maki Atli Már Valtýsson, f. 1992. Dótt- ir þeirra er Anja Myrk, f. 2017 c) Kristjana Árnadóttir, f. 1985. Maki Eiríkur Jónsson, f. 1983. Dætur þeirra eru Eva Natalie, f. 2007, og Nadia Liv, f. 2014. Frá fyrri sambúð átti Jón dótturina Petrínu Guðrúnu Jónsdóttur, f. 1963. Maki Vigfús Vigfússon, f. 1960. Börn þeirra eru: a) Vigfús Vigfússon, f. 1983. Maki Rachel Enock Mkindi, f. 1992 b) Selma Dögg Vigfúsdóttir, f. 1989. Maki Egill Jóhannsson, f. 1988, dóttir þeirra er Embla f. 2015. Jóhanna var uppalin í Blesu- gróf og bar hún sterkar taugar til staðarins alla tíð. Jóhanna starfaði við hin ýmsu verslunar- og þjónustustörf, lengst af í þvottahúsi Landakotsspítala. Útför hennar fór fram frá Grafarvogskirkju 29. október 2018. 1947 og Óli Sævar Jóhannesson, f. 1951. Jóhanna kvænt- ist Jóni Edward Wellings, f. 12. júní 1941, þann 12. september 1996. Börn þeirra eru 1) Jóhannes Jóns- son, f. 1967. Maki Guðrún Ásta Guð- jónsdóttir, f. 1963. Börn þeirra eru Ásta Kolbrún, f. 1996, og Jón Andri, f. 2000. Fyrir átti Guðrún Ásta þau Jóhönnu Jakobsdóttur, f. 1980, og Daníel Viðarsson, f. 1989. 2) Ragnheið- ur Klara Jónsdóttir, f. 1970. Maki Einar Geirtryggur Skúla- son, f. 1963. Börn þeirra eru: a) Elísa Örk Einarsdóttir, f. 1988. Maki Henry Þór Reynisson, f. 1980. Sonur þeirra er Reynar Erik, f. 2011. b) Patrekur Ægir Elsku mamma mín. Eins og lífið getur verið gott og yndislegt getur það líka verið sárt og ósanngjarnt og þannig er það svo sannarlega núna. Ég á hins vegar margar fallegar og dýrmætar minningar um þig sem eiga eftir að ylja mér um hjartarætur alla daga. Þú vildir alltaf hafa allt í röð og reglu, alltaf var heimilið hreint og snyrtilegt, allt sem þú gerðir gerðir þú vel. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að alast upp í þessum gæðum og hef ég svo sannarlega tekið það með mér inn á mitt heimili. Til að komast í gegnum þessa sorg verð ég að trúa því að þetta hafi einhvern tilgang. Ég elska þig, mamma mín, og söknuðurinn verður mikill. Þín dóttir, Helena. Ég horfði í gegnum gluggann, á grafhljóðri vetrarnóttu og leit eina litla stjörnu, þar lengst úti í blárri nóttu. Hún skein með svo blíðum bjarma, sem bros frá liðnum árum, hún titraði gegnum gluggann, sem geisli í sorgartárum. (Magnús Ásgeirsson) Elsku amma, það er sárt að kveðja en minningarnar ylja. Takk fyrir allt. Selma Dögg, Vigfús og fjölskyldur. Nú er komið að kveðjustund, rúmum þremur árum eftir að þú greindist með illvígt krabba- mein, og minningarnar streyma fram. Ég ætla aðeins að nefna nokkrar sem sitja fast í huga mér. Ég man aldrei eftir pabba án þín, Jóhanna mín. Ég man þegar ég var að koma til ykkar á Freyjugötuna í litla bakhúsið sem mér fannst svo fallegt að kíkja á litlu systkinin mín þrjú. Þú tókst alltaf svo vel á móti mér, gafst mér mjólk og eitt- hvað gott að borða. Mér leið svo vel hjá ykkur þrátt fyrir að vera mikið feimin. Þegar ég var að koma suður að vestan var oft virkur dagur og þið pabbi í vinnu hjá DV. Ég fékk þá að fara með í vinnuna að keyra út blöð í verslanir og sjoppur og fannst mér það voða mikið sport. Ein mjög sterk minning er þegar við fórum bara tvær að kaupa á mig föt, ég var um 12 ára. Við fórum víða á Laugaveginum að skoða en end- uðum svo í Karnabæ, þar sem við keyptum gallabuxur og sítt gallavesti. Það sem ég var ánægð þennan dag – mér leið eins og prinsessu. Vegna þess hversu góð þú varst mér alla tíð og tókst mér vel varstu mér góð fyrirmynd þegar ég fékk hann Birgi Má minn í bónus með Fúsa mínum. Ég vona að ég hafi reynst honum jafn vel og þú mér. Ein minning enn, það var þegar ég hringdi fyrir um 36 ár- um og tilkynnti ykkur pabba að þið væruð að verða amma og afi. Þið voruð voða glöð en þér fannst þú nú kannski full ung, aðeins 33 ára. Þú tæklaðir þetta sko alveg og reyndist hin besta amma fyrir Fúsa minn og Selmu mína. Takk innilega fyrir það og allt annað sem þú hefur gert fyrir mig og mína, elsku Jó- hanna. Elsku pabbi, Jói, Ragnheiður, Helena og fjölskyldur, megi góð- ur guð vaka yfir og veita ykkur styrk. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín, Petrína (Peta). Jóhanna Kolbrún Jóhannesdóttir Elsku hjartans vinurinn, nú hefur þú kvatt þennan heim eftir erfiða baráttu. Þú barðist eins og hetja, alltaf svo jákvæður og með þá hugsun að létta okkur hinum gönguna. Ekki veit ég hvernig ég fer í gegnum þessa erfiðu tíma, það er erfitt að hugsa sér vetur- inn án þín og komandi sumar. Þú varst alltaf með mér í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur, jafnt úti sem inni og allt var gert með gleði í hjarta. Þó þú hafir þurft að hætta á sjónum veikindanna vegna, þá yf- irgaf sjómennskan þig aldrei. Þú hringdir daglega í bræður þína og spurðir aflafregna og þegar heilsa leyfði, fórst þú og landaðir með þeim, elskaðir að finna ilm- inn af sjónum og standa vaktina á krananum. Þér var mjög umhugað um líð- an allra í kringum þig, varla leið sá dagur að ekki væri hringt í börnin okkar til að athuga hvern- ig dagurinn hefði gengið. Þá fengu þau að heyra hvernig dag- urinn okkar hefði verið og hvað við hefðum áorkað þann daginn. Það var alltaf stutt í grín og glens, jafnvel send mynd eða myndband. Þessar myndir getum við nú skoðað og hugsað til þín, rifjaðar upp góðar minningar, ýmist grátið eða hlegið. Þú varst mikill íþróttaunnandi, elskaðir fótbolta og varst mikill aðdáandi Man. Utd og lagðir þitt af mörkum til að stækka klúbb- inn bæði með þínum börnum og annarra. Það var oftar en ekki auðvelt fyrir þig að sannfæra systkinabörnin okkar um að United væri besta liðið. Þér var Guðmundur Arnar Hermannsson ✝ GuðmundurArnar Her- mannsson fæddist 21. maí 1962. Hann lést 28. september 2018. Útförin fór fram 11. október 2018 þá einnig umhugað um að börnin okkar stunduðu íþróttir enda lagðir þú mikið upp úr heilbrigðu líferni. Ég mun ekki gleyma þeim stund- um sem við áttum saman í heilsurækt- inni, hjóla-, göngu- og hlaupaferðunum okkar fram í dal, eða öllum fótboltamót- unum og ferðalögunum sem við fórum með börnunum okkar. Þær voru allar yndislegar og vekja góðar minningar. Elsku Gummi minn, það verð- ur erfitt að koma heim úr vinnunni og heyra ekki „hæ hæ, ertu kominn? Komdu og spjall- aðu við mig“ eða „komdu og fáðu þér kaffi með mér“. Elsku vinur, þetta verður okkur öllum svo erf- itt því þú varst svo einstaklega flottur karakter, reyndir alltaf að vera jákvæður og finna jákvæðu punktana, sama hversu erfiðar niðurstöðurnar voru. Hjá börn- unum okkar er skarðið stórt, og verður það erfitt að fylla. Þú varst svo duglegur að leiðbeina þeim ef þau vantaði aðstoð, þó það væri bara smá spjall. Ég mun reyna allt hvað ég get en það kemur seint í þinn stað. Elsku hjartans vinurinn, við munum halda áfram að lifa eftir þínu lífsmottói „ég get, ætla og skal “, engin orð fá jafn vel lýst lífi þínu og persónuleika. Ég get seint þakkað að fullu þá heppni að hafa orðið á vegi þínum fyrir 36 árum síðan, að hafa fengið að deila þessum hluta ævinnar með þér og eignast fjölskylduna okkar saman. Takk fyrir öll hlátrasköll- in og gleðina sem fyllti líf okkar saman, þér mun ég aldrei gleyma, elsku hjartað mitt. Guð gefi að þér líði vel þar sem þú ert núna, laus við allar þjáningar og verki. Elsku Gummi minn, þú ert og verður alltaf ástin í mínu lífi. Þín Anna Guðrún. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.