Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 67
DÆGRADVÖL 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það eru svo mörg tilboð í gangi í kring-
um þig, að þú mátt hafa þig allan við að henda
reiður á þeim. Léttu á huga þínum og þá öðl-
astu þá ró sem þú þarfnast svo mjög.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú þarft á öllum þínum hæfileikum að
halda til þess að koma máli þínu þannig á
framfæri að allir megi skilja hvað fyrir þér vaki.
Vertu óhræddur því málin munu ganga upp.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Metnaður þinn hefur verið vakinn og
væri ráð að nota daginn til þess að koma mikil-
vægum verkefnum af stað. Reyndu að sýna
eins mikinn sveigjanleika og þér er unnt.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Láttu þér ekki bregða, þótt til þín verði
leitað um handtök sem heyra nú ekki beint til
þíns lifibrauðs. Njóttu þess og efldu styrk þinn
fyrir átakameiri tíma.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Vertu eins og svampur sem er til í að
soga allt skemmtilegt, gáfulegt og listrænt í
sig. Reyndu að vera umburðarlyndur og glett-
inn fremur en dómharður.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú verður að láta reyna á dómgreind
þína því það hefur ekkert upp á sig að láta aðra
stjórna lífi þínu á öllum sviðum. Liðsandinn
sem þú miðlar á eftir að smita frá sér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nú er tækifærið til þess að setjast niður
og skipuleggja framtíðina. Talaðu við yfirmenn
þína um það sem þér liggur á hjarta. Jákvæðni
þín og hlýja smita út frá sér.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þér finnast alls kyns smáatriði
vefjast fyrir þér og vilt helst ýta þeim öllum út
af borðinu í einum rykk. Það er hreint ekki nóg
að hafa svör við öllu á reiðum höndum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Reyndu að halda friðinn við sem
flesta, þótt rétt sé að hafa í huga að hann má
ekki kaupa við hvaða verði sem er. Farðu þér
hægt því tíminn vinnur með þér.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert í skapi til að láta ljós þitt
skína en þarft þó ekki að ganga fram af við-
stöddum. Ekki fela skoðanir þínar eða breyta
þér í samræmi við óskir annarra.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þreyttu ekki aðra með endalausum
sögum af sjálfum þér. Ekki lofa upp í ermina á
þér, einkum í málefnum er varða tilfinningar
eða peninga.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú þarft að tryggja að skoðanir þínar
komist á framfæri. Reyndu að koma skikki á
hlutina og skila því starfi sem þér er ætlað.
Haltu þínu striki og varastu að ofmetnast.
Pétur Stefánsson birti tvær gull-fallegar vetrarsonnettur á
Leirnum. Sú fyrri birtist í Vísna-
horni í gær og hér kemur hin síð-
ari:
Við fáum einnig fagrar vetrarstundir,
með froststillum og daufu sólarbliki
sem ótrautt heldur áfram sínu striki
uns aftanmyrkrið hylur landsins grundir.
Þó harðni frost sem faðmar að sér stráin,
þá finnst oss lífið ávallt dans á rósum
er skarta dimmar nætur norðurljósum.
Í návist slíkri glaðnar þjóðar bráin.
Og frostrósirnar fæðast nú í hrönnum
og fölnuð blómin klæðast þéttu hrími.
Því fagur getur verið vetrartími
sem vekur gleðibríma enn í mönnum.
Ó fögur ertu foldin snævi þakta,
með fjöllin há og víðáttuna nakta.
Eins og vill henda hafa vísna-
smiðir á Boðnarmiði sleppt af sér
taumnum eins og þessi vísa Frið-
riks Erlingssonar á laugardag
sýnir:
Vont er nú að drepast eins og dóni
með demantshringa- á nefi margar
-skrámur,
verra samt að vakna’ á ný sem klóni
og verða’ að hlýða er hún æpir: Sámur!
Magnús Halldórsson taldi mjög
„líklegt“ að uppeldi og tamning
hundsins gæti klónast, það er flókn-
ara og kannski meiri áhætta með
hinn:
Tillögu flyt ég með tár á brám
og tel að hún sé nokkuð brýn,
við skulum klóna seppann Sám,
en setjum Óla í formalín.
Og skrifaði síðan neðanmáls:
„Það er auðvitað ekki tímabært enn
sem komið er!“
Þegar hér var komið sögu birtist
mynd af móttöku á Bessastöðum og
undir henni stóð: „Dorrit Moussai-
eff, fyrrverandi forsetafrú, ákvað
að láta klóna hundinn Sám sem
setti svip sinn á Bessastaði í for-
setatíð Ólafs Ragnars Grímssonar.“
Auðvitað gat kötturinn Jósefína
Meulengracht Dietrich ekki stillt
sig um að mjálma við þessi tíðindi:
Undrast held ég ekki nokkur að ég spái
– því víst er von á þvíumlíku –
að þau stoppi upp þann gamla og
þau fái
annan Sám frá Ameríku.
Jóni Atla Játvarðarsyni leist ekki
á:
Mikill þó sé metnaður
og mætust vonin sterka.
Illa klónast útdauður
Ólafur til verka.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Enn vetrarsonnetta
og klónun
„ÉG MYNDI VILJA LEYFA ÞÉR AÐ NJÓTA
VAFANS, EN FRÍÐINDI ÞÍN DEKKA ÞAÐ
EKKI LENGUR.“
„HVERNIG Á ÉG AÐ GETA SVARAÐ HVORT
ÉG SÉ SEKUR EÐA SAKLAUS ÞEGAR ÉG HEF
EKKI SÉÐ SÖNNUNARGÖGNIN GEGN MÉR?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... það sem gæðir fólkið
í lífi þínu lífi.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÞETTA ER BESTA
ÖKUSKÍRTEINISMYNDIN
ÞÍN TIL ÞESSA!
HVERS VEGNA SITJUM VIÐ Á ÞESSUM BAR
ALLT KVÖLDIÐ?
ÞVÍ ÞAÐ ER AUÐVELDARA EN AÐ STANDA?
MANNAUÐUR
Hrekkjavaka er siður sem Víkverjikannast ekki við úr æsku sinni,
nema þá í gegnum enskumælandi
sjónvarpsþætti og bíómyndir. Hún
virðist þó vera að festa sig í sessi á
Íslandi miðað við þær fregnir sem
Víkverji les og jafnvel endalausar
auglýsingar um tilboð sem verslanir
gera í tilefni „hátíðarinnar“. Finnst
Víkverja nokkuð miður að svo virðist
sem að í slíkum auglýsingum sé oft-
ar gripið til þess að kalla viðburðinn
„Halloween“, jafnvel þó að til sé al-
veg ágætt íslenskt orð um hann.
x x x
Í útlöndum á siðurinn víst upphafsitt að rekja til keltneskra
uppskeruhátíða, sem haldnar voru
um þetta leyti, en í meðförum kristn-
innar varð þetta að minningardegi
um látna dýrlinga. Einhvers staðar á
leiðinni breyttist þetta svo úr kirkju-
hátíð í lélega afsökun til þess að
horfa á hryllingsmyndir og klæðast
grímubúningi undir áhrifum áfengis.
Sem er svo sem allt í lagi fyrir þá
sem fíla slíkt.
x x x
Víkverji er ekki einn af þeim semfíla slíkt. Eða öllu heldur, hann
er ekki mikið fyrir hryllingsmyndir
en öllu meira fyrir grímubúninga, þá
sjaldan sem það er samfélagslega
ásættanlegt að ganga um í þeim.
x x x
Einhverjir kynnu að segja að fælniVíkverja við hryllingsmyndir sé
vegna þess að Víkverji er mjög
hvumpinn einstaklingur að eðlisfari
og getur verið auðvelt að fá hann til
þess að hrökkva upp með háværum
skrækjum. Aðrir kynnu að segja að
það sé vegna þess að ef hryllings-
myndir myndu gerast í alvörunni
væri Víkverji líklega einn af þeim
fyrstu sem yrðu fyrir barðinu á
vonda kallinum.
x x x
Víkverji blæs á allar slíkar kenn-ingar. Hann hræðist ekki neitt.
Allra síst einhverjar lélegar bíó-
myndir sem reyna að láta honum
bregða. Jafnvel þó að Víkverji þurfi
oftast að sofa með öll ljós kveikt eftir
að hafa horft á eina slíka. Það er
bara tilviljun. vikverji@mbl.is
Víkverji
Á því munu allir þekkja að þér eruð
mínir lærisveinar ef þér berið elsku
hver til annars
(Jóh: 13.35)
Skeifunni 8 | Sími 588 0640
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
ESTRO Model 3042
L 164 cm Leður ct.15 Verð 325.000,-
L 198 cm Leður ct. 15 Verð 355.000,-