Morgunblaðið - 01.11.2018, Síða 76
Forvitnilegt Verk eftir Claire Paugam.
Slippery Edges, eða Sleipir kant-
ar, nefnist sýning frönsku fjöl-
listakonunnar Claire Paugam sem
verður opnuð í dag kl. 18 í Lista-
stofunni, Hringbraut 119. Paugam
býr í Reykjavík og útskrifaðist
með mastersgráðu í myndlist frá
Listaháskóla Íslands árið 2016.
Paugam vinnur með lög, saman-
fallandi áferðir og liti, styðst við
myndskeið, ljósmyndainnsetningar
og ýmsan flutning þar sem hún
notast við áferðir til að sameina
líkama og náttúru, skv. tilkynn-
ingu.
Þar segir að sýning Paugam
fjalli um þá óstöðugu, síbreytilegu
strjálu línu á milli þess ytra og
innra, línuna milli mismunandi
vídda alheimsins.
Sleipir kantar
76 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018
Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta
Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda
og hagræða málin fyrir húsfélög
Traust - Samstaða - Hagkvæmni
eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005
Ráðgjöf
Veitum faglega ráðgjöf
til húsfélaga
Bókhald
Höfum umsjón með
bókhaldi fyrir húsfélög
Þjónusta
Veitum persónulega þjónustu
sem er sérsniðin að hverju
og einu húsfélagi
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég sé það á sumum bókunum mín-
um að þær eru mjög innblásnar af
biblíumáli,“ segir Steinunn Sigurðar-
dóttir, sem sent hefur frá sér ljóða-
bókina Að ljóði munt þú verða. Tvö
ár eru síðan hún sendi frá sér ljóða-
bókina Af ljóði ertu komin og því
liggur beint við að spyrja hvort hún
hafi meðvitað lagt drög að ljóðaþrí-
leik með vísun í texta moldunar.
„Mér vefst tunga um höfuð þegar
ég á að segja hvað er meðvitað og
hvað ekki. Oft koma hlutirnir bara til
mín og ég gríp þá,“ segir Steinunn og
bendir á að titlarnir passi einstaklega
vel við hana, þar sem hún hafi byrjað
að yrkja þegar hún var unglingur.
„Ljóðið er mitt líf. Mér finnst ég gerð
úr orðunum sem ég sýsla með, hvort
sem það er í ljóðum eða skáldsög-
um,“ segir Steinunn og tekur fram að
hún hugsi aðeins eina bók í einu og
því sé hún ekki enn farin að leiða
hugann að næstu bók.
„Varðandi trúarþemun þá þakka
ég guði fyrir það að hafa fengið
menningarlegt trúaruppeldi, því það
er okkur nauðsynlegt til að skilja
menningarlegar vísanir og tákn í
textum og málverkum, svo ekki sé
talað um tónverkin. Þetta trúarlega
menningarlæsi hefur ekkert með
trúarbrögðin eða trúna að gera.“
Líf á hreyfingu
Líkt og í fyrri bókum þínum eru
ástin, dauðinn og tíminn fyrirferðar-
mikil þemu, en samtímis kveður við
nýjan tón.
„Ég vil meina að í þessari bók
kveði við allt annan tón miðað við það
sem ég hef verið að gera áður. Það
fer til dæmis mikið fyrir sólinni í
þessari bók, en hún kemur með
skáldkonunum,“ segir Steinunn og
vísar þar til kafla sem nefnist: „Skáld
konur í sólinni“. „Mér verður sífellt
meira umhugað um að það sé varð-
veitt það sem skáldsystur mínar gera
vel, eins og Gabrielle Roy og Edith
Södergran.
Ég verð æ meira handgengin mín-
um skáldsystrum, bæði innlendum
og erlendum, eftir því sem líður á
bæði hvað varðar lestrarupplifunina
og svo finn ég auðvitað fyrir því að
þær standa höllum fæti. Þær fá
minni athygli og minni lestur og eru í
miklu meiri hættu á því að sökkva í
gleymsku heldur en dauður karlrit-
höfundur. Það er almennt miklu
minni samstaða um verk kvenrithöf-
unda – því miður. Það er vegna þess
að karlar stjórna bókabransanum og
þeir halda með sínum og konurnar
eru að öðru jöfnu ekki nógu öflugar
til að standa vörð um sínar kynsyst-
ur,“ segir Steinunn og þakkar fyrir
hvað bókmenntafræðingarnir Helga
Kress og Dagný Kristjánsdóttir hafi
verið duglegar að draga fram í dags-
ljósið skáldverk kvenkyns rithöfunda
á borð við Ragnheiði Jónsdóttur og
Málfríði Einarsdóttur.
Annar kafli bókarinnar nefnist
„Farandljóð“ og þar undir eru „Tvær
skekkjur frá Japan“ og „Kínversk
tvenna“. Hvað getur þú sagt mér um
þennan kafla bókarinnar?
„Í ljóðum mínum er ég mjög mikið
á hreyfingu. Það er í stíl við mitt líf.
Ég hreyfi mig mikið milli staða, hef á
síðustu árum verið að flytja milli
borga og landa. Þegar ég er á Íslandi
bý ég á Selfossi þannig að þegar ég
ætla að koma til Reykjavíkur verð ég
að flytja mig yfir heiðina. Þessi
hreyfing hentar mér mjög vel. Ég
held að hún sé einn liður í átaki gegn
stöðnun og ég held að mitt líf og rit-
höfundalíf hafi meira eða minna verið
eitt átak gegn stöðnun. Ég lít svo á að
enn sem komið er hafi ég yfirhöndina
gegn stöðnunardraugnum. Ef það er
eitthvað sem ég er virkilega hrædd
við þá er það að festast í sama
farinu,“ segir Steinunn og bendir á
að ljóðin úr austurátt séu splunkuný.
„Elstu ljóðin í bókinni eru um tíu
ára gömul. Ég á alltaf mikinn stafla
af ljóðum, því ég er sífellt að yrkja
meðfram öllu öðru sem ég geri. Mér
finnst nauðsynlegt að ljóðin mín fái
að liggja í pækli. Stundum geri ég
ekkert meira við þau þó að ég breyti
yfirleitt einhverju smá. En mér
finnst pækillinn svo áríðandi. Þegar
ég yrki um eitthvað sem ég hef upp-
lifað, hvort heldur það er dásamlegt
eða hræðilegt, þá yrki ég ekki um
það daginn eftir heldur kannski eftir
tvö ár. Mér finnst ég þurfa ákveðna
fjarlægð,“ segir Steinunn og tekur
fram að yngstu ljóðin í bókinni séu
hins vegar samin á þessu ári.
Sælan að skrifa ljóð
„Þar er um að ræða japönsk og
kínversk ljóð sem eru innblásin af
bók sem Þorsteinn [Hauksson] minn
gaf mér með teikningum eftir jap-
anska meistarann Katsushika
Hokusai. Þetta veitti mér svo mikinn
innblástur að ég fór að yrkja upp úr
því. Í raun má segja að það sé til-
viljun sem ráði því hvenær mér
finnst vera komin einhver þannig
heild að það sé tímabært að senda frá
sér ljóðabók,“ segir Steinunn og bæt-
ir við: „Þegar ég tala um heild þá er
ég ekki að tala um að bókin sé ein
heild, heldur að það sé ákveðin heild
innan hvers kafla. Ég treysti því að
það sé einhver samfella í stemningu
bókarinnar, ósýnilegur þráður sem
heldur þessu saman. Samt eru ljóðin
allt frá því að vera fjögurra lína ör-
mynd sem brugðið er upp yfir í að
vera lengri ljóð sem er nokkurs kon-
ar heimsósómi,“ segir Steinunn og
tekur fram að sér finnist gaman að
geta brugðið sér milli ólíkra forma.
Í ljósi orða þinna áðan um að ljóðið
væri líf þitt liggur beint við að spyrja
hvort þér finnist aldrei erfitt að
senda frá þér ljóð þín?
„Að sumu leyti kemst þetta upp í
vana – en þó ekki. Þetta er mjög góð
spurning, því ég er ekki viss um að ég
hefði þorað að senda frá mér fyrstu
tvær ljóðabækur mínar sem komu út
1969 og 1971 ef ég hefði ekki verið
stödd á annarri eyju,“ segir Steinunn
og rifjar upp að hún hafi verið í há-
skólanámi í Dublin þegar fyrstu
ljóðabækur hennar komu út. „Vegna
fjarlægðarinnar var ég stikkfrí,“ seg-
ir Steinunn og tekur fram að hún
upplifi sig miklu berskjaldaðri í ljóð-
unum en í skáldsögum sínum.
„Í skáldsögunum notar þú sjálfa
þig sem viðfangsefni á alls konar hátt
sem lesanda gæti ekki órað fyrir. Það
er að sumu leyti svolítið skrýtið að
maður láti hafa sig út í það að vera af-
hjúpaður með þeim hætti sem ljóðið
gerir. Það að semja löng prósaverk
er mjög mikil pína sem jaðrar við ma-
sókisma. Fyrir mér felst hins vegar
sæla í því að skrifa ljóð,“ segir Stein-
unn og bætir við að hún sé þakklát
fyrir að ljóðaskrifin myndi órofinn
þráð gegnum líf hennar frá unglings-
árum til dagsins í dag.
„Ljóðið er mín heild í lífinu. Ljóðið
er mín staðfastasta fylgikona og fyrir
þá fylgd er ég óendanlega þakklát,“
segir Steinunn og tekur fram að í
skáldskapnum finnist henni hún mun
andlega skyldari pólsku skáldunum
Zagajewski, Szymborska og Milosz
en norrænum skáldum. „Það er eitt-
hvað í hugsanaganginum og húm-
ornum. Ég var að lesa nýjustu ljóða-
bók Zagajewski, sem er góður
kunningi minn. Hann yrkir um for-
eldra sína á stórkostlegan og per-
sónulegan hátt,“ segir Steinunn og
tekur fram að bók hans hafi kveikt
hjá henni löngun til að lýsa í ljóði eig-
in foreldrum, sem bæði eru látin.
„Það munu ekki líða níu ár þar til ég
sendi frá mér mína næstu ljóðabók!“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Ljóðið er mitt líf“
Að ljóði munt þú verða nefnist nýjasta ljóðabók Steinunnar Sigurðardóttur
„Mér finnst ég gerð úr orðunum sem ég sýsla með,“ segir skáldið
Þakklát „Ljóðið er mín
staðfastasta fylgikona og
fyrir þá fylgd er ég óend-
anlega þakklát,“ segir
Steinunn Sigurðardóttir.
Sýningin Nor-
rænt bókband
2018 verður opn-
uð í Þjóðar-
bókhlöðunni í
dag kl. 16. Hún
er farandsýning
á bókbandi og er
sett upp á öllum
Norðurlöndum á
fjögurra ára
fresti, skipulögð
af JAM-hópnum sem var stofnaður
1. október 1989 eftir námskeið í
listbókbandi sem haldið var á veg-
um Félags bókagerðarmanna í Iðn-
skólanum í Reykjavík. Við opnun
flytja Ingibjörg Steinunn Sverris-
dóttir landsbókavörður og Georg
Páll Skúlason, formaður Grafíu,
ávörp.
Ingibjörg Steinunn
Sverrisdóttir
Norrænt bókband
Ingibjörg Huld
Halldórsdóttir
myndlistarkona
opnar sýning-
una Helgimynd-
ir í Galleríi
Gróttu í dag kl.
17. Galleríið er
á 2. hæð Eiðis-
torgs á Sel-
tjarnarnesi.
Ingibjörg sýn-
ir olíu- og krosssaumsverk og líkt
og í fyrri sýningum er skömmin í
brennidepli og málin skoðuð frá
sjónarhóli barnsins. Ingibjörg
lærði arkitektúr og vann lengi
sem arkitekt og hönnuður sam-
hliða listsköpun.
Helgimyndir sýnd-
ar í Galleríi Gróttu
Ingibjörg Huld
Halldórsdóttir