Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 79
MENNING 79 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 | RougueKr. 14.990.- icewear.is *Gildir aðeins 1. nóvember 2018 í Icewear Smáralind. 3 fyrir 2 - Þegar þú kaupir þrenn pör af skóm færðu það ódýrasta frítt. SALEWA | FiretaileKr. 18.990.- ASOLO | TPS 520 GVKr. 29.990 HELLY HANSEN | Loke RamblerKr. 20.990.- KAMIK .- Kammeróperan Trouble inTahiti var sett upp ífyrsta sinn á Íslandi sl.sunnudagskvöld í líklega svalasta og framsæknasta leikhúsi bæjarins, Tjarnarbíói. Óperan, að- eins tæp klukkustund að lengd, var flutt á ensku. Sam (Aron Axel Cortes) og Dinah (Ása Fanney Gestsdóttir) eru fyrir- myndarhjón sem búa í fullkominni úthverfaparadís. Undir fægðu yfir- borðinu leynist þó veruleiki sem er á skjön við markaðsvædda ímyndina. Súrsæt angistarúthverfaóperan er í einum leikþætti og sjö senum og segir frá einum degi í lífi fjölskyld- unnar. Verkið er hin mesta skemmt- un, sér í lagi litrík og tælandi tónlist Leonards Bernsteins en hann skrif- aði verkið í upphafi sem háðsádeilu- verk er endurspeglar poppmenn- ingu 6. áratugarins í Bandaríkjunum og tálsýn ameríska draumsins, heim samanburðar og neyslukapphlaups á kostnað ástarinnar. Leikurinn hefst við morgunverð- arborðið með hjónunum ásamt ung- um syni þeirra, Sam Junior (Daði Freyr Helgason). Við fylgjumst með Sam (eldri) höndla viðskiptin gegn- um rassvasann (farsímann) yfir morgunverðinum og tríóið – líkt og grískur kór – sér í gegnum holt og hæðir, lofsamar dygðir hans og mannkosti. Dinah rifjar upp draum sinn, óhirtan garð sem er við það að kafna í illgresi ásamt sýn sinni um annars- konar garð, garð ástar samlyndra hjóna. Hjónin hittast svo á götu seinna um daginn af tilviljun en sjá sér ekki fært að snæða saman há- degisverð sökum anna því Sam er á leið í ræktina. Þar vinnur hann knattkeppni, tekur sjálfu með inn- dreginn magann og syngur lofsemd um dásemdir náttúruúrvalsins, þ.e. sjálfhverfan lífsstíl þeirra hæfustu sem lifa (í úthverfunum) af meðan aðrir eru skaptir til að tapa. Dinah ver hinsvegar síðdeginu í kvik- myndahúsi á suðurhafsbíómynd, Trouble in Tahiti. Á sama tíma tekur sonurinn þátt í skólaleikriti; fjar- vistir foreldranna og blygðunarlaus sjálfhverfan er himinhrópandi hneykslanleg. En tríóið missir aldrei brosið, stígur fram milli einsöngsþátta Dinah og Sams, syngur raddað af al- sælu þeirra útvöldu um úthverfin og úthverfafjölskyldulíf. Í sviðsetningu hópsins var verkið staðsett í einhverju úthverfi höfuð- borgarsvæðisins. Leikmyndin var einföld og auðskilin. Borði og stólum á hjólum var á örskoti skutlað um sviðið milli þátta, úr fjölskyldueld- húsi inn á skrifstofu og til baka. Á sviðsvegg aftast var ljósmyndum varpað líkt og horft væri út um skrif- stofuglugga úr töluverðri hæð. Við leikhúsgestum blasti útsýni úr Höfðatorgsturnum, en eins og kunn- ugt er er útsýni eitt – hvað blasir við annað; röskuð strandlengja, Sæ- brautin með allri sinni dýrðarland- fyllingu, og svo útsýni inn yfir túnbleðilinn sem Höfðatorgsturn- arnir skapa sín á milli. Sviðs- og leik- mynd Þórdísar Erlu Zoëga dró m.ö.o. Höfðatorgið upp sem narsískt nývirki til að þjóna leiknum, ekki síst tilfinningum verksins þar sem allt gengur út á formið og lúkkið, og listinni að sýnast. Búningar voru hversdags-millistéttarlegir og féllu sem slíkir án áreynslu vel inn í heild- armyndina. Leikstjórn hélt góðu flæði leiksins í eðlilegu horfi, þ.e. með greiðum gangi eins og nútíminn er innstilltur. Leikur söngvara var með miklum ágætum, náði að tjá sjálfhverfu okkar flestra sem lifum og hrærumst í vestrænum sam- félögum. Sungið var á ensku. Textameðferð söngvara var misgreinileg en oftast prýðileg svo vel mátti ráða alla fram- vindu leiksins í megindráttum. Að- eins Ása Fanney missti á köflum skýrleika en leikur hennar og Arons var trúverðugur og án tilgerðar í annars knöppu formi sviðsverksins. Söngtríóið var myndað af þremur efnilegum söngnemum í framhalds- námi, í hlutverki grísks kórs er kynnir sögusvið og framvindu, og spratt fram sem slíkur með galsa og skopi. Þau Íris Björk, Gunnar Guðni og Ragnar Pétur bæði léku og sungu af röggsemi og nutu sín vel við að miðla ytri hugblæ vettvangs og stundar. Hljóðfærahópnum var deilt í tvennt á sviðið, aftast í horni kontrabassi og flygill, slagverk, trompet og klarinettur auk þver- flautu. Undir stjórn Gísla Jóhanns fluttu þau tónlist Bernsteins af fag- mennsku með hóflegum tilþrifum. Uppfærsla þessi sýndi svo sann- arlega hvað kammeróperuformið hentar okkur vel á Íslandi. Þá vorum við minnt á það enn og aftur að Leonard Bernstein var sannur renesansmaður, frjór og hæfileika- ríkur og skemmtilegur líkt tónlistin hans. Það er hálfóskiljanlegt hvers vegna þetta verk (ásamt Candide) hefur ekki ratað til okkar fyrr; knappt verk og „urban“ á alla kanta er smellpassar í menningarumgjörð okkar – tónlistin í senn aðgengileg, djössuð, spaugileg og sexí, og hnytt- in með dýpt. Burt með úthverfin, þéttum byggð Ljósmynd/Árni Ólafur Jónsson Kammerópera „Uppfærsla þessi sýndi svo sannarlega hvað kammeróperuformið hentar okkur vel á Íslandi.“ Tjarnarbíó Trouble in Tahiti bbbbn Eftir Leonard Bernstein. Tónlistarstjóri: Gísli Jóhann Grétarsson. Leikstjórn: Pálína Jónsdóttir. Leikmynd og bún- ingar: Þórdís Erla Zoega. Danshöfundur: Auður Bergdís Snorradóttir. Mynd- vinnsla: Ásta Jónína Arnardóttir. Lýsing: Hafliði Emil Barðason. Hljómsveit: Hrönn Þráinsdóttir, Símon Karl Sig- urðarson Melsteð, Þórður Hallgrímsson, Sigríður Hjördís, Örvar Erling Árnason, Aurora Erika Luciano og Ásthildur Helga Jónsdóttir. Leikarar og söngv- arar: Aron Axel Cortes, Ása Fanney Gestsdóttir, Íris Björk Gunnarsdóttir, Gunnar Guðni Harðarson, Ragnar Pétur Jóhannsson og Daði Freyr Helgason. Frumsýning í Tjarnarbíói 28. október 2018. INGVAR BATES ÓPERA Tónleikar í röðinni Á ljúfum nótum verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 12 í dag. Á þeim kem- ur fram tríóið Raddsystur með hljómsveit og flytur íslensk, sænsk og bandarísk dægurlög frá síðustu öld. Raddsystur eru Særún Harðar- dóttir, Lilja Eggertsdóttir og Krist- ín Sigurðardóttir, í hljómsveitinni leikur Gunnar Gunnarsson á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Tónleik- arnir verða um hálftími að lengd og aðgangseyrir er kr. 1.500. Ekki er tekið við greiðslukortum. Söngtríó Raddsystur syngja í hádeginu. Á ljúfum nótum með Raddsystrum EndurTeikning, samsýning Fyrir- myndar, félags myndhöfunda innan FÍT, verð- ur opnuð í Borgar- bókasafninu í Grófinni í dag. „Bókarkápan sem ég vildi óska að ég hefði feng- ið að teikna“ er útgangspunktur sýningarinnar og á henni má sjá nýjar kápur eftir starfandi mynd- höfunda og myndlistarnema innan Fyrirmyndar á áður útgefnum ís- lenskum bókmenntaverkum. Meðal sýnenda eru Auður Ómarsdóttir, Halldór Baldursson, Linda Ólafs- dóttir, Elín Elísabet Einarsdóttir, Ari Hlynur Guðmundsson Yates, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir. Sýningin var fyrst sett upp á Hönnunarmars í Hafnarhúsinu í mars á þessu ári. Endurteiknaðar bókarkápur Ofvitinn eftir Þór- berg Þórðarson. Hjónin Guðrún Stefánsdóttir og Theodór Júlíusson voru tilnefnd heiðursfélagar Leikfélags Reykja- víkur (LR) á aðalfundi félagsins fyrr í vikunni. „Guðrún hætti ný- verið sem miðasölustjóri Borgar- leikhússins eftir að hafa unnið hjá Leikfélagi Reykjavíkur frá opnun Borgarleikhússins 1989 og sá einn- ig um veitingasölu í húsinu í tvo áratugi. Vandaðari, skemmtilegri, vinnusamari, ósérhlífnari og yndis- legri manneskju er vart hægt að finna og það hefur verið mikil gæfa fyrir Leikfélag Reykjavíkur að vera samferða Guðrúnu síðastliðin 30 ár. Theodór Júlíusson hóf leiklistar- feril sinn í áhugaleikhúsi 1970 en var ráðinn til Leikfélags Reykjavík- ur 1989 við opnun Borgarleikhúss- ins. Áður hafði hann leikið hjá Leik- félagi Akureyrar í fjölda ára. Theodór lék í yfir sextíu sýningum hjá Leikfélagi Reykjavíkur, má þar nefna opnunarsýninguna í Borgar- leikhúsinu, Höll sumarlandsins,“ segir í tilkynningu frá leikhúsinu. Heiðruð Guðrún og Theodór. Hjón tilnefnd heiðursfélagar LR Sýningu Ívars Valgarðssonar, (A4) Portraits & Landscapes, sem opnuð var í Listamenn galleríi , Skúlagötu 32, 13. október síðastliðinn, lýkur nú á laugardag, 3. nóvember. Ívar sýnir innsetningu sem hann vann sérstaklega fyrir sýningarsalinn og þá starfsemi sem tengist honum sem er innrömmunarverkstæði og listaverkasala. Innsetningin er úr rammalistum og lét Ívar smíða fjölda ramma af ýmsum tegundum af efni, lit og þykkt sem allir eru í stærðinni A4 að innanmáli og snúa ýmist lóðrétt eða lárétt, með vísan til portretta og landslagsmynda. Ívar hefur haldið 25 einkasýn- ingar og tekið þátt í fjölda samsýn- inga víðsvegar. Galleríið er opið kl. 9-18 virka daga og kl. 12-16 á laugardögum. Listamaðurinn Ívar Valgarðsson. Sýningu Ívars lýkur á laugardag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.