Morgunblaðið - 02.11.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.11.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Stefán Gunnar Sveinsson Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Freyr Bjarnason Hallur Már Hallsson Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í gærkvöldi að karl og kona, sem handtekin voru í tengslum við elds- voðann á Kirkjuvegi 18 á Selfossi, myndu sæta gæsluvarðhaldi í eina viku að kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi vegna fyrirliggjandi rann- sóknarhagsmuna í málinu. Maðurinn er húsráðandi þar sem brann og er fæddur árið 1965, en konan var gest- komandi og fædd árið 1973. Samkvæmt upplýsingum frá Lög- reglunni á Suðurlandi voru þau bæði yfirheyrð í gær en ekki hafði verið unnt að yfirheyra þau í fyrrakvöld vegna ástands þeirra. Taldi lögreglan að rökstuddur grunur væri um að eldsupptök hefðu verið af mannavöldum. Tvennt fórst í eldsvoðanum og munu þau hafa verið kunningjar fólksins sem var hand- tekið. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi, sagði í samtali við mbl.is í gær að verið væri að rannsaka hvort eldurinn hefði kviknað af ásetningi eða vegna gá- leysis. Vildi Oddur hins vegar ekki gefa neitt upp um það hvernig rann- sókn málsins hefði miðað áfram eða hvort yfirheyrslur yfir fólkinu hefðu varpað ljósi á atburðarásina. „Við ætl- um að halda spilunum þétt að okkur með þær upplýsingar og almennt ein- stök atriði rannsóknarinnar,“ sagði Oddur. Slökkvistarfi í húsinu lauk um átta- leytið í gærmorgun en glæður höfðu blossað upp alla nóttina. Fékk lög- reglan í kjölfarið húsið afhent en slökkviliðið hafði áfram viðbúnað við húsið þar sem enn rauk úr því. Þurfti einnig að tryggja að aðstæður væru öruggar á efri hæð hússins, en lík fólksins sem fórst í brunanum voru þar. Mikið asbest í húsinu Tæknideild Lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu veitti aðstoð sína við rannsókn málsins ásamt sérfræðing- um Mannvirkjastofnunar, en rann- sókn á vettvangi lauk um þrjúleytið. Var húsið í kjölfarið afhent trygginga- félagi til vinnslu. Sagði Oddur að það myndi taka nokkurn tíma að vinna úr þeim gögnum sem aflað var í gær. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, sagði í samtali við mbl.is í gær að það yrði flókið mál að rífa húsið vegna þess hversu mikið asbest væri í því. Mun því þurfa heimild frá bæði Heilbrigð- is- og Vinnueftirlitinu áður en það verður rifið. Húsið var reist einhvern tímann á fimmta áratugnum og voru asbest- plötur innan járnklæðningarinnar. Asbest er talið lífshættulegt efni og er ekki lengur notað í húsbyggingum. Sagði Pétur að finna þyrfti sérmennt- aða menn til þess að meðhöndla efnið. „Við höfum ekki lent í þessu síðan ég byrjaði í þessu starfi að það séu kall- aðir til sérmenn vegna þessa, þannig að þetta er nýtt ferli fyrir mér,“ sagði Pétur. Sagði hann jafnframt að slökkvi- starfið hefði reynt nokkuð á menn, og að útköll á borð við þetta væru mjög erfið fyrir viðbragðsaðila. Svonefndur viðrunarfundur var haldinn seinni- partinn í gær fyrir slökkviliðsmenn þar sem farið var yfir starf slökkvi- liðsins vegna eldsvoðans og gátu menn þar greint frá sinni hlið málsins og komið með spurningar. „Þetta miðar að því að allir séu upplýstir og geti þá gengið sáttir frá verkinu. Ef eitthvað meira er að hjá mönnum og þeir finna eitthvað að í sinni sál þá komum við því að sjálfsögðu í farveg til fagaðila.“ Djúp áhrif á samfélagið „Þetta er skelfilegt og hörmulegir atburðir,“ sagði Gísli Halldór Hall- dórsson, bæjarstjóri á Selfossi, í sam- tali við mbl.is í gær. Sagði hann málið snerta beint marga af starfsmönnum bæjarins og aðra bæjarbúa. Bætti hann við að mál þar sem fjórar mann- eskjur kæmu við sögu og tvær þeirra hefðu farist með þessum hörmulega hætti hefði djúp áhrif á samfélagið. Fólk væri því slegið vegna atburð- anna. Kjartan Björnsson rakari sagði í samtali við mbl.is að hann hefði lagt leið sína að húsinu sem brann en hann ólst upp beint á móti því. Sagði hann húsráðanda vera æskuvin sinn og gamlan bekkjarbróður og hugðist Kjartan því athuga með líðan hans. Náði Kjartan þó einungis að ræða ör- stutt við húsráðanda áður en lögregl- an kom og handtók hann. Sagði Kjartan að það hefði verið erfitt að koma að húsinu, sem eitt sinn gekk undir heitinu Sólheimar, í ljós- um logum. Bætti hann við að saga þeirra sem þarna ættu hlut að máli væri bæði flókin og sorgleg. Morgunblaðið/Eggert Eldsvoðinn Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í að rannsaka eldsupptökin í gærmorgun. Úrskurðuð í viku gæslu- varðhald vegna brunans  Talið víst að eldsupptök hafi verið af mannavöldum  Tvennt fórst í eldinum i 20% af hreinsun á sófaáklæðum og gluggatjöldum til 16. nóvember. STOFNAÐ 1953 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Atvikið þegar 13 kindur, níu ær og fjögur lömb, lokuðust inni og drápust í hrörlegu og aflögðu fjár- húsi á eyðibýli á ríkisjörðinni Eyri í Mjóafirði í Súðavíkurhreppi í sumar kann að breyta því hvernig opinberu eftirliti með slíkum fast- eignum er háttað. Þetta segir Snævar Guðmundsson, forstjóri Ríkiseigna, í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins í framhaldi af frétt blaðsins um málið í gær. Vísað til ábúðarlaga Svo virðist sem kindurnar hafi leitað inn í fjárhúsið fyrir tilviljun einhvern tíma í sumar sem leið en inngangurinn síðan hrunið og varnað þeim útgöngu. „Þær hafa drepist úr þorsta,“ sagði Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, dýralæknir á Ísafirði, sem kölluð var á stað- inn. Snævar segir að gerður hafi verið almennur leigusamningur um jörðina við nágrannabónda að Látrum í nóvember 2000. Leigutakinn nýtti jörðina til slægna, var með geldneyti í fjár- húsi, geymdi vélar í hlöðu og nýtti jörðina að öðru leyti til beitar. Í leigusamningnum sé vísað til ábúðarlaga um meðferð á landi og viðhald mannvirkja á jörðinni, eft- ir því sem við ætti. „Samkvæmt því ber ábúanda að sinna almennu viðhaldi húsakosts og koma í veg fyrir að hætta stafi af, svo sem að loka dyrum og fergja efni sem getur fokið. Í samningnum er ekki kvöð um að leigutaki fari í kostnaðarsamar endurbætur,“ segir Snævar. Úttekt og mat á hvaða hús- eignir megi ef til vill selja Hann segir að Ríkiseignir hafi ekki skipulagt eftirlit með útleigð- um bú- eða eyðijörðum. Atvikið á Eyri kunni að breyta því. Ríkis- eignir hafi nýverið efnt til sam- starfs við Minjastofnun um úttekt á fasteignum eyðibýla í ríkiseigu. Tilgangurinn sé að stuðla að verndun menningarminja og meta hvaða húseignir megi e.t.v. selja. Húsakostur eyðijarðarinnar Eyrar sé þar á meðal. Eftirlit endur- skoðað  Ekki eftirlit með húsakosti á eyðijörðum Lögreglan á Suðurlandi greindi í gærkvöldi frá nöfnum þeirra sem fórust í eldsvoðanum. Konan hét Kristrún Sæbjörnsdóttir, fædd 1. október 1971 og búsett í Reykjavík. Hún lætur eftir sig þrjá syni. Maðurinn sem lést hét Guðmundur Bárðarson, fæddur 29. nóvember 1969. Hann var búsettur á Selfossi, ókvæntur og barnlaus. Þau voru bæði gestkomandi í húsinu. Segir í tilkynningu lögreglunnar að aðstandendur þeirra færi við- bragðsaðilum sérstakar þakkir fyrir störf þeirra á vettvangi. Kristrún Sæbjörnsdóttir Guðmundur Bárðarson Létust í elds- voðanum Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Þetta hefur gerst í örfá skipti á þessu ári, en við erum að vonast til að þetta sé nú úr sögunni,“ sagði Funi Sigurðsson, sálfræðingur og forstöðumaður Stuðla, meðferðar- stöðvar ríkisins, þegar hann var spurður um nýlegt atvik þar sem ungur fíkill fékk ekki inni í neyðarvistun á heimilinu vegna plássleysis daginn sem viðkomandi átti að mæta. Funi sagði að borist hefðu til- mæli frá velferðarráðuneytinu um að bregðast þannig við að þetta gerðist ekki aftur. Hann sagði að nú væri unnið að því annars vegar að auka heilbrigðisþjónustuna á Stuðlum og jafnframt væri að hefjast könnun á því hvort hægt væri að nýta húsnæði lokuðu deildarinnar betur en gert er í dag. Mundu arkitektar skoða það í næstu viku. „Við erum þá bara að tala um bráðabirgðalausnir, en það þarf að finna varanlega lausn á húsnæðis- málunum til frambúðar.“ Ekki aukin aðsókn Funi sagði að hann hefði ekki merkt aukna aðsókn að neyðar- vistun Stuðla þrátt fyrir þær breytingar sem orðið hefðu á neyslumynstri ungs fólks í fíkni- vanda að undanförnu. Starfsemin á Stuðlum skiptist í tvennt: Með- ferðardeild, þar sem fram fer greining og meðferð, og lokuð deild. Á hvorri deild geta sex dvalist í einu. Á lokuðu deildinni geta barnaverndarnefndir bráða- vistað börn á aldrinum 13-18 ára. Lokaða deildin er ætluð til að barnaverndarstarfsfólk geti tryggt öryggi barna vegna meintra af- brota eða alvarlegra hegðunarerf- iðleika meðan önnur úrræði eru undirbúin. Hámarkstími vistunar er 14 dagar. Ungir fíklar njóta forgangs Valgerður Rúnarsdóttir, yfir- læknir á SÁÁ, segir að ungir fíklar njóti forgangs til meðferðar á Vogi. Yfirleitt líði ekki nema örfáir dagar þar til þeir séu teknir inn og þá sé það gert í samráði við for- eldra eða forráðamenn. Allir sem eru undir 20 ára aldri njóta þessa forgangs. Fíklum verði ekki vísað frá  Fékk ekki inni í neyðarvistun þótt hann ætti þar tíma

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.