Morgunblaðið - 02.11.2018, Side 4

Morgunblaðið - 02.11.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2018 Veður víða um heim 1.11., kl. 18.00 Reykjavík 1 slydduél Akureyri 1 skýjað Nuuk -8 heiðskírt Þórshöfn 6 skýjað Ósló 8 heiðskírt Kaupmannahöfn 9 léttskýjað Stokkhólmur 5 heiðskírt Helsinki 7 heiðskírt Lúxemborg 7 þoka Brussel 10 rigning Dublin 8 léttskýjað Glasgow 7 léttskýjað London 8 rigning París 10 rigning Amsterdam 10 rigning Hamborg 10 heiðskírt Berlín 11 heiðskírt Vín 16 heiðskírt Moskva 4 súld Algarve 18 léttskýjað Madríd 14 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 16 skúrir Aþena 20 heiðskírt Winnipeg 0 alskýjað Montreal 5 þoka New York 19 léttskýjað Chicago 9 alskýjað Orlando 26 þoka  2. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:15 17:09 ÍSAFJÖRÐUR 9:33 17:01 SIGLUFJÖRÐUR 9:16 16:43 DJÚPIVOGUR 8:48 16:35 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á laugardag Norðaustan 15-23 m/s en mun hægari á NA-verðu landinu. Slydda eða snjókoma og hiti um frostmark, en rigning sunnan- og austantil og hiti 1 til 6 stig. Vestan 8-15 m/s NA-til á landinu um morgun en hægari NA-læg eða breytileg. Vaxandi NA-átt í kvöld, rignir við SA-ströndina. Frost 0-5 stig til landsins en um frostmark við ströndina. Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Í drögum að aðgerðaáætlun í plast- málefnum, sem eru á borði um- hverfis- og auðlindaráðherra, er lagt til að burðarplastpokar í versl- unum verði bannaðir frá og með 1. janúar 2021, einnota plast verði bannað frá og með 1. janúar 2020, að úrvinnslugjald verði lagt á allt plast og skilagjald á drykkjavöru- umbúðir úr plasti, auk annarra til- lagna. Drögin voru afhent í um- hverfis- og auðlindaráðuneytinu í gær en þau eru unnin af starfshópi sem umhverfis- og auðlinda- ráðherra skipaði 29. júní. „Við erum að stíga mikilvægt skref í þessum málaflokki. Við er- um í takt við það sem er að gerast í heiminum og það er ánægjulegt að sjá þessar tillögur koma fram,“ seg- ir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Úrvinnslugjald er notað til að greiða fyrir meðferð flokkaðs úr- gangs á söfnunarstöðvum, en Guð- mundur segir álagninguna skapa góðan hvata: „Með þessum aðgerð- um er verið að draga úr eftirspurn eftir þessum gerðum af plasti, sem eru einnota, og það skiptir miklu máli fyrir markaðinn.“ Lagt er til að notkun burðar- plastpoka verði minnkuð í þremur þrepum, fram að banninu. Þeim er lýst þannig að hinn 1. janúar 2019 verði engir plastpokar afhentir án endurgjalds. Hinn 1. janúar 2020 yrði skattur lagður á burðar- plastpoka og loks myndu burðar- plastpokar vera bannaðir 1. janúar 2021. Bann ESB innleitt á Íslandi Fyrirhugað bann við plasti er liður í tilskipun ESB sem kom út í maí síðastliðinn en lagt er til að innleiða hana að fullu á Íslandi hinn 1. janúar 2020. Hún kveður á um að plasthnífapör, plastdiskar og annað einnota plast verði bannað, auk að- ferða til að takast á við þær tíu plastvörur sem oftast finnast á evr- ópskri strönd eða í hafi ásamt að- gerðum sem sporna við mengun vegna veiðarfæra. Í henni er einnig lagt til að aðildarríkjum verði skylt að draga úr notkun matarumbúða og drykkjarbolla úr plasti, merkja skuli dömubindi, blautþurrkur og blöðrur til að upplýsa að varan sé úr plasti og hafi neikvæð um- hverfisáhrif. Í tillögu starfshópsins er lagt til að hafist verði handa eftir að til- lagan hefur verið samþykkt af hálfu Evrópusambandsins, sem áætlað er að verði árið 2019. Þá er lagt til að sveitarfélög og rekstraraðilar verði skyldugir til að flokka úrgang, a.m.k. lífrænan úr- gang, pappír, plast, málma og gler og koma til endurnýtingar, en lagt er til að umhverfis- og auðlinda- ráðherra leggi fram frumvarp þess efnis. Lagt til að banna einnota plast og plastburðarpoka  Tillögur í plastmálefnum komnar á borð ráðherra Morgunblaðið/Hari Tillögur Guðmundur Ingi Guðbrandsson við hlið kassa sem sýnir meðal- plastmagn fjögurra manna fjölskyldu sem er um 13 kg í hverjum mánuði. Efnt var til sérstakrar ljósastundar í Víkurgarði í tilefni af allraheilagramessu þar sem genginna Reykvíkinga og þeirra sem hvíla í Víkurgarði var minnst. Hófst athöfnin á stuttri helgistund í Dóm- kirkjunni kl. 18 og gengu gestir síðan saman í garðinn og lögðu kertaljós á leiði þar. Þeir Friðrik Ólafsson stórmeistari, Ómar Ragnarsson, Jör- mundur Ingi Hansson og Kjartan Magnússon voru á meðal þeirra sem tóku þátt í stundinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kertaljós lögð á leiði í Víkurgarði Hafnarbraut 25 | 200 Kópavogi | Sími 554 0000 | www.klaki.is HVOLFARARKARA Handhægir ryðfríir karahvolfarar í ýmsum gerðum. Tjakkur vökvadrifinn með lyftigetu frá 900 kg. Halli að 110 gráðum. Vinsælt verkfæri í matvælavinnslum fiski – kjöti – grænmeti Tillaga Minjastofnunar um friðlýs- ingu Víkurgarðs í miðborg Reykja- víkur er enn ekki komin á borð Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sam- kvæmt upplýsingum Kristrúnar Heiðu Hauksdóttur, upplýsingafull- trúa ráðuneytisins. Það er ráðherra sem tekur ákvörðun um það hvort af friðlýsingu verður. Það var í byrjun október sem Minjastofnun ákvað að hefja undir- búning tillögu til ráðherra um frið- lýsingu hins forna Víkurkirkju- garðs við Aðalstræti í Reykjavík. Miðast tillagan við þann hluta kirkjugarðsins sem er innan svæðis sem nú er nefnt Víkurgarður eða Fógetagarður, en tekur ekki til þess hluta garðsins sem grafinn var upp við fornleifarannsókn á Lands- símareitnum 2016 til 2017. Víkur- garður nýtur þegar verndar sam- kvæmt lögum um menningar- minjar, en friðlýsing er víðtækari aðgerð. Í samræmi við ákvæði stjórn- sýslulaga var bréf um áform Minja- stofnunar sent til allra hagsmuna- aðila. Var þeim veittur frestur til 15. október til að bregðast við til- lögunni, Reykjavíkurborg óskaði eftir framlengingu á fresti og var hann veittur til 22. október. Hefur Minjastofnun unnið að lokagerð til- lögunnar að undanförnu. gudmundur@mbl.is Friðlýsingin ekki enn á borði ráðherra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.