Morgunblaðið - 02.11.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 02.11.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2018 LISTHÚSINU Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16 Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, s 551 2050 Fallegt úrval af lömpum, púðum og gjafavöru Páll Gunnlaugsson, arkitekt og framkvæmdastjóri ASK arkitekta, segir vinnu við deiliskipulag reitanna á byrjunarstigi. Vonir séu bundnar við að þeirri vinnu ljúki á næsta ári. „Við hjá ASK erum með svæðið norðan og sunnan við Borgarlínuna og við Krossmýrartorgið. Arkþing er að skipuleggja svæðið norðan við okkar svæði, á hæðinni sem snýr að Esjunni. Arkís og Landslag voru bú- in að deiliskipuleggja nýja byggð á landfyllingu vestan við Bryggju- hverfið. Þá eru Arkís og Landslag að skipuleggja svæðið niðri á flötunum, vestan við bílaumboð BL. Fimmta svæðið er á landfyllingu til móts við Sundahöfn. Sá hluti er kominn skemmra á veg,“ segir Páll og bendir á að það sé hluti af deiliskipulags- vinnunni að velta fyrir sér gatna- sniðinu m.t.t. Borgarlínu. Göturnar verði svolítið breiðar „Á að vera sérakrein í báðar áttir, fyrir hjól og bíla og bílastæði og gangstígar? Þá verða þetta svolítið breiðar götur. Menn hljóta því að velta fyrir sér götusniðinu. Menn eru ekki komnir nema rétt áleiðis með þetta. Þetta er enn á hugmyndastigi allt saman,“ segir Páll. Hann segir rætt um að komast langt með skipulagið í vetur. Þá geti deiliskipulagið komið til umfjöllunar í borgarkerfinu næsta vor. „Maður veit ekki í hvaða áföngum þetta verkefni verður tekið. Ef ég fengi að ráða myndi ég vilja fá Borgarlínuna í fyrsta áfanga. Hún kallar á þverun Elliðaáa. Auðvitað væri gaman að sjá Borgarlínuna til að selja svæðið. Það er hins vegar ekki í okkar höndum. Pólitíkin og peningarnir ráða för,“ segir Páll. Hefur mikla þýðingu Björn Guðbrandsson, arkitekt hjá Arkís, kom að gerð rammaskipulags fyrir Ártúnshöfða. Hann segir búið að gera deiliskipulag fyrir framleng- ingu af Bryggjuhverfinu. Unnið sé að því að gera deiliskipulag fyrir þrjá áfanga til viðbótar. Hann segir að- spurður að Krossmýrartorgið muni hafa mikla þýðingu fyrir svæðið. „Þetta verður náttúrlega algjör miðpunktur. Við erum þá sérstak- lega að horfa á að þetta verði megin- tengipunktur fyrir samgöngukerfið. Það má segja að Borgarlínan sé lykilatriði í því að torgið verði jafn kröftugt og menn sjá fyrir sér. Það má gera ráð fyrir að þarna verði þungamiðjan í verslun og þjónustu í þessu hverfi,“ segir Björn. Hann kveðst aðspurður telja að uppbygging geti hafist fljótlega við framlengingu á Bryggjuhverfinu. Þá geti uppbygging á þeim þremur reit- um sem verið er að gera deiliskipu- lag á eflaust hafist á næstu árum. Ný samgöngumiðstöð í borginni  Krossmýrartorg verður þungamiðja í nýju samgöngukerfi í íbúðarbyggð á Ártúnshöfða í Reykjavík  Mun tengja svæðið við Hlemm  Áætlað að vinnu við deiliskipulag fyrir þrjú íbúðarsvæði ljúki í vor Fyrirhuguð byggð í Elliðavogi við Ártúnshöfða Grafarvogur G ra fa rv og urE llið av og ur Elliðavo gur Miklabraut – Ártúnsbrekka Geirsnef Geirsnef Snarfarahöfn Sn ar fa ra hö fn Sævarhöfði Malarhöfði Grafarvogur Bryggjuhverfi Rammaskipulag Núverandi landnýting séð frá vestri Elliðahöfn Vatnastrætó Krossmýrartorg Verslun/Borgarlína Bryggjutorg Krossmýrartorg Framtíðar- deiliskipulag Borgarlína Borgarlína Fyrirhuguð byggð séð frá norðvestri Fyrirhugað Krossmýrartorg Heimildir og teikningar: Reykjavíkurborg, Arkís, Landslag, Verkís og ÞG Verk. Mynd: Landslag/Þráinn Hauksson BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gangi áætlanir eftir gæti uppbygg- ing nýrrar samgöngumiðstöðvar á Ártúnshöfðanum í Reykjavík hafist innan fárra ára. Raunhæft þykir að deiliskipulagsvinnu ljúki í vor. Torgið mun liggja við svonefndan þróunarás milli Sævarhöfða og Höfðabakka. Meðal annars er getið um torgið á söluvef ÞG verk í sam- hengi við íbúðir í Bryggjuhverfinu. Segir þar m.a. að við Krossmýrar- torg verði biðstöð Borgarlínunnar og meginkjarni hverfisins. Þar verði jafnframt samfélagsþjónusta nýja hverfisins, svo sem heilsugæsla og menningarmiðstöð. Áfram verði verslunarkjarni „með miklum stækkunarmöguleikum við Höfða- bakkabrú“. Bendir þetta til að veru- legt verslunarrými verði á svæðinu. Arkís, Landslag og Verkís unnu rammaskipulag að nýrri íbúðar- byggð á Ártúnshöfða, sem kynnt var í byrjun síðasta árs. Vinna við deili- skipulag svæðisins sendur nú yfir. Rammaskipulagið gerir ráð fyrir að Borgarlína liggi þvert í gegnum svæðið, á leggnum Hlemmur-Ártún. Byrjað á Bryggjuhverfinu Fyrsti áfangi uppbyggingarinnar verður viðbót við núverandi Bryggjuhverfi til vesturs. Sú upp- bygging kallar á flutning Björgunar sem hefur lengi verið í vinnslu. Á vef borgarinnar segir að ráð- gerð sé uppbygging íbúðarhúsnæðis og innviða í hverfinu fyrir allt að 11.500 manns. Fjöldi íbúða gæti orðið um 5.100. Meirihluti þeirra, eða 4.100, á reitum sem skilgreindir eru fyrir íbúðarbyggð, en um þúsund í blandaðri byggð. Til samanburðar búa um 12.500 manns í Árbæ. Nokkrar arkitektastofur vinna við deiliskipulag á svæðinu. ASK arki- tektar eru með eitt svæði, Arkþing annað og Arkís og Landslag með það þriðja. Þá hafa Arkís og Landslag lokið við deiliskipulag þess fjórða. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipu- lags- og sam- gönguráðs Reykjavíkur- borgar, segir við- ræður langt komnar milli ríkis og sveitar- félaga á höfuð- borgarsvæðinu um fjármögnun Borgarlínu. Niður- stöðu sé að vænta 15. nóvember. Samkomulagið sé forsenda Borgar- línu. „Við erum spennt að sjá niður- stöðuna enda er skipulagsvinnan komin af stað. Það sem er kannski komið lengst í skipulagsvinnunni er Vogabyggðin og Ártúnshöfðinn. Síðan er ætlunin að gera ramma- skipulag fyrir allan legginn í heild sinni, frá Hlemmi og upp að Ártúns- höfða,“ segir Sigurborg Ósk. Uppbyggingin skoðuð í heild Hún segir aðspurð að með rammaskipulaginu sé verið að skoða Borgarlínu og hvernig hún birtist m.a. í gatnakerfinu, á gatna- mótum og biðstöðvum. Tekið sé tillit til þeirrar uppbyggingar sem verður meðfram þróunarás Borgar- línu. „Þá sjáum við allt byggingar- magn, íbúðir, atvinnuhúsnæði, og allan pakkann. Því að Borgarlínan er að sjálfsögðu húsnæðisverkefni líka,“ segir Sigurborg Ósk. Hún segir áformað að þétta byggð meðfram þróunarásnum. Þar með talið séu hugmyndir um þétt- ingu í Hátúni og á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Suður- landsbrautar. Hún segir raunhæft að rammaskipulagið verði tilbúið í vor. Ætlunin sé að hefja fram- kvæmdir við Borgarlínu árið 2020. Brúin hluti af áformunum Núverandi áform gera ráð fyrir að Borgarlína liggi yfir nýja brú yfir Elliðaár. Spurð um brúargerðina segir Sigurborg Ósk ljóst að brúin sé hluti af áformunum. Skoðaðar hafi verið nokkrar útfærslur. Hún segir teiknistofuna Tröð hafa sýnt fram á margvíslega mögu- leika til að þétta byggð meðfram þróunarás Borgarlínu. „Við sjáum marga þéttingar- möguleika og mun meira bygging- armagn á leiðinni en menn gerðu sér almennt grein fyrir í upphafi,“ segir Sigurborg Ósk. Samkomulag um Borgarlínu nærri  Auknir möguleikar á að þétta byggð Sigurborg Ósk Haraldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.