Morgunblaðið - 02.11.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 02.11.2018, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2018 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Hannes Jón Hannessonhljómlistarmaður á70 ára afmæli í dag. Hann hefur starfað við hljóm- list nær sleitulaust frá 15 ára aldri, með hljómsveitum á dansleikjum, konsertum, hljómplötum og í sjónvarps- og útvarpsþáttum, bæði á Ís- landi og í átta öðrum löndum. Auk þess hefur Hannes Jón lagt gjörva hönd á gítar- og músíkkennslu á Íslandi, í Sví- þjóð og Bandaríkjum. Einnig hefur hann leiðbeint í ensku og stærðfræði. „Ég fæddist líklega syngj- andi, man ekki eftir mér öðruvísi, og er alltaf með músík í heilahvelinu; fæ líka lög og texta send til mín í hugann, bæði í svefni og vöku. Hlýði mestmegnis þessum hugmyndum sem koma svona til mín, oftast sterklega gerðar, en nokkrum sinnum hef ég verið beðinn um að semja lög við texta og við lestur fyrstu línu ljóðsins hafa lögin birst og heyrst fullmótuð, með til- heyrandi kaflaskiptum; og upptakan hefst strax, núna.“ Hannes lærði á blokkflautu 6-7 ára, svo tók gítarinn völdin frá 14 ára aldri og fór hann fljótlega að spila með hljómsveitum: Molar 15 ára, Tónar 16 ára, síðan Sfynx, MR-skólahljómsveitin Næturgalar, tríóið Fiðrildi, var sóló um skeið, m.a. í Útvarpi Matthildi, og stofnaði svo Brimkló. Hannes nam örlítið tónheyrn og píanó upp úr tvítugu. Tók Guitar and Music Professional diplóma frá GIT í Hollywood 1990, kláraði BA-próf í músík- og kvikmyndafræðum frá Stockholm Universitet í Svíþjóð 1998 og lauk MA-gráðu í Music/Composing & Arranging frá California State University í Los Angeles 2003. „Mér hefur fundist gaman að spila, syngja og kenna músík, sérstaklega með gítarinn í höndunum, og einkum og sér í lagi að leiðbeina þeim sem eru strand- aðir og þurfa áttavita fyrir sínar næstu nótur, hljóma og aðferðir í músíkiðkun sinni. Það er mjög gefandi að finna gleði, lausnir og ár- angur í músík, bæði í spili og söng. Þannig líður mér best.“ Börn Hannesar eru fimm: Guðmundur, Ásta Katrín, Heimir Örn, Andrés Frímann og Kristófer Jón, og fósturbörnin eru tvö: Ruth Noemi og Hector Antonio. „Ég hef unnið mörg mismunandi störf um ævina og sinnt afkomendunum af kostgæfni í gegnum tíðina; það hef- ur tekið sinn tíma. Nú tek ég upp þráðinn, þar sem frá var horfið, og framkvæmi aðaláhugamálin: músíkiðkun og manneskju-gæsku, til áframhaldandi hás aldurs, það sem eftir er af tilvist minni hér á jörð.“ Hannes Jón býður ættingjum og vinum, að matast & gleðjast með sér á afmælisdaginn. Hljóðfæri og raddbönd eru velkomin. Fær músík til sín í hug- ann, í svefni og vöku Hannes Jón Hannesson er sjötugur í dag Hljómlistarmaður Hannes Hannesson. T roels Bendtsen fæddist 2. nóvember 1943 í Reykja- vík. Hann var á þriðja degi tekinn í umsjón og ættleiðingu fósturfor- eldra sinna, hjónanna Þórunnar og Bendt Bendtsen. „Lífmóðir mín, sem kom fram árið 2008, er Dora Christ- ensen frá Kaupmannahöfn. Hún kom til Íslands ásamt vinkonum sínum til að vinna „i huset“ eins og hún sagði, en varð innlyksa vegna stríðsins og komst fyrst heim til Danmerkur 1945.“ Troels er alinn upp í Vestur- bænum, nánar tiltekið í Skjólunum þar sem hann bjó í 55 ár samtals. Troels dvaldi í sveit á sumrin, meðal annars á Grund í Kolbeinsstaða- hreppi á Mýrum og í Hvallátrum á Breiðafirði. Hann vann einnig tölu- vert á Eyrinni við uppskipun og Troels Bendtsen, tónlistarmaður og frkvstj. – 75 ára Savanna-tríóið Frá vinstri: Björn G. Björnsson, Troels Bendtsen og Þórir Baldursson. Var í landsþekktum þjóðlagasveitum Þrjú á palli Troels, Edda Þórarinsdóttir og Halldór Kristinsson ásamt Jónasi Árnasyni, en Þrjú á palli sungu mörg lög við kvæði Jónasar. Í dag, 2. nóvember, eiga gullbrúðkaup hjónin Ingólfur Kristmundsson, vélfræð- ingur og fyrrum innkaupastjóri Olís, og Elín Magnúsdóttir sjúkraliði. Þau voru gefin saman 2. nóvember 1968 í Langholtskirkju af séra Árelíusi Níelssyni. Dóttir þeirra er Svava Kristín Ingólfsdóttir söngkona og dætur hennar eru Elín Edda Sigurðardóttir læknir og Jóhanna Sigurðardóttir nemi. Árnað heilla Gullbrúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.