Morgunblaðið - 12.11.2018, Side 4

Morgunblaðið - 12.11.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2018 Veður víða um heim 11.11., kl. 18.00 Reykjavík 7 skýjað Akureyri 5 alskýjað Nuuk -4 heiðskírt Þórshöfn 8 rigning Ósló 10 rigning Kaupmannahöfn 9 þoka Stokkhólmur 7 þoka Helsinki 5 alskýjað Lúxemborg 11 rigning Brussel 11 skúrir Dublin 8 skúrir Glasgow 8 rigning London 11 skúrir París 12 rigning Amsterdam 12 léttskýjað Hamborg 13 léttskýjað Berlín 10 heiðskírt Vín 10 léttskýjað Moskva -4 heiðskírt Algarve 19 skýjað Madríd 15 skýjað Barcelona 19 léttskýjað Mallorca 19 léttskýjað Róm 19 heiðskírt Aþena 19 skýjað Winnipeg -8 snjókoma Montreal -2 snjóél New York 5 heiðskírt Chicago 1 skýjað Orlando 27 léttskýjað  12. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:47 16:38 ÍSAFJÖRÐUR 10:10 16:25 SIGLUFJÖRÐUR 9:54 16:07 DJÚPIVOGUR 9:21 16:03 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á þriðjudag Austan 5-13 m/s. Skýjað og úrkomulít- ið, en þurrt og bjart að mestu vestanlands. Hiti 0 til 5 stig. Á miðvikudag Norðaustan 5-13 m/s og dálít- il rigning eða slydda, en þurrt að kalla vestanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða norðaustan 2-12 m/s og rigning eða slydda, en lengst af þurrt um landið suðvestanvert. Heldur kólnandi veður, hiti 0 til 7 stig, mildast suðaustanlands. Nýtt umhverfi blasir við vegfarendum sem aka fram hjá gangamunna Vaðlaheiðar- ganga. Mörgum brá í brún fyrstu dagana þegar þeir komu skyndilega að nýju malbik- uðu hringtorgi. Nú er búið að merkja hring- torgið vel og gengur umferðin snurðulaust fyrir sig, að sögn eftirlitsmanna. Mikilvægum áfanga í framkvæmdum við Vaðlaheiðargöng lauk sl. laugardag þegar tókst að ljúka malbikun spottans út úr göng- unum Eyjafjarðarmegin og að nýja hring- torginu og leggja vegklæðningu Fnjóskadals- megin. Tókst að nýta góðviðriskaflann til að ljúka því. Valgeir Bergmann framkvæmda- stjóri segir mikilvægt að þeirri óvissu sem fylgir framkvæmdum utan ganga á þessum árstíma hafi nú verið aflétt. Enn er stefnt að því að opna göngin fyrir umferð fyrir jól en Valgeir tekur fram að opnunardagur hafi ekki verið ákveðinn. helgi@mbl.is Ljósmynd/Jón Haukur Steingrímsson Hringtorg við Vaðlaheiðargöng tekið í notkun Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Forystumenn innan ASÍ segja könn- un SA um hvernig eftirspurn eftir vinnuafli muni þróast á næstu mán- uðum hefðbundinn hræðsluáróður í upphafi kjaraviðræðna. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, segir könnun SA fjölmiðlasirk- us í aðdraganda kjarasamninga og til þess gerða að hræða launþega frá því að leggja fram réttamætar kröfur. Hann segist þó alltaf bjartsýnn í samningaviðræðum þar til annað komi í ljós. Það sé sameiginlegt verk- efni að klára samningana og eigi það að nást fyrir áramót þurfi samnings- aðilar að vinna vel. Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, segir iðnaðarmenn ekki hafi orðið vara við uppsagnir upp á síðkastið en hins vegar hafi vænt- ingavísitalan farið talsvert niður og eigi grátkór atvinnurekenda sinn þátt í því auk þess sem útspil seðla- bankans um hækkun vaxta hafi ekki verið gott innlegg. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir ábyrgðarhluta hjá SA að draga upp þá mynd að allt sé að fara í kaldakol og afvegaleiða umræðuna í stað þess að gera sér grein fyrir þeim vanda sem samfélagið standi frammi fyrir. Hún segir að ekki sé vitað um óeðli- lega margar uppsagnir hjá fé- lagsmönnum ASÍ og tölur Hagstof- unnar um þátttöku á vinnumarkaði gefi aðra mynd en könnun SA. Greiðslukortavelta minnkar „Viðbrögð verkalýðshreyfingar- innar voru fyrirséð. Það var alveg skýrt að í könnun SA var ekki verið að kanna nýráðningar heldur sneri hún að því hvernig eftirspurn eftir vinnuafli myndi þróast á næstu mán- uðum og ef einhverjir eru dómbærir á það þá eru það atvinnurekendur,“ segir Halldór Benjamín Þorbergs- son, framkvæmdastjóri SA. Hann bendir á að mikilvægt sé að fylgjast með mörgum og mismunandi breyt- um. Hann segir að væntingavísitala hafi ekki verið lægri í nálægt áratug og hið sama sé hægt að segja um væntingar heimilanna sem lækkað hafi mjög hratt. Greiðslukortavelta heimilanna hafi einnig minnkað mjög hratt en skynsemi ráði á íslenskum heimilum þegar blikur séu á lofti. Það skipti miklu málið að vanda um- ræðuna um stöðu mála og það sé nauðsynlegt að vera með margar mælingar í gangi hverju sinni, það sé eina leiðin til þess að fá heildarmynd- ina rétta. Halldór segir að SA og verkalýðs- hreyfingin séu sammála um styttingu vinnuvikunnar og að aðgerða sé þörf í húsnæðismálum en það verði einung- is leyst með byggingu fleiri íbúða. Telja könnun SA hræðsluáróður  SA segja viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar fyrirsjáanleg  Verkalýðsfélögin og Vinnumálastofnun ekki orðið vör við miklar uppsagnir  Væntingavísitalan hefur lækkað  Samhljóma um húsnæðismál Gissur Pétursson, forstöðumaður Vinnumálastofnunar, segir að Vinnumálastofnun hafi ekki orðið vör við uppsagnir í þeim mæli sem fram kom í könnun SA um upp- sagnir 3.100 starfsmanna fyrir- tækja innan SA síðustu 90 daga og áformum um uppsagnir 2.800 starfsmanna næstu 90 daga. „Þetta fólk streymir ekki allt inn á atvinnuleysisskrá góðu heilli, þannig að fólk virðist vera að finna sér önnur störf eða er á uppsagn- arfresti,“ segir Gissur sem bendir á að það taki Vinnumálastofnun lengri tíma að finna fyrir upp- sögnum en stofnunin myndi finna fyrir því ef ástandið væri að versna til muna. Enn sé mikil eftirspurn eftir fólki í byggingarvinnu og um- sóknir um atvinnuleyfi streymi inn. „Við reiknum alveg með því að það geti fjölgað á atvinnuleysisskrá um nokkur hundruð manns líkt og gerist oft yfir hörðustu vetrarmán- uðina en ekki þúsundir. Vinnu- málastofnun hefur ekki búið sig undir áfall á vinnumarkaði og það eru engin stórkostleg teikn á lofti hvað varðar Vinnumálastofnun um að samdráttur sé framundan,“ seg- ir Gissur. Meira atvinnuleysi á vetrum ENGIN TEIKN Á LOFTI UM ÁFÖLL Á VINNUMARKAÐI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.