Morgunblaðið - 12.11.2018, Page 32

Morgunblaðið - 12.11.2018, Page 32
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur- borgar boðar til opins fundar í Tjarnarsal Ráð- húss Reykjavík- ur í dag kl. 14 þar sem ætlunin er að ræða aðstöðu til tónleika- halds í Reykjavík sem og Framtíð- arbókasafnið. Erindi flytja María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar, Pálína Magn- úsdóttir borgarbókavörður og Guð- rún Lilja Gunnlaugsdóttir, deild- arstjóri þjónustu og þróunar á Borgarbókasafni. Borgarfulltrúar taka þátt í pallborðsumræðum. Fundarstjóri er Pawel Bartoszek. Aðstaða til tónleika- halds í Reykjavík MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 316. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. FH-ingar sýndu mikla þrautseigju þegar þeir lögðu Eyjamenn að velli í Kaplakrika í gær, 28:27, eftir að hafa verið fimm mörkum undir á tímabili í seinni hálfleik. Með sigrinum urðu þeir jafnir Selfyssingum að stigum á toppi Olís-deildar karla í handbolta, en Selfoss mætir Haukum í kvöld. Ís- landsmeistarar ÍBV eru með sex stig eftir átta leiki. »4 FH að hlið Selfoss eftir dramatískan sigur ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Fimm keppendur tryggðu sér um helgina þátttökurétt á heimsmeist- aramótinu í 25 metra laug í Kína í næsta mánuði, með frammistöðu sinni á Íslandsmeistaramótinu í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Eftir því sem Morgun- blaðið kemst næst munu fjórir keppend- anna nýta sér farseð- ilinn til Kína en Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur glímt við þrá- lát bakmeiðsli og mun því ætla að halda sig heima. Heimsmet féll í Hafn- arfirði. » 2 Fjögur af fimm nýta sér farseðilinn til Kína Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Eðlisfræðidoktorinn Helgi Freyr Rúnarsson stóð aldrei á höndum sem barn eða unglingur og hafði ekki einu sinni reynt að standa á höndum fyrr en hann var kominn vel á þrítugsaldurinn. Í dag kennir hann íþróttafólki og öðrum áhuga- sömum handstöðulistina en um 400 manns hafa sótt námskeiðin hans hjá Primal á því rúma ári síðan hann byrjaði að kenna, í ágúst í fyrra. Gaf eðlisfræðina upp á bátinn „Ég byrjaði aftur að hreyfa mig þegar ég byrjaði í doktorsnáminu. Ég bjó þá í litlum strandbæ í Portúgal. Ég fór á netið og gúggl- aði hvað ég ætti að gera til að verða sterkur og fór þá að gera upphíf- ingar, armbeygjur, vinkla og teygj- ur. Mér byrjaði þá að líða vel í lík- amanum og það kom mér af stað. Upp úr því fór ég að læra að standa á höndum,“ segir Helgi Freyr en hann lauk doktorsgráðunni í fyrra. „Síðasta árið í doktorsnáminu kynntist ég Einari Carli Axelssyni hjá Primal og hann manaði mig í að fara að kenna. Þá var ég orðinn frekar góður,“ segir Helgi. „Ég gaf eðlisfræðina upp á bát- inn og sæki núna námskeið í því hvernig eigi aðstanda á höndum og miðla til annarra. Það geta allir staðið á höndum ef ég gat það,“ segir Helgi en hann náði ekki í tærnar á sér og gat ekki gert arm- beygjur þegar hann byrjaði. Dóttirin tók fyrstu skrefin með pabba standandi á höndum „Af einhverjum ástæðum fékk ég dellu fyrir að læra að standa á höndum. Mér fannst gaman að æfa mig og það opnuðust einhverjar dyr,“ segir Helgi og bætir við að skilningur á jafnvægi úr eðlisfræð- inni hafi ekki skemmt fyrir. „Á þessum tíma eignaðist ég fyrsta barnið mitt, stelpu, og hún var að læra að ganga á sama tíma og ég lærði að standa á höndum. Ég sá ákveðna speglun í þessu, hún var að byrja að standa í lappirnar og ég á höndum,“ segir eðlisfræðingurinn sem blaðamaður gerir fastlega ráð fyrir að sé best menntaði hand- stöðukennari heims. Hins vegar kemur á daginn að hann situr ekki einn að þeim titli. „Það var gestakennari hjá okkur um síðustu helgi, með handstöður, liðleika og fimleikaæfingar. Hún er líka doktor í eðlisfræði,“ segir Helgi Freyr og hlær, enda kom það bæði honum og gestakennaranum á óvart. „Andlitið datt næstum af okkur. Við erum allavega tvö en lík- lega ekki mikið fleiri,“ segir Helgi. Hvert námskeið er fjóra sunnu- daga í röð og fyrir allan aldur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á hvolfi Helgi Rúnarsson eðlisfræðidoktor kennir landanum að standa á höndum sér til gleði og heilsubótar. Margir læra listina að standa á höndum  Helgi Freyr Rúnarsson býður upp á námskeið í handstöðum Picasso rmúla 24 • S. 585 2800

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.