Morgunblaðið - 24.11.2018, Page 2

Morgunblaðið - 24.11.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018 G R TILBOÐAU Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 90%AFSLÁTTUR ALLT AÐ LOKADA GUR ÚTSÖLU Opið í dag 10-18 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Í dag er einn mánuður til jóla og því ekki seinna vænna að fara að huga að undirbúningi hátíða- haldanna, ef hann er ekki þegar hafinn. Aðventan gengur í garð um næstu helgi og þá fer að styttast í að jólasveinar komi til byggða. Þessir vösku menn komu fallegu jólatré fyrir á lóð gömlu Heilsuverndarstöðvarinnar við Bar- ónsstíg í gær. Verkið fórst þeim vel úr hendi enda vel tækjum búnir og ekki skemmdi veðrið fyrir. Dásamlegt haustveður var í höfuðborginni í gær, sem heldur að líkindum áfram um helgina, þó að eitthvað gæti kólnað í veðri. Mánuður er til jóla í dag Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Jólaundirbúningur í haustblíðu Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillög- ur samgöngu- og sveitarstjórnarráð- herra um eflingu byggðar á Bakka- firði. Tillögurnar voru settar fram í skýrslu nefndar sem ráðherra skip- aði til að fjalla um málefni byggð- arinnar. Nefndin leggur til að ríkið verji allt að 40 milljónum króna á ári í fimm ár til að undirbúa verkefni á svæðinu. Meðal þess sem var lagt til er að 150 þorskígildistonnum verði að lág- marki bætt við aflaheimildir til ráð- stöfunar á Bakkafirði og óskað eftir samstarfi um nýtingu þeirra. Tekið er undir áform Vegagerðarinnar og eindregið lagt til að lagning bundins slitlags á Langanesströnd hefjist á árinu 2019 og að verkinu ljúki eigi síðar en 2021. Þá er lagt til að skoðað verði að koma á fót starfsstöð í nátt- úrurannsóknum á Bakkafirði sem hefði það hlutverk að rannsaka lífríki Bakkaflóa, þar með talið lífríki Finnafjarðar og nágrennis. Um væri að ræða útibú frá annaðhvort Nátt- úrufræðistofnun Íslands eða Nátt- úrustofu Norðausturlands. Skapar betri ímynd svæðisins „Ég tel þessar tillögur yfirvegaðar og nothæfar til að hjálpa til að skapa betri ímynd fyrir svæðið og mögu- lega ýta undir þá vaxtarbrodda sem þarna eru og voru þessar fimm til- lögur samþykktar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að nefndin hafi skoðað þá erfiðu stöðu sem Bakkafjörður er í og lagt fram tillögur í samræmi við það. „Þarna er mikil íbúafækkun, fá- breytt atvinnulíf og brotin byggð. Síðan var þessari skýrslu skilað til mín og svo er þetta ríkisstjórnar- samþykkt upphaflega.“ Þá fer Bakkafjörður formlega inn í verkefnið Brothættar byggðir og segir Sigurður að þar verði settur verkefnastjóri í fullt starf. Samþykkja að styrkja Bakkafjörð  40 milljónir kr. á ári í 5 ár  Aflaheimild aukin um 150 tonn Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið dæmdur til 19 ára fangelsisvistar í Lands- rétti fyrir að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur 14. janúar í fyrra og fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Dómur Héraðsdóms Reykjaness frá því í fyrra var staðfestur. Refsiramminn fyrir manndráp er ævilangt fangelsi en algengast er að menn séu dæmdir í 16 ára fang- elsi. Við smygli á eiturlyfjunum liggur allt að 12 ára fangelsisrefs- ing. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissak- sóknari sagði að sönnunargögn málsins sýndu að enginn skynsam- legur vafi væri uppi um hvort Ol- sen hefði svipt Birnu Brjánsdóttur lífi. Því bæri Landsrétti að sakfella hann. Birna Brjánsdóttir hvarf að- faranótt laugardagsins 14. janúar 2017. Lík hennar fannst átta dög- um síðar, eða 22. janúar, í fjörunni við Selvogsvita í Ölfusi. Hún var aðeins tvítug þegar hún lést. Mætti ekki í Landsrétt Olsen hefur verið í gæsluvarð- haldi frá því í janúar í fyrra en hann var ekki viðstaddur dómsupp- kvaðninguna í gær. Lögmaður Ol- sen sagði í samtali við mbl.is, eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp, að hann ætti eftir að kynna sér forsendur dómsins, en sagði að- spurður að það væri nánast öruggt að sótt yrði um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig frekar að svo stöddu. 19 ára fangelsisdómur yfir Thomas Møller staðfestur  Nánast öruggt að það verði áfrýj- að, segir verjandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsréttur Thomas Møller við aðalmeðferð málsins í Landsrétti. Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur ásamt ís- lenskum fjárfestum lagt fram bind- andi kauptilboð í 51% hlut í ríkis- flugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ice- landair Group. Áður hefur verið greint frá samstarfi Loftleiða Ice- landic og yfirvalda á Grænhöfða- eyjum sem hefur átt sér stað um nokkurt skeið. Í ágúst 2017 gerðu Loftleiðir Icelandic samning við stjórnvöld á Grænhöfðaeyjum um endurskipulagningu Cabo Verde Airlines. Kaupverðið á meirihluta í félaginu er trúnaðarmál. Dótturfélag Ice- landair Group kaupir Cabo Verde Airlines Kristinn Sigurjónsson, fyrrverandi lektor við Háskólann í Reykjavík, fer fram á greiðslu tæplega 57 milljóna króna vegna ólögmætrar uppsagnar í kjölfar ummæla sem hann lét falla innan lokaðs Face- book-hóps. Þetta kemur fram í stefnu Kristins á hendur háskól- anum. Jón Steinar Gunnlaugsson, lög- maður Kristins, staðfestir þetta við mbl.is og segir fyrirtöku málsins líklega verða fjórða desember og mun héraðsdómur að líkindum taka málið fyrir um miðjan janúar. Krefur HR um 57 milljónir króna Liðsmenn Hróksins og vinafélags- ins Kalak áttu í gær fund með Ane Lone Bagger, utanríkis-, mennta- og menningarmálaráðherra Græn- lands. Á fundinum var m.a. rætt að taka upp skákkennslu í grunn- skólum Grænlands. Hrafn Jökuls- son, Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt og Stefán Herbertsson hittu ráðherrann á Grænlandi. Í fréttatilkynningu Hróksins kemur fram að ráðherrann og sam- starfsmenn hennar sýndu mikinn áhuga á að skákvæða grunnskóla Grænlands og koma landinu á heimskortið í skák. Jafnframt voru ýmis önnur mál rædd, ekki síst leið- ir til að auðvelda ferðalög milli landanna og auka samskiptin á öll- um sviðum, allt frá menningu til viðskipta. Nú stendur yfir af- greiðsla fjárlaga á Grænlandi og mestur annatími ársins hjá stjórn- málamönnum, en ráðherrann gaf sér góðan tíma með liðsmönnum Hróksins og Kalak. Hún lýsti yfir stuðningi við skákvæðingu græn- lenska skólakerfisins. Áhugi á skák í skól- um á Grænlandi  Hrókurinn hitti menntamálaráðherra Ljósmynd/aðsend Grænland Ráðherrann fékk útskor- inn hrók eftir Valgeir Benediktsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.