Morgunblaðið - 24.11.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.11.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018 KRÍLA GJAFIR mikið úrval SMÁRALIND – KRINGLAN Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta er mjög falleg vináttamilli þeirra tveggja. Þeireru þvílíkir félagar, bestuvinir og óaðskiljanlegir. Fegurðin í þessu er að vináttan spyr ekki að því hvort þú lítir öðruvísi út eða sért af annarri tegund. Það eru engir fordómar hjá þessum tveim- ur,“ segir Lilja Pálmadóttir, hesta- ræktandi og hrossabóndi á Hofi í Skagafirði, en einstök vinátta hefur tekist með hesti sem hún á og geit- hafri. „Allt á þetta upphaf sitt í því að uppháldsstóðhesturinn úr minni ræktun, hann Grámann, veiktist al- varlega í fyrrasumar þegar hann fékk eitrun og það þurfti að hjúkra honum dag og nótt í mjög langan tíma. Hann var lengi nær dauða en lífi og það hefur tekið hann heilt ár að jafna sig, með stöðugri umönnun. Hann var óskaplega veikburða, þessi mikli fjörhestur og grallari sem hann er, og þegar líða tók á þetta veikindatímabil var hann orð- inn þunglyndur. Hann var virkilega dapur og þetta reyndi mikið á hans sálarlíf. Helga Gunnarsdóttir, dýra- læknir á Akureyri, hvatti mig til að fá mér geit sem félaga fyrir Grá- mann, til að gleðja hann og dreifa huganum. Víða erlendis eru geitur gjarnan hafðar í hesthúsum því þær hafa góð áhrif á hesta sem eru í ein- hverjum vandræðum, taugaveiklaðir eða með hegðunarvandamál. Þeir fá félagsskap af nærveru geitar og við- fang til að dreifa huganum. Milli hests og geitar eru engin vandamál með samkeppni eða goggunarröð og spennu sem við sjáum oft á milli hesta,“ segir Lilja sem gekk í málið og hafði samband við sveitunga sinn, hestamann og geitahaldara, Ingólf á Dýrfinnustöðum, sem útvegaði henni glæsilegan ungan geithafur, Randver. Sambandið gekk ekki upp „Ég fékk hann á fyrsta vetri og hann var rosalega styggur þegar hann var kynntur fyrir Grámanni. Karlanginn hann Randver var hræddur í þessum nýju aðstæðum. Grámann hafði á þessum tíma ekki krafta eða þolinmæði til að takast á við þessa styggð í skepnunni, tauga- kerfi hans þoldi það ekki. Samband þeirra tveggja gekk því ekki upp, svo ég kom Randveri fyrir í stíu með ungum rauðum geldingi, hesti sem heitir Tími. Geithafurinn vandist smám saman umhverfinu og hann tók ástfóstri við þennan hest, Tími varð hans öryggiskerfi í lífinu. Randver hefur alltaf fengið að vera með Tíma, líka þegar Tími fer út á daginn með öðrum hestum, þá skott- ast Randver með honum og víkur ekki frá honum. Hann fylgir honum eins og skugginn. Og þetta er gagn- kvæm vinátta, því ef aðrir hestar fara eitthvað að atast í Randveri, þá hjólar Tími í þá, hann ver sinn vin af fullri hörku. Þeir passa vel hvor upp á annan.“ Hafur sem einn af hestastóði Lilja segir fyndið að fylgjast með því hvernig geithafurinn virðist upplifa sig sem einn af hestastóðinu. „Hann rekst með stóðinu og kemur með í reiðtúra. Ég hef átt aðra geit sem ég var með í hesthús- inu fyrir nokkrum árum, og þá var þetta eins, sú varð ein af hestunum, varð bara hluti af þessu klani. En tamningakonan mín hún Freyja Amble Gísladóttir á heiðurinn af því að hafa leyft þessu sambandi að blómsta, því þegar hún er að þjálfa Tíma inni í reiðhöll þá leyfir hún Randveri alltaf að vera með. Mér sýnist geithafurinn hafa lært þó nokkuð af þessu, hann apar allt upp eftir Tíma og verður örugglega far- inn að ganga kross- gang og sniðgang, taka afturfóta- snúning og hvaðeina áður en langt um líð- ur. Hann eltir hest- inn og gerir allt eins og hann,“ segir Lilja og hlær. „Freyja hef- ur hlúð að þessum vinskap þeirra, nært og gefið rými.“ Í reiðtúrum þarf Randver að leggja þó nokkuð á sig til að halda í við hestinn, því hann er jú töluvert minni skepna og skref- styttri. „Hann er orðinn hrikalega feit- ur núna svo það er eins gott að hann sé tekinn með í reiðtúra, svo renni af honum umframþyngdin,“ segir Lilja og hlær en hún ætlar sér að nýta Randver enn frekar í hesthúsinu, nú þegar hann hefur sannað sig. „Ég er að hugsa um að setja hann í stíu hjá hesti sem er núna í frumtamningu hjá mér og er tortrygginn og mjög styggur, ég er sannfærð um að Randver á eftir að hafa góð áhrif á hann.“ Reiðtúr Randver lætur sig aldrei vanta þegar tamningakonan Freyja fer í reiðtúr með Tíma og fylgir eins og skuggi hans. Flott saman Allt byrjaði með veikindum Grámanns frá Hofi á Höfðaströnd, hér með eigandanum Lilju eftir kynbótasýningu. Brattur Randver kann vel við sig í hestastíunni og hefur kom- ist upp á lag með að reisa sig upp á endann til að ná athygli. Geithafur og hestur óaðskiljanlegir „Hann verður örugglega farinn að ganga krossgang og sniðgang, taka afturfótasnúning og hvaðeina áður en langt um líður. Hann eltir hestinn og gerir allt eins og hann,“ segir Lilja Pálmadóttir hrossaræktandi um vináttu geithafursins Randvers og hestsins Tíma. Randver rekst með stóðinu og fer með í reiðtúra. Ljósmyndir/Freyja Amble Gísladóttir Alltaf saman Þessir bestu vinir ganga ævinlega í takt og passa vel hvor upp á annan, bæði úti og inni. Þetta er gagn- kvæm vinátta, því ef aðrir hestar fara eitthvað að atast í Randveri, þá hjólar Tími í þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.