Morgunblaðið - 24.11.2018, Side 16

Morgunblaðið - 24.11.2018, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018 Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Eftir eins og hálfs árs undirbúning opnar Náttúruminjasafn Íslands sýninguna Vatnið í náttúru Íslands í Perlunni. Um er að ræða fyrstu stóru sýninguna sem Náttúruminja- safninu er gert kleift að hanna og setja upp á eigin vegum frá því að safnið var sett á laggirnar árið 2007. Opnunin verður í Perlunni þann 1. desember næstkomandi, á hundrað ára fullveldisafmælisdegi Íslands. Opnunin er liður í hátíðarhöldum vegna þessa en á meðal gesta auk mennta- og menningarmálaráð- herra, sem fer með málefni safnsins, verður forseti Íslands, Guðni Th. Jó- hannesson, og forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmus- sen. Hilmar J. Malmquist forstöðu- maður Náttúruminjasafnsins segir að lengi hafi verið kallað eftir að- stöðu fyrir höfuðsafn þjóðarinnar í náttúrufræðum og markar því sýn- ingin mikil tímamót. „Allt frá stofnun Hins íslenska náttúrufræðifélags, árið 1887, hefur stefnan verið að koma upp glæsilegu náttúrufræðisafni fyrir þjóðina. Þó að náttúrusýningar hafi verið reknar um langa tíð í Reykjavík má segja að aðstæður hafi aldrei hæft slíku höf- uðsafni, fyrr en núna.“ Á sýningunni Vatnið í náttúru Ís- lands kennir ýmissa grasa. Á henni verða til að mynda lifandi vatnadýr og jurtir, risastór dýralíkön, kynning á dýrum sem aldrei hafa sést áður og rauntímamælingar á vatnsrennsli í ám og veðurfarsupplýsingar frá 20 stöðum á landinu. Sýningin er að miklu leyti sérsniðin fyrir börn og eftir áramót munu safnkennarar hefja störf. Þeir munu sinna mótt- töku skólahópa og sjá um kennslu, einkum fyrir grunnskóla. Vatn og vatnalífverur áberandi Vatn er undirstaða lífs á jörðinni og jafnframt mjög einkennandi í náttúru Íslands. Sýningin fjallar um vatn frá ýmsum hliðum en ekki er einungis fjallað um vatnið heldur einnig það líf sem þrífst í því. Lifandi jurtir og vatnadýr verða sýnileg al- menningi í vatnsbúrum og gróður- kúlum. Hilmar segist vonast til þess að safnið verði vel sótt af grunnskóla- nemum, enda er sýningin að mörgu leyti sérsniðin fyrir börn. Vatnskött- urinn, lirfa fjallaklukkunnar, er ein- kennisdýr krakkanna á sýningunni. Hann mun skjóta upp kollinum hér og þar á sýningunni, fræða börnin og spyrja þau ýmissa spurninga. „Vatnskötturinn skiptir um ham og breytist að endingu í fullorðna bjöllu. Þetta eru rándýr og bjöllurn- ar geta bæði synt og flogið. Þessi dýr eru lífseig og þrífast í pollum og tjörnum frá fjöru til fjalls. Þau eru gott dæmi um það að margur sé knár þó hann sé smár,“ segir Hilmar. Á sýningunni mun safnið einnig standa fyrir tímabundnum sérsýn- ingum og fjalla um afmarkað efni sem tengist vatni. Fyrsta sérsýning- in er kvikmyndasýning sem stendur fram í júní á næsta ári. „Á sérsýningunni gefur að líta myndskeið úr ólíkum stöðuvötnum sem varpa ljósi á umhverfi vatnanna sem fáir hafa séð áður,“ segir Hilm- ar. Erlendur Bogason, kafari, tók myndirnar en hann er hvað þekkt- astur fyrir myndir sem hann hefur tekið af Strýtunni í Eyjafirði. „Við reiknum einnig fastlega með að sýningin í Perlunni verði fjölsótt af ferðamönnum. Náttúran togar býsna marga hingað svo það veitir ekkert af því að upplýsa ferðamenn um hana, gæðin sem náttúran býr yfir og hvernig við þurfum að um- gangast hana af skynsemi,“ segir Hilmar að lokum. Risalíkan Vatnskötturinn risavaxni er um 13 metrar á hæð. Vistrýmið Rýnt í votlendis- og vatnavistgerðir á Íslandi. Ljósmynd/Vigfús Birgisson Marfló Við borðið geta gestir fræðst um grunnvatnsflær. Lifandi vatnadýr til sýnis í Perlunni  Sérsýning Náttúruminjasafns Íslands opnuð eftir viku, á fullveldisdegi  Risalíkan og kvikmyndir SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Börn náttúrunnar, kvikmynd Frið- riks Þórs Friðrikssonar, verður sýnd á kvikmyndarás kínverska sjónvarpsins á besta útsendingar- tíma þann 1. desember. Sýning kvik- myndarinnar er liður í íslenskri kvikmyndahátíð í Kína 30. nóv- ember til 6. desember og tengist tímasetningin aldarafmæli fullveldis Íslands. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðu- maður Kvikmyndamiðstöðvar Ís- lands, segir að hátíðin sé haldin í samvinnu Kínverska kvikmynda- safnsins (China Film Archive) og ís- lenska sendiráðsins í Kína. Kín- verska kvikmyndasafnið valdi tilteknar nýlegar íslenskar kvik- myndir. Þær verða sýndar í kvik- myndahúsi kvikmyndasafnsins. Kvikmyndirnar eru: Bíódagar, Mamma Gógó og Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson, Eld- fjall eftir Rúnar Rúnarsson, Fúsi eftir Dag Kára, Hrútar eftir Grím Hákonarson og Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson. Mjög spennandi tækifæri Laufey fer til Kína ásamt Friðriki Þór í tengslum við hátíðina. Hún segir að þetta sé í fyrsta sinn sem Kína opnist fyrir íslenskri kvik- myndagerð með þessum hætti. Þetta sé því stórt skref. Laufey sagði að Kínverjar hefðu undanfarið gert meðframleiðslu- samninga við nokkur Vesturlönd. Þetta væri því mjög spennandi tæki- færi og ánægjulegt tilefni til að efla tengslin milli Íslands og Kína og stofna til kynna við kínverska kvik- myndaiðnaðinn. Búið er að skipu- leggja fundi íslensku fulltrúanna með kínverskum fagaðilum og einn- ig munu þau heimsækja háskóla. Snertir strengi víða um heim Laufey sagði að kvikmyndin Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór væri ein af sígildum íslenskum kvik- myndum. Mjög oft er vísað til henn- ar og einnig óskað eftir henni til sýninga á erlendri grund. „Með aukinni velgengni íslenskra kvikmynda verða sögulegar sýningaraðir algengari. Þá eru Börn náttúrunnar alltaf ein af lykilmynd- unum. Hún snertir strengi víða og er óbundin af landamærum. Það geta allir samsamað sig með henni,“ sagði Laufey. Börn náttúrunnar sýnd á besta tíma  Íslenskar kvikmyndir sýndar í Kína  Tengist fullveldisafmælis Íslands Börn náttúrunnar Hér eru þau Sigríður Hagalín og Gísli Halldórsson í hlut- verkum sínum í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar sem er orðin sígild.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.