Morgunblaðið - 24.11.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.11.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ævintýrið við gerð þessarar sýningar er samskiptin við fólkið í landinu,“ segir Lilja Árnadóttir á Þjóðminjasafninu. „Að undanförnu höfum við fengið margar heim- sóknir frá vinum okkar úti á landi, svo sem á byggðasöfnunum og svo sóknarnefndarfólki og prestum sem hingað hafa komið með ein- staka gripi og lánað okkur til sýn- inga næsta árið. Þar er okkur sýnt dýrmætt traust sem undirstrikar þau sterku tengsl sem eru milli safnsins og vörslufólks menningar- arfsins út um land. Í kirkjunum í dreifbýlinu eru varðveittir margir munir sem segja merka sögu.“ Skrúði, áhöld og drátthagur biskup Í dag, laugardaginn kl. 14, verð- ur í Bogasal Þjóðminjasafns Ís- lands opnuð sýningin: Kirkjur Ís- lands: Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur. Í myndasal safnsins er svo sýningin Kirkjur Íslands: Með augum biskups og safnmanna. Þar er að finna ljósmyndir af kirkjum landsins sem Matthías Þórðarson og Þór Magnússon tóku á ferðum sínum um landið sem þjóðminja- verðir; hvor á sínum enda 20. ald- arinnar. Í sama sal eru svo sýndar teikningar og vatnslitamyndir sem hinn drátthagi Jón Helgason gerði í biskupstíð sinni frá 1917-1939 þegar hann fór í vísitasíuferðir um landið. Um þessar mundir er að koma út síðustu bækurnar í ritröðinni Kirkjur Íslands sem Þjóðminja- safn Íslands, Minjastofnunar og Biskupsstofa gefa út. Bækurnar eru alls 31 og þar segir frá öllum friðuðum kirkjum landsins sem eru 216 talsins. Einnig er greint frá gripum þessara kirkna sem margir eru miklar gersemar. Safn- afólk segir bækur þessar vera grundvallarrit. Nú liggi fyrir heildstætt yfirlit um gripaeign í ís- lenskum kirkjum og sýningin í Bogasal er að nokkru byggð á upplýsingum úr bókunum, sem alls 70 fræðimenn lögðu efni í. Munir úr 42 kirkjum Umrædd sýning er verk Nathal- ie Jacquminet forvarðar og list- fræðings og Lilju Árnadóttur, sem hefur starfað á Þjóðminjasafni Ís- lands í 40 ár. Hún er í dag sviðs- stjóri munasafns þess. Á löngum ferli Lilja hún aflað sér þekkingar á kirkjugripum er sýningin nú að nokkru afrakstur þess starfs henn- ar. Elstu gripir á sýningunni eru frá miðöldum en þeir yngstu frá 20. öld. Þeir elstu eru varðveittir í Þjóðminjasafni Íslands en flestir eða alls 66 eru fengnir að láni úr 42 kirkjum víða um land. Af nægu hefur verið að taka, en munir koma úr til dæmis Innra- Hólmskirkju í Hvalfirði, Stafholts- og Hjarðarholtskirkjum í Borgar- firði, Reykjakirkju í Tungusveit og Viðvík í Skagafirði, Lögmannshlíð- arhlíðarkirkju við Akureyri, frá Illugastöðum í Fnjóskadal, Ás- kirkju í Fellum á Héraði, Fá- skrúðsfjarðarkirkju, Kálfafells- kirkju í Fljótshverfi og úr kirkjunni á Breiðabólsstað í Fljótshlíð. „Oft hefur það verið fullyrt að kirkjur á Íslandi hafi verið ígildi listasafna. Kirkjugripir hafa bæði trúarlegt og listrænt gildi sem hægt er að tengja erlendum list- straumum og stefnum,“ útskýrir Lilja Árnadóttir sem segir sýn- inguna í Bogasal eiga sér langan aðdraganda. Kirkjulistasaga, skráning hennar og varðveisla, hafi jafnan verið samofin starfi Þjóðminjasafnsins sem hafi lög- bundnar skyldur varðandi varð- veislu kirkjugripa. Listfengi og leikni „Við söfnuðum saman margs konar kirkjugripum, stillum þeim saman eftir liststílum óháð aldri gripanna. Sömuleiðis að sýna fram á ákveðna nægjusemi landans en ekki síst listfengi og leikni sem fólk beitti við að gera sína eigin kirkjugripi svo sem eins og út- skorna altaristöflu Auðkúlukirkju í Austur-Húnavatnssýslu sem sýnir að fólk á Íslandi var haldið fegurð- arþörf. Skapaði sín eigin listaverk án þess hvorki að hafa átt þess kost að sækja sér menntun né séð útlend listaverk,“ segir Lilja Árna- dóttir í Þjóðminjasafninu að síð- ustu. Menningararfur og fegurðarþörf Morgunblaðið/Árni Sæberg List Lilja Árnadóttir með nokkra af kirkjumununum góðu sem verða til sýnis á Þjóðminjasafninu næsta árið. Kirkjur Munir á sýningunni sem hefst í dag eru fengnir úr alls 42 kirkjum, meðal annars þeim sem hér sjást á mynd- um. Lengst til vinstri er kirkjan að Ási í Fellum, þá Lögmannshlíð við Akureyri og loks Breiðabólstaður í Fljótshlíð.  List úr íslenskum kirkjum á sýningu í Þjóðminjasafninu sem opnuð verður í dag  Skrúði og áhöld  Myndir eftir þjóðminjaverði og biskup  66 gripir voru fengnir að láni úr kirkjum víða um landið Morgunblaðið/Sigurður Bogi „Viðfangsefni sýningarinnar nú er að tengja íslenska kirkjugripi alþjóðlegum lista- stefnum og straumum,“ segir Lilja Árnadóttir. „Við þann samanburð kemur ýmislegt áhugavert í ljós. „Tímabil ríkjandi stíla hér á landi lúta ekki sömu lögmálum og í ná- grannalöndum. Stefnur hér á landi eru langlífari en annars staðar. Eða kannski er nægju- semi sem ríkti samfara íhaldssemi. Eða var það kannski passasemi?“ Um sýningargripina segir Lilja að eftir nokkrar umræð- ur um eðli sýningar hafi verið ákveðið að fá gripi úr kirkjum landsins að láni, sem hafi ver- ið mjög auðsótt. Allir hafi ver- ið boðnir og búnir að lána gripi, listmuni sem hvarvetna séu í dýru gildi hafðir. „Ofur einfaldir hversdags- legir munir öðluðust hlutverk í trúarathöfnum þjóðarinnar; eiga sína sögu og ýmsir eiga minningar þeim tengdar. Von- andi komum við því til skila á þessari áhugaverðu sýningu.“ Stílar, lögmál og passasemi STEFNUR OG STRAUMAR Starfsfólk OR hefur fengið nóg af rangtúlkunum og ósanngirni sem stjórnmálamenn og fjölmiðlar setja á borð fyrir almenning. „Fullyrðingar um að vinnustaður okkar sé rotinn og að hér ríki þögg- un eru rangar.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Guðjón Björnsson, formaður starfsmannafélags OR, hefur sent fyrir hönd félagsins. Yfirlýsingin tengist umfjöllun um innri úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á starfsmanna- málum OR, sem var kynnt í byrjun vikunnar. „Fullyrðingar um að vinnustaður okkar sé rotinn og að hér ríki þögg- un eru rangar. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur meginniður- stöðu þeirrar skýrslu sem nú liggur fyrir og unnin var af sérfræðingum, sem við sem hjá fyrirtækinu störf- um höfðum ekkert með að gera hver vann,“ segir m.a. í yfirlýsingu sem starfsmenn sendu frá sér í gær. Starfsfólk OR búið að fá nóg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.