Morgunblaðið - 24.11.2018, Page 25

Morgunblaðið - 24.11.2018, Page 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Donald Trump, forseti Bandaríkj- anna, hefur neitað því að leyniþjón- ustan CIA hafi komist að þeirri niðurstöðu að Mohammed bin Salm- an, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrir- skipað morðið á sádiarabíska blaða- manninum Jamal Khashoggi eins og bandarískir fjölmiðlar hafa haft eftir embættismönnum. Trump sagði við blaðamenn í fyrradag að í skýrslu frá leyniþjón- ustunni kæmi fram að embættis- menn hennar hefðu ákveðna hluti á „tilfinningunni“. „Ég hef skýrsluna, þeir hafa ekki komist að niðurstöðu, ég veit ekki hvort nokkur getur kom- ist að þeirri niðurstöðu að krónprins- inn hafi gert þetta,“ bætti hann við. Fjölmiðlar hafa hins vegar eftir embættismönnum að CIA hafi kom- ist að þeirri niðurstöðu að krónprins- inn hafi fyrirskipað morðið, þeirra á meðal dagblöðin The New York Tim- es og The Wall Street Journal. Krón- prinsinn er valdamesti maður al- ræðisstjórnar Sádi-Arabíu sem er íslamskt konungsríki. The Wall Street Journal hefur eft- ir bandarískum embættismönnum að CIA hafi komist að þeirri niðurstöðu að morðið á Khashoggi hafi verið framið að fyrirmælum krónprinsins. Blaðið hefur eftir heimildarmönnun- um að niðurstaðan byggist meðal annars á netnjósnum bandarískra leyniþjónustumanna og gögnum sem tyrknesk yfirvöld hafi látið CIA í té. Nokkrir þingmenn úr röðum repú- blikana og demókrata hafa hvatt til þess að gripið verði til refsiaðgerða gegn stjórnvöldum í Sádi-Arabíu vegna máls Khashoggis sem var myrtur á ræðisskrifstofu landsins í Istanbúl 2. október. Trump hefur hins vegar lagt áherslu á mikilvægi áframhaldandi samstarfs við kon- ungsstjórnina í Sádi-Arabíu fyrir efnahags- og öryggishagsmuni Bandaríkjanna. Forsetinn sagði fyrr í vikunni að „það gæti vel verið“ að krónprins Sádi-Arabíu hefði vitað af morðinu á Khashoggi en bætti við: „Kannski vissi hann af því, kannski ekki!“ Hann áréttaði að hann teldi það „heimskulegt“ að stofna banda- rískum störfum og efnahag heimsins í hættu með því að storka stjórnvöld- um í Sádi-Arabíu. Vopnasala stöðvuð Stjórnin í Finnlandi skýrði frá því í fyrradag að hún hefði ákveðið að hætta að veita ný leyfi til vopnasölu til Sádi-Arabíu vegna morðsins á Khashoggi og þáttar landsins í stríðshörmungunum í Jemen þar sem milljónir manna eru á barmi hungursneyðar. Áður höfðu stjórn- völd í Danmörku, Noregi og Þýska- landi ákveðið að stöðva vopnasölu til Sádi-Arabíu tímabundið vegna morðsins og lofthernaðar Sáda í Jemen. AFP Heimsókn Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, með Mohammed bin Zayed (t.h.), krónprinsi furstadæmisins Abu Dhabi, í Dubaí. Trump neitar fréttum um niðurstöðu CIA  Norræn ríki stöðva vopnasölu Gæti rætt við Erdogan á G20-fundi » Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, er nú í fyrstu utanlandsferð sinni í opinberum erindagjörðum eftir morðið á Jamal Khashoggi. » Bin Salman ræddi við ráða- menn Sameinuðu arabísku furstadæmanna í Dubaí í fyrra- dag og fer þaðan til nokkurra annarra arabaríkja. » Krónprinsinn hyggst sitja leiðtogafund G20-ríkjanna í Argentínu í næstu viku. Hugsanlegt er að hann ræði þá við Recep Tayyip Erdogan, for- seta Tyrklands, sem hefur sagt að morðið á Khashoggi sé runnið undan rifjum stjórn- valda í Sádi-Arabíu. Síðumúli 13 • 108 Reykjavík • 552 9641 • seimei.is seimeiisland • seimei.is Opið mánud.-fimmtud. kl. 12-18, föstud. og laugard. kl. 12-16 Aðalfundur Golfklúbbs Reykjavíkur 2018 verður haldinn í Golfskálanum Korpúlfsstöðum, þriðjudaginn 4. desember kl. 20:00. Dagskrá: Í upphafi aðalfundar skal kjósa sérstakan fundarstjóra og ritara eftir tilnefningu. 1. Skýrsla formanns. 2. Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins. 3. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar. 4. Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna um lagabreytingar ef einhverjar eru. 5. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga. 6. Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár. 7. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn. 8. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara. 9. Önnur málefni ef einhver eru. Virðingarfyllst, stjórn GR. Athugið að ársskýrsla GR verður að þessu sinni einungis tiltæk á rafrænu formi, ekki á pappír. Kvenréttindakonur hafa verið pyntaðar í fangelsum í Sádi-Arabíu og pyntingarnar eru liður í tilraunum stjórnvalda til að kveða niður gagnrýni á stefnu Mohammeds bin Salmans krónprins, að sögn The Wall Street Journal. Blaðið hefur þetta eftir tveimur ráðgjöfum sádiarabísku kon- ungsfjölskyldunnar, baráttumönnum fyrir mannréttindum og fleiri heimildarmönnum sem þekkja til aðbúnaðar fanga í landinu. Þeir segja að minnst átta af átján kvenréttindakonum, sem hafa verið handteknar á árinu, hafi verið pyntaðar. Engin kvennanna hefur verið ákærð og mörg- um þeirra hefur verið haldið í einangrun í nokkra mánuði. Þeim Sádum sem hefur verið haldið í fangelsi í meira en sex mánuði án ákæru hefur fjölgað mjög á síðustu árum. Í fyrra voru þeir 2.305 en 293 árið 2014. Krónprinsinn hefur boðað aukið frjálslyndi í landinu en sýnt að gagn- rýni á ráðamennina verður ekki liðin. Talið er að markmiðið með handtök- unum sé að þagga niður í fólki sem krefst meiri og hraðari umbóta en hann hefur léð máls á. Kvenréttindakonur pyntaðar REYNT AÐ KVEÐA NIÐUR GAGNRÝNI Á STJÓRN SÁDI-ARABÍU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.