Morgunblaðið - 24.11.2018, Side 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018
Ég vil þakka Kolbrúnu Bergþórs-
dóttur fyrir góða grein í Frétta-
blaðinu með yfirskriftinni „Mistök í
borginni“. Mig langar einnig að
benda á að það eru einnig gerð mörg
mistök þegar kemur að umferðar-
málum þar á bæ.
Sigrún Sigurþórs.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Mistök í borginni
Vandræðaástand getur skapast á Miklubraut og Kringlumýrarbraut.
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir, iðnaðar-
ráðherra, helgar
sunnudagspistil sinn í
Morgunblaðinu 18.11.
2018 Þriðja orkupakk-
anum. Því miður er af-
staða ráðherrans til
„pakkans“ að forskrift
Pollýönnu. Slíkt gagn-
rýnisleysi gengur ekki
þegar gríðarlegir
hagsmunir landsmanna eru í húfi,
eins og í orkugeiranum, og and-
spænis stendur orkuhungrað stór-
veldi, sem sjálft setur allar leikregl-
urnar. Það leiðir til hrapallegrar
niðurstöðu að píra augum á umbúð-
irnar án þess að kryfja innihaldið og
setja það í samband við EES-
samninginn, fjórfrelsið og sam-
keppnisreglurnar.
Fortíðin
Á árunum 2014-2016 upplýstu
ráðuneyti 3 nefndir Alþingis um
Þriðja orkupakkann. Af „álitum“
nefndanna í kjölfarið má ráða, að
upplýsingarnar voru „matreiðsla“ úr
ESB-eldhúsinu. Þó kemur fram að
skiptar skoðanir voru í nefndunum
og efasemdir um heimildir Alþingis
til samþykkis „pakkans“ m.t.t.
Stjórnarskrár. Engir tilburðir voru
þá sjáanlegir af hálfu embættis-
manna um greiningu afleiðinga. Það
er út í hött að gefa í skyn núna, þeg-
ar fjölþættari upplýsingar eru fyrir
hendi, að Alþingi verði á einhvern
hátt bundið af þessum „nefnda-
álitum“, þegar kemur að afgreiðslu
málsins.
Forræðið og markaðurinn
Þegar ráðherrann fjallar um for-
ræði yfir auðlindinni og orkumark-
aðinum, lítur hún framhjá því að eft-
ir innleiðingu Orkupakka 3 og
stofnun embættis Landsreglara,
sem verður alfarið undir stjórn
ESA/ACER, verður ekki lengur
undan því vikizt að koma hér á lagg-
irnar orkukauphöll að hætti ESB, en
samkvæmt núgildandi Orkupakka 2
er slíkt valkvætt. Hlutverk Lands-
reglara er að fylgjast með því, að
reglum ESB-réttar verði framfylgt í
orkugeiranum, þ. á m. á raforku-
markaðinum. Það stríðir gegn þess-
um reglum, að eitt fyrirtæki, og rík-
isfyrirtæki í þokkabót, hafi ráðandi
markaðshlutdeild, hér allt að 80%, á
heildsölumarkaði, og skiptir þá
engu, þótt megnið sé samkvæmt
langtímasamningum.
Engum vafa er undirorpið við
þessar aðstæður að frá samkeppn-
isaðilum eða að frumkvæði ESA
mun fljótlega koma fram athuga-
semd við þetta og krafa með vísun í
ESB-rétt um að kljúfa Lands-
virkjun, svo að ríkisfyrirtækið hafi í
mesta lagi þriðjungshlut á markaði,
eða svipað og Statkraft í Noregi. Við
sölu á hlutum úr Landsvirkjun má
ekki mismuna eftir þjóðernum innan
EES. Þannig mun löggjöfin varða
veginn fyrir fjársterk evrópsk orku-
fyrirtæki að afnotarétti yfir íslenzk-
um orkulindum.
Orkumarkaðskerfi ESB er hann-
að til að gagnast notendum þar, en
við þær gjörólíku aðstæður, sem hér
ríkja, bæði í orkukerf-
inu og á orkumarkaði,
er líklegasta sviðs-
myndin sú, að fá-
keppni, ólík samkeppn-
isstaða vatnsorku- og
jarðgufuvera og dynt-
ótt náttúra muni á
„frjálsum“ markaði
leiða til orkuverðs-
hækkunar og tíðari
orkuskorts en við höf-
um átt að venjast á
þessari öld.
Rétt er, sem
ráðherrann skrifar, að „Sjálfstæðis-
flokkurinn er flokkur frjálsrar sam-
keppni“ með vöru og þjónustu, en
hængurinn er sá, að margir sjálf-
stæðismenn efast um að skyn-
samlegt sé að fara að dæmi ESB og
skilgreina rafmagn sem vöru fremur
en afurð auðlindar. Til að hámarka
verðmætasköpun á Íslandi með
þessari náttúruafurð þarf miðlæga
auðlindastýringu, sem er óheimil í
markaðskerfi ESB. Hún er neyt-
endavernd í verki, en neytenda-
vernd mun snúast upp í andhverfu
sína á Íslandi með innleiðingu upp-
boðskerfis á raforku.
Aflsæstrengur til útlanda
Ráðherrann tekur talsvert upp í
sig í téðri grein og kveður það „fjar-
stæðukennt“, að einhverjir aðrir en
íslenzk stjórnvöld og Alþingi muni
eiga síðasta orðið um það eftir inn-
leiðingu Orkupakka 3, hvort hingað
verður lagður sæstrengur. Það er
hættulegt að stinga hausnum í sand-
inn í þeirri stöðu, að „fjórfrelsið“
muni spanna utanlandsviðskipti með
rafmagn eftir innleiðinguna, sem
það gerir ekki nú. Það þýðir að ís-
lenzkum stjórnvöldum verður
óheimilt að leggja stein í götu fjár-
festa, sem óska eftir að tengja sæ-
streng frá einhverju EES-landi við
raforkukerfi Íslands. Þessu til sann-
indamerkis skal hér vitnað í skrif
norsks sérfræðings í Evrópurétti,
prófessors Peter Örebech, sem birzt
hafa opinberlega:
„Ef Þriðji orkupakkinn verður
samþykktur, verður orkuvinnsla og
samkeyrsla, þ.e.a.s. orkuflutningur
á milli landa, hluti af EES-
samninginum. Orka er vara, sbr gr.
24 og Viðauka IV. Samkvæmt gr. 11
og 12 er í gildi bann við útflutnings-
hindrunum. Ef Ísland setur upp
„þröskulda“, sem takmarka fram-
leiðslu, getur það brotið gegn
„frjálsu vöruflæði“.“
Landsreglarinn á að hafa eftirlit
með, að reglur EES-samningsins og
ESB-réttar séu virtar. Honum ber
að tilkynna brot á þeim til ACER,
sem úrskurðar í deilumálum um
millilandatengingar. Þarf frekari
vitna við um brot á „tveggja stoða
kerfi“ og um framsal fullveldis?
Neitunarvaldið
Neitunarvald Alþingis gagnvart
lagabálkum frá ESB er ótvírætt.
Þingið er óbundið af fortíðinni þegar
það metur hvort ástæða er til að
beita neitunarvaldinu og engra sér-
stakra skýringa á neitun er krafizt í
EES-samningnum. Neitunarvaldið
er grundvallaratriði sem aðgreinir
samninginn frá ESB-aðild og hefur
veitt honum lögmæti á Íslandi hing-
að til.
Ráðherrann og markaðurinn
Eftir Bjarna
Jónsson » Alþingismenn verða
að horfa til framtíð-
ar og sívaxandi valda
Orkustofnunar ESB-
ACER, þegar þeir gera
upp afstöðu sína til
Þriðja orkupakka ESB.
Bjarni Jónsson
Höfundur er rafmagnsverkfræðingur
á eftirlaunum.
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Í blaðinu verður
kynnt fullt af þeim
möguleikum sem í
boði eru fyrir þá sem
stefna á heilsuátak
og bættan lífsstíl.
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Fyrir fimmtudaginn 20. desember
fylgir Morgunblaðinu
miðvikudaginn 2. janúar 2019
Heilsa& lífsstíll
Atvinna