Morgunblaðið - 24.11.2018, Page 32

Morgunblaðið - 24.11.2018, Page 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018 AUTHORISED DEALER Victoria Parka 114.990 kr. Carson Parka 124.990 kr. Langford Parka 119.990 kr. Sumir stjórn- málamenn tala um kjósendur sína og al- menning allan sem „skattstofn“. Séu skattar ekki í löglegu hámarki eða svíðandi og svimandi hæðum er talað um „ónýttan skattstofn“ sem má vitaskuld nýta, sé áhugi á því. Svona tungutak kemur ekki á óvart því stjórnmálamenn hafa um annað og betra að hugsa en mat- arútgjöld þín og önnur forgangs- atriði þegar kemur að eyðslu launatekna þinna. Leiðirnar sem stjórnmálamenn nota til að féfletta almenning eru margar og blasa ekki allar við. Sjálfir skattarnir eru auðvitað augljósir. Þú vinnur þér inn 1000 krónur og hið opinbera – ríkið og sveitarfélagið – hirðir stóran bita í tekjuskatt og útsvar. Þú kaupir þér vöru eða þjónustu og ríkið fær hluta af kaupverðinu í gegnum virðisaukaskattinn og þú færð minna fyrir vikið. Þú stofnar fyrir- tæki og ríkið hirðir hluta velt- unnar í gegnum tryggingagjaldið og væna sneið af hagnaðinum í gegnum fjármagnstekjuskatt. Allir þessir skattar og fleiri blasa við og þá skilja flestir. Það eru hins vegar hinar óbeinu leiðir til að mjólka almenning sem gagnast oft betur. Hinar óbeinu leiðir eru minna í um- ræðunni og sleppa jafnvel við allt umtal. Sem dæmi má nefna rekstur fyrirtækis í eigu hins opinbera. Hérna er Orkuveita Reykjavíkur gott dæmi. Þetta fyrirtæki er svo gott sem í ein- okunaraðstöðu og get- ur því hækkað gjald- skrár sínar ítrekað án þess að nokkur geti að því gert. Hagn- aðinn má svo hirða í formi arð- greiðslna í borgarsjóð. Þannig borga viðskiptavinir Orkuveitu Reykjavíkur bæði hæstu mögu- legu skatta og svimandi afnota- gjöld og láta þannig mjólka sig tvisvar í borgarsjóð en telja sig bara hafa verið mjólkaða einu sinni. Önnur óbein leið er að skatt- leggja eitthvað sem hlutfall af verðmati og knýja svo verðmatið í hæstu hæðir. Hér þekkja flestir til fasteignaskattanna. Með því að takmarka aðgengi að lóðum og ný- byggingum má þrýsta upp fast- eignaverði en halda innheimtu- Hvernig féfletta skal almenning Eftir Geir Ágústsson » Flestir stjórn- málamenn líta á þig sem ónýttan skattstofn. Það er því ráð að koma þeim út úr hvers kyns rekstri. Geir Ágústsson Landlæknisemb- ættið hefur birt fréttir þess efnis að bið eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými hafi fjölgað milli ára. Í sept- ember 2018 biðu að meðaltali 411 ein- staklingar eftir hjúkr- unarrými, en í sept- ember árið 2017 biðu 342 eftir hjúkr- unarrými. Fjölgun á landsvísu er því 20%. Þrátt fyrir stóryrtar yfirlýsingar stjórnvalda um nauðsyn þess að gera stórátak í fjölgun hjúkrunarrýma gerist allt of lítið í þeim efnum. Á sínum tíma var samþykkt að stofna sérstakan sjóð til að standa að uppbyggingu, Framkvæmdasjóður aldraðra. „Sjóðurinn er fjármagnaður með sérstöku gjaldi sem skattstjórar leggja á þá sem skattskyldir eru á aldrinum 16-70 ára, samkvæmt lög- um um tekjuskatt. Sjóðnum er ætlað að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land og skal fé úr honum varið til byggingar stofn- ana fyrir aldraða, þjón- ustumiðstöðva og dagd- vala, að mæta kostnaði við nauðsynlegar breyt- ingar á slíku húsnæði og til viðhalds húsnæðis dagdvalar-, dvalar- og hjúkrunarheimila, auk annarra verkefna sem stuðla að uppbyggingu öldrunarþjónustu.“ Samkvæmt þessu eru tekjur sjóðsins á ári rúmir 2 milljarðar. Ríkið hefur notað rúma 4 milljarða í rekstur Það er alveg á hreinu að tilgangur með stofnun Framkvæmdasjóðs aldraðra var að stuðla að uppbygg- ingu hjúkrunarheimila í landinu. Það er því slæm staðreynd að frá árinu 2011 hefur alltaf árlega verið sam- þykkt á Alþingi ákvæði til bráða- birgða. „Framkvæmdasjóði aldraðra er heimilt að verja fé úr sjóðnum til að standa straum af rekstrarkostnaði hjúkrunarrýma fyrir aldraða.“ Með þessu ákvæði var framkvæmdafé skert um rúmar 600 milljónir árlega. Það er því ljóst að Alþingi á að greiða til baka til Framkvæmdasjóðs aldraða a.m.k. rúmlega 4 milljarða sem notaðir voru í rekstur. Ríkisstjórnin lofaði stórátaki Núverandi ríkisstjórn Framsókn- arflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna lofaði að ráðist yrði í stórátak í uppbyggingu hjúkrunarheimila. Tölur Landlæknisembættisins sýna það svart á hvítu að þörfin er gífur- lega mikil nú þegar og mun aukast verulega á næstu árum. Það væri stórt skref í rétta átt að Alþingi myndi samþykkja að greiða Fram- kvæmdasjóði aldraðra til baka þá upphæð sem notuð hefur verið í rekstur á síðustu árum og að fram- vegis rynnu allar skatttekjur sem eiga fara til uppbyggingar hjúkr- unarheimila óskertar til málaflokks- ins. Með því væri hægt að stíga stórt skref til frekari uppbyggingar hjúkr- unarheimila í landinu. Fjármagn til upp- byggingar hjúkrunar- heimila notað í rekstur Eftir Sigurð Jónsson » Það er því ljóst að Alþingi á að greiða til baka til Fram- kvæmdasjóðs aldraðra a.m.k. rúmlega 4 millj- arða sem notaðir voru í rekstur. Sigurður Jónsson Höfundur er varaformaður Lands- sambands eldri borgara. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.