Morgunblaðið - 24.11.2018, Qupperneq 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018
✝ Vilborg Bene-diktsdóttir
fæddist á Fæð-
ingarheimilinu í
Reykjavík 26.
desember 1962.
Hún lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 10.
nóvember 2018.
Vilborg var
miðjubarn hjón-
anna Ástu Steins-
dóttur frá Hrauni á Skaga, f. 27.
nóvember 1930, d. 24. október
2012, og Benedikts Andréssonar
frá Norðurfirði á Ströndum, f.
14. mars 1933. Systur Vilborgar
eru þær Guðrún Hafdís, f. 12.
febrúar 1961, og Guðbjörg
Auður, f. 19. janúar 1968.
Hinn 13. nóvember 1982
giftist Vilborg eftirlifandi eigin-
manni sínum Árna Hjaltasyni
frá Sauðárkróki, f. 30. janúar
1962, foreldrar hans voru Hjalti
húsum ásamt systrum sínum í
vesturbæ Reykjavíkur og gekk í
Melaskóla og Hagaskóla.
Vilborg starfaði sem sendill
hjá heildverslun Péturs Péturs-
sonar nokkur sumur. Haustið
1978 fór hún norður á Reynistað
og vann í Sláturhúsi Kaupfélags
Skagfirðinga, síðar starfaði hún
á Frystihúsinu Skildi og í Sauð-
árkróksbakaríi þangað til hún
hafði stofnað fjölskyldu og flutti
aftur suður til Reykjavíkur. Þar
vann hún á Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Grund, seinna
starfaði hún á Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Skjóli og við ýmis
ræstistörf. Árið 1998 útskrif-
aðist Vilborg sem sjúkraliði frá
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
en vegna veikinda náði hún þó
aldrei að starfa á þeim vett-
vangi.
Vilborg var einn af stofn-
endum Félags einstakra barna
og Félags nýrnasjúkra og átti
hún mikinn þátt í að koma mál-
efnum þeirra og réttindum á
framfæri.
Útför Vilborgar fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 24.
nóvember 2018, og hefst athöfn-
in klukkan 14.
Jósafat Guðmunds-
son og Kristín
Björg Svavars-
dóttir.
Börn þeirra
hjóna eru 1) Ásta
Kristín Árnadóttir,
f. 21. júlí 1982, 2)
Arna Björk Árna-
dóttir, f. 28. apríl
1986, sambýlis-
maður Björgvin
Ingi Stefánsson, f.
3. janúar 1984. Börn þeirra eru
Kamilla Björk, f. 20. september
2011, og Árni Tóbías, f. 30.
desember 2016. 3) Brynja Björk
Árnadóttir, f. 28. apríl 1986, 4)
Benedikt Andrés Árnason, f. 16.
júní 1990, sambýliskona Andrea
Guðbrandsdóttir, f. 20. apríl
1990. Börn þeirra eru Ágúst
Ingi, f. 25. maí 2010, Daníel
Smári, f. 14. júlí 2012, og Re-
bekka Rós, f. 6. febrúar 2016.
Vilborg ólst upp í foreldra-
Elsku mamma, ég á svo erfitt
með að meðtaka að þér hafi verið
kippt svona óvænt og fljótt út úr
lífi okkar. Ekki datt mér þetta í
hug þegar þú varst send með
sjúkrabílnum norður á Akureyri
og læknirinn sagði „þú verður á
Akureyri í einn til tvo sólar-
hringa“, að lífið myndi fara á
þennan veg.
Kletturinn í lífi mínu og mál-
svari sem hefur gengið í gegnum
svo margt með mér, þú stóðst
endalaust við bakið á mér og
studdir mig í því sem ég tók mér
fyrir hendur. Það er erfitt að
horfa fram á við og hafa þig ekki
með sér til að njóta litlu hlutanna í
lífinu, þú sem varst alltaf svo glöð
og bjartsýn. Enda er það eitt af
mörgu sem þú kenndir mér, að
bjartsýni borgar sig því án henn-
ar komumst við ekki langt því
hugurinn skiptir svo miklu í veik-
indum og áföllum. Það er einmitt
eitthvað sem þú máttir svo sann-
arlega upplifa en alltaf stóðstu
upp sterkari sem aldrei fyrr.
Ég skil það svo sannarlega
núna hvernig þér hefur liðið með
okkur Brynju svona veikar, þurft
að sitja yfir okkur og vita stund-
um ekki á hvorn veginn lífið færi
vegna þess að þær þrjár vikur
sem þú varst á sjúkrahúsinu voru
þær erfiðustu sem ég hef lifað. En
þrátt fyrir veikindin stóðstu alltaf
upp sem hetja og beygðir aldrei
af, þú sagðir alltaf að þér liði vel,
það væri bara pínu vesen á þér.
Ég var samt alveg viss um að á
endanum myndi þér batna,
mamma, ég leyfði mér að vera
bjartsýn og var alveg viss um að
við myndum vera öll saman á jól-
unum, sterk og samheldin eins og
við erum með allt fallega amer-
íska jólaskrautið þitt.
Styrkleiki þinn var að hugsa
ávallt um velferð annarra, þú
varst mikil baráttukona og varst
meðal annarra stofnandi félags
Einstakra barna og barðist fyrir
réttindamálum þeirra með mikilli
prýði, einnig vannst þú við að
koma Félagi nýrnasjúkra á lagg-
irnar. Þú tókst að þér börn sem
áttu um sárt að binda og allir voru
alltaf velkomnir inn á þitt heimili.
Það var alltaf gott að leita til þín
þar sem þú hafðir alltaf svör við
öllu, svo hafðir þú svo skemmti-
legan orðaforða. Þú kunnir allar
þessar undarlegu áttir í Skaga-
firði sem oft á tíðum geta verið
mjög flóknar og það var eins gott
að fara með rétt mál því annars
mátti maður eiga von á leiðrétt-
ingu.
Þú þekktir líka svo marga, átt-
ir auðvelt með að kynnast fólki og
varst mikil félagsvera. Þér fannst
ættfræði mjög áhugaverð enda
var það ósjaldan, þegar við vorum
að horfa á sjónvarpið, að einhver
frændi minn eða frænka væri á
skjánum.
Lífið er breytingum háð sagðir
þú og er það svo sannarlega rétt,
það er erfitt að kveðja og munum
við sem eftir erum heiðra minn-
ingu þína á meðal okkar og barna-
barna þinna sem þér þótti svo
óskaplega vænt um og varst svo
stolt af að eiga.
Ég vona að hvar sem þú ert,
elsku mamma, að þér líði vel og að
þú getir notið þess að fara í heitt
og gott bað, að þú fáir góðar
steikur og kók. Ég vona líka að
Heiða litla vinkona þín, sem
ákvað að fylgja þér, hagi sér
skikkanlega við þig. Húsið er
óneitanlega tómlegt án ykkar.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Þín dóttir
Ásta Kristín.
Það var ekki notaleg tilfinning
að vakna við þær fréttir að þú
hefðir veikst svona mikið þessa
tilteknu nótt og að ekkert væri
hægt að gera meira fyrir þig.
Þetta er einn sá erfiðasti dagur
sem ég hef upplifað en ég var all-
an tímann viss um að þú mundir
ná þér, mamma mín.
Þú varst gull af manni, hlý, góð
og með gott skap. Þú hugsaðir
ávallt um þarfir annarra fram yfir
þínar eigin og má m.a nefna að þú
gafst mér annað nýrað úr þér sem
nýttist mér í hvorki meira né
minna en rúm 30 ár. Þú áttir alltaf
góð ráð uppi í erminni, ég gat
spjallað við þig oft á tíðum eins og
vinkonu mína en ekki endilega
mömmu. Þú varst alltaf góð við
vini mína, enda þótti þeim alltaf
gott og gaman að koma í heim-
sókn.
Ég hafði mjög gaman af speki
þinni og orðatiltækjum, við vor-
um báðar gleymnar á köflum og
höfðum sama húmorinn, m.a
höfðum við oft á tíðum gaman af
hrakförum annarra, bara ef við
sáum t.d. fólk detta í hálku en
auðvitað bara eftir á ef viðkom-
andi hafði ekki meitt sig.
Jólin verða mér ávallt minnis-
stæð en þú varst mikið jólabarn,
áttir líka afmæli á jólunum. Þú
áttir líka svo mikið af fallegu,
öðruvísi jólaskrauti sem þú komst
með heim frá Ameríku, þar sem
þú hafðir komist á útsölur og
hamstrað Hallmark-jólaskraut.
Það hefur alltaf verið gaman hjá
okkur í kringum hátíðarnar við að
skreyta, sérstaklega tréð, með
skrautinu. Það er svo sannarlega
tómlegt án þín enda settir þú svo
sterkan svip á líf okkar.
Takk fyrir allar skemmtilegu
samverustundirnar í gegnum líf-
ið, ég mun ávallt minnast þín með
gleði í hjarta. Ég elska þig,
mamma.
Þín dóttir,
Brynja Björk Árnadóttir.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hvíldu í friði, elsku Villa mín.
Þinn pabbi,
Benedikt Andrésson.
Það voru slæmar fréttir sem
vöktu okkur laugardaginn 10.
nóvember sl. Villa hafði fengið
heilablæðingu og engin von um
bata. Hún hafði verið mikið veik
undanfarnar vikur en einhvern
veginn hafði maður trú á því að
hún myndi hafa sig í gegnum þau
en svo fór ekki. Villa var glaðlynd
og alltaf stutt í húmorinn hjá
henni og það sýndi sig best und-
anfarið. Þegar horft er til baka
reikar hugurinn, Villa sem barn,
stríðin, uppátækjasöm og
skemmtileg, sem unglingur sem
lét aðeins hafa fyrir sér. Hún
stofnaði snemma heimili með
Árna sínum og eignaðist sín fjög-
ur börn.
Villa fór ekki varhluta af erfið-
leikum lífsins, veikindi hrjáðu
tvær af dætrum hennar sem urðu
þess valdandi að þau hjónin
þurftu að dvelja langdvölum er-
lendis vegna þeirra. Þau stóðu
alla tíð sem klettar við hlið þeirra
og er okkur minnisstætt hversu
fljót hún var að átta sig þegar
eitthvað fór úrskeiðis með börnin
og úrbóta var þörf, aldrei heyrði
maður kvartað, hún bar sig ávallt
vel og svaraði yfirleitt með því að
allt gengi vel, það var ekki bara
það að veikindi herjuðu á heldur
einnig slys á dætrum hennar sem
höfðu alvarlegar afleiðingar. Villa
átti einnig við veikindi að stríða
sjálf sem ollu miklum breytingum
á henni, en ávallt voru til staðar
hjá henni hnyttin tilsvör, húmor
og létt lund. Aðdáunarvert var að
fylgjast með því hversu vel Árni
reyndist henni alla tíð.
Hún var afar hreykin af barna-
börnunum sínum sem orðin eru
fimm talsins, hún naut þess að
hafa þau í kringum sig og fylgjast
með þeim vaxa og dafna. Við nut-
um líka góðs af því á sínum tíma
að Villa var ávallt heimavinnandi,
og sóttu okkar börn til hennar og
nutu þess að vera hjá henni, og
aldrei var neitt mál að biðja hana
um pössun eða annan greiða.
Það eru erfiðir tímar fram und-
an að reyna að sætta sig við
ótímabært fráfall þitt en elsku
Árni, Ásta, Arna, Brynja, Benni
og fjölskyldur megi allt gott
vernda ykkur og styrkja og mun-
ið að við erum alltaf til staðar og
þykir mikið vænt um ykkur.
Það kemur að því, elsku Villa,
að við hittumst á ný en þangað til
kveðjum við þig
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Guðrún (Gunna) og Halldór,
Auður og Guðni.
Vilborg
Benediktsdóttir
Með hjartað fullt
af þakklæti og hug-
ann fullan af minn-
ingum kveðjum við
elsku ömmu Kristínu. Amma
okkar, Magnea Kristín, var ótrú-
leg og yndisleg kona. Hún var
hrein og bein og kom alltaf til
dyranna eins og hún var klædd.
Hún var hreinskilin, umhyggju-
söm og harðdugleg eins og flest
fólk af þessari kynslóð. Það var
alltaf gott að heimsækja ömmu,
hún tók vel á móti gestum og
Magnea Kristín
Sigurðardóttir
✝ Magnea KristínSigurðardóttir
fæddist 13. ágúst
1921. Hún lést 11.
nóvember 2018.
Útför Magneu
Kristínar fór 21.
nóvember 2018.
gerði vel við alla í
mat og drykk.
Amma hafði mjög
gaman af hestum og
átti lengi hesthús og
nokkur hross. Hún
prjónaði mikið og
gaf okkur krökkun-
um og seldi líka í
Handprjónasam-
bandið. Hún vildi
hafa fínt í kringum
sig og líta vel út.
Hún gerði miklar kröfur til sjálfr-
ar sín og annarra í kringum sig.
Hún var mjög sjálfstæð og vildi
ekki láta hafa neitt fyrir sér en
gerði svo allt sem hún gat fyrir
aðra. Hún amma var búin að eiga
langa og viðburðaríka ævi. Hún
reyndi margt á lífsins leið og
gekk í gegnum sorgir og sigra.
Hún missti snemma manninn
sinn, afa okkar, og stóð eftir það á
eigin fótum. Hún missti svo
seinna einkason sinn, hann
Sverri, og það reyndist henni
mjög þungbært. Þegar árin færð-
ust yfir þá fór hún að hafa af því
áhyggjur að Guð væri búinn að
gleyma henni. Hún var tilbúin að
kveðja og fannst þetta vera kom-
ið nóg af því góða. Hún fékk loks-
ins hvíldina sem hún þráði og sit-
ur nú sæl í Sumarlandinu með
fólkinu sínu. Takk fyrir allt, elsku
amma, við söknum þín.
Laufey Kristín, Eyrún Ösp,
Guðrún Eik og Ólafur Einar.
Okkar ástkæra,
GUÐNÝ MARÍA JÓHANNSDÓTTIR
frá Þórshöfn,
lést miðvikudaginn 14. nóvember.
Minningarathöfn verður haldin í Garðakirkju
Álftanesi miðvikudaginn 28. nóvember
klukkan 15. Jarðsungið verður frá Þórshafnarkirkju
laugardaginn 1. desember klukkan 13.
Jóhann A. Jónsson Rósa Daníelsdóttir
Rafn Jónsson Kristín Alda Kjartansdóttir
Hreggviður Jónsson Hlín Sverrisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR EINARSSON,
múrarameistari,
Boðaþingi 1, Kópavogi,
andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans
þriðjudaginn 20. nóvember 2018.
Útför hans fer fram frá Digraneskirkju 28. nóvember klukkan 13.
Þeim sem vildu minnast Einars er bent á styrktar- og líknarsjóð
Oddfellowa.
Alda Ingólfsdóttir
Hrefna Einarsdóttir Karel Helgi Pétursson
Fanney Einarsdóttir
Ingólfur Einarsson Áslaug Óskarsdóttir
Erna Rún Einarsdóttir Ágúst Hilmarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar og amma,
MARSIBIL SIGURÐARDÓTTIR,
Skarðsbraut 15, Akranesi,
lést þriðjudaginn 20. nóvember á
Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju
fimmtudaginn 29. nóvember og hefst
athöfnin klukkan 13.
Ásdís Viðarsdóttir
Helga Viðarsdóttir
Magnús Viðarsson
og barnabörn
Ástkær móðir mín og systir okkar,
ÍRIS ÁSTMUNDSDÓTTIR,
lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
miðvikudaginn 21. nóvember.
Útför hennar mun fara fram í kyrrþey.
Ástmundur Agnar Norland
Guðlaug Ástmundsdóttir
Björn Ástmundsson
Ásta Ástmundsdóttir
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
MAREL EÐVALDSSON,
Suðurbraut 2, Hafnarfirði,
lést á Landspítala, Fossvogi, 21. nóvember.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 3. desember klukkan 15.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Gréta Húnfjörð Sigurðardóttir
Örn Marelsson
Ingibjörg Marelsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn