Morgunblaðið - 24.11.2018, Qupperneq 43
auglýsingum á strætóskýlum, á
flugvöllum og lestarstöðvum, sem
og rekstri á almenningssalernum og
fleiru í þeim dúr. Þar var ég fyrst
markaðsfulltrúi og síðan fram-
kvæmdastjóri íslenska hluta fyrir-
tækisins frá 2004. Ég festi síðan
kaup á útibúi AFA JCDecaux á
Íslandi í byrjun nóvember á þessu
ári og stofnaði þá fyrirtækið Úti-
miðla sem ég starfræki.“
Einar var formaður STAFF,
Starfsmannfélags Flugleiða, 1994
og 1995. Hann situr í stjórn knatt-
spyrnudeildar og meistaraflokks-
ráðs Fjölnis frá 2008, situr í stjórn
SÁÁ frá 2015, er formaður styrktar-
sjóðs SÁÁ frá 2015 og var forseti
Alliance Francaise 2015-2018.
Einar var sæmdur riddarakrossi
frönsku heiðursorðunnar 2017 og
var sæmdur silfurmerki Fjölnis
2011.
Þegar kemur að áhugamálum er
Einar vakinn og sofinn yfir velferð
og framgangi Fjölnis í Grafarvogi:
„Það hefur verið feikilega gaman að
fá að taka þátt í starfi þessa grósku-
mikla félags sem er líklega það
langöflugasta þegar kemur að
barna- og unglingastarfi í Reykja-
vík.
En svo má ekki gleyma barna-
börnunum, en eftir að þau fóru að
sjá dagsins ljós eru þau að sjálfsögu
efst á vinsældalistanum.“
Fjölskylda
Eiginkona Einars er Guðríður
Inga Björnsdóttir, f. 4.8. 1963, for-
stöðumaður hjá Reykjavíkurborg.
Foreldrar: hennar: Björn Arason, f.
15.12. 1931, d. 22.2. 2002, kaup-
maður og umboðsmaður Skeljungs í
Borgarnesi, og k.h. Guðrún Jósa-
fatsdóttir, f. 23.8. 1932, húsfreyja í
Borgarnesi.
Fyrri kona Einars er Þóra Björk
Baldursdóttir, f. 23.2. 1970, skurð-
hjúkrunarfræðingur.
Synir Einar og Þóru eru Aron
Einarsson, f. 12.2. 1992, nemi við
HÍ, búsettur í Reykjavík, og Orri
Einarsson, f. 7.1. 1994, einn eigenda
og starfsmaður Áttunnar, búsettur í
Reykjavík.
Stjúpdætur Einars eru Soffía
Hlynsdóttir, f. 7.1. 1989, hjúkr-
unarfræðingur á Patreksfirði, en
maður hennar er Davíð Ólafsson
rafvirki og er sonur þeirra Bjartur
Freyr Davíðsson, og Sunna Hlyns-
dóttir, f. 25.3. 1993, nemi við Há-
skóla Akureyrar, búsett í Reykja-
vík, en maður hennar er Trausti
Friðbertsson, viðskiptafræðingur
hjá IKEA, og er dóttir þeirra Ara-
bella Sigrún Traustadóttir.
Systkini Einars eru Sonja Her-
mansdóttir, f. 10.8. 1966, starfs-
maður Isavia, búsett í Keflavík;
Haukur Hermannsson, f. 15.12.
1973, starfsmaður veitingastaðarins
Ruby Tuesday, búsettur í Reykja-
vík, og Grétar Mar Hermannsson, f.
14.2. 1979, starfsmaður Suðurflugs,
búsettur í Njarðvík.
Foreldrar Einars eru Hermann
Svavarsson, f. 3.11. 1942, vélvirki á
Seyðisfirði, og k.h., Helga Valdi-
marsdóttir, f. 19.8. 1947, húsfreyja á
Seyðisfirði.
Einar
Hermannsson
Björg Sigríður Einarsdóttir
húsfr. á Eyvindarstöðum
Kristinn Daníelsson
b. á Eyvindarstöðum
í Vopnafirði
Margrét Kristinsdóttir
verkak. á Vopnafirði
Helga Valdimarsdóttir
húsfr. á Seyðisfirði
Valdimar Stefánsson
vörubílstj. á Seyðisfirði
Ingibjörg María Jóhannesdóttir
húsfr. á Kálfborgará í Bárðardal
Stefán Valdimar Sveinsson
skósm. á Kálfborgará
Sesselja
Benediktsdóttir
húsfr. í Nýhöfn á
Melrakkasléttu
Jóhann Kristinsson fv.
erkstæðisform. á Raufarhöfnv
Eiríkur Jóhannsson pr.
í Háteigsprestakalli
Svavar Benediktsson
viðskiptastj. hjá A
Faktoring í Rvík
Benedikt Svavarsson
vélstj. hjá
Landhelgisgæslunni
Ásdís Hrund
Ólafsdóttir
viðskiptafr. í Rvík
Steinunn Svavarsdóttir
fv. flugfreyja
Kristinn Valdimarsson sjóm. á Seyðisfirði
Sigurður Valdimarsson verkam. á Seyðisfirði
Helga Kristinsdóttir
húsfr. í Miðtúni á
Melrakkasléttu
Níels Árni Lund fv.
deildarstj. og vþm.
Kristinn Lund fv. deildarstj.
Íslenskra sjávarafurða
Benedikt Lund
lögregluvarðstj. í Rvík
Grímur Þór Lund
framkvæmdastj. í Álaborg
Anna Hermannsdótir
húsfr. á Akureyri
Helgi Jóhannesson
forstj. Norðurorku
Hjalti Jóhannesson
sérfræðingur hjá RHA
Friðný Jóhannesdóttir
heilsugæslulæknir í Rvík
Ingibjörg
Valdimars-
dóttir húsfr.
á Seyðisfirði
Guðný Pála Rögnvaldsdóttir
bókari í Rvík
Þórdís Jóna Rögnvaldsdóttir
húsfr. í Dubaí
Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir
bókari í Fellabæ
Friðný Óladóttir
húsfr. á Bakka
Hermann Stefánsson
b. á Bakka á Tjörnesi
Þórunn Hermannsdóttir
húsfr. í Rvík
Svavar Benediktsson
múrari í Rvík
Lárentína Steinunn Jónsdóttir
húsfr. á Akureyri, frá Arnarbæli
á Fellsströnd, af Ormsætt
Benedikt Vigfússon
b. í Akurseli í Öxarfirði
Úr frændgarði Einars Hermannssonar
Hermann Svavarsson
vélvirki á Seyðisfirði
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018
Snorrabraut 56, 105 Reykjavík
Sími 588 0488 | feldur.is
BELGINGUR
mokka hanskar
6.200
HRÖNN
refaskinnsvesti
79.000
STEINN leðurhúfa
38.200
Velkomin í hlýjuna
SARA
mokkajakki
238.000
DRÍFA kinnkragi
31.900
ÞYTUR
prjónahúfa
9.200
EIR úlpa
158.000Bogi Guðbrandur Sigurbjörns-son fæddist að Nefstöðum íFljótum 24.11. 1937. For-
eldrar hans voru Sigurbjörn Boga-
son, bóndi á Skeiði í Fljótum og síð-
ar búsettur á Siglufirði, og k.h.,
Jóhanna Antonsdóttir húsfreyja.
Systkini Boga: Anton, fv. starfs-
maður í Kaupfélagi Siglfirðinga;
Guðrún, húsfreyja á Barka í Viðvík-
ursveit, Kristrún, húsfreyja á Siglu-
firði; Stefanía, húsfreyja í Reykja-
vík, Jón, fv. framkvæmdastjóri
Sjúkrahússins á Siglufirði, nú í
Kópavogi, og Ásgrímur, bankamað-
ur á Sauðárkróki.
Eftirlifandi eiginkona Boga er
Sigurhelga Stefánsdóttir, húsfreyja
á Siglufirði, Bogi og Helga bjuggu
allan sinn búskap á Siglufirði. Börn
þeirra eru Kristín, starfsmaður hjá
skattstjóra Siglufjarðar, og Sigur-
björn, framkvæmdastjóri hjá VÍS á
Sauðárkróki.
Bogi bjó á Skeiði í Fljótum til 22
ára aldurs en þá flutti hann til Siglu-
fjarðar og hóf störf í Kjötbúð Siglu-
fjarðar. Hann stundaði nám við
Verslunarskóla Íslands.
Bogi hóf störf á Skattstofu Norð-
urlands vestra og starfaði þar í 41 ár
samfellt, þar af skattstjóri Siglu-
fjarðar í 27 ár eða þar til hann lét af
stöfum vegna aldurs haustið 2007.
Bogi var alla tíð mikill Framsókn-
armaður, sat m.a. í bæjarstjórn
Siglufjarðar fyrir flokkinn 1970-86,
þar af forseti bæjarstjórnar 1982-86.
Hann var varaþingmaður Fram-
sóknarflokksins eitt kjörtímabil og
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum inn-
an flokksins. Til fjölda ára ritstýrði
hann Einherja, málgagni framsókn-
armanna í Siglufirði.
Bogi var mjög virkur í félags-
störfum og var félagi í Bridgefélagi
Siglufjarðar, Blakklúbbnum Hyrn-
unni, Stangveiðifélagi Siglfirðinga,
Skákfélagi Siglufjarðar, Lionsklúbbi
Siglufjarðar og seinni árin stundaði
hann golf af fullum krafti, auk þess
að hafa spilað fótbolta og badminton
á árum áður.
Bogi lést 9.12. 2013.
Merkir Íslendingar
Bogi G. Sig-
urbjörnsson
Laugardagur
90 ára
Ásta Guðlaugsdóttir
85 ára
Kolbrún Valdimarsdóttir
Rafn Sigurbergsson
Þóra Júlíusdóttir
80 ára
Ástríður Oddný
Gunnarsdóttir
Einar Jónasson
Sigurdór Sigurdórsson
75 ára
Valdimar Jónsson
70 ára
Alex Von Elíason
Erla Stefánsdóttir
Haukur Jóhannesson
Jóhann Jóhannsson
Rannveig K. Hafsteinsdóttir
Sigurveig Einarsdóttir
Ævar Snorrason
60 ára
Aðalsteinn Kjell
Aðalsteinsson
Ástríður Erlendsdóttir
Hallfríður Karlsdóttir
Heiðdís Björk
Sigurðardóttir
Reimar Hafsteinn
Kjartansson
Valgerður Jóh.
Valgeirsdóttir
Þorleifur Jónasson
50 ára
Bunchuai Phiubaikham
Einar Hermannsson
Guðrún Júlíusdóttir
Hjördís Rúnarsdóttir
Jóhann D. Thorleifsson
Júlíus Bjarki Líndal
Lilja Þorkelsdóttir
40 ára
Antonio Joao Da Silva
Teixeira
Gísli Reynir Runólfsson
Helga Einarsdóttir
Jens Kristinn Gíslason
Jóhann Jónsson
Kristgeir Kristinsson
María Sif Ericsdóttir
Marzenna Katarzyna
Cybulska
Rannveig Vilhjálmsdóttir
Rúnar Gunnarsson
Sergej Vasiljev
Sigursteinn Þór Einarsson
Valgeir Valsson
30 ára
Alexandru Usain
Andri Vífilsson
Anna Guðný Gröndal
Bjarni Bergmann
Ásmundsson
Darri Skúlason
María Björg Magnúsdóttir
Rúnar Örn Eiríksson
Sindri Rafn Þrastarson
Valéria Araújo Rúnuson
Viktor Aleksander
Bogdanski
Sunnudagur
90 ára
Elín H. Guðmannsdóttir
Elísa M. Kwaszenko
Karl Finnbogason
85 ára
Kristján Bjarnason
80 ára
Aðalheiður Ragnarsdóttir
Ásmundur Ólafsson
Björg Helgadóttir
Lilja Jóhannsdóttir
Tómas Tómasson
75 ára
Bjarni Aðalgeirsson
Bjarni Björnsson
Gunnar Kjartansson
Stefán H. Stefánsson
Valdimar Bjarnason
70 ára
Erla Harðardóttir
Hilmar Jónsson
Hjördís Guðmundsdóttir
Kristján Ragnarsson
Nanna Teitsdóttir
Sigurður Ingólfsson
60 ára
Agnar H. Johnson
Anna Rósa Jóhannsdóttir
Bjargey Magnúsdóttir
Haraldur Hreinsson
Ingveldur Thorarensen
Jónína Sigurðardóttir
Pétur Andrésson
Sigríður Jónsdóttir
Svanhildur Jensdóttir
Valgerður Bjarnadóttir
Þórhildur Ragna Geirsdóttir
Þröstur Harðarson
50 ára
Anna Lára Magusara
Björk Valdimarsdóttir
Bryndís Magnea Dardi
Einar Þór Hauksson
Jón Ingi Dardi
Magnús Þór Friðriksson
Rannveig Jóna Jónasdóttir
Sigurður Jónsson
40 ára
Aleksandra Julia
Wegrzyniak
Gísli Finnur Aðalsteinsson
Guðlaugur Viðar Viðarsson
Gunnar Sigurjónsson
Göksel Cebeci
Jón Steindór Þorsteinsson
Kristmundur Þór
Guðjónsson
Monika Katarzyna
Malkowska
30 ára
Alexandra Ingvarsdóttir
Audrius Gudziunas
Bjarni Svanur Friðsteinsson
Bjarni Þór Jónsson
Bjartur Snorrason
Guðni Már Gunnarsson
Hjördís Gestsdóttir
Irmantas Bartosevicius
Lajos Valent
Samúel Unnar Sindrason
Til hamingju með daginn
Atvinna