Morgunblaðið - 27.11.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.11.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2018 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI æli- & frystiklefar í öllum stærðum K Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Íslenska kokkalandsliðið kom heim í gær frá Lúxemborg þar sem liðið hlaut gullverðlaun á heimsmeistaramóti í matreiðslu. Móttaka var haldin liðinu til heiðurs síðdegis í gær. Til vinstri er Jóhannes Jóhannesson með syni sínum og til hægri er Björn Bragi Bragason með syni sínum en börnin voru að vonum glöð að hitta foreldr- ana á ný. Fyrir miðju er Eliza Reid, forsetafrú og verndari liðsins. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kokkalandsliðinu var vel fagnað Snorri Másson snorrim@mbl.is „Andinn í húsinu er ekki eins og hann á að vera. Ég get bara ekki þagað,“ segir Ingibjörg Finnboga- dóttir, eldri borgari og íbúi í Selja- hlíð í Reykjavík í samtali við Morg- unblaðið. Þar eru nú 20 íbúðir af 79 ætlaðar geðveikum eða þeim sem standa höllum fæti af öðrum ástæð- um. Í hinum íbúðunum búa eldri borgarar. Þannig eru samvistum þessir tveir ólíku hópar, eldri borg- arar og mun yngra fólk sem þarfn- ast þjónustu af öðrum ástæðum. Nú búa um 200 einstaklingar undir 67 ára aldri á því sem áður hét hjúkrunarheimili en er nú iðu- lega kallað einu nafni félagslegar íbúðir. Þetta er þróun sem gætir víða um land og margir, eins og Ingibjörg, lýsa yfir áhyggjum. Af þessu tilefni standa Samtök fyrir- tækja í velferðarþjónustu (SFV) fyrir málþingi í dag, með yfirskrift- ina „Hvar á ég heima?“ Í viðtali við mbl.is í gær sagði Pétur Magnús- son, formaður samtakanna og jafn- framt forstjóri Hrafnistu, að blásið væri til málþingsins af brýnni nauð- syn, enda sögur eins og saga Ingi- bjargar síður en svo einsdæmi. Fíklar samvistum við eldri borgara í þjónustukjarna Svona var þetta ekki þegar Ingi- björg flutti þarna inn fyrir 7 árum. Hún flutti inn í Seljahlíð með manni sínum, sem nú er látinn. Geðhjúkr- unarrýmum í kjarnanum hefur fjölgað mjög síðan og það hefur haft töluverð áhrif, að sögn Ingibjargar. „Áður voru þetta bara mestmegnis eldri borgarar. Nú eru margir að koma hérna inn sem eru alls ekki með á nótunum og eru kannski varla talandi. Þetta er yndislegt fólk flest, en með þessu er samt gengið á okkar rétt,“ segir Ingi- björg. Ingibjörg segir að nú sé að koma fólk inn sem sé veikt á geði og sumt sé fyrrverandi fíklar, „ja, eða nú- verandi“. Þetta fer að vonum ekki vel saman við andrúmsloft það sem búast má við á hjúkrunarheimili. „Þegar svona sjúklingar koma inn í okkar samfélag getur það rústað allri félagsstarfsemi. Við erum gam- alt fólk og við sitjum mörg allan lið- langan daginn og prjónum. Hér áð- ur fyrr vorum við kannski 10-15 saman að því. Nú erum við tvö,“ segir Ingibjörg. Að sögn fór Ingibjörg fyrir helgi og lýsti yfir áhyggjum sínum af þessari þróun við félagsráðgjafa á velferðarsviði. Hún kveðst hafa fengið svör á þá leið að þetta væri ekki bara dvalarheimili fyrir aldr- aða heldur héti kjarninn og þjón- ustan í honum nú einu nafni fé- lagslegar þjónustuíbúðir. Undir það falla þá bæði aldraðir og geðveikir. Geðveikum og öryrkjum fjölgar sífellt á hjúkrunarheimilum  200 einstaklingar undir 67 ára búa á hjúkrunarheimilum  „Rústar félagsstarfsemi“ eldri borgara Morgunblaðið/Hanna Seljahlíð Félagslíf eldri borgara er meðal þess sem er sagt raskast við blöndun þessara hópa. Ómar Friðriksson Snorri Másson Góður gangur er sagður vera á við- ræðum samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasam- bandsins um endurnýjun kjara- samninga og stór viðfangsefni nú þegar komin upp á borðið í kjara- viðræðunum. Í gær var haldinn fjórði formlegi samningafundurinn frá því að viðræður fóru í gang og sá fimmti er fyrirhugaður í dag. Einnig munu SA eiga í dag fund með VR. „Mér finnst þetta ganga vel,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergs- son, framkvæmdastjóri SA, í gær. Viðsemjendur hafi náð að komast yf- ir mikið efni og séu farnir að ræða stærstu viðfangsefnin í væntanlegri samningagerð, þar með talið vinnu- tímaskilgreiningar og um styttingu vinnutíma. ,,Það eru þeir þættir sem báðar fylkingar hafa lýst yfir að þær vilji skoða. Þetta er ekki einfalt við- fangsefni en mér finnst gangurinn vera góður á þessum fyrstu fund- um,“ segir Halldór Alls er gert ráð fyrir þremur samningafundum SA og SGS í þess- ari viku en á föstudag bætast svo iðnaðarmannafélögin við en þá hitt- ast viðræðunefndir SA og iðnaðar- manna á fyrsta formlega samninga- fundinum. Samiðn, Rafiðnaðar- sambandið, Grafía, Matvís, Félag hársnyrtinema, Félag málmiðnaðar- manna á Akureyri og FIT hafa með sér náið samstarf í kjaraviðræðun- um og ætla að kynna atvinnurek- endum kröfugerð sína á fundinum á föstudag. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir í samtali við Morgunblaðið ótímabært að fullyrða nokkuð um gang mála en að tíminn sé óneitanlega naumur. „Maður verður samt að leyfa sér að vera bjartsýnn þar til annað kemur í ljós,“ segir hann. „Það er gríðarlega mikil vinna framundan.“ Góður gangur er á kjara- viðræðum SA og SGS  Stíf fundahöld í þessari viku  Ræða styttingu vinnutíma Varðskipið Þór dró línuskipið Núp BA-69 af strandstað í Patreksfirði í gærmorgun. Núpur var svo dreg- inn í Patreksfjarðarhöfn. Við skoð- un sem fór fram í höfninni þar kom á daginn að skemmd hafði orðið á skrúfu bátsins. Litlar skemmdir urðu þó á botni skipsins. Núpur verður að sögn eigenda brátt dreginn til Hafnarfjarðar til viðgerðar. Enginn slasaðist við strandið og voru aðstæður hinar bestu: logn og sjólaust. Enn er ekki komið fram hvað olli strandinu. Skemmdir á skrúfu Núps en botninn lítið skemmdur Landsréttur staðfesti í gær gæslu- varðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem grunaður er um fjölda innbrota í bíla af gerðinni Dacia Duster, en talsverðum verðmætum var stolið úr bílunum. Er maðurinn grunaður um innbrot í að minnsta kosti sex slíka bíla á tímabilinu 12.-20. nóv- ember en hann var handtekinn eftir að brotist var inn í Dacia Duster-bíl sem var undir eftirliti lögreglu. Í varðhald fyrir inn- brot í Dacia Duster Skilgreiningar á hlutverki hjúkr- unarheimila landsins eru að breytast. Það er stefna stjórn- valda að fjölga geðhjúkrunar- rýmum eins og gert hefur verið í Seljahlíð og víðar. Pétur Magnús- son segir dæmi um að fólk yngra en fertugt rati inn á hjúkrunar- heimili. Það fólk er oft mjög veikt á geði eða í neyslu. Þingað verð- ur um málið í dag á Hótel Reykja- vík Natura á milli klukkan 13.30 og 15.30. „Heilar deild- ir í gíslingu“ MÁLÞING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.