Morgunblaðið - 27.11.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 27.11.2018, Síða 6
Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjárfesting Skipholt 29a er til hægri. Áformað er að byggja ofan á Skipholt 29. Hverfið er í endurnýjun. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjárfestar áforma allt að 64 herbergja gistiheimili í sam- byggðum húsum í Skipholti í Reykjavík. Í fyrsta lagi 18 herbergi í nýbyggingu í Skipholti 29a, sem er langt komin í byggingu. Í öðru lagi 20 herbergi í samtengdu bakhúsi í Skipholti 29. Við þetta munu bæt- ast 6 herbergi í nýrri hæð ofan á bakhúsið, samtals 44 herbergi. Í þriðja lagi eru hugmyndir um 18-20 herbergi í Skipholti 29, þ.e. framhúsinu sem snýr að götunni. Með því væru herbergin 62-64. Það yrði meðalstórt hótel á mælikvarða miðborgarinnar. Við hlið hússins, í Skipholti 27, er nú rekið Hótel Brim. Alls 35 herbergi eru á hótelinu. Innan tíðar gætu því ver- ið alls um 100 herbergi í Skipholti 27, 29 og 29a. Það er t.d. álíka fjöldi og á Hótel Skugga á Hverfisgötu. Byggt ofan á húsið Samkvæmt gögnum á vef Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að húsið Skipholt 29 verði hækkað. Jafnframt breytist ásýnd hússins. Steinsnar frá eru m.a. rekin hótelin 22 Hill, Örkin og Eyja Guldsmeden sem og hostelið Galaxy Pod. Þá eru tugir, ef ekki hundruð, hótelíbúða í hverfinu. Fasteigna- félagið Reitir áformar að breyta gamla Sjónvarpshúsinu á Laugavegi 176 í hótel. Gera tillögur ráð fyrir nýrri göngugötu sem tengir baklóðir Skipholts 27-29a við Heklureit. Brynja, hússjóður Öryrkjabandalags Íslands, átti húseignina Skipholt 29. Félagið seldi umræddum fjárfestum eignina. Þeir eiga félagið X-JB ehf. en það er líka skráður eigandi Skipholts 29a. Samkvæmt fyrirtækjaskrá Creditinfo og ársreikningi X-JB ehf. 2017 eiga Jakob Ásmundsson og Kristján H. Sigurgeirsson jafnan hlut í félaginu. Félagið var stofnað 2012 um rekstur og byggingu íbúða og atvinnuhúsnæðis. Þeir Jakob og Kristján tengjast mörgum félögum. Til dæmis er Jakob stjórnarmaður í félögunum CLT Hús, Já smíðar, Smíðamót og X-JB. Þá er Kristján stjórnar- maður í félögunum Nordic Bygg, CLT Hús og X-JB. Hann var jafnframt stofnandi tveggja félaga, JB Bygg- ingarfélags og Dalhúsa. Bræðurnir Kristján, Sigurður og Sigurgeir áttu JB Byggingarfélag en seldu fyrir hrun. Nú eiga bræðurnir sín félögin hver. Nafnið X-JB skír- skotar til JB Byggingarfélags. Áforma 64 herbergja gistiheimili í Skipholti  Fjárfestar reisa nýbyggingar og breyta eldra húsnæði Baklóð Hluti herbergja verður í norðurbyggingu. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2018 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það eru meiri lífsgæði fyrir fólk með nýrnabilun að fá gjafanýra í stað þess að þurfa að fara í blóðskil- un. En því miður erum við oft of fá á Íslandi til þess að finna rétta nýrnagjafa þegar á þarf að halda,“ segir Jóhann Jónsson læknir sem unnið hefur við líffæra- ígræðslur í 30 ár í Bandaríkjunum en er nýkominn heim og hefur nú yfirumsjón með ígræðslulækningum á Landspítalanum. Jóhann segir að mest sé þörfin á nýrnagjöfum, þar á eftir komi lifur, hjarta, lungu og bris. Jóhann segir að margt þurfi að ganga upp þegar leitað sé eftir nýrnagjafa. „Blóðflokkar nýrnagjafa og nýrnaþega þurfa að passa saman en það er ekki nóg. Stundum hafa nýrnaþegar mótefni gagnvart hugs- anlegum gjöfum og oftar eru það konur og geta þá myndað mótefni gagnvart öðrum manneskjum. Sama getur einnig gerst við blóðgjafir að sá sem fær blóð myndi með sér mót- efni gegn öðrum einstaklingum,“ segir Jóhann og bendir á að önnur leið sé að afnæma lílffæraþega, en þá sé reynt að minnka mótefni sem ein- staklingurinn hefur gagnvart öðrum einstaklingum. Í viðtali við sunnudagsblað Morg- unblaðsins nefnir María Dungal, sem bíður eftir því að fá gjafanýra, tvær leiðir sem aukið gætu líkur nýrnaþega á að finna gjafanýra sem hentaði, afnæmun og krossgjafir. „Afnæmun er gerð með sterkri lyfjagjöf og blóðvökvaskiptum. Þetta er flókin, erfið og dýr aðgerð og jafn- vel þótt það tækist að afnæma verð- andi líffæraþega er hætta á að hann myndi með sér mótefni á ný og þá er meiri hætta á að nýrnaþegi hafni gjafanýranu,“ segir Jóhann sem tel- ur krossgjafir góða leið til þess að finna fleiri nýrnagjafa. Samstarf við Svíþjóð „Ísland er ekki nógu stórt til þess að slíkt gangi alltaf upp en það gæti gengið oftar í samstarfi við önnur lönd. Þar sé ég t.d. Svíþjóð fyrir mér. Ef ég vildi gefa þér mitt nýra en þú værir með mótefni gagnvart mér og á sama tíma væri annar nýrnaþegi í Svíþjóð með mótefni gagnvart fyr- irhuguðum gjafa sínum þá væri hægt að kanna hvort mitt nýra hent- aði hinum nýrnaþeganum og öfugt,“ segir Jóhann sem segir að flestir lif- andi líffæragjafar gefi nýru. Hægt sé að gefa hluta af lifur og lungum en það sé sjaldgæfara. Ný lög um líffæragjafir til bóta Jóhann er mjög sáttur við ný lög sem taka gildi um áramót og telur þau til bóta. Eftir áramót verður reglan sú að reiknað er með því að allir séu samþykkir því að gefa líf- færi eftir dauða nema þeir hafi tekið annað sérstaklega fram. „Ef ættingjar látinna einstaklinga neita að líffæri þeirra verði gefin þá er tillit tekið til þess. Það má skipta líffæragjöfum í tvennt: þá sem gefa líffæri á meðan þeir eru á lífi og þá sem gefa líffæri eftir að þeir eru úr- skurðaðir látnir,“ segir Jóhann og bætir við að það eigi eftir að koma í ljós hvort líffæragjafir aukist með tilkomu nýju laganna. Mesta þörfin er fyrir nýrnagjafa Lífsgæði Líffæragjafir breyta oftast lífi líffæraþega til hins betra.  Ísland er of lítið til að krossgjafir gangi alltaf upp  Afnæmun flókin, erfið og dýr aðgerð  Flestir einstaklingar komast vel af með eitt nýra  Kemur í ljós eftir áramót hvort ný löggjöf auki líffæragjafir Jóhann Jónsson Ástand öryggismála í fiskvinnslu- húsum er almennt slæmt, að sögn starfsmanns Vinnueftirlitsins. Vinna var bönnuð við flatfiskflökunarvélar í tveimur fiskvinnsluhúsum nú í nóv- ember vegna þess að búið var að af- tengja öryggisbúnað og opna hlífar á vélunum. Vinnueftirlitið birti í gær á heima- síðu sinni tvær fréttir um að vinna hefði verið bönnuð við flökunarvélar, annars vegar í fyrirtækinu AG-Sea- food ehf. í Sandgerði og hins vegar Tor ehf. í Hafnarfirði. Var það mat eftirlitsmanna Vinnueftirlitsins að lífi og heilbrigði starfsmanna væri hætta búin við notkun vélanna. Bæði fyrirtækin hafa síðan gert úrbætur og vinna við vélarnar hefur verið leyfð að nýju. Fleiri athugsemdir voru gerður við öryggismál í fyrir- tækjunum. Guðmundur I. Kjerúlf, starfsmað- ur fræðsludeildar Vinnueftirlitsins, segir að ástæða þess að öryggisbún- aður á flökunarvélum sé aftengdur geti í einhverjum tilfellum verið sú að menn að telji að vinnsluhraðinn aukist. En einnig væri oft um að kenna hreinum trassaskap. Guðmundur segir að ástand ör- yggismála sé almennt slæmt í fisk- vinnslunni og það sé nánast sama hvar eftirlitsmenn koma, grundvall- aröryggisbúnaður sé ekki í lagi. Ástandið sé þó mun verra í litlum og meðalstórum fyrirtækjum en þeim stærri. Vinnueftirlitið hefur á undanförn- um árum hert róðurinn varðandi eft- irlit í fiskvinnslu og fleiri verksmiðj- um. Minni fyrirtæki hafi mörg verið heimsótt á árunum 2013 og 2014 og stærri fyrirtæki á árunum 2015 og 2016. gummi@mbl.is Öryggi ábóta- vant í fiskvinnslu  Öryggisbúnaður véla aftengdur Morgunblaðið/RAX Fiskur Vinnueftirlitið hefur hert eftirlit með fiskvinnslufélögum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.