Morgunblaðið - 27.11.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 27.11.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2018 Kíktu á verðið SMÁRALIND www.skornirthinir.is • Kuldaskór úr mjúku leðri • Fóðraður með ull og því einstaklega hlýr • Rennilás að innanverðu • Grófur gúmmísóli með gúmmíbroddum Tilboðsverð 6.798 verð áður 16.995 stærðir 36-42 Kuldaskór Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Kostnaður við endurbætur á Grön- dalshúsi var 238 milljónir króna. Þetta var upplýst á síðasta fundi borgarráðs. Fram kemur í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins að upphafleg fjárhags- áætlun hafi verið 40 milljónir króna. Miðað við uppreiknaða bygging- arvísitölu frá 2009 er þessi upphæð 60 milljónir í dag. Því má segja að verkið hafi farið 297% fram úr áætlun. „Endur- bætur á einu húsi fyrir 238 millj- ónir króna eru há fjárhæð,“ bókuðu sjálfstæðismenn og óskuðu eftir skýringum á þessu. Árið 2016 ákvað Icelandair Group að leggja fram 30 milljónir til endurgerðar hússins og starf- seminnar þar. Húsið, sem nú stendur í Grjóta- þorpi, var opnað á þjóðhátíðardag- inn 2017 og er þar rekið menning- arhús í minningu Benedikts Gröndals, skálds og fræðimanns. Fram kemur í umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá borg- inni að Gröndalshús hafi upphaflega staðið að Vesturgötu 16b. Húsið var byggt 1881, en Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson keypti húsið 1888 og bjó í því þar til hann lést 1907. Húsið er talið hafa mikið menning- ar- og byggingarsögulegt gildi sakir aldurs, sögu og gerðar sinnar og er friðað. Reykjavíkurborg keypti hús- ið 2006 með flutning þess í huga. Það var flutt árið 2009 og hafin við- gerð á því á Grandagarði í atvinnu- tengdu samstarfsverkefni með Völundarverki. Um var að ræða endurbætur á ytri klæðningu, gluggum og þaki. Eftir endurbætur Völundarverks stóð húsið ónotað og óupphitað allt þar til ákveðið var að flytja það á endanlegan stað að Vesturgötu 5b. Á árinu 2014 steypti Minjavernd undirstöður undir húsið á nýrri lóð og á vormánuðum 2015 var hlaðinn grágrýtissökkull undir það og það flutt á hann í lok apríl. Í grunni hússins var útbúin íbúð til að auka notgildi hússins. Rakaskemmdir eftir geymslu Fornleifar fundust er grunnur var tekinn fyrir húsið á nýjum stað og eftir fornleifauppgröft og skrá- setningu fornleifa var heimilað að klára jarðvinnu. Húsið var allt end- urgert að innan en einnig reyndist nauðsynlegt að endurglerja húsið sem og endurgera þakið vegna rakaskemmda eftir langa geymslu úti á Granda. Einnig voru milligólf endurbyggð frá grunni til að auka burðargetu þeirra. Allri endurgerð hússins var hagað samkvæmt frið- un þess sem og menningar- og byggingarsögulegum gildum. Reynt var að aðlaga húsið eins og kostur var að aðgengismálum þrátt fyrir form og aldur þess. Þá var gengið frá lóð og hún aðlöguð að svæðinu í kring. Í samningi milli Reykjavíkur- borgar og Minjaverndar voru val- kvæð atriði varðandi eignarhald hússins. Niðurstaðan varð að Reykjavíkurborg væri eigandi hússins en Minjavernd annaðist endurgerð þess. Húsið er leigt af menningar- og ferðamálasviði og nýtt fyrir Bókmenntaborg Reykja- víkur og er þar bæði sýning um Benedikt Gröndal og aðstaða fyrir rithöfunda og fræðimenn. Frá árinu 2009, þegar verkefni Völundarverks hófst, og til dagsins í dag hefur 238.122.141 kr. verið varið í endurbætur á Gröndalshúsi. Langstærsti liðurinn er húsasmíði, tæpar 189 milljónir. 238 milljónir í endur- gerð Gröndalshúss  Fór 297% fram úr áætlun  Óskað eftir skýringum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Gröndalshús Stendur á nýjum stað í Grjótaþorpi og nýtur sín vel í nágrenni gamalla húsa í Kvosinni. Í húsinu er rekið umfangsmikið menningarstarf. Benedikt Gröndal Aðgangur að þjóðskrá hjá Reykja- víkurborg er ekki í samræmi við lög um persónuvernd samkvæmt nýleg- um úrskurði stofnunarinnar og hefur borgin fengið frest til að laga heim- ildir til aðgangs að skránni. Öllum starfsmönnum Reykjavíkurborgar, sem hafa aðgang að tölvu við störf sín, er veittur aðgangur að ítarlegri þjóðskrá á innri vef borgarinnar, bæði grunn- og viðbótarupplýsing- um. Grunnskrá hefur að geyma nafn einstaklings, kennitölu, heimili, póst- númer, póststöð, bannmerkingu og, eftir atvikum, nafn og póstfang um- boðsmanns einstaklings sem búsett- ur er erlendis. Viðbótarupplýsingar geyma nafnnúmer, fjölskyldunúmer, lögheimiliskóða, kyn, hjúskapar- stöðu, ríkisfang, fæðingarstað, fæð- ingardag, makakennitölu, lögheimil- iskóða, dagsetningu breytinga, aðseturskóða, dagsetningu nýskrán- ingar, síðasta lögheimili á Íslandi, hvort hlutaðeigandi sé nýr á skrá, heimilisfang, afdrif, dagsetningu brottfellingar og breytingu á nafni eða kennitölu. Forsaga málsins er sú að í desem- ber á síðasta ári barst Persónuvernd kvörtun yfir aðgangi að þjóðskrár- upplýsingum hjá Reykjavíkurborg. Sá sem kvartaði var fyrrverandi starfsmaður borgarinnar. Taldi hann að hægt væri að nota þessar upplýsingar sér í óhag. Persónuvernd telur ljóst að svo að unnt sé að rækja lögbundin verkefni Reykjavíkurborgar geti aðgangur að þjóðskrá verið nauðsynlegur. Persónuvernd telur þó í ljósi með- alhófskröfu að svo víðtækur þjóð- skráraðgangur sem starfsmenn borgarinnar hafa sé ekki í samræmi við lögin. Of víðtækur að- gangur að þjóðskrá  Reykjavíkurborg fær frest til úrbóta hjá Persónuvernd Morgunblaðið/Ómar Reykjavíkurborg Starfsmenn höfðu of víðtækan aðgang að þjóðskrá. Afar flókið verður að koma tækja- búnaðinum fyrir sem verður notaður í verkefnið Flyover Iceland en stefnt er á opnun risastórrar sýningar- hvelfingar á Fiskislóð seinnipart næsta sumars. Tækin munu fara inn í húsið áður en lokið verður við að byggja það. Í Flyover Iceland mun fólk svífa um í sérhönnuðum sætum í sýndarveruleika yfir helstu náttúru- perlum Íslands og njóta útsýnisins fyrir framan stóran skjá. Að sögn Sigurgeirs Guðlaugs- sonar, stjórnarformanns afþreying- arfyrirtækisins Esju Attractions ehf., er verið að senda búnaðinn til landsins og stefnt er að uppsetningu á meirihluta hans eftir áramót. Til þess að hægt verði að koma búnað- inum fyrir þarf húsið á Fiskislóð að vera komið á ákveðið byggingarstig. Vinna er hafin við að setja þar upp burðarvirkið og eftir að þeim fram- kvæmdum lýkur verður húsinu lok- að utan um það. Því næst koma tæk- in þangað inn og að því loknu verður hægt að ljúka smíði hússins að fullu. „Það verður keðjuverkandi lokun á húsinu,“ segir Sigurgeir og bætir við að stærðargráðan á öllu saman sé of- boðsleg. Í búnaðinum er m.a. skjár frá Austurríki sem er 17 sinnum 20 metrar að breidd og hæð og 40 sæti sem færast í átt að honum. Þau fara 10 til 14 metra upp í loftið meðan á sýningunni stendur og sitja áhorf- endurnir í öryggisbeltum. Um eins konar háloftaheimsókn á tveimur hæðum verður að ræða þar sem sæt- in hreyfast í takt við myndirnar. „Eins og þú svífir“ „Þetta er óhemju raunveruleg upplifun, þér finnst eins og þú svífir um í lausu lofti,“ segir hann og nefn- ir að lofthrætt fólk ætti ekki að hafa áhyggjur því slík tilfinning gleymist um leið og sýningin hefst. Tækin koma að mestu frá félagi sem heitir Brogent Technologies í Taívan og eru þau langstærsti ein- staki kostnaðarliðurinn fyrir utan húsið sjálft. Þungamiðjan í tækja- búnaðinum er hið svokallaða i-Ride með sætunum fjörutíu sem fyrir- tækið hefur þróað. Heildarkostnað- ur verkefnisins þegar allt er talið, bæði bygging hússins, tækjabúnað- urinn og að koma honum til landsins, hleypur á milljörðum króna. Vel yfir 100 manns hafa unnið við verkefnið. Veitingasalur og verslun verða á neðri hæð hússins. Stofnendur Flyover Iceland eru þeir Sigurgeir, Robyn Mitchell og Kevin Finnegan. Fyrirtækið Pursuit sér um reksturinn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sýndarheimur Stefnt er að opnun stórrar sýningarhvelfingar á Fiskislóð í Reykjavík næsta sumar og gefst fólki þar færi á að kynnast náttúrunni. Tækin flutt inn áð- ur en húsið klárast

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.