Morgunblaðið - 27.11.2018, Síða 18

Morgunblaðið - 27.11.2018, Síða 18
Verðmætasköpun er forsenda hagvaxtar, hagvöxtur er forsenda velsældar F rá forsætisráðherra kom nýlega fram sú skoðun að tímabil hag- stjórnar á forsendum hagvaxtar væri liðið undir lok. Það er auðvit- að ágætt að afstaða ráðherrans liggi fyrir, en um leið er áhyggjuefni greinilegt skilningsleysi á mikilvægi verðmætasköpunar. Án hagvaxtar, sem er grundvallaður á verð- mætasköpun, verða ekki lögð fram fjárlög þar sem tugum milljarða er bætt við ríkisútgjöld á milli ára, eins og nú er raunin. Án hagvaxtar verða engar forsendur til að styðja við heil- brigðiskerfið með öflugri hætti en nú er. Það verða engar forsendur til að styðja við mennta- kerfið umfram það sem nú er og innviða- fjárfestingar verða minni, miklu minni en kallað er eftir og nauðsynlegar eru. Nú bíður fjárlagafrumvarp næsta árs þriðju umræðu, bandormurinn er væntanlegur aftur inn í þingsal á næstu dögum og fjárfestingaráætlanir, eins og samgönguáætlun eru í vinnslu. Úr öllum áttum er kallað eftir auknum fjár- framlögum, auknum fjárfestingum. Er forsætisráðherra þeirrar skoðunar að nú sé nóg kom- ið. Kakan sé orðin nógu stór. Héðan í frá þurfi að skera sneiðarnar þynnra? Og hver er afstaða sam- starfsflokksins, Sjálfstæðisflokksins, til sýnar forsætisráðherra á efnahagsmál? Og hvernig passar þessi sýn forsætisráðherra við fjármála- stefnu ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022? Nú þegar eitt ár er liðið af kjörtímabilinu og í mesta lagi þrjú ár eru eftir, væri áhugavert að fá það upplýst hvort þingflokkur Sjálfstæð- isflokksins deildi þessari sýn með forsætisráð- herra. Það gæti vissulega skýrt ýmislegt. Þau hafa komið upp allmörg málin á þessu fyrsta ári ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem undirstrika að ríkur vilji er til þess að þrengja að framkvæmdum, hamla uppbygg- ingu atvinnuvega og setja málaflokka í þá stöðu að mest orka fari í að halda sjó, í stað þess að sækja fram. Allt ber þetta að sama brunninum. Skilningur á mikil- vægi verðmætasköpunar og öflugs atvinnulífs er of lítill hjá hluta ríkisstjórnarinnar og áhuginn á þessum sömu at- riðum er of lítill hjá öðrum hluta hennar. Bergþór Ólason Pistill Höfundur er þingmaður Miðflokksins. bergthorola@althingi.is 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stundum erfitjað upp átrýnið vegna „skopmynda“ í þessu blaði eða öðr- um. Ekkert er að því. Gallinn er sá að oft er það gert vegna orðabókarþýðingar á „caricature“. Þeir sem fylgst hafa með alþjóðlegum fjöl- miðlum vita að svo þröng þýð- ing dugar ekki. En vegna henn- ar beinist kvörtun oft að því að þessi mynd eða hin hafi ekki verið „fyndin“, þótt það hafi ekki verið aðalatriðið. Oft er því bætt við að myndin sem hornin eru rekin í „hafi verið ósmekk- leg“ og virðist það ráðast nokk- uð af því hvar sá er staddur í skoðanalega litrófi samtímans. Ekki eru hinir góðu gagnrýn- endur endilega frægir fyrir kímnigáfu eða smekk, en láta það ekki stoppa sig. Fyrir mörgum árum höfðu orðið miklar alþjóðlegar hörm- ungar. Í tilfinningalegu upp- námi hafnaði gott fólk sem stóð þá vaktina á blaðinu mynd sem ætluð var í sinn fasta dálk. Kannski einmitt þess vegna var gripið í sig að með myndinni væri hæðst að þeim sem áttu um sárt að binda sem var þvert á móti. Þetta var snilldar mynd og sýndi í einföldum dráttum mikla hluttekningu í garð þeirra sem ofurefli náttúrunnar hafði slegið flata. Dagana á eft- ir birtist fjöldi sambærilegra mynda í erlendum blöðum í slíkum dálkum og hefði íslenska myndin sómt sér vel þar. Þetta er ekki nefnt nú af neinu gefnu tilefni. En það er hollt að átta sig á að þær mynd- ir sem birtast í dálkum sem við flest kennum eins og ósjálfrátt við skopið eitt hafa fleiri víddir. Í Tim- es of London birtist í gær „skopmynd“ með Theresu May í aðalhlutverki í anda umræð- unnar. Minna má á að þetta forna „stórblað“ hallaði sér fremur að þeim sem sögðu nei við útgöngu úr ESB en hinum, þótt það gætti að sjónarmiðum beggja. Með May á myndinni glitti í Merkel sem var rétt búin að heilsa May og hafði með sér einn útlim hennar. Þá hafði Tusk, forseti leiðtogaráðsins, komið og tekið með sér annan útlim. May stóð á öðrum fæti þegar þarna var komið og Junc- ker var að heilsa og hélt hendi hennar lausri og blóðugri við öxlina. Macron kom síðastur í röðinni og gefa mátti sér hvern- ig þá færi. Þetta var ekki „flatterandi“ mynd af frú May og kannski ekki smekkleg, enda eymdarsvipurinn á ráðherran- um í takt við trakteringarnar. Þarna var komið að sjónarhorni sem annað form hefði þurft langan texta til og þó ekki náð sama árangri. En þetta var varla „skopmynd“ í tærasta skilningi en „caricatur“ var það. Í þau 233 ár sem Times hefur komið út hefur það löngum ver- ið framarlega á þessu sviði. Oft- ast má sjá fyndinn tón og stundum ekkert nema fyndni. En stundum er í bland gagn- rýni, myndhvörf, gegnumlýs- ing, aldarspegill eða viðkvæm hluttekning í þessu einstæða formi. Skopmyndir eru annað og meira. Miklu meira} Skop í bland við annað Bitcoin-bólanreis hátt í fyrra þegar verð rafmyntarinnar fór upp í tæpa 20.000 dali. Við verulegt fall í liðinni viku fór verðmætið undir 4.000 dali og hafði þá lækkað um 80% frá því það reis hæst. Framan af þessu ári hafði þetta ekki áhrif á tölvugröftinn eftir nýjum bitcoin-myntum, hann hélt áfram að vaxa á ógn- arhraða. Á síðustu vikum hefur þetta breyst, verðfallið er farið að bíta og tölvugröfturinn hef- ur dregist hratt saman. Sam- hliða þessu hafa fyrirtæki sem stunda þessa starfsemi gefist upp og stór gjaldþrot orðið í Bandaríkjunum og Kína. Þessi starfsemi byggðist allt- af á sérkennilegum forsendum enda verðmæti rafmyntarinnar byggð á væntingum um eftir- spurn en engum undirliggjandi verðmætum. Sömu sögu er að segja af öðrum slíkum, sem hafa farið sömu leið og bitcoin. Afleiðingin er sú að heildarmarkaðs- verðmæti þessara óáþreifanlegu mynta hefur fallið úr um 800 millj- örðum dala í byrj- un árs í um 130 milljarða dala nú. Fyrir Ísland er þetta áhyggjuefni vegna þess að gagnaverin hér á landi hafa byggt afkomu sína að verulegu leyti á þjónustu við fyrirtæki á sviði rafmynta. Þau segjast ekki hafa fundið fyrir þessari þróun, en ef fram heldur sem horfir er óhjákvæmilegt að áhrifin teygi sig einnig hingað. Vonandi rætist úr fyrir þessum fyrirtækjum, en þróun raf- myntanna er áminning um að varasamt er að byggja starf- semi á bólumyndun og óljósri verðmætasköpun. Fyrir al- menning er þróunin líka áminn- ing um að gæta að sér í fjár- festingum, hafa fast land undir fótum og taka ekki óhóflega áhættu. Rafmyntir hafa hrunið síðastliðið ár og gjaldþrot hafa fylgt í kjölfarið} Bitcoin-bólan STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Embætti landlæknis hugn-ast illa ef því verður gertað taka að sér klínísknámskeið fyrir hjúkr- unarfræðinga og ljósmæður um lyfjaávísanir eins og lagt er til í frumvarpi heilbrigðisráðherra, sem veitir hjúkrunarfræðingum og ljós- mæðrum heimild til að ávísa horm- ónatengdum getnaðarvörnum. Deil- ur hafa risið á nýjan leik um hvort rétt sé að heimila hjúkrunarfræð- ingum og ljósmæðrum að ávísa getnaðarvarnapillunni. Læknar mótmæltu þeim áformum bæði árið 2007 og aftur 2012. Sambærilegt frumvarp ráðherra er nú til með- ferðar í velferðarnefnd þingsins og hafa þegar borist mótmæli úr röð- um lækna en skoðanir eru skiptar. Í umsögn landlæknis til nefnd- arinnar kemur fram að landlæknir á að veita þessi leyfi til lyfjaávísana að uppfylltum skilyrðum, m.a. um að viðkomandi heilbrigðisstarfs- menn hafi staðist fræðilegt, klínískt námskeið um lyfjaávísanir sem verði í umsjón landlæknis. Í um- sögninni segir að það sé ekki hlut- verk embættisins að ákvarða inni- hald slíkra námskeiða og vart geti talist skynsamlegt að sama stjórn- vald hafi á hendi ákvörðun um leyf- isveitingu og eftirlit og ákvörð- unarvald um framkvæmd námskeiðanna. Félag íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna leggst ákveðið gegn því að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður fái þessa heimild og seg- ir að ef það verði samþykkt sé um grundvallarbreytingu að ræða varð- andi réttindi og ábyrgð á lyfjaávís- unum. Í umsögn félagsins segir að engin rannsókn liggi að baki sem sýni þörf fyrir breytingu. ,,Ekkert kemur fram um lagasetninguna sem sýnir sérstaka nauðsyn fyrir henni og færir rök fyrir breytingunni,“ segir í umsögn læknanna. Þá hafi almenningur í dag greiðan aðgang að þjónustu heilsugæslustöðva. ,,Í nýlega birtum tölum frá Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins fá 57% þeirra sem þess óska tíma innan 2 daga. Komum á dagvinnutíma í heilsugæslu hefur fjölgað um rúm 13% á 2 árum. Þetta sýnir að núver- andi kerfi er að eflast og að aðgengi er gott.“ Þá er því haldið fram að engar tölur um lýðheilsu sem skipti máli varðandi kynheilbrigði varpi ljósi á nauðsynlega þörf fyrir breyt- ingu. Tanja Þorsteinsson kvensjúk- dómalæknir segist í annarri umsögn vera eindregið á móti því að aðrir en læknar ávísi hormónagetnaðar- vörnum. Þetta séu lyf sem geti haft alvarlegar og jafnvel hættulegar aukaverkanir. Þá sé engin þörf á breytingunni því það sé engin fyrir- höfn fyrir lækna að setja inn árs þörfina fyrir einstakling á lyfjagátt- inni og endurnýja eftir þörfum. Það kveður við annan tón í um- sögn Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga sem fagnar frumvarpinu. „Fíh telur að með breytingunum sé stigið mikilvægt skref að bættri þjónustu við landsmenn. Fíh tekur undir með heilbrigðisráðherra að með því að nýta betur þá fagþekk- ingu sem hjúkrunarfræðingar og ljósmæður búa yfir megi gera heil- brigðisþjónustuna skilvirkari til hagsbóta fyrir notendur hennar og samfélagið í heild,“ segir í umsögn hjúkrunarfræðinga og Heilbrigðis- vísindasvið Háskólans á Akureyri fagnar einnig þessari fyrirhuguðu lagabreytingu. ,,Enda hafa rann- sóknir endurtekið staðfest öryggi og gæði lyfjaávísana hjúkrunarfræð- inga með tilhlýðilega menntun, eins og kveðið er á um í frumvarpinu.“ Deilur rísa enn á ný um rétt til lyfjaávísana Morgunblaðið/Styrmir Kári Alþingi Andstæð sjónarmið eru um heimild hjúkrunarfræðinga og ljós- mæðra að ávísa getnaðarvörnum eins og lagt er til í stjórnarfrumvarpi. Lyfjafræðingafélag Íslands er andsnúið því að frumvarpið um að veita hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum heimild til að ávísa getnaðarvörnum verði sam- þykkt. Allt sé á huldu um inni- hald, kennslu og námsmat á því sem liggja eigi að baki „sérstöku leyfi landlæknis“ og félagið telur að fagstétt lyfjafræðinga og sér- fræðiþekking þeirra sé snið- gengin með þessum fyrirætl- unum. Félagið sendi líka inn umsögn þegar drög að frum- varpinu voru kynnt í haust og ítrekaði ,,að eðlilegast væri að lyfjafræðingar væru sú heil- brigðisstétt, auk lækna, tann- lækna og dýralækna, sem hefði einhvers konar réttindi til ávís- unar lyfja“. Þeir hafi neyðarrétt skv. lyfjalögum til að afhenda lyf í minnstu pakkningu án lyfseðils og eðlilegast væri að útvíkka þennan neyðarrétt svo þeir gætu m.a. ávísað getnaðarvarnar- lyfjum eftir ákveðnum reglum. Vilja útvíkka neyðarrétt LYFJAFRÆÐINGAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.