Morgunblaðið - 27.11.2018, Page 19

Morgunblaðið - 27.11.2018, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2018 Upplýstur jólaköttur Jólaskreyting á Lækjartorgi sem er sjálfur jólakötturinn gleður vegfarendur. Kisi er um 5 metrar á hæð og 6 metrar á breidd og er lýstur upp með 6.500 led ljósum. Hari Íslandsvinir leyn- ast víða, það hef ég lært af flakki mínu um veröldina. Fyrr á þessu ári flutti ég ásamt konu minni og syni til Smálanda í Svíþjóð, í heima- haga þeirra Línu Langsokks og Emils í Kattholti. Hér eru miklir skógar og landið villt og ægi- fagurt en fólkið hlýtt og elsku- legt. Í smálensku skógunum hef ég kynnst einum af þessum einstöku Íslandsvinum sem enginn veit að eru til. Hann var einn af mörgum sem hjálpuðu okkur fjölskyldunni að tæma flutningsgáminn þegar við kom- um hingað yfir hafið. Og þá ávarpaði hann mig á íslensku eins og ekkert væri sjálfsagð- ara og bauð mig velkominn til Smálanda. Ég varð hálf hissa og hélt að maðurinn hefði búið á Íslandi og lært þar málið. En annað kom á daginn þegar ég kynntist honum betur, því saga hans er alveg einstök. Hann hefur aðeins tvisvar komið til Íslands, tvær vikur í það heila. Hið fyrra sinnið í viku árið 1967 þegar hann kom með Gull- fossi ásamt eiginkonu sinni og gisti þá á þriðja farrými, undir þiljum. Í þeirri ferð fóru þau hjónin hringinn í kringum land- ið og gengu á fjöll með Ara Trausta Guðmundssyni og fleiri Íslendingum. Þá keypti Smá- lendingurinn sér Nýja testa- menti á íslensku. Heimkominn byrjaði hann að læra íslensku með því að lesa og bera saman texta ís- lenska og sænska Nýja testamentis- ins. Og síðar með því að bæta við Halldóri Laxnes, Eddukvæðunum og Íslendingasög- unum. Á íslensku. Aldrei talaði hann við Íslending öll þessi ár, en þau hjónin fóru aðra vikuferð til landsins kalda árið 2009 í kjöl- far hrunsins. Ekkert sló þó á ást þeirra á Íslandi, hvorki fjárhagshrun né bankabullur ís- lenskar. Og nú situr þessi ágæti Smálendingur í eldhúsinu heima hjá mér í skóginum og talar íslensku með fornum hætti, þylur upp úr sér texta og vísur úr Þrymskviðu og Völu- spá og Nýja testamentinu og lýsir flóru og fánu íslands eins og enginn sé morgundagurinn – en ég er fyrsti Íslendingurinn sem hann spjallar við síðan hann gekk á fjöll með Ara Trausta árið 1967. Eftir Þórhall Heimisson »Heimkominn byrj- aði hann að læra ís- lensku með því að lesa og bera saman texta íslenska og sænska Nýja testamentisins. Þórhallur Heimisson Höfundur er prestur í Svíþjóð. thorhallur33@gmail.com Smálendingurinn sem lærði íslensku af Nýja testamentinuSú heildarendur-skoðun laga um mat áumhverfisáhrifum sem nú er hafin sætir tíð- indum. Umhverfismál eru mikilvægur mála- flokkur og þar ber að halda uppi kröfum til verndar lífríki og heilsu manna. Frá því að Evr- ópureglur voru leiddar í lög á Íslandi um síðustu aldamót hefur umhverf- ismat oft leitt til betri framkvæmda en ella hefði orðið raunin og stuðlað að sátt um mikilvæg verkefni. Engu að síður hefur reynslan leitt í ljós að bæta má stjórnsýsluna verulega í mörgum greinum. Einfalda þarf ferlið og samræma til þess að koma í veg fyrir tvíverknað og sífelldar tafir á framgangi mála. Með opinni samráðs- gátt og „allsherjarbúð“ fyrir umhverf- is- og framkvæmdaleyfi mætti m.a. tryggja betra samhengi milli leyfis- veitinga og skipulagsmála. Skipulagsstofnun, Úrskurðarnefnd umhverfismála, umsagnaraðilar, op- inberar stofnanir og sveitarfélög lenda oft í stökustu vandræðum með að standa við lögboðin tímamörk þeg- ar flækjustig framkvæmda er hátt og málafjöldi mikill. Auðvitað er nauð- synlegt að þessir aðilar hafi burði til þess að sinna lögbundnum skyldum sínum. Varhugavert er þó að þenja út opinbera kerfið um of og mun skilvirk- ara að ráða sérfræðinga tímabundið til þess til að sjá um mál og aðstoða við úrlausn þeirra og álitsgerðir. Íslensk- um verkfræðistofum er í lófa lagið að jafna út slíka álagstoppa. Jafnvel þótt hækka þyrfti gjaldskrá vegna að- keyptrar þjónustu stofnana þá gæti það samt þýtt verulegan sparnað fyrir framkvæmdaaðila ef tímafrestir héldu og málsmeðferð styttist. Kæruréttur og ábyrgð Eitt meginmarkmið umhverfis- matsins er að almenningur, samtök og umsagnararaðilar geti með aðild sinni beitt áhrifum til að tak- marka umhverfisáhrif framkvæmda og leyfis- veitinga. En það fylgir því mikil ábyrgð að hafa kærurétt og sjálfsagt að gera kröfur til þeirra sem þann rétt hafa. Sanngjarnt er að slík samtök öðlist því aðeins kærurétt hafi þau tekið þátt í matsferlinu frá upphafi með umsögnum og athugasemdum um matsáætlun, frummatsskýrslu, leyfi og við auglýsingar á skipulagi. Ekki er hægt að gera slíkar kröfur til ein- staklinga sem eiga lögvarinna hags- muna að gæta. Nokkuð hefur borið á því að kærur séu settar fram að því er virðist til þess að tefja matsferlið eða setja það í uppnám. Ef hóflegt kærugjald yrði látið fylgja kæru til umhverfis- og auð- lindanefndar, mismunandi eftir því hve öflugir aðilar ættu í hlut, myndi það að líkindum fækka því sem erfitt er að flokka á annan hátt en tilefnis- lausar kærur. Það myndi draga úr álagi á úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Gjald þetta yrði endur- greitt sé kæran tekin til greina en sé úrskurðað framkvæmdaaðila í hag eða kæra talin tilefnislaus rynni kæru- gjaldið í ríkissjóð. Það er sérstakt vandamál þegar svokallaðar fyrirspurnarskyldar fram- kvæmdir, sem oft og tíðum eru ekki umfangsmiklar, eru úrskurðaðar í fullt umhverfismat. Þegar þannig háttar er spurning hvort hið opinbera ætti ekki að kosta aukalegt umstang þar sem vænt arðsemi slíkra fram- kvæmda ber tæpast allan kostnað af fullu ferli. Skoða ætti líka hvort ekki sé ástæða til þess að veita viður- kenndum samtökum, sem almenningi gefst kostur á að tilheyra, aðild að samráði um matsskyldu. Það gæti fækkað kærum vegna úrskurða um matsskylduna. Samráðsgátt og „allsherjarbúð“ Verkfræðingafélag Íslands hefur í umsögn sinni um heildarendurskoð- unina, sem hér hefur verið reifuð, bent á fleri atriði til úrbóta. Þar má nefna stöðlun gagna sem afla þarf í um- hverfismati og hæfniskröfur til þeirra sem vinna við umhverfismat og skipu- lag. Þá er nauðsynlegt að skilja á milli umsagnarhlutverks opinberra aðila annars vegar og hlutverks þeirra sem leyfisveitenda hins vegar. Sama á við þegar opinberir aðilar veita bæði um- sögn og ráðgjöf við matið í samkeppni við aðila á frjálsum markaði. Það þarf að bjarga þeim úr þeirri afleitu stöðu að gefa umsagnir um mál sem byggja á rannsóknum þeirra sjálfra eða veita leyfi sem byggja á eigin umsögnum. Við heildarendurskoðun laganna er mikilvægt að horfa á allt ferlið, skipu- lagsmál, mat á umhverfisáhrifum, veitingu leyfa og framkvæmd með lokamarkið í huga. Með því að einfalda og samþætta allt kerfið næst fram verulegur vinnusparnaður í stjórn- sýslu og skipulagi verkefna. Samráðs- ferli við almenning, samtök og um- sagnaraðila skilar meiri árangri og leiðir til minni umhverfisáhrifa fram- kvæmda en ella. Liður í þessari við- leitni gæti verið opin samráðsgátt líkt og samráðsgátt stjórnsýslunnar á isl- and.is. Ekki er heldur úr vegi að líta til nágrannalanda og nýta það sem vel hefur tekist. Í Finnlandi er til að mynda verið að koma á fót „allsherjar- búð“ – One Stop Shop – fyrir umhverf- is- og framkvæmdaleyfi sem sam- þættir lög og ferla. Það er í anda þess sem VFÍ telur að einkenna eigi yfir- standandi heildarendurskoðun. Eftir Pál Gíslason » „Reynslan hefur leitt í ljós að bæta má stjórnsýslu umhverfis- mats í mörgum grein- um“, segir Verkfræð- ingafélagið. Páll Gíslason Höfundur er formaður VFÍ. pg@pg.is Mikilvæg heildarendurskoðun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.