Morgunblaðið - 27.11.2018, Side 20

Morgunblaðið - 27.11.2018, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2018 Útifuglafóður Mikið úrval, gott verð Smáratorg · Bíldshöfði · Grandi · Hafnarfjörður Gildi-lífeyrissjóður www.gildi.is Sjóðfélagafundur 2018 Grand Hótel Reykjavík, miðvikudaginn 28. nóvember kl. 17:00 Dagskrá: Staða og starfsemi Gildis Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hluthafastefna og stefna um ábyrgar fjárfestingar Innsýn í innlendar fjárfestingar Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar Innsýn í erlendar fjárfestingar Guðrún Inga Ingólfsdóttir, eignastýringu Gildis 1. 2. Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs Bretar náðu nýlega samkomulagi við Evr- ópusambandið um út- göngusamning vegna hins svokallaða Brex- it. Í því felst ýmiskon- ar aðlögun og frestir sem koma báðum að- ilum til góða. Mörgum þykir samkomulagið ekki gott fyrir Bret- land og færa mismun- andi rök fyrir því. Meðal annars að Bretar séu í raun ekki að ganga út úr sambandinu, þar sem enn er gert ráð fyrir að þeir fylgi reglum Evrópusambandsins að miklu leyti. Einnig hafa sumir fært rök fyrir því að Evrópusambandið „haldi í“ Bretland og leyfi því ekki að ganga út. Það finnast mér skrítin rök. Staðan er sú að Bretar hafa krafist þess að vera áfram aðilar að innri markaði Evrópusambandsins. Með samkomulaginu stefnir í að þeir fái það, gegn því að fylgja þeim reglum sem gilda á mark- aðnum. Það er ekki sú lausn sem margir stuðningsmenn útgöng- unnar höfðu lagt upp með. Þeir vildu semja sínar eigin reglur og halda aðild að markaðnum. Allir vita að það var aldrei möguleiki, þó margir hafi neitað að horfast í augu við það. Evrópusambandið er alþjóðasamstarf og eitt stærsta af- rek þess er innri markaðurinn. Það er ekki fær leið fyrir ESB að bjóða Bretum upp á að handvelja það sem þeir vilja úr innri markaðnum en semja sínar eigin reglur um leið. Meðlimir Evrópu- sambandsins tækju það aldrei í mál að ekki allir aðilar á markaðnum þyrftu að lúta sömu kröfum. Ég leyfi mér að full- yrða að allar þjóðir sem eiga aðild að Evr- ópska efnahagssvæðinu séu ósáttar með einhvern hluta þess. Þær halda þó samstarfinu áfram þar sem á heildina litið er það gott fyr- ir þau. Þess vegna er það ómögu- legt fyrir Breta að gera engan út- göngusamning við Evrópu- sambandið. Hagsmunir Breta af viðskiptum við Evrópu eru einfald- lega of miklir til að sú leið sé fær og mætti líkja því við efnahags- legar hamfarir ef enginn samn- ingur væri gerður. Þetta vita breskir ráðamenn og hafa þess vegna gert drög að samningi við ESB sem tryggir möguleikann á áframhaldandi viðskiptum við Evr- ópu, Bretum til hagsbóta. Bretar, ólíkt Evrópusambandinu, mega ekki við því að missa viðskiptin. Samningurinn sem liggur fyrir er málamiðlun. Hann er mála- miðlun sem felur í sér að Bretar missa sitt vald yfir reglum ESB og samþykkja að fylgja þeim reglum sem gilda hverju sinni. Þetta er einföldun, en í meginatriðum held- ur þessi fullyrðing vatni. Mikil reiði er meðal andstæðinga Evrópusam- bandsins í Bretlandi með þessa lausn og virðist sú reiði smitast yfir til Íslands. Það finnst mér forvitni- legt. Ef andstæðingar Evrópusam- bandsaðildar á Íslandi hafa svona mikið á móti því að Bretar fylgi reglum ESB án þess að hafa völd til þess að breyta þeim, hvers vegna láta þeir þá stöðu viðgangast á Íslandi? Ég býst ekki við svari við þessari spurningu, enda tel ég engin góð rök gegn henni. Raunin er sú að andstaða við Evrópusambandið byggist aðallega á tvennu. Annars vegar röngum eða villandi upplýsingum sem dreift hefur verið af sérhagsmunaöflum síðan hugmyndin um EES-samn- inginn fæddist. Hins vegar raun- verulegum vilja til einangrunar frá alþjóðasamfélaginu. Það er kominn tími til þess að Ísland endurheimti völdin til að ráða sér sjálft. Það gerist einungis með því að hætta að draga lappirnar, ganga í Evr- ópusambandið og láta til okkar taka á þeim vettvangi þar sem ákvarðanir um framtíð okkar eru teknar. Valdlausar þjóðir og Evrópusambandið Eftir Marinó Örn Ólafsson » Gagnrýni á valdleysi Bretlands eftir út- göngu úr Evrópusam- bandinu missir marks ef hana skortir gagnrýni á valdleysi Íslands um sömu mál. Marinó Örn Ólafsson Höfundur er varaformaður Ungra evrópusinna. moo7@hi.is Ást Guðs er kær- leikur frá innstu hjartarótum. Kær- leikur sem fylgir fyrirgefning, náð og miskunn. Kærleikur sem spyr ekki end- urgjald og yfirgefur ekki. Kærleikur sem fyllir okkur von, auð- mýkt og þakklæti fyrir að fá að vera með. Kærleikur Guðs er hin full- komna ást sem hefur heitið því að sleppa ekki af okkur hendinni heldur vaka yfir okkur, vernda og varðveita frá kyni til kyns. Kær- leikur sem vill taka utan um þá særðu, þá sem hafa verið órétti beittir og kærleikur sem vill reisa upp, fyrirgefa og gefa annað tæki- færi. Enginn hefur með eigin augum litið víddir hafsins eða himinsins og því síður hins leyndardóms- fulla, djúpa og varanlega en samt einfalda kærleika Guðs sem eng- inn skilur en allir mega þiggja, meðtaka, hvíla í og njóta. Takmarklaus ást og varanleg hamingja Framrás kærleika Guðs verða engin takmörk sett, þrátt fyrir einelti, ofbeldi og stöðug vindhögg í þá veru frá þeim sem hann ekki þola, reyna að snúa út úr fyrir honum eða misnota. Því hann er líkt og ilmur sem smýgur og fyllir hjörtu þeirra sem þiggja vilja af auðmýkt og þakklæti, himnesku súrefni og eilífum friði. Og ávextir anda Guðs eru ein- mitt kærleikur, varanleg ham- ingja, hjartans gleði, huggun, styrkur og máttur í veikleika, frið- ur og stilling. Hann gaf okkur ekki anda hugleysis eða hræðslu, ótta eða áhyggja. Vill reisa okkur upp „Ég veit að lausnari minn lifir og hann mun síðastur ganga fram af foldu. Eftir að þessi húð mín er sundurtætt, bein mín kramin og allt hold er af mér mun ég líta Guð. Ég mun líta hann mér til góðs, augu mín sjá hann og engan annan. Hjartað brennur af þrá í brjósti mér,“ segir í hinni mögn- uðu Jobsbók Biblíunnar. Frelsarinn okkar Jesús Kristur þráir að fá að reisa okkur upp. Okkur sem erum brotin á einn eða annan hátt andlega eða líkamlega, sem oft helst nú reyndar í hendur. Hann biður sjálfur fyrir okkur í þrengingum okkar. Hann biður þess að við látum ekki hugfallast því að hann, sem er upprisan og lífið sjálft, hefur sigrað heiminn. Við vitum svo sem ekki hvers við eigum að biðja eins og ber en andinn biður fyrir okkur með and- vörpum sem ekki verður í orð komið. Andi Guðs. Hann huggar okkur, líknar og læknar, styð- ur og styrkir til góðra verka og reisir okkur upp. Hann minnir okk- ur á hver við erum og óskar þess að við ljúk- um augum okkar upp svo við skynjum og finnum hve dýrmæt við erum í hans augum. Eilífðarverðmæti sem enginn fær deytt eða eytt. Þess vegna er það svo óendan- lega gott að fá að láta það eftir sér að hvíla í faðmi frelsarans, anda hans og friði sem er sannarlega raunverulegur, þótt hann sé æðri okkar skilningi. Boðið til eilífrar veislu Ég hef svo oft sagt og þreytist ekki á að minna á að ég er þess fullviss að ævinnar bestu stundir, ljúfustu draumar og innsta þrá séu í raun rétt aðeins sem forréttur- inn, aðeins forsmekkurinn að þeirri eilífðar veislu og dýrð sem lífið raunverulega er: Það líf sem bíður okkar á himnum eftir að augu okkar bresta og hjartað hættir að slá á þessari jörð. Þess vegna er svo dýrmætt að fá að fanga augnablikið og njóta þess að vera í núinu. Njóta ævinn- ar í ljósi lífsins, hins eilífa lífs, og aðventunnar í ljósi jólanna með dýrð páskadagsmorguns yfir og allt um kring. Sjálfur kærleikans Guð, himna- smiðurinn, höfundur og fullkomn- ari lífsins „þyrmdi ekki sínum eig- in syni heldur framseldi fyrir okkur öll. Hví skyldi hann ekki líka gefa okkur allt með honum?“ Biðjum hann sem er þess megn- ugur að líkna og lækna, gefa líf og viðhalda því að anda á okkur upp- risukrafti sínum svo við fáum risið upp og lifað í öllum aðstæðum. Þrátt fyrir mótvind. Líka þegar vonin virðist um það bil að bregð- ast okkur og slokkna. Lífið er í eðli sínu dásamlegt. Það liggur bara við að maður geti vanist því að vera til, þegar allt kemur til alls. Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda svo sem var í upp- hafi, er og verður um aldir og að eilífu. Með kærleiks- og friðarkveðju. Lifi lífið! Eilíf ást Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Lífið er í eðli sínu dásamlegt. Það ligg- ur bara við að maður geti vanist því að vera til, svona þegar allt kemur til alls. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.