Morgunblaðið - 27.11.2018, Side 23

Morgunblaðið - 27.11.2018, Side 23
Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2018 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæðismanna, SES Hádegisfundur SES Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra verður gestur á hádegisfundi SES á morgun, miðvikudaginn 28. nóvember kl. 12:00, í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Húsið opnað kl. 11:30. Boðið verður upp á súpu gegn vægu gjaldi, 1000 krónur. Allir velkomnir. Stjórnin. Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður haldið á henni sjálfri sem hér segir: Hvammkot, Svfél. Skagafjörður, fnr. 214-1109, þingl. eig. Db. Guðný Þórðardóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 3. desember nk. kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra 26. nóvember 2018 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Stólajóga kl. 9.30. Göngu- ferð kl. 10.15. Tálgað í tré kl. 13. Postulínsmálun kl. 13. Bíó á miðrými kl. 13.20. Kaffi kl. 14.30-15.20. Jólahlaðborð Aflagranda er fimmtudag- inn 6.desember, húsið opnað kl. 19. Skráning í s. 411-2701 / 411-2702 Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Botsía með Guðmundi kl. 10. Opið hús, t.d. vist og brids kl. 13-16. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna með leið- beinanda kl. 12.30-16. Kóræfing, Kátir karlar kl. 13. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. S. 535-2700. Áskirkja Spilum félagsvist í EFRI sal kirkjunnar í dag, þriðjudaginn 27. nóvember. En NEÐRI sal þriðjudaginn11. desember Byrjum að spila kl. 20. Allir velkomnir. Safnaðarfélag Áskirkju. Boðinn Botsía kl. 10.30. Fuglatálgun kl. 12.30. Brids og kanasta kl. 13. Bólstaðarhlíð 43 Yngingar jóga kl. 9-9.50, allir velkomnir. Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Botsía kl. 10.40- 11.20. Bónusrútan kemur kl. 14.40. Leshópur kl. 13. Lilja Sigurðardóttir les úr bók sinni SVIK. Opið kaffihús kl. 14.30-15. Qigong kl. 17.30. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl.14. Fella- og Hólakirkja Við byrjum með kyrrðarstund kl. 12 í kirkjunni. Eftir stundina er boðið upp á súpu og brauð. Við fáum rithöfundinn Önnu Rögnu Fossberg Jóhönnudóttur til okkar. Hún les upp úr bók- inni Auðna en hún er fyrsta bók höfundar og hefur fengið mjög góða dóma. Hún byggir söguna á raunverulegum atburðum í lífi íslenskrar fjölskyldu og teiknar upp atburðarás sem er lyginni líkust. Hefðbund- ið starf að öðru leyti. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Opin handverkstofa kl. 13. Landið skoðað með nútímatækni kl. 13.50. Kaffiveitingar kl. 14.30. Velkomin! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunkaffi kl. 9-10, bútasaumur kl. 9- 12, hópþjálfun með sjúkraþjálfara kl. 10.30-11.15, bókband kl. 13-17, frjáls spilamennska kl. 13-16, opin handverksstofa kl. 13-16, félagsvist kl. 13.30-16. Verið velkomin í Samfélagshúsið á Vitatorgi, Lindargötu 59. Síminn er 411-9450. Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30/15. Qi gong Sjálandi kl. 9. Karlaleikfimi Ásgarði kl. 12. Botsía Ásgarði kl. 12.45. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Bónusrúta fer frá Jóns- húsi kl. 14.45. Tréskurður / smíði kl. 9 / 13 í Kirkjuhvoli. Línudans í Kirkjuhvoli kl. 13.30 / 14.30. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramik málun kl. 9- 12. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 13-16. Línudans kl. 13-14. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30 Qigong kl. 10.30-11.30. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 10 stólaleikfimi, kl. 13 handavinna, kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14 hreyfi- og jafn- vægisæfingar, kl. 15 dans. Grensaskirkja Kyrrðarstund kl. 12. Gullsmári Myndlist kl. 9, botsía kl. 9.30, málm- og sifursmíði, kanasta / tréskurður kl. 13. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11, 500 kr. skiptið eða 1305 kr. mánuðurinn, allir velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30. Bónusbíllinn kl. 12.15. Spjallhópur kl 13, allir velkomnir. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15. Hæðargarður Hefjum daginn við hringborðið kl. 8.50, boðið upp á kaffi. Thai chi kl. 9-10, myndlistarnámskeið hjá Margréti Z. kl. 9-12, leikfimi kl. 10-10.45, hádegismatur kl. 11.30. Spekingar og spaugarar kl. 10.30-11.30, Listasmiðja er öllum opin frá kl. 12.30, Kríur myndlist- arhópur kl. 13, brids kl. 13-16, leiðbeiningar á tölvu kl. 13.10, enska I kl. 13-14.30, kaffi kl. 14.30, enska ll kl. 15. U3A kl. 17. Uppl. s. 411-2790. Korpúlfar Listmálun kl. 9 í Borgum og postulínsmálun. Botsía kl. 10 og 16 í Borgum. Helgistund kl. 10.30 í Borgum og leikfimishópur Korpúlfa í Egilshöll kl. 11 í dag. Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 13.30 og heimanámskennsla kl. 16.30 í Borgum. Minnum á félagsfund Korpúlfa á morgun, miðvikudaginn 28. nóvember kl. 13 í Borgum, mjög áhugaverð dagskrá og vonumst til að sjá sem flesta. Neskirkja Krossgötur kl. 13. Elínborg Sturludóttir, prestur í Dómkirkj- unni: Pílagrímaferðir á Íslandi og víðar. Kaffiveitingar. Seljakirkja Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi frétta- maður og útvarpsstjóri, segir okkur sögur úr lífi og starfi. Þór Breið- fjörð flytur okkur tónlistina við undirleik Vignis Stefánssonar. Að dagskrá lokinni verður gengið til máltíðar sem verður með hátíðlegu sniði, að hætti Lárusar Loftssonar. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 567 0110. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffispjall í krókn- um kl. 10.30. Pútt í Risinu kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 11.30. Bridge í Eiðismýri 30 kl.13.30. Helgistund, dagskrá og veitingar í kirkjunni kl. 14. Þórunn Valdimarsdóttir rithöfundur ræðir bók sína Skúli fógeti - faðir Reykjavíkur. Ath. á morgun miðvikudag verður gaman saman í Selinu kl. 20. Botsía-leikur. Allir velkomnir. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Leikfimi kl. 13. Bóka- bíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.00. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. Stangarhylur 4, Skák kl. 13, allir velkomnir. Bókmenntir fimmtudag 29. nóvember kl. 14-15.30 mun Bjarni Harðarson halda fyrirlestur um bók sína „Í skugga Drottins” um efni og baksvið sögunnar, umsjón Jónína Guðmundsdóttir. Allir velkomnir. Félagslíf  EDDA 6018112719 I Félag sjálfstæðismanna vestur- og miðbæ Fundur Sigríður Ásthildur Andersen dómsmálaráðherra ræðir stjórnmálaviðhorfið á opnum fundi Félags sjálfstæðismanna vestur- og miðbæ þriðjudaginn 27. nóvember kl. 17:00. Fundurinn verður haldinn á Sólvallagötu 7a. Allir velkomnir Stjórnin Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu LOK Á POTTA HEITIRPOTTAR.IS HÖFÐABAKKA 1 SÍMI 777 2000 Bókhald NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn- ingsfærslur o.fl. Hafið samband í síma 649-6134. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Bátar      Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 ✝ Sigrún Einars-dóttir fæddist 1. apríl 1929 á Blönduósi. Hún andaðist á Hrafn- istu í Reykjavík 16. nóvember 2018. Faðir hennar var Einar Skúlason Eymann frá Hofi í Vatnsdal, f. 1900, d. 1966, og móðir hennar var María Guðmundsdóttir frá Ísafjarðar- sýslu, f. 1905, d. 1992. Samfeðra bræður Sigrúnar voru Guð- mundur Jóhann Húnfjörð Ing- ólfsson, f. 1943, d. 1972, og Rún- ar Baldur Eyjólfsson, f. 1948, d. 1966. Sigrún ólst upp hjá fóstur- fjölskyldu á Torfalæk frá unga aldri og fram um tvítugt. Þaðan lá leið hennar til Reykjavíkur þar sem hún fór í Húsmæðra- skólann í Reykjavík. Sigrún gift- ist eiginmanni sínum, Ragnari Haraldssyni frá Kolfreyjustöð- um á Fáskrúðsfirði, f. 29. nóv- ember 1925, húsgagnasmíða- meistara, 29. desember 1951. Þau voru gefin saman af föður Ragnars, Haraldi Jónassyni presti á Kolfreyjustöðum. Þau byggðu framtíðarhúsið sitt, Langagerði 58 í Reykjavík, um svipað leyti. Árið 1959 eign- uðust þau soninn Harald Ragn- arsson, f. 15. nóvember 1959, d. 4. nóvember 2008, sem var þeirra einkabarn. Börn Har- aldar eru: 1) Ragn- ar Haraldsson, f. 1981, dóttir hans er Lára Rún, f. 2003. 2) Halla Ósk Haraldsdóttir, f. 1984, eiginmaður hennar er Jón Stef- án Scheving, f. 1974. Dætur henn- ar úr fyrra sam- bandi eru, Embla Nótt, f. 2004, Bjart- ey Gyða, f. 2008, og Arney Frigg, f. 2009. 3) Sigrún Elín Haraldsdóttir, f. 1988, sambýlis- maður hennar er Sveinn Þór Sveinsson, f. 1981. Saman eiga þau soninn Kristian Þór, f. 2014, dóttir hennar úr fyrra sambandi er Edda Þrá, f. 2006. Eiginkona Haraldar er Perla María Hauksdóttir, f. 1972, sam- an eiga þau dæturnar Hörpu Lind Haraldsdóttur, f. 1997, eiginmaður hennar er Sabah Bardhi, f. 1995, og Berglindi Haraldsdóttur, f. 2001. Ferðuðust þau hjónin mikið, bæði innan- og utanlands. Sig- rún prjónaði mikið og voru vörur hennar fáanlegar lengi vel hjá Handprjónasambandinu. Sigrún sótti Bústaðakirkju mik- ið, var í kórnum Glæðurnar, þau hjónin fóru í viku hverri og tóku í spil ásamt ýmsu öðru félags- starfi. Útför Sigrúnar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 27. nóvem- ber 2018, klukkan 13. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf) „Rúna mín“ eins og afi Jón ávarpaði ævinlega Sigrúnu. Hún var alin upp af ömmu minni og afa á Torfalæk í A- Húnavatnssýslu. Yngsta upp- eldissystir sex sona þeirra hjóna, Ingibjargar Björnsdótt- ur og Jóns Guðmundssonar. Sigrún hefur alla tíð verið stór þáttur í lífi okkar frænd- systkinanna. Ofarlega í huga eru árin á Torfalæk, þar sem hún og Imma frænka, önnur uppeldisdóttir ömmu og afa, þurftu ungar að árum að axla ábyrgð með afa og þeim bræðr- um sem heima voru eftir að amma féll frá árið 1940. Síðan kom Ásta hans Torfa frænda til sögunnar og Torfalækur áfram ættaróðalið. Þær þjóta fram minningarnar. Söngur, hlátur, gleði og ekki síst kærleikur. Langagerðið þeirra Sigrúnar og Ragnars, sem þeim þótti svo undurvænt um. Allar góðu stundirnar þar í gegnum árin. Bræðrunum frá Torfalæk var alltaf mjög umhugað um Sig- rúnu og Ragnar og kærleikur milli þeirra allra. Þegar ég óx úr grasi urðum við Sigrún enn nánari, ekki nema sjö ár voru á milli okkar. Mér er eiginlega orða vant, það er svo margs að minnast og tryggð þeirra, hennar og Ragnars, ómetanleg. Minningar okkar frændsyst- kinanna eru jafn margar og við erum mörg. Erfið veikindi eru að baki og eftir standa Ragnar og barnabörnin, sem áður voru búin að missa föður sinn, einka- son Sigrúnar og Ragnars, og sjá nú á eftir lífsförunaut og ömmu. Elsku Ragnar okkar og þið öll. Við bræðrabörnin frá Torfalæk höfum nú misst síð- asta „systkinið“ sem alið var þar upp. Þökkum fyrir gleðina, væntumþykjuna, tryggðina og allt sem við höfum átt saman í gegnum árin, veit ég tala hér fyrir hönd okkar allra. Góða heimferð í Sumarlandið elsku Sigrún okkar og blessi ykkur öll elsku Ragnar og afkomendur. Blessuð sé minning Sigrúnar Einarsdóttur. Ingibjörg Björnsdóttir. Sigrún Einarsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.