Morgunblaðið - 27.11.2018, Page 30

Morgunblaðið - 27.11.2018, Page 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2018 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Barna- og unglingabókin Bieber og Botnrassa í Bretlandi eftir Harald F. Gíslason er sjálfstætt framhald Bieber og Botnrassa, sem kom út í fyrra. Spenna, hasar og hamingja sagði gagnrýnandi Morgunblaðsins og var víst ekki einn um þá skoðun. Falleg og fyndin var líka haft á orði. Haraldur segir spennuna bara aukast, enda hljómsveitin Botnrassa komin mun nær markmiði sínu en í fyrri bókinni. Eftir sigur í æsispennandi keppni hér heima eru fjórmenningarnir, Andrea, Elsa Lóa, Tandri og Stúri á leið til Bretlands að keppa fyrir Ís- lands hönd um að komast á alheims- túr með sjálfum Justin Bieber. Þau eru bara tólf ára og yfir sig spennt fyrir keppninni. Fréttir af hryðju- verkaógn sem mamma Andreu er uggandi yfir slá þau að minnsta kosti ekki út af laginu. En svo fara voveif- legir atburðir að gerast og þau flækjast í dularfullt sakamál, - eins og í fyrri bókinni. „Saga Daw fléttast inn í atburða- rásina og er þýðingarmikil hliðar- saga,“ svarar Haraldur þegar hann er spurður út í fyrsta kaflann og stutta millikafla, sem allir nefnast Daw og eru inn á milli bókina í gegn. Nokkrar setningar í þeim fyrsta fá hárin ábyggilega til að rísa á mörg- um: „Ég hef sætt mig við örlög mín. Mig langar bara að klára þetta og komast á annan og betri stað. Ég hef ekkert að lifa fyrir. [...] Þetta er hvort eð er búið. Ógeðin höfðu verið að horfa á tónlistarmyndbönd í tölv- unni. Ég þori ekki að hlusta. Þá koma ógeðin strax.“ Framan af er ómögulegt að giska á hvers kyns Daw er eða ógeðin sem um ræðir. Höfundurinn talar heldur ekki af sér, en fullyrðir að nýja bókin sé þó engin hrollvekja. Alvöru sakamálasaga „Sagan hverfist í grunninn um tónlist og tónlistarkeppnina ytra, en Botnrassa spilar á fernum tón- leikum, síðast á sjálfum Wembley leikvanginum. Um leið er þetta al- vöru sakamálasaga með plotti og öllu sem slíkum sögum fylgir,“ segir Haraldur. Sjálfur er hann vel kunn- ugur í tónlistarbransann og á því auðvelt með að setja sig í spor krakkanna. Margir þekkja hann sem einn af Pollapönkurunum, sem unnu sér til frægðar að taka þátt í Euro- vision söngvakeppninni árið 2014. Eða sem starfandi formann Félags leikskólakennara hjá Kennara- sambandi Íslands, en hann er menntaður leikskólakennari og vann lengi sem slíkur. Þá var hann í hljómsveitinni Botnleðju, sem fór víða og spilaði m.a. á tónleikum í Bretlandi aldamótaárið – eins og Botnrassa núna í bókinni. „Botnleðja hefur ekki lagt upp laupana, við liggjum bara í dvala eins og birnirnir. Við og stelpurnar í Kolrössu krókríðandi vorum miklir vinir og spiluðum oft saman hér áður fyrr. Einhverju sinni í glensi komum við líka fram undir nafninu Botn- rassa, sem er náttúrlega samsuða úr báðum nöfnunum.“ Þannig að nafn hljómsveitarinnar í bókinni vafðist ekkert fyrir þér? „Nei, enda átti pabbi Andreu hug- myndina. Botnleðja og Kolrassa krókríðandi voru uppáhalds hljóm- sveitirnar hans þegar hann var ung- ur maður,“ segir Haraldur og stekk- ur ekki bros. „Krökkunum fannst hugmyndin ekkert sérstaklega góð til að byrja með, en fundu ekkert betra og því festist nafnið við sveit- ina,“ bætir hann við. Þekkir tónlistarheiminn Haraldur hefur lagt sitt af mörk- um til barnamenningar í áranna rás, til dæmis samdi hann lög og texta á barnaplötunni Hallilúja árið 2001 og hefur síðan gefið út plötur með frumsömdu efni þeirra Pollapönk- ara, sem enn eru í fullu fjöri. Og er þá aðeins fátt eitt talið. En hvernig kviknaði hugmyndin að bókunum um Botnrössu? „Ég hef lifað og hrærst í tónlistar- heiminum síðan ég var unglingur og þekki þennan heim því ágætlega. Þess vegna lá nokkuð vel fyrir mér að skrifa um hljóðprufur og annað slíkt sem tilheyrir hljómsveitar- stússi og tónleikahaldi. Ég vildi líka skrifa um eitthvað sem fremur lítið hefur verið fjallað um. Mér vitanlega hafa svona ungir krakkar í hljóm- sveit ekki verið söguhetjur í mörg- um barna- og unglingabókum, öfugt við til dæmis börn í íþróttum. Sem krakki las ég töluvert og hafði sér- staklega gaman af spennusögum þar sem sakamál komu við sögu eins og í bókunum eftir Enid Blyton. Mér fannst því liggja beinast við að sam- eina þessi áhugamál; tónlist og saka- mál. Mig langaði að koma lesendum á óvart rétt eins og mér þótti gaman þegar mér var komið á óvart.“ Í sakamálasögu fyrir börn? „Bókin er fyrst og fremst barna- og unglingabók. Þótt spennan sé mikil eru engar hræðilegar lýsingar í henni, sem gætu valdið martröðum. Af og frá. Tíu ára dóttir mín, sem er minn besti yfirlesari, getur vitnað um að svo sé ei - væri hún spurð.“ Heilabrot og hughrif Haraldur segir að vissulega megi lesa boðskap í báðum bókunum, hann sé þó hvorki aðalatriðið né settur fram sem einhvers konar pre- dikun. „Fram kemur að einelti í æsku getur haft langvarandi áhrif, en í fyrri bókinni eru þeir fullorðnu enn að díla við áhrif þess. Svipað er uppi á teningnum í seinni bókinni, sem fjallar um hvernig uppeldið get- ur mótað mann og haft áhrif á hvernig maður sér lífið sem fullorðin manneskja.“ Haraldur segir að áður en hann hefjist handa við skriftirnar, sé hann búinn að ákveða hvert hann vilji fara með söguna. „Fyrst set ég upp í skjal það sem ég vil láta gerast, hvaða hliðarsögur ég vil segja og hvernig sögurnar tengjast. Smám saman kemur svo meira kjöt á bein- in og vinnst ofan af plottinu sem upplýsist í sögulok.“ Formúlan er ekki flókin og mark- miðið kannski ekki heldur, en Har- aldur kveðst einfaldlega vilja skrifa bók sem börnum finnist gaman að lesa og virkilega sökkvi sér ofan í. „Ég vil að lesturinn sé þeim í senn upplifun og uppgötvun. Að þau brjóti heilann um hvað er að gerast, hver gerði hvað og hvernig, hver sé vondi kallinn, af hverju þetta og hitt sé svona en ekki hinsegin og þar fram eftir götunum. Ef Bieber og Botnrassa í Bretlandi veldur heila- brotum og jafnframt hughrifum þá er markmiðinu náð,“ segir Haraldur, sem útilokar ekki að skrifa þriðju bókina um Botnrössu í fyllingu tím- ans. Botnrassa kemst í hann krappan  Út er komin önnur bókin um ævintýri hljómsveitarinnar Botnrössu  Höfundurinn, Haraldur F. Gíslason, fer með sveitina til Bretlands  Æsispennandi tónlistarkeppni og dularfullir atburðir Morgunblaðið/Eggert Upplifun og uppgötvun Haraldur Freyr ásamt dætrum sínum, Huld (t.v.) og Hrönn. Hann vill að lestur sé börnum í senn upplifun og uppgötvun og segir markmiði sínu náð ef sagan valdi heilabrotum og hughrifum. Belgísk yfirvöld gerðu upptæk í vik- unni 58 verk eftir götulistamanninn Banksy eftir að í ljós kom að fyrir- tækið sem sýndi þau væri mögulega að gera það í leyfisleysi og væri að auki ekki tryggt fyrir hugsanlegu tjóni á þeim. Verkin eru metin á 15 milljónir evra, um tvo milljarða króna, og voru til sýnis í Brüssel í tómu húsnæði sem áður hýsti mat- vöruverslun. Sýnandinn viðurkenndi að mögulega væru engar tryggingar fyrir tjóni, þjófnaði eða skemmdar- verkum og greinir breska ríkis- útvarpið frá því að málið tengist deilum fyrrverandi umboðsmanns Banksys, Steve Lazarides, sem setti sýninguna saman, og þýsks fyrir- tækis, On Entertainment, um rétt- inn til sýningar á verkunum. Sýningin bar titilinn Banksy Unauthorised, þ.e. Banksy án leyfis, sem er viðeigandi titill þar sem talið er að Banksy hafi ekki veitt leyfi fyr- ir henni. On Entertainment hafði milligöngu um sýninguna sem fyrir- tækið Strokar stóð að og sagðist hafa leyfi fyrir. Málið er nú komið fyrir dómstóla í Belgíu sem þurfa að skera úr um lögmæti sýningarinnar. Niðurstaða ætti að liggja fyrir á næstu mánuðum en þangað til verða verkin í öruggri geymslu belgískra yfirvalda. Banksy án leyfis? AFP Þekkt Eftirmynd af Stúlku með rauða blöðru, þekktu verki eftir hinn dular- fulla Banksy, á sýningu í Mílanó sem opnuð var 21. nóvember síðastliðinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.