Morgunblaðið - 27.11.2018, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 27.11.2018, Qupperneq 36
Íslensk framleiðsla TRYGGIR ÖRUGGAN BAKSTUR ROYAL Ingibjörg Azima tónskáld gefur út sönglagabókina Varpaljóð á Hörpu, með tíu frumsömdum lögum við ljóð rithöfundarins og ljóðskálds- ins Jakobínu Sigurðardóttur, í til- efni af því að Jakobína hefði orðið 100 ára á þessu ári hefði hún lifað. Bókin kemur út í dag og verður út- gáfunni fagnað með tónleikum í Hannesarholti kl. 20. Flytjendur á þeim verða Margrét Hrafnsdóttir sópran, Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór og Guðrún Dalía Salómons- dóttir píanóleikari. Sönglagabók fagnað ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 331. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. „Fyrir mig er persónulegur sigur að skora sjö mörk í þrettán leikjum og eiga nokkrar stoðsendingar. Auð- vitað hjálpar það mér í framhaldinu þótt aðalatriðið hafi verið að liðið hafi haldið sæti sínu í deildinni. Ég gæti ekki verið ánægðari með þetta hálfa ár hjá Lilleström,“ segir bjarg- vættur norska fótboltaliðsins Lille- ström, Arnór Smárason. » 2-3 Gæti ekki verið ánægð- ari með þetta hálfa ár ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM „Ég geri mér að sjálfsögðu vonir um að fá að spila. Ég er ekki tvítug leng- ur og ég vil taka þátt og hjálpa lið- inu, frekar en að sitja á bekknum mestallan tímann. Ég trúi því að ég hafi verið kölluð inn í hópinn til þess að spila. Ég hef verið lengi í þessu og ég þekki vel þann varnarleik sem íslenska landsliðið hefur verið að spila að undanförnu,“ segir hin 35 ára gamla Martha Hermannsdótt- ir sem í gær var valin í landslið Íslands í handknattleik í fyrsta skipti. »1 Trúi því að ég sé kölluð inn til að spila Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það er einhver orðrómur um að Grýla sé dauð og hætt að borða börn. Það er að mínu mati enginn fótur fyrir því. Ég held að Grýla lifi sældarlífi í fjöllunum og borði enn sitt mannlega sushi,“ segir Terry Gunnell, prófessor í þjóð- fræði við Háskóla Íslands, en hann flutti erindið, Hún er svo ófríð og illileg, í Grýlukaffi Borgarbókasafnsins í menningar- húsinu Spönginni í gær. Erindið fjallaði um ættingja Grýlu í Skandinavíu, Þýskalandi, Austur- ríki, Írlandi og jafnvel víðar. Terry sem lengi hefur rannsakað jóla- og dulbúningasiði á Norður- löndum segir að í gamla daga hafi fólk farið töluvert á milli bæja í lok ársins klætt í dulbúninga sem huldu bæði andlit og hendur þann- ig að erfitt var að vita hver væri á ferð. Aðallega hafi þetta verið ungir og ógiftir menn sem fengu kjöt og áfengi frá þeim sem þeir heimsóttu. Þessi siður hafi einnig viðgengist í þýskumælandi ríkjum. Nafnið Grýla þekkist í sambandi við slíka siði í Færeyjum og á Hjaltlandi en þar tengjast heim- sóknirnar ekki jólunum. Í Fær- eyjum var Grýla kölluð Grylen og kom á föstunni. Á Hjaltlandi komu hópar af svokölluðum Gröliks í heimsókn á halloween. Í Austur- ríki heita ættingjar Grýlu Kramp- us og Precthen, þeir koma í heim- sókn á jólatíma stundum með dýrlingnum Sankti Nikulási til að kanna hvort börnin séu stillt og góð og kunni að lesa. „Um tilvist Grýlu er fyrst vitað á 13. öld. Í Íslendinga sögu Sturl- ungu birtist nafn hennar í frásögn um mann sem hét Steingrímur Skinn-Grýluson sem gerði grín að Lofti Pálssyni og fleirum í vísu- formi: Hér fer grýla er garð ofan og hefur á sér hala fimmtán. Terry segir að á Íslandi hafi Grýla tengst jólunum í fyrsta skipti á 16. öld. Hún hafði þá verið búin að taka jólasveinana að sér og jólaköttinn stuttu síðar. „Það er mögulegt að jólakötturinn teng- ist einnig dulbúningasiðum í gegn- um Norðmenn sem voru hér á hvalveiðum og voru vanir því að klæða sig í búninga, svokallaða „julegeit“ og „julebukk“, á jólum. Þar sem ekki er vitað til þess að geitur hafi verið á Íslandi á þeim tíma er hugsanlegt að köttur hafi komið í staðinn,“ segir Terry sem segir Grýlu lítið hafa breyst í gegnum árhundruðin. Hún sé þekkt fyrir að hafa borðað fyrsta eiginmann sinn og ráði ríkjum í fjöllunum þar sem enginn þori að vefengja hana. Grýla fyrsti femínistinn „Grýla hefur lítið breyst í gegn- um árhundruðin og ef til vill er hún fyrsti femínistinn. Hún er langt frá því að vera dauð og birt- ist reglulega á Þjóðminjasafninu og á brennum hér og þar,“ segir Terry sem segir tilgang Grýlu fyrst og fremst þann að fá fólk til að haga sér vel og í dag séu það helst stjórnmálamenn og banka- menn sem þurfi að hræðast hana. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ógnvekjandi Terry Gunnell er áhugasamur um jóla- og dulbúningasiði. Grímuna fann hann á Sardiníu. Hún er ófríð og illileg  Stjórnmála- og bankamenn þurfa helst að hræðast Grýlu  Lifir sældarlífi í fjöllunum  Jólaköttur í stað jólageitar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.