Morgunblaðið - 28.11.2018, Page 6

Morgunblaðið - 28.11.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Þörfum hverra er mætt og þörfum hverra er fórnað? Hvers konar sam- félag er hjúkrunarheimili og hvaða hlutverk viljum við að hjúkrunar- heimili hafi? voru meðal þeirra spurn- inga sem Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, varpaði fram á málþingi Samtaka fyrirtækja í velferðarþjón- ustu sem haldið var í gær. ,,Hjúkrunarheimili hafa verið að þróast í þá áttina að leggja aukna áherslu á lífsgæði og vellíðan íbúanna og það hafa fyrirmæli og samningar við stjórnvöld gengið út á,“ segir Halldór sem velti því upp hvort sú áhersla gæti átt samleið þegar bland- að væri saman inn á hjúkrunarheimili öldruðum og fólki yngra en 67 ára með geð- og fíknisjúkdóma. Halldór segir að nokkur ár séu síðan lögunum var breytt og aldursskilyrði fjarlægð úr reglum. Hann segir að það hafi verið hugsað m.a. vegna einstaklinga sem greindust ungir með heilabilun og þá horft til þess að fagþekking vegna heilabilunar væri til staðar inn- an hjúkrunarheimila og dagþjálfunar. Þetta hafi líka komið til vegna skorts á úrræðum fyrir geðfatlaða, eintak- linga í vímuefnavanda og einstaklinga með mikla hegðunarerfiðleika. Hall- dór segir að ef einstaklingur sem þurfi á hjúkrunarþjónustu að halda og aðstandendur hans gætu mögu- lega verið sammála því að það væri besta og skynsamlegasta og farsæl- asta lausnin fyrir viðkomandi þá gæti dvöl á hjúkrunarheimili átt rétt á sér, að því gefnu að hann eigi samleið með íbúunum sem fyrir eru. Halldór segir að ef svarið sé nei þá eigi að gjalda varhug við því sem verið sé að gera. ,,Við höfum skoðað þá hugmynd lít- illega á Akureyri að útbúa séreiningu fyrir þá einstaklinga sem hafa slíkar sérþarfir innan hjúkrunarheimila. Það er líka umhugsunarvert að ein- staklingur með vímuefna- eða hegð- unarvandkvæði í dag fær mögulega skertari þjónustu um leið og hann verður 67 ára gamall,“ segir Halldór og bætir við að það sé ekki mjög hentugt að vera með starfsemi fyrir ólíka hópa í sömu húsakynnum. Hall- dór sagði í erindi sínu að öldruðum væri gjarnan kennt um fráflæðis- vanda sjúkrahúsanna en það væri ekki sanngjarnt þegar 200 einstakl- ingar yngri en 67 ára með marg- þættan vanda dvelji í hjúkrunar- rýmum. Styrkja þarf fjárhag og fagþekkingu til að takast á við ný verkefni, annars er hætt við að það bitni á gæðum þjónustunnar fyrir þá sem fyrir eru. Auka þarf NPA-þjónustu Þuríður Harpa Sigurðardóttir, for- maður Öryrkjabandalags Íslands, segir að Öryrkjabandalagið hafi sett sig upp á móti breytingum á laga- grein sem tók gildi í haust og bent á að í stað þess að bjóða einstaklingum yngri en 67 ára sem væru að kljást við veikindi eða fötlun hjúkrunar- pláss, væri nær að skoða aukna heimaþjónustu eða NPA, notenda- stýrða persónulega aðstoð, til að tryggja að þeir einstaklingar gætu búið á heimili sínu sem lengst. „Ég hef miklar áhyggjur af því hvernig litið er á einstaklinga sem eldast, fatlast eða veikjast. Er stefn- an að blanda þeim öllum saman í einn kassa og vonast til þess að allt fari á besta veg?“ spyr Þuríður sem telur að það vanti heildarstefnu í þessum málum. Hún bendir á að það geti ver- ið jafn slæmt fyrir ungt fólk að dvelja á hjúkrunarheimilum eins og fyrir eldra fólk að búa með yngra fólki sem sé á allt öðrum stað í lífinu. Á sama tíma þyki það sjálfsagt að til sé hús- næði fyrir eldri en 50 ára þar sem barnafólk fær ekki að búa. Þuríður hefur áhyggjur af því að þegar fólk flytur á hjúkrunarheimili þá missi það réttindi sem það á, s.s. ferðaþjónustu þannig að fólk hafi meiri rétt búandi í sjálfstæðri búsetu. Á ráðstefnunni í gær vék Þuríður að 19. gr mannréttindasáttmála Sam- einuðu þjóðanna sem fjallar um sjálf- stætt líf. Hún segir að þrátt fyrir að ekki sé búið að lögfesta sáttmálann á Íslandi þá verði að vinna eftir honum og fatlað fólk eigi rétt á valkostum þegar kemur að búsetu jafnt og aðrir. Það sé ekkert jafnrétti fólgið í því að verða á besta aldri að þiggja dvöl á hjúkrunarheimili, stefna stjórnvalda ætti að vera sú að auka við NPA- samninga og heimaþjónustu þannig að sem flestir geti búið heim hjá sér. Aldrað fólk á sínu ævikvöldi ætti ekki að þurfa að búa með fólki sem hafi allt aðrar þarfir. Ólíkar þarfir ungra og aldinna  Málþing um sambúð ungs fólk og aldraðra á hjúkrunarheimilum  Fólk með geðröskun eldist fyrr  „Er stefnan að safna öllum saman í einn kassa?“  Aldraðir ekki eina orsök fráflæðisvanda LSH Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Hjúkrunarheimili Að mörgu þarf að hyggja ef breyting er fyrirhuguð á aldurssamsetningu íbúa hjúkrunarheimila. Þuríður Harpa Sigurðardóttir Halldór Guðmundsson Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Kaupmenn virðast flestir sammála um að sala sé búin að vera góð það sem af er nóvember. Þeir verslunar- menn sem einnig halda úti netversl- un segja mestan vöxt hafa verið í sölu vöru á netinu, en þrír stórir net- tilboðsdagar voru í nóvember, svart- ur föstudagur, netmánudagur og dagur einhleypra. „Margir verslunarmenn sögðu netmánudag hafa verið sérstaklega góðan í ár hvað sölu varðar, en svart- ur föstudagur var einnig mjög góður. Hástökkvari ársins virðist hins veg- ar vera dagur einhleypra þó hann sé ekki enn orðinn jafn söluhár hér á landi og hinir nettilboðsdagarnir,“ segir Árni Sverrir Hafsteinsson, for- stöðumaður Rannsóknaseturs versl- unarinnar, við Morgunblaðið, og bendir á að þeir verslunarmenn sem ekki bjóða upp á netverslun hafi á sama tíma „orðið svolítið undir“. Er nú allt klárt fyrir jólin? Dagur einhleypra á rætur sínar að rekja til Kína og ber alltaf upp á 11. dag hins 11. mánaðar. Svartur föstu- dagur og netmánudagur eiga upp- runa sinn í Bandaríkjunum og eru, líkt og heiti þeirra gefa til kynna, haldnir föstudag og mánudag eftir þakkargjörðarhátíðina vestanhafs. Aðspurður segir Árni Sverrir kaupmenn ekki á einu máli um hvort landinn hafi með kaupgleði sinni í nóvember klárað innkaupin fyrir komandi jólahátíð. „Sumir sem ég hef talað við vilja halda því fram að þetta sé aðeins for- smekkur þess sem kann að gerast í desember, en ég er ekki alveg sann- færður. Ég held að jólaverslunin gæti hafa færst framar en áður. Þetta á þó allt eftir að koma í ljós þegar desember verður gerður upp.“ Morgunblaðið/Hanna Kaupæði Verslanir buðu margar upp á tilboð á svörtum föstudegi. Netæði landans kætir kaupmenn  Þrír stórir nettilboðsdagar fyrir jól „Það er þannig að þeir sem eru með geðklofa eldast fyrr en jafn- aldrar þeirra og einstakl- ingum sem notað hafa vímuefni í miklum mæli er hættara við að fá heila- skemmdir og snemmbær elli- glöp. Þetta gæti skýrt hluta þeirra 200 sem búa á hjúkr- unarheimilum yngri en 67 ára,“ segir Gunnlaug Thor- lacius, formaður Geðverndar- félags Íslands, og bætir við að oft séu þetta einstaklingar sem séu líkamlega vel á sig komnir og falli því ekkert sér- staklega vel inn í hópinn með- al aldraðra hjálparvana ein- staklinga. Gunnlaug segir að geðfatl- aðir einstaklingar geti stund- um þrátt fyrir gott líkamlegt ástand verið ófærir um að sinna athöfnum daglegs lífs og ungt fólk í ágætu líkamlegu ástandi með heilabilun þurfi á aldursvarandi þjálfun að halda en það sé líklega misjafnt eftir stofnunum hvaða möguleikar séu á slíkri þjálfun. Gunnlaug segir að á hjúkr- unarheimilinu Mörkinni sé sér- stök deild fyrir aldraða með geðraskanir og þar hafi yngra fólk með snemmbæra öldr- unarsjúkdóma fengið dvöl. Geðklofi og vímuefni flýta öldrun SNEMMBÆR ELLIGLÖP Gunnlaug Thorlacius Hafísinn var kominn vel inn fyrir miðlínuna milli Íslands og Grænlands í gærmorgun og var um 40 sjómílur (74 km) norðvestur af Straumnesi, eins og sjá má á hafískorti sem eld- fjallafræði- og náttúruvárhópur Há- skóla Íslands birti. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í land- fræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að hafísinn næst landinu væri mjög nýlega mynduð og frekar þunn hafísbreiða. Ingibjörg hefur fylgst með ísnum frá því að hann kom suður fyrir Scores- bysund og hefur hann breitt hratt úr sér og verið mikil nýmyndun, líklega vegna kalds yfirborðssjávar á þessum slóðum. „Ég hugsa að hann verði fljótur að láta sig hverfa, bæði muni hann brotna hratt upp og vindar feykja honum vestar í veðrinu sem von er á,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði að ef aftur kæmi hæglætisveður mætti búast við að ísinn breiddi aftur úr sér. Hafískortið var gert eftir SENT- INEL-1 ratsjármynd frá Coper- nicusaráætlun ESB. Kortagrunnur er frá Landmælingum Íslands. gudni@mbl.is Hafís á Grænlandssundi í gær kl. 08:21 Miðlína Ísland/Grænland Hafís Hafísinn nokkuð nærri en hörfar svo Yfirvöld í Nepal hafa staðfest að lík Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, sem fórust í október 1988 við fjallgöngu á fjallinu Pumori í Nepal, séu fundin. Leifur Örn Svav- arsson, frá Íslenskum fjallaleiðsögu- mönnum, fór fyrir hópi innfæddra fjallamanna sem náði í líkamsleifar þeirra og kom þeim á sunnudag til Katmandu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. „Hafa lík þeirra Kristinn og Þor- steins nú verið afhent aðstandendum. Bálför þeirra fór fram í Katmandú í dag kl. 14.15 að íslenskum tíma. Áætl- að er að aðstandendur komi með öskuker þeirra heim til Íslands um næstu helgi,“ sagði í tilkynningunni. Fjallgöngumenn Kristinn og Þorsteinn fórust í Nepal árið 1988. Bálför Ís- lendinga í Katmandú

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.