Morgunblaðið - 28.11.2018, Page 8

Morgunblaðið - 28.11.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018          www.tonastodin.is Landsins mesta úrval af trommum         faglega þjónustu,        Í tíð vinstri stjórnarinnar á ár-unum 2009-2013 var fylgt for- dæmi frá Evr- ópu og ýtt undir notkun dísilbíla. Í þeim skattahækk- unum sem bíla- eigendur fengu yfir sig á þeim árum voru skattarnir stilltir þannig af að dísilbílar yrðu hagstæðari en bensínbílar.    Þetta var gert þrátt fyrir ábend-ingar um að dísilbílar meng- uðu ekki minna heldur meira en bensínbílar.    Almenningur brást við eins ogætla mátti og keypti frekar dísilbíla en bensínbíla með þeim af- leiðingum að mengun jókst, þó að ástæða hækkunarinnar væri sögð sú að dísilbílar væru umhverfis- vænni en bensínbílar.    Nokkrum árum seinna var nýríkisstjórn við völd og þá voru gjöld á dísil hækkuð meira en á bensín til að leiðrétta vitleysuna, með þeim afleiðingum auðvitað að dísilbílarnir sem fólk hafði verið hvatt til að kaupa urðu dýrari í rekstri og minna virði.    Nú berast fréttir af því frá Evr-ópusambandinu að mengun frá bílum kosti heilbrigðiskerfið þar að minnsta kosti 70 milljarða evra á ári. Um 75% mengunarinnar stafa af dísilbílum.    Þessi þróun viðhorfa til dísilnotk-unar í bílum er ágæt áminning um hve varasamt getur verið að hlaupa hugsunarlaust á eftir dill- unum frá Evrópusambandinu. Nauðsynlegt er fyrir Íslendinga að leggja á þær sjálfstætt mat. Dísildillan STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Töluvert magn lyfja berst út í umhverfið hér, samkvæmt nið- urstöðum rann- sóknar sem Um- hverfisstofnun (UST) gerði í sumar. Tekin voru sýni í sjón- um við Kletta- garða í Reykjavík, í Varmá neðan við Hveragerði og í Mývatni við Reykjahlíð. Hér fundust fjögur af 16 efnum sem eru á vaktlista Evrópusam- bandsins (ESB), það eru Clarithom- ycin, Diclofenac og Erythromycin sem finnast í sýkla- og bólgueyðandi lyfjum. Einnig fannst kynhormónið estrógen. Á sænska vaktlistanum eru 20 efni og fundust 15 þeirra í sýn- unum. Þau finnast m.a. í geðlyfjum, hjarta- og blóðþrýstingslyfjum, sýklalyfjum, verkjastillandi og lyfjum sem tekin eru við sveppasýkingum og kynsjúkdómum. Þetta bendir til þess að töluvert mikið af lyfjum berist út í umhverfið með frárennsli. UST bend- ir á mikilvægi þess að lyfjum sé skilað í apótek til eyðingar í stað þess að sturta þeim niður. Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, verkefnastjóri hjá UST, sagði að lyf gætu borist út í umhverfið ef fólk sturtaði þeim í salernið í stað þess að láta farga þeim. Hin leiðin er að fólk skili efnunum frá þvagi eða hægðum. Auk þess eru til lyfjakrem með virk- um efnum sem fólk þvær af sér. Estrógenið getur komið úr pillunni eða lyfjum sem notuð eru við tíða- hvörf eða kynskiptaaðgerðir. Virkt efni sem þekkt er í júgurbólgulyfi og gefið er búfé fannst í töluverðum styrk í Mývatni. Það bendir til að það sé komið frá landbúnaði. Aðalbjörg sagði að svo virtist sem við værum á svipuðum slóðum í þess- um efnum og nágrannaþjóðirnar. Hér eru færri íbúar og þess vegna er styrkur efnanna minni en t.d. í Sví- þjóð. Ferðamenn virðast hafa áhrif því við Mývatn mældust efnin í meiri mæli en ætla mætti miðað við fjölda íbúanna. Styrkur efna var töluverður í Varmá neðan við Hveragerði. Aðalbjörg sagði að lyfjaleifar í um- hverfinu væru tiltölulega nýupp- götvuð ógn. Innan ESB er nú unnið að áhættugreiningu og má eiga von á að á grundvelli hennar verði sett ör- yggismörk fyrir þessi efni í umhverf- inu. gudni@mbl.is Lyfjaleifar fund- ust í náttúrunni  Ekki er gott að sturta lyfjunum í salernið Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir Stjórnvöld og heildarsamtök á vinnumarkaði hafa komið sér saman um átakshóp um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði í kjölfar 12. samráðsfundar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem haldinn var á föstudaginn var. Forsætisráðherra, félags- og jafn- réttismálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu sameigin- lega tillögu á ríkisstjórnarfundi í gær. Formenn hópsins verða Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðar- forstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóa- hafna. Auk þeirra verða í nefndinni þrír fulltrúar frá ríki, tveir frá sveit- arfélögum og þrír frá heildarsam- tökum á vinnumarkaði. Hópnum er ætlað að hafa samráð við aðra starfshópa um húsnæðis- mál. Skila á niðurstöðu til stjórn- valda og samtaka vinnumarkaðarins eigi síðar en 20. janúar á næsta ári. Íbúðalánasjóður mun vinna með hópnum ásamt öðrum sérfræð- ingum. Fram kemur í tilkynningu forsæt- isráðuneytisins að á árunum 2013- 2017 fjölgaði íbúðum hér á landi um 6.500. Að mati Íbúðalánasjóðs hefði íbúðum þurft að fjölga mun meira, eða um hátt í 16 þúsund til þess að mæta að fullu þeirri þörf fyrir íbúðir sem skapaðist á tímabilinu. Átakshópur af stað í húsnæðismálum  Ætlað að skila heildstæðum tillögum til stjórnvalda fyrir 20. janúar 2019 Morgunblaðið/Hari Fasteignir Fjölga þarf íbúðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.