Morgunblaðið - 28.11.2018, Síða 10
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Eigendur Stálskipa taka þátt í upp-
byggingu fjölda íbúða við Hlíðarenda.
Fjárfestingin er í gegnum Fjárfest-
ingafélagið Hlíð og varðar svo-
nefndan D-reit á Hlíðarenda.
Stærsti hluthafinn í Fjárfestinga-
félaginu Hlíð eru hjónin Guðrún
Helga Lárusdóttir og Ágúst Sigurðs-
son, og dætur þeirra, Jenný, Ólafía
Lára og Helga, en saman eiga þau
36,4% hlut í Hlíð. Næst kemur Sig-
urður Sigurgeirsson fjárfestir, sem á
29,1% hlut. Félagið Civitas á 20% hlut
og Vátryggingafélag Íslands 14,5%.
Kjartan Már Sigurgeirsson, bróðir
Sigurðar, er hluthafi í Civitas. Sam-
kvæmt hluthafaskrá Creditinfo á
hann 33,3% hlut í Civitas og því 6,66%
hlut í Hlíð. Tvær fjölskyldur eiga því
samtals yfir 70% hlut í Hlíð.
Juku við hlut sinn í félaginu
Samkvæmt upplýsingum frá full-
trúa Hlíðar juku Stálskipafjölskyldan
og Sigurður við hlut sinn í félaginu
fyrr á þessu ári. Keyptu þau út hlut
Steinsteypunnar. Að baki þeim
eignarhluta voru ýmsir fjárfestar.
Má þess geta að maki Jennýjar,
Halldór Kristjánsson rafmagnsverk-
fræðingur, er stjórnarmaður í Hlíð og
í leigufélaginu Heimavöllum, sem er
einnig að fjárfesta á Hlíðarenda.
Sagt var frá því í Morgunblaðinu í
fyrrahaust að Heimavellir hefðu
keypt um 80% af E-reitnum (sjá kort
á næstu síðu) af félaginu Frostaskjóli.
Samkvæmt upplýsingum frá félögun-
um munu Heimavellir eiga 164 íbúðir
en Frostaskjól 14, samtals 178 íbúðir.
Fyrstu íbúðirnar á E-reit verða af-
hentar í vor, eða sumarbyrjun, og eru
verklok áformuð eftir 22 mánuði, eða
í október/nóvember 2020. Meðal fjár-
festa sem seldu hlut sinn í Hlíð er
Þórarinn Arnar Sævarsson fast-
eignasali. Samkvæmt Creditinfo á
hann 17,45% hlut í Kaldalóni bygg-
ingum hf.
Kaldalón hefur að undanförnu
keypt tvo byggingarreiti. Annars
vegar hluta fyrirhugaðrar Voga-
byggðar. Seljandi var fasteigna-
þróunarfélagið Festir sem er í eigu
Ólafs Ólafssonar, sem er gjarnan
kenndur við Samskip, og eiginkonu
hans, Ingibjargar Kristjánsdóttur.
Kaldalón keypti jafnframt meirihluta
í Vesturbugtarverkefninu.
Markaður með stóra byggingar-
reiti á höfuðborgarsvæðinu hefur því
verið virkur undanfarið.
Sigurður selur á D-reit
Hlíðarendi er stærsta einstaka
þéttingarsvæðið við miðborgina. Þar
munu enda rísa allt að 930 íbúðir.
Teikningar/Alark arkitektar
Arnarhlíð Fjölbýlishúsið til vinstri, Arnarhlíð 1, var afhent sl. sumar. Skv. fasteignaskrá er búið að selja rúman helming íbúða. Hugmyndir eru um að borg-
arlínan fari um götuna. Þar er áformað að hafa fjölda verslunar- og þjónusturýma á jarðhæð. Til norðurs er að hefjast mikil uppbygging við Landspítalann.
Saman með hundruð íbúða
Eigendur Stálskipa og bræðurnir Sigurður og Kjartan Sigurgeirssynir byggja íbúðir á Hlíðarenda
Hugmyndir eru um að borgarlínan fari um Hlíðarendasvæðið eftir svonefndum Snorrabrautarás
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018
FATNAÐUR Á ALLA
FJÖLSKYLDUNA
úr lífrænni ull og silki
Kíktu á
netverslun okkar
bambus.is
Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
Opið laugardaginn
1. des. Kl. 12-15