Morgunblaðið - 28.11.2018, Page 11

Morgunblaðið - 28.11.2018, Page 11
Samkvæmt heimildum blaðsins má ætla að lóðaverð sé 7-10 milljónir króna á íbúð. Af því leiðir að mark- aðsverð lóða á svæðinu er milli 6 og 9 milljarðar króna. Á móti kemur að lóðarverð gæti orðið lægra í áform- uðum námsmannaíbúðum á A-reit. Fjárfestingafélagið Hlíð keypti stóran hluta af D-reit af félaginu NH eignum, sem var í eigu Sigurður Sig- urgeirsson fjárfestis. Hann er sem fyrr segir nú annar stærsti hluthafinn í Hlíð á eftir Stálskipafjölskyldunni. Sigurður á áfram C-reitinn á Hlíð- arenda í gegnum félagið Dalhús. Loks hafa Valsmenn hf. átt 50% hlut í F-reit og hópur fjárfesta 50% hlut. Kristján Arason leiðir hópinn Samkvæmt heimildum blaðsins fór Kristján Arason, fv. landsliðsmaður í handknattleik, fyrir hönd Centru fyrirtækjaráðgjafar, fyrir hópi fjár- festa sem keyptu helmingshlut á móti Valsmönnum. Mun algengt í slíkum verkefnum að fjárfestar leggi fram 25-30% eigin fé. Afangurinn er lántaka. Þegar langt sé liðið á verkið, og ádráttur framkvæmdaaðila að aukast, sé al- gengt að sala íbúðanna hefjist. Raun- hæft sé að reitir C-F verði fullbyggðir innan þriggja ára. Göturnar í nýja hverfinu munu bera fuglaheiti. Nyrst verður Vals- hlíð, vestast Haukahlíð, syðst Hlíðar- fótur og austast Arnarhlíð. Smyrils- hlíð mun tengja Arnarhlíð og Hauka- hlíð frá austri til vesturs og Fálkahlíð mun tengja Valshlíð og Hlíðarfót frá norðri til suðurs. Á reitunum fjórum verða allt að 673 íbúðir og 43 stigagangar. Undir þeim verða bílakjallarar og ofan á þeim stórir inngarðar. Við göturnar Arnarhlíð og Hlíðarfót er gert ráð fyrir verslun og þjónustu á jarðhæð. Á götuhornum fara verslunar- og þjónusturýmin inn í hliðargöturnar. F-reitur snýr hvorki að Arnarhlíð né Hlíðarfæti og er því hreinn íbúða- reitur, einn reita svæðisins. Kristján Ásgeirsson, arkitekt á ALARK arki- tektum ehf., er skipulagshöfundur svæðisins og hefur auk þess komið að hönnun reita B og D. Reitur B er nánast tilbúinn en 40 íbúðir í fjölbýlis- húsi sem þar stendur fóru í sölu síð- astliðið sumar. Uppsteypa á D-reit er í fullum gangi. Borgarlína liggi um hverfið Reitir B og D liggja við Arnarhlíð. Þar hafa verið reifaðar hugmyndir um fyrirhugaða leið borgarlínu um svonefndan Snorrabrautarás. Alvara er að baki þessum hug- myndum og voru ræsi meðal annars færð til í Arnarhlíð svo koma mætti fyrir borgarlínu í götunni. Snorrabrautarásinn gæti kallað á breytingar á núverandi mislægum gatnamótum Hringbrautar og Snorrabrautar. Samkvæmt núver- andi skipulagi endar Snorrabrautin við gatnamótin. Við tekur æfinga- svæði fyrir Knattspyrnufélagið Val og svo tekur Arnarhlíð við. Myndi þessi leið borgarlínu liggja yfir fyrirhugaða brú í Kársnesið, sem er nú í kynningu. Hlíðarendareitir í Vatnsmýri Teikning/Alark arkitektar *Eftir útfærslu G REITUR A 67 Íbúðir og 100-150 námsmannaíbúðir* REITUR C 162 íbúðir REITUR E 178 íbúðir REITUR F 191 íbúð Forbygging Knatthús H HLÍÐARFÓTUR SMYRILSHLÍÐ 19 21 17 VALSHLÍÐ ÆFINGAVELLIR GERVIGRAS AR NA RH LÍ Ð AR NA RH LÍ Ð FÁ LK AH LÍÐ 6 4 2 HA UK AH LÍÐ REITUR B 40 íbúðir REITUR D 142 íbúðir Alls 880 til 930 íbúðir* D-reitur Áhersla er lögð á fjölbreytni í ytra útliti húsanna. D-reitur Inngarðar verða á öllum íbúðareitunum, C-F, og bílageymsla undir. Reitirnir eru á við lítið bæjarfélag. FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin 1988 - 2018 Nýjar fallegar jólavörur Eigum alltaf vinsæ bómullar- og velúrgallana í mörgum litum. Einnig stakar svartar velúrbuxur Stærðir S-4XL lu . Blóðbankinn heldur upp á 65 ára afmæli sitt í þessum mánuði, en bankinn var stofnaður árið 1953. Af þessu tilefni heldur starfsfólk Blóðbankans örlítið afmælisboð í dag, miðvikudag, kl. 14:30 í hús- næði bankans á Snorrabraut 60, 3. hæð. Kynnt verða nokkur samstarfs- verkefni starfsfólks Blóðbankans með öðrum heilbrigðisstarfs- mönnum, s.s. rhesusvarnir, eigin stofnfrumumeðferð og vefjaflokk- anir fyrir líffæraígræðslur o.fl., auk kynningar starfsmanna á blóð- gjafahópnum og starfsemi Blóð- bankabílsins. Einnig verður gerð grein fyrir öflugu gæðastarfi Blóð- bankans, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Að þessum erindum loknum um kl. 16 verða kaffiveitingar. Afmæl- isboðið er öllum opið á meðan hús- rúm leyfir. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Blóðgjöf Blóðbankinn hefur sinnt mikil- vægu hlutverki undanfarin 65 ár. Blóðbankinn 65 ára og býður í partí í dag Hjálparstarf kirkjunnar undirbýr nú sérstaka aðstoð við efnalitlar fjölskyldur í desember. Fram kemur í tilkynningu, að tekið verði á móti umsóknum frá barnafjölskyldum á höfuðborgar- svæðinu á skrifstofu Hjálparstarfs- ins, Háaleitisbraut 66 í Reykjavík, dagana 4., 5. og 6. desember kl. 11– 15 en prestar á landsbyggðinni taka við umsóknum í heimasókn til og með 10. desember. Með umsókn- um þurfa að fylgja gögn um tekjur og útgjöld frá síðustu mánaða- mótum. Þá segir, að stuðningurinn taki mið af aðstæðum hvers og eins og sé fyrst og fremst í formi inneign- arkorta fyrir matvöru en þau verði gefin út eigi síðar en 19. desember. Fólki býðst einnig að sækja sér fatnað hjá stofnuninni og foreldrar fá efnislega aðstoð. Fólk sem hefur fengið Arion inn- eignarkort í matvöruverslunum hjá Hjálparstarfinu á árinu sem er að líða getur sótt um aðstoð fyrir jól á vefsíðu Hjálparstarfsins ww.help.is til og með 14. desember. „Alls nutu 1.304 fjölskyldur eða um 3.500 einstaklingar um land allt aðstoðar fyrir síðustu jól. Fjölmörg fyrirtæki, félagasamtök og ein- staklingar veita styrki til starfsins ár hvert og vinnuframlag sjálfboða- liða við skráningu umsókna fyrir jól er jafnframt ómetanlegt,“ segir í tilkynningunni. Hjálparstarf kirkjunnar undirbýr aðstoð STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.