Morgunblaðið - 28.11.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ég hef oft ákveðið fyriraðventuna að ég ætli aðeiga rólega, ljúfa ogyndislega daga. Missa
mig ekki í þessu eða hinu. Síðan
koma spurningar um hvort ég sé
búin að baka, þrífa, kaupa inn og
svo framvegis og sannast sagt þá
valda slíkar spurningar mér oft
kvíða og áhyggjum. Ég veit samt
að spurt er af
kærleika og um-
hyggju,“ segir
Gunnhildur
Stella Pálmars-
dóttir IIN-
heilsumarkþjálfi.
Hún hefur unnið
með fjölda fólks
sem vill og þarf
að stokka upp líf
sitt og marg-
víslegan fróðleik þar að lútandi má
finna á vefsetri hennar á slóðinni
einfaldaralif.is.
Streitan sumum óbærileg
En víkjum aftur að jólastress-
inu og aðventunni. Eitt af því sem
oft er nefnt á þessum tíma er að
streitan sé og verði fjölda fólks
nánast óbærileg. Áreiti kom úr öll-
um og samfélagið geri kröfur sem
erfitt sé að rísa undir. Þá sé sömu-
leiðis þarft að kaupa þetta og hitt,
sem líka bjóðist á kostakjörum. Í
því tilliti nefnir Gunna Stella, eins
og hún kýs að kalla sig, að fyrir
helgina var Svartur föstudagur,
eins og var auglýst grimmt með
miklu áreiti.
„Alls staðar var verið auglýsa
afslætti og án þess að mig vantaði
nokkurn skapaðan hlut þá var mér
farið að líða eins og ég væri að
missa af einhverju stórkostlegu. Ég
fann hvernig hjartað sló örar og ég
fór oft yfir það í huganum hvort ég
væri að gera mistök. Ég bý á Sel-
fossi en hugsaði með mér hvort ég
ætti að fara til Reykjavíkur;
Kringluna, Smáralindina eða Ikea?
En sem betur fer stóðst ég áreit-
ið,“ segir Gunna Stella og heldur
áfram.
„Um kvöldið fór ég á tónleika
með góðri vinkonu og á leiðinni
þangað ræddum við þetta mikla
áreiti, sem hún upplifði með sama
hætti og ég. Hún leit óvenju oft á
Facebook þennan dag því hún upp-
lifði sem svo að hún væri að missa
af einhverju. Við vorum samt báðar
sammála um að við hefðum ekki
misst af neinu og föstudagurinn
hefði bara verið fínn, þrátt fyrir
allt.“
Fjölgar gæðastundum
Ertu búin/n að öllu fyrir jólin?
Spurningin er algeng og henni má
svara á ýmsan máta – rétt eins og
hugtakið allt er hægt að skilgreina
á fleiri en einn veg.
„Hjá mér er allt þegar ég er
búin að búa til jóladagatal fyrir
fjölskylduna sem fjölgar samveru-
og gæðastundum og skapar góðar
minningar. Hjá mér er allt þegar
ég hef keypt jólagjafir á hagstæðan
hátt og bakað jafnt og þétt yfir að-
ventuna og leyft börnunum mínum
og manninum mínum að gúffa kök-
urnar í sig á ógnarhraða. Hjá mér
er allt þegar ég hef átt tíma til að
setjast niður í rólegheitunum og
drekka kaffi með góðum vinum.
Hjá mér er allt þegar ég hef getað
sest niður og lesið góða bók.
Hjá mér er allt þegar við höf-
um skreytt jólatréð og skellum
stórri flatsæng inn í stofu og sofum
öll fjölskyldan í stofunni þá sömu
nótt,“ segir Gunna Stella. Hún
bætir við að sér þyki margt vera í
höfn þegar jólainnkaupum er lokið
og maturinn á aðfangadagskvöld
tilbúinn.
„Við fjölskyldan förum alltaf í
kirkju á aðfangadag og því hef ég
valið að hafa hátíðarmatinn einfald-
an svo við séum ekki í neinu
stressi.
Það er líka svo hátíðlegt að
ganga til kirkju og líka mjög
skemmtilegt,“ segir Gunnar Stella
og bætir við að lokum:
Næ að njóta lífandi stundar
„Það er margt í jólaundirbún-
ingnum sem fólk telur vera nauð-
synlegt sem svo má missa sín þeg-
ar allt kemur til alls. Mín hvatning
til fólks í dag er að skoða vel og
vandlega hvernig það geti notið að-
ventunnar og líðandi stundar. Þú
sjálfur verður að spyrja spurning-
arinnar og svara hvort allt sé tilbú-
ið; svarið við því er afstætt og und-
ir hverjum og einum komið.“
Jólastressið er val hvers og eins
Aðventan er annatími hjá mörgum. Margs þarfnast
búið, en sumt má þó missa sín. Forgangsröðum, njót-
um líðandi stundar. Lítum í bók, spjöllum við vini og
kíkjum í kaffi, segir Gunna Stella heilsumarkþjálfi.
Morgunblaðið/Eggert
Mannlíf Fjölskyldufjör á Lækjartorgi um síðustu helgi þegar Jólakötturinn ljósum prýddur var settur í samband.
Morgunblaðið/Ómar
Skólavörðustígur Ljósadýrð loftin fyllir og hátíð verður í bænum.
Gunna Stella
Á Akureyri verður sýningin Bæjar-
bragur: Í upphafi fullveldis opnuð
næstkomandi laugardag, 1. desem-
ber, klukkan 14. Þetta er sameiginleg
sýning amtsbóka-, héraðsskjala- og
minjasafns og er liður í dagskrá full-
veldisafmælis Íslands.
Á sýningunni verða ljósmyndir sem
sýna bæjarbrag á Akureyri í upphafi
fullveldis fyrir öld síðan ásamt upp-
lýsingum sem unnar eru upp úr skjöl-
um og bókum frá sama tímabili. Sýn-
ingin sem minnist aldarafmælis
fullveldis Íslands er samstarf þriggja
safna og veitir íbúum og gestum bæj-
arins tækifæri til að fræðast um sög-
una, samfélagið og fullveldis-
hugtakið. Sýningin er í húsi Amts-
bókasafnsins að Brekkugötu 17 á
Akureyri og hefst með ávarpi Berg-
lindar Mari Valdemarsdóttur, verk-
efnastjóra Amtsbókasafnsins á Akur-
eyri, en síðan flytur Ásthildur
Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar,
ávarp og opnar sýninguna formlega.
Fullveldissýning á Akureyri verður opnuð 1. desember
Bæjarbragur fyrir einni öld
Ljósmynd/aðsend
Akureyri Sýning á Amtsbókasafni.
Hátíðartónleikar margra kóra á
Suðurlandi verða í Skálholts-
dómkirkju í tilefni 100 ára afmælis
fullveldis Íslendinga og upphafs
aðventu, þann 1. desember. Tón-
leikarnir hefjast kl. 16 og þar verð-
ur flutt fjölbreytt tónlist sem teng-
ist á einn eða annan hátt tilefni
dagsins.
Fram koma kirkjukórar Breiða-
bólstaðarprestakalls ásamt söng-
fólki úr Landeyjum, kirkjukórar
Stóra-Núps og Ólafsvallakirkna,
Skálholtskórinn, Karlakór Selfoss
og sönghópurinn Öðlingarnir sem
er úr Ragnárvallasýslu. Kórarnir
mynda hátt í 100 manna blandaðan
kór og annan viðlíka stóran karla-
kór - sem ætla verður að fylli út í
hvert rúm kirkjunnar með sinni
djúpu raust.
Einsöngvari á tónleikunum er
Oddur Arnþór Jónsson bassi. Jó-
hann I. Stefánsson leikur á trompet
og Matthías Nardeau leikur á óbó.
Orgel- og píanómeðleik annast Jón
Bjarnason og Guðjón Halldór Ósk-
arsson. Séra Kristján Björnsson,
vígslubiskup í Skálholti, flytur
ávarp og stjórnendur eru Guðjón
Halldór Óskarsson, Jón Bjarnason
og Þorbjörg Jóhannsdóttir.
Fullveldistónleikar í Skálholti
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
hafðu það notalegt
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar