Morgunblaðið - 28.11.2018, Side 21
flestum höfnum. Reynt er núna að
sigla norðurleiðina til Japans. Rökin
um að nú væri hægt að vinna fæðu-
bótarefni úr hvalkjöti sem ynni á móti
blóðleysi er einnig frekar langsótt.
Það sama er hægt að vinna úr öðrum
og mun aðgengilegri hráefnum.
6. „Flestir Íslendingar eru fylgj-
andi hvalveiðum“. Rangt. Næstum
jafn margir eru fylgjandi og andvígir
eftir síðustu könnun. Því miður er
stórt hlutfall þeirra sem svara könn-
unum, um 40%, ekki búið að mynda
sér skoðun. En ef við skoðum þróun
síðustu ára þá minnkar stöðugt hlut-
fall þeirra sem vilja veiða hvali.
Stuðningur við hvalveiðar fer minnk-
andi samkvæmt könnun sem Gallup
gerði fyrir IFAW, Alþjóða Dýra-
velferðarsjóðinn fyrir ári síðan. Og er
það gott.
Það er einn maður hér á landi sem
heldur hvalveiðum uppi og enginn
veit hversu miklu hann er að tapa á
því. Hann er því miður moldríkur
enda átti hann stóran hlut í HB
Granda, útgerðarfyrirtæki sem mok-
ar upp peningum. Hann getur leyft
sér að halda áfram þeirri þráhyggju
að Íslendingar eigi að veiða hvali og
því miður með dyggum stuðningi
sjávarútvegsáðherra. Það er tími
kominn að stöðva þetta, öll skynsemi
mælir með því.
» Leyfi ég mér að full-
yrða að vinnan við
að kynna land okkar og
náttúru sé margfalt
skemmtilegri og meira
uppbyggjandi en að
drepa háþróuð dýr og
búta þau í sundur.
Höfundur er leiðsögumaður og kenn-
ari á eftirlaunum.
ursula@visir.is
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018
Fækkaðu
hleðslu-
tækjunum
á heimilinu,
skrifstofunni
eða sumar-
bústaðnum.
Tengill með USB
Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is
Rými eða „neyslu-
rými“ eins og það er oft
kallað er skilgreint sem
lagalega verndað rými
þar sem einstaklingar
sem nota vímuefni í æð
geta komið og notað
vímuefni á öruggan
máta þar sem fyllsta
hreinlætis, öryggis og
sýkingavarna er gætt. Í
rýminu starfar sérhæft
starfsfólk eða heilbrigðismenntaðir
einstaklingar sem hafa það hlutverk
að bregðast við bráðaaðstæðum ef
þær skapast. Rýmin eru skipulögð
með þarfir markhópsins í huga og
veita samþætta þjónustu. Jafnframt
er lögð áhersla á að veita skjólstæð-
ingum skaðaminnkandi samtöl, sál-
rænan stuðning og aðstoða skjól-
stæðinga við að komast í meðferðir
og önnur úrræði innan heilbrigðis-
og félagslega kerfisins. Skaðaminnk-
unarúrræði eru tiltölulega ný af nál-
inni á Íslandi en með komu Frú
Ragnheiðar, nálaskipta- og heil-
brigðisþjónustu Rauða krossins í
Reykjavík, sem er á höfuðborgar-
svæðinu, hafa orðið framfarir í lýð-
heilsu í samfélaginu og þjónustu við
þennan viðkvæma hóp. Um 100 rými
af þessu tagi eru starfrækt í heim-
inum í dag í yfir 10 löndum, þar á
meðal í Danmörku, Noregi, Þýska-
landi, Kanada og Ástralíu.
Rými sem hér um ræðir yrði, ef
það verður að veruleika, samstarfs-
verkefni heilbrigðisráðuneytisins,
velferðarsviðs Reykja-
víkurborgar og Rauða
krossins í Reykjavík.
Heilbrigðisráðuneytið
hefur eyrnamerkt 50-60
milljónir í uppsetningu
á rými af þessu tagi fyr-
ir vímuefnaneytendur.
Reykjavík hefur það
hlutverk að finna hús-
næði sem hentar starf-
seminni, innrétta hús-
næðið og sjá um
rekstur á húsnæðinu.
Mjög mikilvægt er að
vera í samvinnu við Frú Ragnheiðar-
verkefnið hjá RkR, en starfsfólkið
þar þekkir markhópinn vel og þarfir
hans.
500 til 600 nota vímuefni
í æð á hverjum tíma
SÁÁ og Rauði krossinn í Reykja-
vík áætla að um 500-600 ein-
staklingar noti vímuefni í æð á hverj-
um tíma á Íslandi. Langflestir þeirra
eru á höfuðborgarsvæðinu, sér í lagi
Reykjavík, og er hluti þeirra heim-
ilislaus. Fjölmargar rannsóknir hafa
sýnt fram á marktækan árangur
neyslurýma af þessu tagi. Í dag er
þetta úrræði hluti af gagnreyndum
aðferðum þegar kemur að vímuefna-
vanda í heiminum. Ávinningur er
samfélagslegur, fjárhagslegur og
persónulegur. Samfélagslegi ávinn-
ingurinn er meðal annars sá að það
verður minna af notuðum sprautum
og nálum eftir á almenningsstöðum.
Hér á landi er talið að um 20-40 ein-
staklingar deyi árlega vegna efna-
eitrana eða ofskömmtunar á vímu-
efnum. Það er sérlega mikilvægt
fyrir lögregluna að geta vísað vímu-
efnanotendum í úrræði sem þjón-
ustar þann hóp faglega.
Fjárhagslegi ávinningurinn er
meðal annars fólginn í styttri inn-
lögnum á sjúkrahúsum vegna þess að
neyslurýmin bjóða upp á heilbrigðis-
þjónustu og með henni er hægt að
grípa mun fyrr inn í heilsufarsvanda
fólks. Jafnframt er dregið úr nýgengi
á HIV og lifrarbólgu C meðal þeirra
sem nota vímuefni í æð. En árlegur
kostnaður af HIV-lyfjameðferð fyrir
einn einstakling er um 2 milljónir á
ári og lyfjameðferð fyrir einn ein-
stakling í lifrarbólgu C-meðferðinni
(þrír mánuðir) er um 6 milljónir. Per-
sónulegi ávinningurinn er fólginn í
bættri líkamlegri og andlegri heilsu
hjá einstaklingum en þeir ein-
staklingar sem eru í virkri vímuefn-
anotkun í æð eru yfirleitt bæði líkam-
lega og andlega veikari en þeir sem
glíma við annars konar vímuefna-
vanda.
Húsnæðið
Mikilvægt er að staðsetning
neyslurýmis sem hér er rætt um sé
þar sem flestir einstaklinganna í
markhópnum eru. Rannsóknir sýna
að einstaklingar telja það hindrun að
þurfa að ferðast langar leiðir til að
komast í aðstæður sem þessar. Fram
kom í rannsókn sem Svala Jóhannes-
dóttir (verkefnastýra Frú Ragnheið-
ar) gerði að flestir þátttakendur
(n:47) vildu að rýmið yrði í 101
Reykjavík og þar næst á eftir kom
105 Reykjavík. Varðandi ákveðna
staðsetningu þá telur Rauði krossinn
í Reykjavík að best væri að rýmið
yrði einhvers staðar á milli Gisti-
skýlisins og Konukots.
Rauði krossinn í Reykjavík (RkR)
telur það afar mikilvægt að úrræðið
verði í sérhúsnæði. Ástæðan fyrir því
er sú að reyna að tryggja að allir inn-
an markhópsins geti nýtt sér úrræð-
ið. Reynslan úr Frú Ragnheiði hefur
sýnt að hluti af markhópnum vill ekki
nýta sér neyðarathvörfin (Gisti-
skýlið, Konukot) og vill heldur ekki
vera nálægt þeim vegna þess að þau
vilja ekki hitta gesti athvarfanna af
ýmsum ástæðum. Einnig telur RkR
mikilvægt að hugað verði sérstak-
lega að konum innan markhópsins og
reynt að auðvelda þeim aðgengi að
rýminu (áfallamiðuð og kynjamiðuð
nálgun). Í ljósi þess væri ekki væn-
legt að hafa rýmið í húsnæði þar sem
önnur starfsemi fyrir markhópinn
væri eins og neyðargisting fyrir karl-
menn eða dagsathvarf.
RkR telur að stærð húsnæðisins
þyrfti að vera á milli 150-200 fer-
metrar og mikilvægt er að húsnæðið
verði með aðgengi fyrir fatlaða ein-
staklinga. Varðandi frekara skipulag
á húsnæðinu þá hefur RkR útlistað
slíkt. Þess vegna skiptir öllu máli ef
setja á úrræði sem þetta á laggirnar
að náið samstarf verði haft við þá
sem reynsluna og sérþekkinguna
hafa á þessum viðkvæma málaflokki.
Sérstakt rými fyrir vímuefna-
neytendur í Reykjavík
Eftir Kolbrúnu
Baldursdóttur »Reykjavík myndi
hafa það hlutverk að
finna húsnæði sem hent-
ar starfseminni, inn-
rétta húsnæðið og sjá
um rekstur á húsnæð-
inu.
Kolbrún Baldursdóttir
Höfundur er sálfræðingur og borgar-
fulltrúi Flokks fólksins.