Morgunblaðið - 28.11.2018, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
✝ Einar Einarssonfæddist á
Vesturvallagötu í
Reykjavík 5. desem-
ber 1942. Hann lést
á krabbameinsdeild
Landspítalans 20.
nóvember 2018.
Einar var fyrsta
barn Fanneyjar Ein-
arsdóttur húsfreyju
í Reykjavík, f. 1924,
d. 1999, og James
Thomas Gipsons, yfirmanns hjá
bandaríska landhernum, f. í
Kentucky 1916, d. í Arizona
1992. James fór frá Íslandi á
tíma seinni heimsstyrjaldar-
innar og Einar átti samfeðra
hálfsystkini í Bandaríkjunum.
Foreldrar Fanneyjar voru Einar
Einarsson frá Þurá í Ölfushr., f.
1882, d. 1935, og Guðbjörg Guð-
rún Björnsdóttir, einnig frá
Þurá í Ölfushreppi, f. 1882, d.
1961. Sammæðra hálfsystkini
Einars eru Sighvatur, f. 1954,
Guðrún Ragnheiður, f. 1955,
Kjartan, f. 1957, Arngrímur, f.
1959, Ása, f. 1961, og Friðbjörg,
f. 1963.
Páls biskups fannst og var opn-
uð. Hann vann á Egilsstaða-
búinu um tíma og kynntist Öldu
konu sinni á Egilsstöðum. Hann
byrjaði að læra múriðn á fyrstu
búskaparárum þeirra hjóna.
Þau fluttu til Reykjavíkur árið
1964 og bjuggu lengst af í
Blöndubakka og Ystaseli í
Breiðholti. Einar kláraði sveins-
próf í múriðn í Reykjavík 1966
og fékk meistarabréf í múrsmíði
1970. Einar og Stefán Gunnars-
son múrari stofnuðu með sér fé-
lagskap 1976. Þeir tveir stofn-
uðu síðan byggingafélagið
Húsvirki ásamt trésmiðunum
Hans Guðmundssyni og Gunnari
Dagbjartssyni. Einar tók þátt í
ýmsum félagsstörfum og var í
stjórn Múrarameistarafélags
Reykjavíkur og í skólanefnd
Iðnskólans 1992. Einar vígðist
ungur inn í stúkuna Þórstein, og
hann var alla tíð virkur félagi í
Oddfellow.
Einar var í Öndverðarness-
nefnd múrarameistara og í
stjórn Golfklúbbs Öndverðar-
ness frá 1986. Hann var gerður
að heiðursfélaga klúbbsins árið
2009.
Útför Einars fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 28.
nóvember 2018, klukkan 13.
Einar kvæntist
Öldu Ingólfsdóttur
í Beruneskirkju 2.
september 1962.
Þau eignuðust
fjögur börn 1)
Hrefna, f. 7. apríl
1963, maki: Karel
Helgi Pétursson, f.
1961. Börn: Anna
Lilja, f. 1983, Erla
Bára, f. 1988, og
Einar, f. 1998,
barnabörn eru sex. 2) Fanney, f.
1. ágúst 1965, börn; Óðinn, f.
1999, og Þorkell, f. 1999, 3) Ing-
ólfur, f. 28. október 1968, maki
Áslaug Óskarsdóttir, f. 1965,
börn; Óskar, f. 1997, og Davíð
Einar, f. 1999, 4) Erna Rún, f.
27. mars 1979, maki Ágúst Hilm-
arsson, f. 1978, börn; Alda, f.
2010, Benedikt, f. 2015, og Egill,
f. 2017.
Einar ólst í fyrstu upp í
vesturbæ og síðan í miðbæ
Reykjavíkur. Grunnskólaganga
hans var í Miðbæjar- og Lindar-
götuskóla. Hann var mikið í
sveit á sumrin og var í Skálholti
sumarið 1954 þegar steinkista
Elsku pabbi minn, nú ert þú
farinn frá okkur allt of snemma
að mér finnst, aðeins 75 ára.
Ævistarf þitt var múrvinna,
verkstjórn og að byggja hús. Við
þetta vannstu af krafti allan þinn
starfstíma af miklum skörungs-
skap.
Kraftmikill varstu til allra
verka, því fékk ég vel að kynnast
þegar við Kalli byggðum okkur
hús, þá varst þú hjá okkur eins og
grár köttur að hjálpa okkur að
skipuleggja, fylgjast með svo allt
væri þetta nú gert rétt. Þetta var
ómetanleg hjálp fyrir okkur
pabbi minn. Áður en veikindi þín
gerðu vart við sig varstu alltaf út
og suður og út um allt, ef þú varst
ekki í vinnunni þá varstu í bú-
staðnum, en þar áttir þú marga
góða vini, í golfi, í útlöndum,
heimsækja vini og ættingja eða
hugsa um okkur börnin þín. Þú
vígðist ungur inn í Oddfellow-
regluna, eða 33 ára, og þar naust
þú þín fram í fingurgóma. Þú
varst sannur félagi þar og stund-
aðir fundi vel. Þú varst hrókur
alls fagnaðar alls staðar sem þú
komst, varst vinamargur enda
gott að vera í kringum þig. Þú
varst hlýr, umhyggjusamur og
góður við náungann svo ég tali nú
ekki um fjölskylduna þína sem
naut góðs af allri góðvild þinni.
Þú varst góð fyrirmynd okkar
allra, pabbi minn.
Þú veiktist af parkinsonsjúk-
dómnum fyrir u.þ.b. átta árum,
það þótti þér verra, að geta ekki
gert allt sem þú gast gert áður og
voru síðustu árin verið þér erfið.
Og bara fyrir nokkrum dögum
fannst í þér krabbamein sem
fljótt felldi þig. Ég vona að nú líði
þér betur á nýjum stað, hlaupir
um haga og engi og spilir golf
eins og enginn sé morgundagur-
inn.
Nú er okkar tími hér liðinn,
góðar minningar standa eftir og
við munum ylja okkur við þær og
halda góðum minningum um þig
á lofti við börnin okkar og barna-
börn en nú er tími til kominn að
kveðja, takk fyrir allt, elsku
pabbi minn.
Elska þig ætíð. Hvíldu í friði.
Þín dóttir,
Hrefna.
Einar tengdapabbi minn var
einstaklega ljúfur og góður
maður.
Öðlingur er það orð sem hæfði
honum best. Hann var næmur
fyrir góðu fólki og hann tengdist
sterkum böndum. Það var mín
gæfa að eignast í honum tengda-
föður og náinn vin.
Hans unaðsreitur var Önd-
verðarneslandið í Grímsnesinu.
Það var honum mikið í mun að við
og drengirnir okkar eignuðumst
hlut í þeirri paradís sem sumar-
búðastaðaland hans stéttarfélags
var honum. Hann hjálpaði okkur
Ingólfi mikið við byggingu sum-
arhúss okkar þar. Það var honum
sönn hamingja að sjá það rísa. Ég
er honum ævinlega þakklát fyrir
yfirumsjón, verkstjórn og ná-
kvæmni í allri þeirri vinnu. Það
duldist engum sem hann þekktu
hversu stórt hjarta þessi hlýi og
sterki maður átti.
Einar var einnig meinfyndinn,
hafði lúmskan húmor og var ein-
staklega góður ræðumaður. Í
brúðkaupi okkar Ingólfs hélt
tengdapabbi minn snilldar ræðu.
Hann sagði hróðugur frá að brúð-
hjónin væru á förum úr landi til
framhaldsnáms á Bretlandseyj-
um, vöggu golfsins. Auðvitað
væri erfitt að missa börnin sín úr
landi. En þetta væri í rauninni
mikill hvalreki fyrir hann og
tengdamömmu ... þar eð Alda
væri dottin svo mikið í gólfið ...
Einar var þakklátur fyrir
hversu lífið hefði verið honum ör-
látt og veitt honum mikla ham-
ingju. Hann var fjölskyldumaður
fram í fingurgóma. Hann mynd-
aði sterk kærleiksrík tengsl við
okkur tengdabörnin, nokkurs
konar föðursamband. Hann var
einstakur afi og átti hlýtt og
djúpt samband við drengina
okkar.
Ég er innilega þakklát lífinu
fyrir þennan yndislega mann og
kveð nú minn góða vin með sum-
armynd úr Öndverðarnesinu sem
var honum svo kært.
Opnast himnar
sumarlandi yfir
syngja þrestir
hrossagaukur
kveður
hvílist stelkur
unga gætir
ugla
ilma
bjarkir
hvönnin
breiðir
faðminn
sálin
í engilsúða
hrein
áfram
rignir.
(Ferdinand Jónsson)
Hvíl í friði, minn kæri.
Áslaug Óskarsdóttir.
Elskulegur afi og langafi okk-
ar er fallinn frá allt of snemma.
Afi hefur ávallt verið okkur góð
fyrirmynd, enda með eindæmum
ákveðinn, úrræðagóður og hug-
ljúfur maður. Hann kenndi okkur
margt og það fyrsta sem dettur í
hugann er fjölskyldan. Hann lifði
fyrir fjölskylduna sína og var
ávallt okkar stoð og stytta í gegn-
um allt sem gekk á, í blíðu og
stríðu.
Afi minn, þú ert mín fyrirmynd
þú ert maður til að líta upp til, líkjast
þér ég vil,
þú hefur sýnt mér margt og frætt,
vitneskju hefur þú mér fært, og mig
bætt.
Þú hefur fengið mig til að brosa blítt,
þegar ég var með þér, var mér alltaf
hlýtt
.
Alltaf hefur þú verið mér góður,
hjálpað mér með lífsins róður.
Tímann sem mér var gefinn með þér
nýtti ég mér vel,
og ég naut þess að hafa þig nálægt
mér,
ég veit þú hefur á mér gætur,
ég passa mína minningu um þig og
geymi við hjartarætur.
Elsku afi, hvíldu í friði. Við
söknum þín.
Anna Lilja, Hrefna, Sóldís
Vala og Steinar Hugi.
Fyrstu kynni mín af Einari
voru austur á Egilsstöðum stuttu
eftir að hann og Alda systir mín
hófu sambúð. Það var þó ekki
fyrr en nokkrum árum síðar að
þau kynni urðu meiri. Það var
þegar þau buðu mér að vera hjá
sér á meðan ég var að finna mér
samastað og vinnu eftir nám er-
lendis.
Þau kynni urðu síðan að sam-
vinnu þar sem hann aðstoðaði
mig við að standsetja íbúð mína
og síðar hús og ég teiknaði þeirra
hús í staðinn.
Þetta var mér mikils virði á
þeim tíma og allt samstarfið við
hann síðar.
Einar var mikill öðlingur og
var sambúð hans og Öldu farsæl.
Hún var elst í stórum systkina-
hópi og þar af leiðandi sú af þeim
sem bar mestu ábyrgðina.
Heimili þeirra Einars var í
höfuðborginni og lengi vel hittust
þar mörg af yngri systkinum
Öldu, enda ætíð velkomin. For-
eldrarnir voru búsettir austur á
landi.
Einar var menntaður
múrarameistari og stofnaði
snemma á ferlinum bygginga-
félag með fleirum, sem skapaði
sér góðan orðstír. Það var rekið
með ágætum til fjölda ára og stóð
af sér góðæri og kreppur, á með-
an önnur slík urðu að gefa starf-
semi sína upp á bátinn.
Einar var mikill félagsmaður,
tók m.a. ríkan þátt í Oddfellow-
reglunni og spilaði golf í góðum
félagsskap. Þau hjónin byggðu sé
sumarhús í hópi múrara í Önd-
verðarnesi og eyddu mörgum
stundum þar.
Einar var mikill fjölskyldu-
maður og studdi vel við börn sín í
undirbúningi þeirra undir lífið,
bæði meðan á námi stóð og við
fyrstu skref þeirra út í lífið. Einn-
ig eyddi hann mörgum stundum í
að aðstoða tengdaforeldra sína
og aðra nákomna.
Í veikindum sínum síðustu ár-
in tók hann þátt í lífinu eins og áð-
ur eftir bestu getu, eftir því sem
ég upplifði og hélt sínu jákvæða
viðhorfi til alls og allra.
Það er mikill missir að Einari,
auðvitað sérstaklega fyrir hans
nánustu, en einnig fyrir fjöl-
marga aðra.
Öldu og öðrum ástvinum sendi
ég innilegar samúðarkveðjur.
Takk, Einar, fyrir allar góðu
stundirnar.
Sigurður Ingólfsson.
Ég kynntist Einari fyrst per-
sónulega þegar hann varð
tengdafaðir sonar míns en ég
hafði vitað af honum í öflugum
fyrirtækjarekstri í byggingariðn-
aði um langt skeið áður en það
varð.
Ég kynntist Einari sem hæg-
látum en ákveðnum manni sem
hafði ekki þörf fyrir að vera áber-
andi, en mjög hæfur á sínu sviði.
Þegar ég og konan mín ákváðum
að byggja okkur sumarbústað
var Einar að draga úr vinnu hjá
Húsvirki og hann tók að sér hlut-
verk byggingarstjóra. Það var
ánægjulegur tími að vinna með
honum, verkið var í góðum hönd-
um og einkenndist framkoma
Einars af hógværð en staðfestu.
Það var stutt í ákveðni þegar á
þurfti að halda, og reynslan skil-
aði sér í frábærlega vel unnu
verki.
Það var mjög ánægjulegt að
fylgjast með honum með afa-
börnunum, rólegheitin og hlýjan
sem geislaði frá honum hafði góð
áhrif á krakkana sem leið vel hjá
afa sínum.
Innilegar samúðarkveðjur til
Öldu, barna Einars og annarra
aðstandenda og megi minningin
um góðan mann lifa með ykkur.
Hilmar B. Baldursson.
Góður vinur okkar, Einar
Einarsson, er látinn. Einar
reyndist okkur hjónum ávallt vel
og var með eindæmum hlýr og
góður maður.
Ég verð Einari alltaf þakklát-
ur fyrir að kynna mig fyrir Odd-
fellow-reglunni fyrir rúmlega tíu
árum síðan og hefur sá vinskapur
verið, eins og Einar sagði sjálfur,
mannbætandi. Það má einnig
segja um Einar að vinskapur við
hann var mannbætandi. Það var
sama hvort það var í tengslum við
Oddfellow-regluna, við Golfklúbb
Öndverðarness eða í sambandi
við Minningarsjóð Örvars Arnar-
sonar, Einar var þar alltaf boðinn
og búinn að leggja þeim málefn-
um lið.
Einar var einnig mjög hjálp-
samur þegar við fjölskyldan hóf-
um að halda minningarmót Örv-
ars okkar til styrktar
Minningarsjóðnum. Þegar við
hófum að byggja sumarbústað
okkar þá var Einar boðinn og bú-
inn að lána okkur bæði tæki og
efni.
Það var okkur hjónum mikil-
vægt að eiga alltaf gott rauðvín til
að bjóða Einari þegar hann kíkti
við.
Einar var alltaf áhugasamur
um líf okkar og spurði um okkar
hagi og barnanna okkar. Í orðum
Einars var alltaf mikil væntum-
þykja og einnig var gott að fá ráð-
gjöf og umræðu um ýmiss konar
mál hjá honum.
Einar var maður sem við gát-
um öll lært mikið af; hlýr, orðvar,
kærleiksríkur, umhyggjusamur
og skemmtilegur.
Við minnumst Einars með
þakklæti og söknuði.
Við hjónin sendum Öldu,
Hrefnu, Ingólfi, Fanneyju og
Ernu og fjölskyldum þeirra okk-
ar innilegustu samúðarkveðju.
Hver fögur dyggð í fari manns
er fyrst af rótum kærleikans.
Af kærleik sprottin auðmýkt er,
við aðra vægð og góðvild hver
og friðsemd hrein og hógvært geð
og hjartaprýði stilling með.
(Helgi Hálfdanarson)
Kolbeinn Már Guðjónsson,
Þórhalla Arnardóttir.
Mikill höfðingi og mannvinur
er fallinn frá, vinur okkar Einar
Einarsson múrarameistari var sú
fyrirmynd sem allir vildu líkja
eftir, svo hógvær, sanngjarn og
vildi allt fyrir alla gera.
Í frístundalandi okkar, Önd-
verðarnesi í Grímsnesi, áttum við
margar góðar stundir við leik og
störf og lagði Einar þar fram
ómælda vinnu og fjármuni við
uppbyggingu á golfvelli og klúbb-
húsi.
Einari var mjög umhugað um
unglingastarf golfklúbbsins og
gáfu Einar og Stefán Gunnarsson
starfsfélagi og vinur fyrsta ung-
lingaskjöldinn sem keppt er um.
Einar var heiðursfélagi Golf-
klúbbs Öndverðarness.
Eftir margan góðan vinnudag
var komið saman, borðaður góð-
ur matur og sungið, ekki
skemmdi þá fyrir þegar Einar
hóf upp raust sína og söng „Álfa-
þjóðina“ eins og útlærður stór-
söngvari frá Ítalíu. Vetrarkvöldin
enduðu þá oft á staðarsöng.
Hér öll viljum dvelja um aldur og ævi,
er algleymi vetrarins leggst yfir land,
þá syngja á síðkvöldum þykir við hæfi
og vináttu efla í sterkasta band.
Fólkið sem upphefur söng þennan hér
það sálin í Öndverðarnesinu er.
(IÓÓ)
Við minnumst Einars vinar
okkar með miklu þakklæti og
virðingu og er hans sárt saknað.
Elsku Alda, við sendum þér og
fjölskyldunni okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur og biðjum góðan
Guð að styrkja ykkur í sorginni.
Ingibjörg (Inga) og Örn K.
(Össi), Kristín og Ólafur
(Óli), Margrét (Magga) og
Örn Á. (Öddi), Hafdís og
Ingi Gunnar.
Okkar góði félagi Einar
Einarsson er allur.
Þess ljúfi og háttprúði drengur
var hvers manns hugljúfi. Hann
var traustur sem bjarg. Tranaði
sér aldrei fram. Kurteisin og hóg-
værðin uppmáluð. Vann yfirveg-
að að málum með sínu rólega fasi.
Okkur félögum hans í Muln-
ingsvélinni er mikil eftirsjá að
Einari.
Hann kvaddi þetta líf í kjölfar
langvarandi veikinda.
Eftir að æfinga- og keppnis-
ferli okkar félaganna í bolta-
íþróttum lauk kynntumst við
golfíþróttinni.
Þá gátum við félagarnir haldið
áfram að njóta félagsskapar hver
annars, keppa á nýjan leik og
spila golf saman, þar kom Einar
sterkur inn í okkar félagsskap,
tuktaði okkur örlítið til í reglu-
verki golfíþróttarinnar, ásamt
því að vinna dyggilega með okkur
að öðrum verkefnum.
Við félagarnir minnumst hans
sem öðlings og góðmennis.
Mulningsvélin sendir Öldu og
fjölskyldu Einars innilegar sam-
úðarkveðjur. Minning hans mun
lifa með okkur um ókomin ár.
F.h. Mulningsvélarinnar,
Jón H. Karlsson,
Gunnsteinn Skúlason.
Nú kveðjum við Einar Einars-
son sem var einstakur öðlingur,
öflugur félagsmaður og einn af
þeim sem stóðu að stofnun Golf-
klúbbs Öndverðarness.
Hann var heiðursfélagi GÖ, en
eingöngu þeir sam hafa unnið
„einstök og verðskulduð störf í
þágu félagsins“ geta orðið
heiðursfélagar.
Einar sat í stjórn golfklúbbs-
ins í áratugi. Hann var alla tíð
virkur í sjálfboðaliðastarfi
klúbbsins, hvort sem verið var að
taka til hendinni í verklegum
framkvæmdum eða skipuleggja
og hugsa til framtíðar. Að auki
lagði hann klúbbnum til fjármagn
vegna framkvæmda og uppbygg-
ingar.
Einar var ávallt áhugasamur
um rekstur og framgang klúbbs-
ins eftir að hann hætti stjórnar-
setu í lok ársins 2011.
Ávallt þegar við hittumst í
Öndverðarnesi eða við önnur
tækifæri var spurt um ýmis verk-
efni sem voru í gangi, fjárhag
klúbbsins og framtíðarsýn.
Um leið og við þökkum Einari
fyrir samveru og framlag hans til
Golfklúbbs Öndverðarness vilj-
um við senda Öldu, börnunum og
öllum afkomendum og ástvinum
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning Einars
Einarssonar.
Aðalsteinn Steinþórsson,
formaður GÖ.
Einar Einarsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar