Morgunblaðið - 28.11.2018, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018
Elsku Lóa
amma. Það er ótrú-
lega erfitt að átta
sig á því og sam-
þykkja að þú sért farin. Ég náði
ekki að vera með þér síðasta
spölinn og kveðja þig og það er
þyngra en tárum taki.
En eftir lifa aðeins góðar
minningar. Það var hvergi eins
gott að koma og heim til ykkar
Geira afa, fyrst í Hraungerðið
og svo á Mýrarveginn.
Heimsóknir sem áttu að vera
stutt stopp enduðu alltaf sem
nokkrar klukkustundir af því að
það var svo gott að vera hjá
ykkur, en ekki síst vegna þess
að þetta var alltaf eins og að
koma á hlaðborð.
Í eitt skiptið, þegar ég var að-
eins yngri, var ég trúlega búinn
Eva
Aðalsteinsdóttir
✝ Eva Aðalsteins-dóttir fæddist
26. apríl 1929. Hún
lést 9. nóvember
2018.
Útför Evu fór
fram í kyrrþey 23.
nóvember 2018.
að vera hjá þér í
einar tíu mínútur í
Hraungerði án þess
að þú hefðir boðið
mér nokkurn skap-
aðan hlut og þurfti
ég því að taka til
minna ráða og
spyrja: „Amma,
finnur þú þessa ís-
lykt?“
Þú varst ekki
lengi að biðjast af-
sökunar og sækja ís í frystinn.
Allt fram á síðustu stundu var
hægt að spjalla við þig um allt
milli himins og jarðar. Það fór
ekkert fram hjá þér og þú vissir
alltaf hvað maður skoraði mörg
mörk í handboltanum og fylgdist
alltaf með því sem á daga manns
dreif þrátt fyrir að við fjölskyld-
an værum búsett fyrir sunnan.
Mér þótti alltaf jafn vænt um
þetta.
Þú varst ótrúleg kona sem ég
mun aldrei gleyma.
Elsku Lóa amma. Ég ætla
ekki að hafa þetta lengra vegna
þess að ég veit að það eru
margir sem vilja komast að. Þú
skilar kveðju til afa. Hvíldu í
friði.
Heiðar Þór Aðalsteinsson.
Elsku mamma, ég kveð þig í
hinsta sinn með hluta úr ljóðinu
sem okkur þótti vera eitt falleg-
asta ljóð sem ort hefur verið á
íslenska tungu.
Ástarstjörnu
yfir Hraundranga
skýla næturský;
hló hún á himni,
hryggur þráir
sveinn í djúpum dali.
Veit ég hvar von öll
og veröld mín
glædd er guðs loga.
Hlekki brýt ég hugar
og heilum mér
fleygi faðm þinn í.
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið.
(Jónas Hallgrímsson)
Þín dóttir,
Svanhildur Sigurgeirsdóttir.
Elsku amma Lóa.
Það eru svo margar ljúfar og
góðar minningar sem fylgja þér
þegar ég horfi til baka. Sælu-
reiturinn í Vaglaskógi og heim-
ilið ykkar afa í Hraungerði lýsir
upp barnæskuna, þar sem var
hálfgert safnaðarheimili fjöl-
skyldunnar við hin ýmsu tæki-
færi.
Það var alltaf svo notalegt að
koma þangað og njóta samver-
unnar með fjölskyldunni. Alltaf
voru kræsingar á borðum, eins
og í hinni glæsilegustu ferming-
arveislu. Mér er sérstaklega
minnisstætt að í ófá skipti
reyndi mamma að spara þér
ómakið, með því að láta vita að
við þyrftum ekki neitt áður en
við vorum svo mikið sem búin að
heilsa.
Þú vildir nú ekki heyra á það
minnst, borðið var þá þegar
þéttskipað veitingum. Það lýsir
þér svo vel, þú vildir stjana við
fólkið þitt.
Þú varst alltaf að, svo dugleg
og góð amma, svo sterk og mikil
fyrirmynd.
Aldrei heyrði ég þig kvarta
yfir nokkrum sköpuðum hlut,
jafnvel eftir að þú veiktist, þú
vildir bara vera viss um að við
hin hefðum það gott.
Eins sárt og það er að kveðja
er ljúft að vita af ykkur afa sam-
einuðum á ný. Við sjáumst síðar,
elsku amma.
Eva Björk Benediktsdóttir.
Aggi farinn, ein-
hvern veginn á ég
erfitt með að sam-
þykkja það.
Traustari og betri vin er varla
hægt að hugsa sér. Það eru kom-
in 30-40 ár frá því ég kynntist
Agga. Við unnum saman í slát-
urhúsi KVH hér á Hvamms-
tanga. Agnar var hörkuduglegur.
Hann langaði í skóla en atvikin
Agnar Traustason
✝ AgnarTraustason
fæddist 22. mars
1941. Hann lést 11.
nóvember 2018.
Útför Agnars
fór fram 23.
nóvember 2018.
höguðu því svo að
hann varð bóndi.
Foreldrar hans
skildu og hann fór að
búa með móður sinni
þar til heilsan gaf sig
hjá henni, þá hættu
þau að búa og fluttu
á Laugarbakka. Þar
bjuggu þau saman
þar til móðir hans
lést en þá flutti
Trausti pabbi hans
inn. Agnar var frekar dulur mað-
ur en góður vinur vina sinna. Ég
votta systkinum hans og fjöl-
skyldum þeirra mína dýpstu
samúð.
Gunnlaugur P. Valdimarsson
frá Kollufossi.
✝ Elíeser Helga-son fæddist á
Seyðisfirði 29. júní
1936. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Dyngju, Egils-
stöðum, 18. nóvem-
ber 2018.
Foreldrar hans
voru Helgi Steinþór
Sigurlínus Elíesers-
son frá Seyðisfirði,
f. 27. apríl 1910, d.
24. september 1986, og Ing-
veldur Margrét Bjarnadóttir frá
Stokkseyri, f. 5. apríl 1915, d. 19.
desember 1986.
Elíeser var annar í aldursröð
fimm systkina og hin eru:
Bjarndís, f. 1934, Hallgerður
Sjöfn, f. 1942, d. 2006, Helgi
Sævar, f. 1946, Magnús, f. 1956.
Árið 1965 kvæntist Elíeser
eftirlifandi eiginkonu sinni, Jón-
ínu Ingibjörgu Jóhannsdóttur, f.
9. apríl 1940, og eignuðust þau
fjögur börn.
1) Jóhann, f. 1968, kona hans
er Elfa Ingólfsdóttir og eiga þau
tvö börn. 2) Ingveld-
ur Ragnheiður, f.
1970, maður hennar
er Jón Bjarnason og
eiga þau fjögur
börn og þrjú barna-
börn. 3) Hjálmar
Steinþór, f. 1973,
hann á tvo drengi
með fyrrverandi
sambýliskonu. 4 )
Þorgeir Albert, f.
1979, sambýliskona
hans er Hildur Dís Kristjáns-
dóttir og eiga þau einn son.
Fyrir átti Elíeser fjögur börn,
elst er Sigurlaug, f. 1958, maður
hennar er Jóhann Einarsson,
eiga þau þrjú börn og fimm
barnabörn. Hin þrjú eru Helgi,
Ingólfur og Björg, sem síðar
voru ættleidd af stjúpföður
sínum.
Elíeser starfaði sem sím-
smiður hjá Póst- og símamála-
stofnun á Egilsstöðum.
Útför Elíesers fór fram í kyrr-
þey 24. nóvember 2018 að ósk
hins látna.
Það var veturinn 1993-1994
sem ég kynntist tengdaföður mín-
um fyrir alvöru, og þar af leiðandi
syni hans sem síðar varð eigin-
maður minn. Við unnum þá öll hjá
sama fyrirtæki, þ.e. Pósti og síma
á Egilsstöðum, sem var þá starf-
andi. Þeir feðgar voru á símaverk-
stæðinu og ég á umdæmisskrif-
stofunni. Vegna starfa okkar voru
eðlilega samskipti reglulega, en
samskiptin áttu nú eftir að verða
öðruvísi þegar leið á veturinn. Þau
kynni hófust með einu jólaglöggs-
partíi á kaffistofunni á pósthúsinu,
þegar Elíeser kom að máli við mig,
tók utan um axlirnar á mér og
sagði hátt og skýrt „Eg vil fá þig
sem tengdadóttur“. Ég auðvitað
varð alveg eins og hálfviti, brosti
bara og sagði já já. Hugsaði svo
ekkert meira um það, enda tók ég
þessu sem gríni. En viti menn.
Næsta vor vorum við Jóhann búin
að rugla saman reytum og farin að
búa saman í litlu íbúðinni á Mána-
tröðinni.
Þannig hófust þau kynni og ég
feimin og skjálfandi á beinunum
fór í mína fyrstu heimsókn til
þeirra hjóna, en það var nú óþarfi,
því þau hjónin tóku á móti mér
opnum örmum. Oft var nú glatt á
hjalla, rökrætt um allt milli himins
og jarðar, og þeir eru ófáir kaffi-
bollarnir sem hafa runnið niður
með góðri kökusneið eða súkku-
laðirúsínum í skál við eldhúsborðið
á Tjarnarbrautinni.
Handlaginn varstu og oftar en
ekki, þegar komið var í heimsókn,
mátti finna þig í bílskúrnum við
hina ýmsu iðju. Þá varstu annað
hvort að gera við hluti eða smíða
nýja, hvort sem það var úr tré eða
járni.
Það virtist allt leika í höndunum
á þér og varstu ávallt reiðubúinn
að rétta hjálparhönd ef einhvern
vantaði aðstoð.
Þegar börnin okkar fæddust og
við komin heim með þau tók við
þreytandi og erfitt tímabil. Að fá
tvö börn í einu og Jói aldrei heima,
af því hann var sífellt á námskeið-
um vegna vinnunnar, var rosalega
erfitt. Þá var oft sem annað hvort
síminn eða dyrabjallan hringdi, og
þá voruð það þið Jónína að athuga
hvort allt væri í lagi eða hvort eitt-
hvað væri hægt að hjálpa til. Alltaf
voruð þið boðin og búin til að
hjálpa, alveg sama hvort var dag-
ur, kvöld, virkur dagur eða helgi.
Þegar börnin stækkuðu og við vor-
um flutt í sömu götu, þá voru ófá
skiptin sem litlir fætur trítluðu yfir
í ömmu- og afahús. Þér fannst nú
ekkert mjög leiðinlegt að fá þau í
heimsókn, t.d. eftir skóla hjá þeim,
þá voru oftar en ekki dregin upp
spil og gátuð þið eytt miklum tíma
við spilamennsku. Þú sást ekki sól-
ina fyrir þeim, kenndir þeim margt
sem lífið hefur upp á að bjóða og
verð ég ævinlega þakklát fyrir það.
Það var mikil gæfa að hafa
kynnst þér og vil ég þakka fyrir
það og allt sem þú hefur gert fyrir
okkur.
Hvíl í friði. Þín tengdadóttir,
Elfa.
Jæja afi, það kom að þessu; dag-
urinn sem ég hef lengi kviðið fyrir
er runninn upp. Þó að það sé sárt
að þú sért farinn frá okkur, þá hef
ég ákveðið að einblína á allar góðu
stundirnar okkar saman því þær
voru alls ekki fáar. Ég tel mig
vera svo heppna að fá að alast upp
með þig sem fyrirmynd, því þú
varst án efa einn skemmtilegasti
og fyndnasti maður sem ég hef
kynnst. Það er því ekkert laun-
ungarmál að húmorinn minn í dag
sem tæplega tvítugur einstak-
lingur er að mestu leyti kominn
frá þér.
Það sem kemur fyrst upp í
hugann þegar ég rifja upp stundir
með þér eru öll þau skipti sem við
spiluðum ólsen ólsen saman. Þú
þurftir alltaf að fíflast eitthvað og
í hvert einasta skipti tókst þér að
láta mig hlæja. Einfaldir brand-
arar og orðagrín sem engum öðr-
um en þér hefði tekist að láta vera
fyndið var það sem gladdi litla
barnshjartað mitt.
Ekki má nú sleppa því að
minnast á byssupokann, sem var
alltaf og er ennþá í miklu uppá-
haldi hjá barnabörnunum. Ég
man að það var alltaf eitt skilyrði
sem þú settir þegar við tvíbbarnir
báðum um byssurnar, og það var
„engin áflog“. Við, verandi börn,
skildum aldrei hvað þetta orð
þýddi, ypptum því bara öxlum,
kinkuðum kolli og að sjálfsögðu
byrjuðum við um leið að fljúgast
á. Ég vil nú samt meina að þú haf-
ir bara haft gaman af okkur.
Eftir því sem ég varð eldri
urðu heimsóknirnar færri, þó svo
að ég kíkti stundum á ykkur
ömmu eftir skóla, en alltaf elskaði
ég ykkur jafn mikið. Þegar þú
veiktist svo þótti mér rosalega
vænt um hvað þú varðst alltaf
glaður þegar ég kom í heimsókn.
Að sjálfsögðu breyttistu mikið á
seinustu árum en fyrir mér
varstu alltaf afi Elli, fyndnasti
maður í heimi! Í hvert einasta
skipti sem ég kíkti á þig seinasta
árið, hvort sem það var á Tjarn-
arbrautinni eða á Dyngju, þá
spurðirðu mig hvort ég vildi í nef-
ið. Ég neitaði alltaf og þú spurðir
mig hvort ég væri hætt, vitandi
það að ég hefði aldrei tekið í nefið.
Svarið mitt var alltaf það sama:
„Já, eða ég er að minnsta kosti að
reyna að hætta.“ Að þessu hlóg-
um við saman í hvert einasta
skipti, því þetta var okkar einka-
brandari; bara ég og þú.
Elsku afi, ég mun sakna þín al-
veg rosalega og mun ég gera það
að lífsmarkmiði mínu að halda í
húmorinn sem ég var svo heppin
að fá frá þér. Ég elska þig meira
en orð fá lýst.
Þín sonardóttir,
Jónína Ósk.
Í örfáum orðum langar mig að
minnast Ella frænda. Það var allt-
af stutt í brosið hjá honum Ella og
iðulega hægt að finna hann bras-
andi í bílskúrnum. Hann var alltaf
til í að hjálpa og hafði ávallt svar á
reiðum höndum fyrir forvitið lítið
stelpuskott sem fannst gaman að
fylgjast með honum við vinnu. Ég
gleymi ekki flotta húsbílnum sem
hann byggði sjálfur, mikið ógur-
lega var hann stoltur og ekki að
ástæðulausu.
Hann var líka hafsjór af sögum
og hafði þetta sama stríðnisblik í
augum og bræður hans en það
skein oft skært þegar við pabbi
birtumst. Ég minnist Ella af mikl-
um hlýhug og þakka fyrir allar
minningarnar. Hvíl í friði, elsku
frændi.
Við fjölskyldan í Aalestrup
sendum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur til ættingja og vina á
þessari erfiðu stundu.
Eydís, Sveinn, Þórunn
Margrét, Jakob Ísak og
Anton Hrafn.
Ég kynntist Elíeser þegar ég
og Hjálmar, sonur hans, vorum
saman í skóla á heimavist á
Eiðum. Oft var farið í Egilsstaði
og komið við á Tjarnarbrautinni
og alltaf var tekið á móti okkur
opnum örmum. Elíeser rólegur og
yfirvegaður í fasi og spurði frétta.
Viðmót hans einkenndist af virð-
ingu og trausti – gildi sem í reyn-
ast lífinu svo dýrmæt.
Mér er minnisstætt þegar við
vinirnir lentum eitt sinn í vand-
ræðum með utanborðsmótor sem
hafði farið á kaf í sjó í Breiðdaln-
um og varð ógangfær. Það þurfti
að hafa hraðar hendur, því mikið
var í húfi. Við brunuðum í Egils-
staði. Þó langt væri liðið á kvöldið
tók Elíeser á móti okkur í bíl-
skúrnum sínum. Íbygginn á svip
hlustaði hann á okkur gefa stutta
skýrslu um hvað hafði gerst og
svo gerði hann athugasemdir við
ófarir okkar í gamansömum tón.
Síðan varð það ekki rætt meira og
hafist handa við að gera við mót-
orinn. Við vorum stressaðir og
spenntir, en hann rólegur og gerði
hann allt af yfirvegun, án fums og
flýtis. Einbeittur tók hann allt í
sundur og gætti að hverju smáat-
riði, hreinsaði vandlega og setti
saman aftur og í gang – eins og
ekkert væri eðilegra. Þá voru
verkfærin þrifin og komið fyrir á
sínum stað – allt í röð og reglu. Þó
að næturkyrrðin hefði lagst yfir
kom ekki annað til greina en að
líta við í kaffi áður við legðum af
stað aftur í Breiðdalinn á vit æv-
intýra okkar þar.
Þetta lýsir Elíeser vel. Hann
var einstaklega handlaginn og ná-
kvæmur, en umfram allt greiðvik-
inn og hjálpsamur. Það var svo
gott að leita til hans og hann lá
ekki á liði sínu með það sem þurfti
að laga og bæta. Það lék bókstaf-
lega allt í höndum hans. Hann var
líka hafsjór af fróðleik, minnugur
og hafði gaman af að segja frá lið-
inni tíð, uppvaxtarárum sínum, at-
vikum og fólki sem kom við sögu á
lífsleiðinni.
Þar var virðing í fyrirrúmi sem
ljómaði af næmni á þau gildi sem
þyngst vega.
Guð blessi minningu um traust-
an mann sem gekk sinn æviveg af
trúfesti og virðingu.
Stefán Már Gunnlaugsson.
Elíeser Helgason
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður, tengdaföður og afa,
EIRÍKS BRIEM
hagfræðings.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
krabbameinsdeildar Landspítalans fyrir hlýja og góða umönnun.
Guðrún Ragnarsdóttir Briem
Maj-Britt Hjördís Briem Einar Þ. Eyjólfsson
Eiríkur Briem Hanna Kristín B. Pétursdóttir
Katrín Briem Þorvaldur Ólafsson
og barnabörn
Systir okkar,
GUÐNÝ GESTSDÓTTIR PHIPPS,
Hurricane, Utah,
lést sunnudaginn 28. október.
Útförin hefur farið fram.
Helga, Anna, Auður,
Hildigunnur, Skúli Már
Ástkær dóttir mín, móðir mín, amma okkar
og systir,
RAGNA GUÐRÚN ATLADÓTTIR
fv. bankastarfsmaður,
lést á heimili sínu 15. nóvember.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og kærleika.
Ragnhildur Bergþórsdóttir
Jónína Kristmanns
Svavar Ingi Valdimarsson
Lena Margrét Valdimarsdóttir
Ragna Mist Aradóttir
og systkini hinnar látnu
Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi,
GISSUR PÉTUR ÆVARR JÓNSSON
frá Vatnagarði,
til heimilis í Sydney í Ástralíu,
lést laugardaginn 24. nóvember.
Systkini og fjölskyldur