Morgunblaðið - 28.11.2018, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 28.11.2018, Qupperneq 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018 Afar vel varðveitt freska sem túlkar hina goðsögulegu frásögn af Ledu og svaninum, fannst við uppgröft í hinni fornu ítölsku borg Pompeii í liðinni viku. Leda var drottning Spartverja en guðinn Júpíter, í svanslíki, nauðgaði henni. Freskan fannst á svefnherbergisvegg við umfangsmikinn uppgröft og framkvæmdir sem hóf- ust í hinni niðurgröfnu borg í fyrrasumar, fyrir tilstilli rausnarlegs styrks frá Evrópusambandinu. Auk þess að grafa upp fleiri vistarverur er markmiðið með fram- kvæmdunum að styrkja og tryggja suma viðkvæmustu hluta borgarinnar en enn eru tugir hektara af borginni á kafi í gjóskuni sem gróf hana við sprengigos í eldfjallinu Vesúvíusi árið 79. Spennu létt af gröfnum rústum Uppgröfturinn og framkvæmdirnar eru við götuna Via del Vesuvio í svokölluðum Regio V-hluta borgarinnar en samkvæmt upplýsingum frá verkefnisstjórninni stendur til að grafa upp nær þrigga kílómetra rennu við borgar- mörkin, og létta þar með spennu af þeim svæðum sem enn eru hulin jarðvegi og koma í veg fyrir að regn og aurskriður skemmi meira af rústum en orðið er. Í samtali við The New York Times segir Massimo Os- anna, sem fer með framkvæmdastjórn í borgarrústunum sem eru á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna, að fundur freskunnar sem sýnir Ledu sé bara sá nýjasti af merkum uppgötvunum undanfarið. Í ágúst hafi til að mynda fundist þar í næsta herbergi freska sem sýnir frjósemisguðinn Riapus vega reður en erótísk myndverk voru mjög vinsæl í Pompeii á fyrstu öld. Fyrr á árinu voru grafin upp tvö íbúðahús við sömu götu með „einstökum mósaíkmyndum og freskum,“ að sögn Osanna.Í einu húsinu voru beinagrindur og þá fundust á vegg skrif sem gerð höfðu verið með kolum og þykja styðja þá kenningu, sem nýtur sífellt meiri stuðn- ings, að gosið í Vesúvíusi hafi verið í október en ekki í ágúst eins og talið hefur verið um aldir. Uppgröfturinn heldur áfram fram á vorið en þá verður farið í að tryggja svæðið og byggingar sem grafnar hafa verið upp svo al- menningur geti fengið aðgang og skoðað. Vel farnar freskur og mósaík- verk koma í ljós í Pompeii AFP/ Cesare Abbate/The Pompeii Archaeological Park Vel farin Fornleifafræðingur hreinsar freskuna sem sýnir Ledu og svaninn en hún fannst á svefnherbergis- vegg við uppgröft í rústum Pompeii á dögunum. Heiti nýrrar ljóðabókarLindu Vilhjálmsdóttur erSmáa letrið og hún fjallarum konur; myndina af konum í samfélaginu, ímynd kvenna og stöðu, um formæður og það er kallað ákveðinni röddu á breytingar. Ljóð bókarinnar eru án titla og ótölu- sett, líka án upphafsstafa og punkta, en bókin er í fjórum hlutum. Fyrst kemur þó einskonar ákall til kvenna sem hefst með þessum orðum: „í stað þess / að stilla okkur upp / á stallinum // köll- um við saman / allar fjallkonur landsins“ – og þær streyma nið- ur á völlinn, „þær fremstu / með kla- kakrónuna / eins og erfðasynd á höfð- inu“, og svo koma þær hver af ann- arri, sumar með hattkúf, aðrar í drappaðri dragt eða aðskornum kjól; „síðastar / koma druslurnar“ og er lýst frekar, og svo … þegar við höfum helgað okkur hverja torfu á vellinum stígum við fram allar fjallkonur landsins fullvalda og sjálfstæðar Það er frísklegur baráttutónn í þessari bók, og hún er nokkuð rökrétt framhald af hinni áhrifamiklu bók Lindu Frelsi sem kom út fyrir þrem- ur árum og fjallar um efnahagshrunið og áhrif þess. Þessi bók er þó ójafnari að gæðum; þessum lesara finnst sem í miðhlutunum tveimur hafi blanda baráttuanda, reiðitóns og íróníu (ætli það megi tala þar um hið skorinorða ljóð?) ljóðin nánast undir og fyrir vik- ið lifni þau ekki fyllilega á síðunum, ólíkt hinum góðu framar og aftar. Lesandanum er ekki gefið sama svig- rúmið þar til að meta og melta. Í hluta II eru níu erindi af tíu með sama hætti, fjórar línur, það fyrsta svona: „stundum líður mér / eins og síld í tunnu // og stundum / eins og þorskígildi í gjafakvóta“; fyrsta lína byrjar alltaf á orðinu „stundum“ og sú þriðja á „og stundum“ og óþægi- legar tilfinningarnar eru sóttar í lýs- ingar á aðstæðum í samtímanum: eins og varphæna á óvistvænu búi, eins og pólskur leigumaður í steypu- vinnu, eins og geldlax í sjókví (hér er um misskilning að ræða, geldlaxar eru því miður ekki í sjókvíum heldur frjóir laxar), en í síðasta erindinu er snúið að stöðu ljóðmælandans sem konu, sem líður „stundum / eins og nauðgara á skilorði // alltaf / eins og stelpukrakka á bakleið í myrkri“. Í hluta III er lýst hvítþvotti og uppreisn fyrrverandi valdsmanns í samfélagi, samfélagi karla, en „enn og aftur / er hann reistur upp úr haugnum // …// og settur á stall / meðal hinna valinkunnu // framan við / aðrar og fínlegri mannverur“. En eftir lýsingar á hreinsun karlsins, með viðkomu í valdastofnunum, fylla nú stelpurnar lungun af lofti, þær draga djúpt andann þar til þeirra „bælda rödd / öðlast hludeild í bylt- ingarkantötu búrskvenna“. Þessi rýnir bar Smáa letrið með sér á löngu ferðalagi og naut þess að lesa en hreifst aðallega af hlutum I og IV. Í þeim fyrri er ljóðmælandinn kona sem hefur verið „rangstæð í eig- in lífi“, hefur „skrifað þúsund / sinn- um þúsund ljúfsár ljóð í huganum“ til að sanna fyrir sjálfri sér að hún sé nokkuð gott skáld og það hefur tekið hana langan tíma að öðlast sjálfs- traust, trausta sjálfsmynd. Og þrýst- ingurinn og kröfurnar hafa verið með ýmsu móti, það finnur lesandinn vel, meðal annars sá að þurfa að eignast barn: og þrýstingurinn almáttugur minn ég hefði getað fætt þetta barn sem ég eignaðist aldrei mánaðarlega að minnsta kosti á árunum milli tvítugs og þrjátíuogfimm Og í næsta ljóði segir með þessum tregafulla hætti um barnleysið: finn missinn og sorgina taka sér bólfestu í miðaldra móðurlífinu Í lokahluta bókarinar dregur ljóð- mælandi upp myndir af langömmum sínum, ömmum og móður, af lífsbar- áttu þeirra og kjörum á liðinni öld, og þar eru sögur af börnum sem þær áttu, misstu og þurftu að sleppa af hendinni. Það er tregi, skilningur og jafnframt sátt í þessum góðu ljóðum, þar sem ljóðmælandinn vildi hafa séð móður sína meðan hún lifði, eins og hún sér hana nú „í mildara ljósi sjálfs- traustsins“. Í lok bókar er minnst ruslatínslu- dags með ömmu, framkvæmdar sem var ekki saknað á unglingsárum, en það hefur breyst með þeirri hlýju sátt við lífið sem einkennir ljóðið og nú óskar ljóðmælandinn þess oft á vorin „að eiga svolítinn / garðskika og ekki endilega uppkomin börn en / nokkur barnabörn samt til að reyta með mér arfa / og tína upp rusl svo gróðurinn megi dafna“. Morgunblaðið/Eggert Skáldið Í Smáa letrinu yrkir Linda Vilhjálmsdóttir um konur og stöðu þeirra í samfélaginu fyrr og nú. Stundum líður mér eins og síld í tunnu Ljóð Smáa letrið bbbmn Eftir Lindu Vilhjálmsdóttur. Mál & menning, 2018. Kilja, 68 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Samþykki (Stóra sviðið) Fim 29/11 kl. 19:30 8.s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s Fös 7/12 kl. 19:30 10.sýn Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu. Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Mið 26/12 kl. 19:30 Frums Fös 11/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn Fim 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 12/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn Fös 28/12 kl. 19:30 3.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 7.sýn Lau 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Fokkað í fullveldinu (Stóra sviðið) Lau 1/12 kl. 22:00 Frekar vandræðaleg kvöldstund á Stóra sviðinu Fly Me To The Moon (Kassinn) Lau 1/12 kl. 19:30 21.sýn Fös 7/12 kl. 19:30 20.sýn Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Leitin að jólunum (Leikhúsloft) Lau 1/12 kl. 11:00 320.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s Sun 16/12 kl. 14:30 336.s Lau 1/12 kl. 12:30 321.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Lau 22/12 kl. 11:00 337.s Sun 2/12 kl. 11:00 322.s Fös 14/12 kl. 19:00 330.s Lau 22/12 kl. 13:00 338.s Sun 2/12 kl. 12:30 323.s Lau 15/12 kl. 11:00 331.s Lau 22/12 kl. 14:30 339.s Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Lau 15/12 kl. 13:00 332.s Sun 23/12 kl. 11:00 340.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Lau 15/12 kl. 14:30 333.s Sun 23/12 kl. 13:00 341.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Sun 16/12 kl. 11:00 334.s Sun 23/12 kl. 14:30 342.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Sun 16/12 kl. 13:00 335.s Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum. Insomnia (Kassinn) Fim 29/11 kl. 19:30 5.sýn Lau 12/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn Fös 30/11 kl. 19:30 6.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Brandarinn sem aldrei deyr Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 28/11 kl. 20:00 Mið 5/12 kl. 20:00 Mið 12/12 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Elly (Stóra sviðið) Fim 29/11 kl. 20:00 175. s Fös 7/12 kl. 20:00 179. s Sun 16/12 kl. 20:00 183. s Lau 1/12 kl. 20:00 176. s Sun 9/12 kl. 20:00 180. s Sun 30/12 kl. 15:00 aukas. Sun 2/12 kl. 20:00 177. s Fim 13/12 kl. 20:00 181. s Sun 30/12 kl. 20:00 aukas. Fim 6/12 kl. 20:00 178. s Lau 15/12 kl. 20:00 182. s Stjarna er fædd. Allt sem er frábært (Litla sviðið) Fös 30/11 kl. 20:00 22. s Fös 14/12 kl. 20:00 24. s Fös 7/12 kl. 20:00 23. s Sun 30/12 kl. 20:00 25. s Gleðileikur um depurð. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s Fös 4/1 kl. 20:00 aukas. Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Fim 20/12 kl. 20:00 aukas. Lau 5/1 kl. 20:00 aukas. Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Fös 21/12 kl. 20:00 aukas. Sun 6/1 kl. 20:00 15. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Fös 11/1 kl. 20:00 16. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Lau 29/12 kl. 20:00 13. s Lau 12/1 kl. 20:00 17. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Sun 30/12 kl. 20:00 14. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Tvískinnungur (Litla sviðið) Sun 2/12 kl. 20:00 6. s Fim 6/12 kl. 20:00 7. s Sun 16/12 kl. 20:00 Lokas. Aðeins þrjár sýningar eftir! Jólaflækja (Litla sviðið) Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s Lau 22/12 kl. 13:00 9. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Lau 15/12 kl. 13:00 7. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s Sun 16/12 kl. 13:00 8. s Aðeins sýnt á aðventunni. Rocky Horror (Stóra sviðið) Fös 30/11 kl. 20:00 69. s Lau 8/12 kl. 20:00 70.s Fös 14/12 kl. 20:00 Lokas. Allra síðustu sýningar! BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.