Morgunblaðið - 28.11.2018, Blaðsíða 36
Jólagjafabréf
Kauptu núna!
Veldu upphæð, prentaðu út
og jólagjöfin er klár.
airicelandconnect.is/gjafabref
ÍS
LE
N
SK
A/
SI
A.
IS
AI
C
89
54
5
11
/1
8
Gefðu
undir
fótinn
Bandaríska rokktímaritið Revolver birtir á vef
sínum lista yfir 30 bestu plötur ársins og er
plata Kælunnar miklu, Nótt eftir nótt, í 14.
sæti listans. Heimskunnar hljómsveitir eru á
meðal þeirra sem verma hin ýmsu sæti
listans, m.a. Judas Priest sem er í fjórða sæti
listans með nýjustu plötu sína, Firepower.
Kælan er því í góðum félagsskap.
Nótt eftir nótt á lista yfir
bestu plöturnar
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 332. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
CSKA Moskva tapaði á
heimavelli fyrir tékkneska
liðinu Viktoria Plzen 2:1 í
næstsíðustu umferð riðla-
keppni Meistaradeildar
Evrópu í knattspyrnu í gær
og á fyrir vikið ekki mögu-
leika á því að komast
áfram í16-liða úrslit
keppninnar.
Arnór Sig-
urðsson lék
allan tím-
ann með
CSKA en
Hörður B.
Magnússon
tók út leik-
bann. »3
CSKA Moskva
kemst upp úr
riðlinum
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
„Aðalatriði er að fara
reglulega í sjúkra-
þjálfun. Frá í sum-
ar hef ég unnið
með Sævari Inga
Borgarssyni. Með
æfingum frá honum hef-
ur tekist að komast að
rót vandans. Í því felast
meðal annars teygju- og
styrktaræfingar. Mark-
mið mitt er að æfa
ekki of mikið en ná
samt að gera æfing-
arnar vel og á mark-
vissan hátt, og um leið
vera ferskur í lok hverrar
æfingar,“ segir körfubolta-
maðurinn Jón Arnór Stef-
ánsson um gott líkamlegt
ástand sitt í vetur. »1
Komst að rót vandans
varðandi meiðslin
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Söngurinn hljómar frá safnaðar-
heimili Háteigskirkju um þessar
mundir á mánudags- og miðviku-
dagskvöldum og þegar betur er að
gáð er um að ræða tóna frá um 120
konum í Léttsveit Reykjavíkur, fjöl-
mennasta kvennakór landsins.
„Við erum að æfa fyrir árlega jóla-
tónleika okkar,“ segir Rannveig Þor-
valdsdóttir, formaður kórsins. Hún
bætir við að þær taki sig ekki of al-
varlega og því sé mikið lagt upp úr
léttleika í bland við hátíðleikann.
„Við leggjum áherslu á að hafa þetta
skemmtilegt og ekki aðeins fyrir
okkur heldur líka fyrir hlustendur,“
heldur hún áfram. „Við viljum gefa
gestum okkar tækifæri til þess að
syngja með okkur og erum því líka
með samsöng inni í efnisskránni.“
Gísli Magna er stjórnandi kórsins,
Tómas Guðni Eggertsson spilar á pí-
anó og sér um hljómsveitarstjórn og
Pálmi Gunnarsson verður gesta-
söngvari á jólatónleikunum.
Samheldnar og kraftmiklar
Kórinn var stofnaður árið 1995 og
starfaði fyrst undir merkjum
Kvennakórs Reykjavíkur sem Létt-
sveit Kvennakórs Reykjavíkur. Árið
2000 var ákveðið að allir kórar, sem
störfuðu undir merkjum Kvenna-
kórsins, skyldu verða sjálfstæðir
kórar og var stofnfundur Kvenna-
kórsins Léttsveitar Reykjavíkur
haldinn 22. september sama ár.
Rannveig bendir á að nokkrar
konur hafi sungið í kórnum frá upp-
hafi. „Það er svo gaman að syngja í
svona kór. Ég sé ekki eftir að hafa
valið Léttsveitina því það er alveg
einstakt að vera hluti af svona sam-
heldnum og kraftmiklum hópi.“
Jólatónleikarnir eru fastur liður í
starfseminni. Auk þess hefur kórinn
farið reglulega í söngferðir til út-
landa, síðast til Þýskalands í vor sem
leið, og árlega er farið í ferðir út á
land. „Þá förum við í æfingabúðir og
treystum böndin,“ segir Rannveig.
Hún leggur áherslu á að konurnar
hafi mismunandi bakgrunn, starfi
eða hafi starfað á öllum sviðum og
hafi ólíka sýn á menn og málefni, en
séu samstiga í öllu því sem þær taki
sér saman fyrir hendur. „Þetta er
skemmtilega fjölbreyttur hópur en
söngurinn sameinar okkur,“ segir
hún og bendir á að nokkrir undir-
hópar hafi orðið til út frá kórnum.
„Það hafa til dæmis myndast göngu-,
golf- og spilahópar innan kórsins.“
Kórinn æfir í Háteigskirkju en
jólatónleikarnir verða í Langholts-
kirkju laugardaginn 8. desember nk.
og hefjast klukkan 14.00 og 16.30.
Hægt er að kaupa miða á æfingum
kórsins eða að senda tölvupóst á net-
fangið lettmidar@gmail.com. Nán-
ari upplýsingar um kórinn eru á
heimasíðu hans, lettsveit.com.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Léttsveit Reykjavíkur Rannveig Þorvaldsdóttir og Gísli Magna standa fyrir framan aðra kórfélaga á æfingu.
Léttsveitin skemmtir
sér og öðrum með söng
Pálmi Gunnarsson gestasöngvari á jólatónleikunum