Fréttablaðið - 06.03.2019, Síða 4

Fréttablaðið - 06.03.2019, Síða 4
K JARAMÁL Stéttarfélagið Ef ling kveðst hafa upplýsingar um tilfelli þar sem atvinnurekendur á félags- svæði Ef lingar hafi haft óeðlileg afskipti af þátttöku félagsmanna í atkvæðagreiðslum um verkfalls- boðun. Um er að ræða tilfelli bæði í hótelrekstri og hjá hópbifreiða- fyrirtækjum. Samkvæmt tilkynningu frá Ef l- ingu hefur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Ef lingar, sent almennt erindi til hótelrekenda og for- svarsmanna hópbifreiðafyrirtækja vegna þessa. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Ef lingar, hefur haft samband við framkvæmda- stjóra nokkurra fyrirtækja í hótel- og hópbifreiðageiranum vegna kvartana frá félagsmönnum og minnt á réttindi þeirra. „Hér er því miður um ákveðið mynstur að ræða,“ segir Viðar. „Við söfnum upplýsingum um þessi til- vik og munum svo vega og meta til hvaða aðgerða verður gripið.“ Samkvæmt kvörtunum félags- manna eiga yfirmenn að hafa í ein- hverjum tilfellum boðað til funda með starfsmönnum og haft uppi hótanir um að verkfallsaðgerðir og jafnvel kosningaþátttaka geti haft skaðlegar efnahagslegar af leið- ingar fyrir starfsmennina. Slíkar yfirlýsingar brjóta gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur að mati Ef lingar. Það er sorglegt að atvinnurek- endur skuli standa í vegi fyrir því að félagsmenn Ef lingar geti tekið afstöðu í löglega boðaðri atkvæða- greiðslu,“ segir Sólveig Anna. „Ef l- ing tekur allar tilraunir til að beita félagsmenn okkar óeðlilegum þrýstingi alvarlega.“ – smj Félagsmenn Eflingar beittir þrýstingi Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK MENNTAMÁL Frá og með næsta hausti mun nemendum á lokaári meistara- náms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi standa til boða laun- að starfsnám. Einnig munu sömu nemendur geta sótt um námsstyrk. Styrkurinn er 800 þúsund krónur og greiðist í tvennu lagi. Þessar aðgerðir eru hluti aðgerða sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, kynnti í gær til að efla nýliðun kennara. Frétta- blaðið greindi frá þessum áformum 14. janúar síðastliðinn. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að aðeins 28 prósent stöðugilda í leikskólum eru mönnuð leikskólakennurum og að það vanti leikskólakennara í 1.800 stöðugildi til þess að uppfylla ákvæði laga um hlutfall fagmenntaðra leikskóla- kennara. Á síðasta ári útskrifuðust 22 leikskólakennarar og 77 grunnskóla- kennarar frá Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands. Á tíu ára tímabili, frá 2008 til 2018, fækkaði nýnemum í leik- og grunn- skólafræðum um 40 prósent. Leið- beinendum í grunnskólum hefur aftur á móti fjölgað verulega á síðustu árum, úr 272 árið 2016, 443 árið 2017 í 507 á þessu skólaári, 2018/19. – smj Nemendur fái laun og styrk Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Lilja Alfreðs­ dóttir, mennta­ og menningar­ málaráðherra. ORIGINAL KENNÝ HEILBRIGÐISMÁL Landlæknir og skimunarráð leggja til breytingar á skipulagi skimunar fyrir krabba- meinum. Markmið tillagna sem kynntar voru fyrir Svandísi Svav- arsdóttur heilbrigðisráðherra í gær er að færa skipulagið nær því sem mælt er með í leiðbeiningum ESB um skimanir. Meðal tillagnanna er að Land- lækni verði falið að skilgreina þau krabbamein sem skima skal fyrir. Þá er lagt til að sett verði á fót stjórnstöð skimunar sem taki yfir það starf sem Leitarstöð Krabba- meinsfélags Íslands sinnir nú sem og rekstur Krabbameinsskrár. Thor Aspelund, formaður skim- unarráðs og prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, leggur áherslu á samvinnu allra þeirra aðila sem koma að málum. „Það er auðvitað mjög gott starf unnið með Krabba- meinsskrána núna og það er hægt að byggja upp í kringum það. Það þarf ekki endilega að kollvarpa öllu en það þarfa að styrkja allar þessar einingar sem eru að vinna þetta,“ segir Thor. Hann segir mikilvægt að halda vel utan um allar skráningar á skim- unum. „Við þurfum að bæta okkur þegar kemur að skráningum. Við þurfum að vita meira hvernig okkur gengur með skimununum.“ Í tillögunum er einnig lögð áhersla á aðkomu heilsugæslunnar. „Við leggjum til að skimanir verði færðar meira út til heilsugæslunnar og þar yrði byrjað á skimun fyrir leghálskrabbameini. Annað myndi kannski fylgja á eftir síðar en þetta á ekkert að gerast allt í einu.“ Thor segir að Krabbameinsfé- lagið muni áfram gegna mikilvægu hlutverki en gert er ráð fyrir að skimun fyrir brjóstakrabbameini verði áfram í höndum félagsins. – sar Leggja til breytingar á skimun fyrir krabbameinum Lögð er til stofnun stjórnstöðvar skimunar. NORDICPHOTOS/GETTY HEILBRIGÐISMÁL Fjögur mislinga- smit hafa verið staðfest í íslensku heilbrigðiskerfi síðustu daga eftir að erlendur smitberi sat í vél Icelandair til landsins þann 14. febrúar síðast- liðinn og áfram til Egilsstaða degi seinna. Er þetta mesti fjöldi tilfella smita síðan árið 1977. Mikill við- búnaður er á Landspítalanum en yfirlæknir bráðadeildar telur pláss- leysi geta valdið erfiðleikum smitist fleiri af mislingum. Mislingar eru bráðsmitandi og greindust síðast árið 2017 í barni sem hafði dvalið erlendis lengi. Á árunum 1998 til 2017 höfðu aðeins þrjú tilfelli komið upp. Því eru fjögur staðfest tilvik nokk- uð mikið stökk frá því sem við höfum þekkt hér á landi vegna útbreiddrar b ólu s e t n i ng a r fyrir mislingum í íslensku heil- brigðiskerfi. „Boðað var til n e y ð a r f u n d a r með sóttvarnalækni vegna þeirrar stöðu sem uppi er núna vegna misl- ingasmita sem hafa verið staðfest. Sóttvarnalæknir stýrir ákveðnum aðgerðum til að bregðast við og varna frekari útbreiðslu,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfir- læknir bráðadeildar Landspítalans. „Ung börn að átján mánaða aldri auk þeirra sem ekki hafa verið bólusettir eru útsett fyrir þessari veirusýkingu. Við getum vel tekist á við svona mál en svo gæti farið að plássleysi valdi okkur einhverjum erfiðleikum ef margir smitast.“ Þ ó r ó l f u r Guðnason sótt- varnarlæknir segir unnið að því að lág- marka líkur á því að mislingar geti breiðst út til f leiri. „Nú er unnið eftir ákveðnu verklagi en eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að lítill faraldur sé í vændum. Það gerist hins vegar að smitberi kemur til landsins sem sýnir okkur bæði hversu smitandi mislingar eru og hversu mikilvægt sé að sem flestir séu bólusettir fyrir mislingum,“ segir Þórólfur. Annað barnanna, sem greind hafa verið með mislingasmit, var á ungbarnaleikskólanum Hnoðra- holti í Garðabæ. Þeim börnum sem hafa verið á þessum leikskóla, og eru óbólusett vegna aldurs eða ann- ara ástæðna, hefur verið skipað að halda sig heima í eins litlu samneyti og hægt er við annað fólk í rúmar tvær vikur. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi sendi frá sér tilkynn- ingu í gær. Þar kemur fram að smit- berar hafi farið víða um Austurland og séu starfsmenn í vinnu við að finna það fólk sem gæti hafa smitast af þeim. „Nú hafa einstaklingar sem voru í framangreindum vélum veikst og staðfest er að um mislinga er að ræða. Á þeim tíma sem þeir teljast smitandi fóru þeir nokkuð víða innan Fjarðabyggðar og Fljótsdals- héraðs. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi og aðrir starfsmenn HSA vinna að því að finna þá sem helst má reikna með að hafi orðið útsettir fyrir smiti og ná sambandi við þá,“ segir í tilkynningu. Hafa ber í huga að þau börn sem hafa nú smitast af mislingum smit- ast ekki vegna vanrækslu foreldra og tregðu þeirra til að bólusetja börn sín. Þau eru einfaldlega of ung til að fá bólusetningu við mislingum sem gerist við átján mánaða aldur hér á landi. sveinn@frettabladid.is Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Um­ dæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. Plássleysi gæti torveldað starf Landspítalans þurfi að leggja marga inn. Viðbúnaður er á Landspít­ ala vegna mislingasmita sem staðfest hafa verið undanfarna daga. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA 6 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 6 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 D -A 2 4 4 2 2 7 D -A 1 0 8 2 2 7 D -9 F C C 2 2 7 D -9 E 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 5 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.